Jólalandinn í RÚV gerði Skjólinu í Grensáskirkju ágæt skil í gærkvöldi. Umfjöllunin hefst á 8.20 mínútu.
Skjólið er rekið af Hjálparstarfi kirkjunnar og var formlega tekið í notkun fyrir tæpum tveimur árum eða þann 15. febrúar 2021.
Nafn Skjólsins vísar til bænarorða Davíðssálma 119.114:
Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt.
Rósa Björg Brynjarsdóttir veitir Skjólinu forstöðu. Í viðtali við hana í Jólalandanum kom glöggt fram hvernig starfið fer fram og við hvaða vanda konurnar búa sem sækja það. Einnig gáfu viðtölin við þrjár konur sem nýta þetta úrræði þjóðkirkjunnar góða innsýn í starfið. Konurnar hafa verið mjög ánægðar og þakklátar fyrir alla þá góðu og umhyggjusömu þjónustu sem Skjólið býður upp á.
Í Skjólinu er hvíldarherbergi þar sem konurnar geta hallað sér. Sturtuaðstaða er góð og þeim er leiðbeint eftir því sem þarf um persónulegt hreinlæti. Konurnar geta þvegið af sér og eru duglegar við það. Þvottavélin gengur nánast allan daginn. Þær fá að borða heitan mat og taka sjálfar þátt í matseldinni að vissu marki. Deginum er varið til tómstunda, sumar púsla, aðrar prjóna eða hekla, og enn aðrar læra á tölvur – og margt fleira sem hér er ótalið.
Þær konur sem búa við húsnæðisvanda yfir daginn stendur Skjólið til boða. Konur í Konukoti hafa sótt Skjólið vel sem og margar konur sem glíma við erfiðar aðstæður og ná illa tökum á lífi sínu. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera á hrakhólum og heimilislausar. Eitt af markmiðum Skjólsins er að styðja þessar konur til daglegs lífs á þeirra forsendum, auka samkennd með þeim, bjóða upp á hjálp og hvetja þær eftir atvikum til að sækja sér hana. Eða með öðrum orðum þá er stefnt að því að auka lífsgæði þeirra. Skjólið verður þeim sannkallað skjól, eins og ein konan sagði í viðtali í gærkvöldi í Jólalandanum, skjól þar sem öryggi og umhyggja er í fyrirrúmi.
Skjólið er félagslegt athvarf á grunni kristilegs kærleika og er mótað í samvinnu við konurnar sem þangað sækja.
Heimilislaust fólk býr við margþættan vanda. Margt af því neytir fíkniefna, sumir eiga við geðrænan vanda að stríða og aðra félagslega bresti. Þá hafa nokkrir þeirra verið í fangelsum. Þau eru á jaðri samfélagsins fáir vilja vita af þeim. Fjölskyldutengsl flestra þeirra eru farin veg allrar veraldar. En þau eru meðbræður og meðsystur okkar.
Vissulega má taka undir að neyðarástand hafi skapast í málum heimilislausra í frosthörkunum undanfarið. Fréttir af heimilislausu fólki hafa ekki farið fram hjá neinum. Margt heimilislaust fólk leitar sér skjóls í bílastæðahúsum og á öðrum stöðum þar sem naprir vindar blása ekki um. Ekki má þó horfa fram hjá því að samfélagið lætur allnokkurt fé renna í þennan málaflokk þó gera mætti betur. Fyrir nokkru fjallaði Kjarninn.is um aðstæður heimilislausra og þar kom margt athyglisvert fram.
Þótt fleiri karlar séu í hópi heimilislausra í Reykjavík þá hafa heimilislausar konur sérstöðu. Þær verða fyrir hvers kyns áreiti og árásum og eiga mun erfiðar með að verja hendur sínar en karlmennirnir. Í flestum tilvikum hafa þær misst börnin frá sér vegna aðstæðna sinna og átt jafnvel lengi í baráttu við að halda þeim.
Þjóðkirkjan getur verið stolt af Hjálparstarf kirkjunnar sem heldur utan um starfsemi Skjólsins ásamt ýmsum öðrum verkum. Hjálparstarfið hefur og það grundvallarhlutverk að starfrækja mannúðar- og hjálparstarf í nafni íslensku þjóðkirkjunnar eins og segir í skipulagsskrá þess.
