Stuttbókaformið (e. demi octavo) er vel þekkt um allan heim og nýtur mikilla vinsælda. Auðvitað skiptir efnið höfuðmáli en markhóparnir eru margir og því er boðið upp á fjölbreytilegt úrval þar sem stuttbækur eru annars vegar. Þó að stuttbækur séu ekki alltaf margar blaðsíður er efni þeirra oft á við legíó blaðsíðna þegar lesendur renna augum yfir textann, hvort sem hann er nú samfelldur og hnitmiðaður eða safn valinna stuttra tilvitnana.
Þorvaldur Víðisson, sóknarprestur í Fossvogsprestakalli, hefur heillast af þessu formi stuttbókanna. Frá honum hafa komið tvær slíkar áður, Vonin frá 2023 og Gimsteinninn – Sælir eru friðflytjendur kom út í fyrra. Nú kemur sú þriðja sem er Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Auk þess hafa komið frá honum tvær þýðingar sem ekki teljast til stuttbókaflokksins og eru það Sanntrúaði villutrúarmaðurinn og aðrar torræðar sögur, eftir Peter Rollins, 2018 og Hvað er Biblían? – Hvernig ævaforn ljóð, bréf og sögur geta gerbreytt því hvernig þú hugsar og hvernig þér líður, eftir Rob Bell, 2019. Þorvaldur hefur því verið vel virkur í ritstörfum samhliða annasömum störfum. Það er vel vegna þess að hann er ágætlega ritfær og fundvís á heppilegt efni sem hæfir til dæmis stuttbókaflokknum.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, geymir fjölda tilvitnana sem allar tengjast kærleikanum með einum eða öðrum hætti. Sótt er í kristna hefð, til skálda, og til annarra trúarbragða. Kærleikurinn er nefnilega sem hugtak ekki aðeins bundinn við kristna trú enda þótt það hafði sérstöðu í henni þar sem trúin segir að kærleikur Guðs sé Jesús Kristur. Tilvitnanir eru líka í mörgum tilvikum sóttar til óvæntra staða eins og í dægurlög innlend sem erlend.
Tilvitnanir sem ryðja kærleikanum braut eiga svo sannarlega erindi til allra, hvort heldur persónulegs lífs einstaklinga sem glíma við sitthvað í önnum dagsins eða til þeirra sem gegna ábyrgðarstörfum fyrir land og þjóð. Ráðamenn ættu að hafa bókina Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi á skrifborði sínu og lesa eina og fleiri tilvitnun í upphafi vinnudags. Þá ekki síður almenningur í erli dagsins. Kærleiksfylltar tilvitnanir geta verið sem leiðarhnoða út í dagsins önn þar sem reynir á fólk með ýmsu móti eins og á vinnustað, heimili, tómstundum og í umferðinni, svo dæmi séu nefnd. Tilvitnanir eru frá öllum öldum í orðsins fyllstu merkingu. Ætli þeir elstu séu ekki kapparnir Konfúsíus og Búdda og sá yngsti er Jón Jónsson, fæddur 1985.
Tilvitnanabækur eru ákveðin bókagrein og margar slíkar hafa komið út á íslensku. Sumar stórar og miklar eins og Kjarni málsins: fleyg orð á íslensku, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman og er sennilega sú viðamesta, hátt í 1000 blaðsíður og kom út árið 2010. Þá tók Kolbrún Bergþórsdóttir blaðakona saman Tilvitnabókina – Þúsundir snjallyrða hvaðanæva úr heiminum – frá fornöld til samtímans, og kom hún líka út árið 2010 eins og bók Hannesar. Sr. Karl Sigurbjörnsson sendi frá sér ýmsar stuttbækur í þessum dúr og margar þeirra geymdu safn tilvitnana. Nefna má bók annars prests, sr. Gunnars Árnasonar, Kristallar: tilvitnanir og fleyg orð – frá 1956.
Stuttbækur með spaklegum og umhugsunarverðum tilvitnunum geta komið að margvíslegu gagni, til dæmis í bænalífi. Sumar tilvitnanir í bókinni Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi eru þess eðlis að þær geta auðveldlega orðið að góðu stefi í bæn og íhugun. Prestar og djáknar þjóðkirkjunnar ættu einmitt að hvetja fólk úti í söfnuðum til að verða sér úti um þessa bók. Auk þess má nota hana í safnaðarstarfi, fullorðinsstarfi, með þeim hætti að ákveðnar tilvitnanir, kannski ein eða fleiri, eru teknar til umræðu og brotnar til mergjar. Margt er hægt að gera þegar góðar bækur berast í hendur fólks.
Niðurstaða:
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi er vandað safn af mikilvægum tilvitnunum sem eiga sannarlega erindi við heim þar sem kærleikurinn á stundum undir högg að sækja. Þorvaldur Víðisson