Aðbúnaður er til fyrirmyndar í Skjólinu – hér sést yfir eldhúsið
Hvíldarherbergið er mikið notað
Jólalandinn í RÚV gerði Skjólinu í Grensáskirkju ágæt skil í gærkvöldi. Umfjöllunin hefst á 8.20 mínútu.
Skjólið er rekið af Hjálparstarfi kirkjunnar og var formlega tekið í notkun fyrir tæpum tveimur árum eða þann 15. febrúar 2021.
Nafn Skjólsins vísar til bænarorða Davíðssálma 119.114:
Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt.
Rósa Björg Brynjarsdóttir veitir Skjólinu forstöðu. Í viðtali við hana í Jólalandanum kom glöggt fram hvernig starfið fer fram og við hvaða vanda konurnar búa sem sækja það. Einnig gáfu viðtölin við þrjár konur sem nýta þetta úrræði þjóðkirkjunnar góða innsýn í starfið. Konurnar hafa verið mjög ánægðar og þakklátar fyrir alla þá góðu og umhyggjusömu þjónustu sem Skjólið býður upp á.
Í Skjólinu er hvíldarherbergi þar sem konurnar geta hallað sér. Sturtuaðstaða er góð og þeim er leiðbeint eftir því sem þarf um persónulegt hreinlæti. Konurnar geta þvegið af sér og eru duglegar við það. Þvottavélin gengur nánast allan daginn. Þær fá að borða heitan mat og taka sjálfar þátt í matseldinni að vissu marki. Deginum er varið til tómstunda, sumar púsla, aðrar prjóna eða hekla, og enn aðrar læra á tölvur – og margt fleira sem hér er ótalið.
Þær konur sem búa við húsnæðisvanda yfir daginn stendur Skjólið til boða. Konur í Konukoti hafa sótt Skjólið vel sem og margar konur sem glíma við erfiðar aðstæður og ná illa tökum á lífi sínu. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera á hrakhólum og heimilislausar. Eitt af markmiðum Skjólsins er að styðja þessar konur til daglegs lífs á þeirra forsendum, auka samkennd með þeim, bjóða upp á hjálp og hvetja þær eftir atvikum til að sækja sér hana. Eða með öðrum orðum þá er stefnt að því að auka lífsgæði þeirra. Skjólið verður þeim sannkallað skjól, eins og ein konan sagði í viðtali í gærkvöldi í Jólalandanum, skjól þar sem öryggi og umhyggja er í fyrirrúmi.
Skjólið er félagslegt athvarf á grunni kristilegs kærleika og er mótað í samvinnu við konurnar sem þangað sækja.
Heimilislaust fólk býr við margþættan vanda. Margt af því neytir fíkniefna, sumir eiga við geðrænan vanda að stríða og aðra félagslega bresti. Þá hafa nokkrir þeirra verið í fangelsum. Þau eru á jaðri samfélagsins fáir vilja vita af þeim. Fjölskyldutengsl flestra þeirra eru farin veg allrar veraldar. En þau eru meðbræður og meðsystur okkar.
Vissulega má taka undir að neyðarástand hafi skapast í málum heimilislausra í frosthörkunum undanfarið. Fréttir af heimilislausu fólki hafa ekki farið fram hjá neinum. Margt heimilislaust fólk leitar sér skjóls í bílastæðahúsum og á öðrum stöðum þar sem naprir vindar blása ekki um. Ekki má þó horfa fram hjá því að samfélagið lætur allnokkurt fé renna í þennan málaflokk þó gera mætti betur. Fyrir nokkru fjallaði Kjarninn.is um aðstæður heimilislausra og þar kom margt athyglisvert fram.
Þótt fleiri karlar séu í hópi heimilislausra í Reykjavík þá hafa heimilislausar konur sérstöðu. Þær verða fyrir hvers kyns áreiti og árásum og eiga mun erfiðar með að verja hendur sínar en karlmennirnir. Í flestum tilvikum hafa þær misst börnin frá sér vegna aðstæðna sinna og átt jafnvel lengi í baráttu við að halda þeim.
Þjóðkirkjan getur verið stolt af Hjálparstarf kirkjunnar sem heldur utan um starfsemi Skjólsins ásamt ýmsum öðrum verkum. Hjálparstarfið hefur og það grundvallarhlutverk að starfrækja mannúðar- og hjálparstarf í nafni íslensku þjóðkirkjunnar eins og segir í skipulagsskrá þess.
Aðbúnaður er til fyrirmyndar í Skjólinu – hér sést yfir eldhúsið
Hvíldarherbergið er mikið notað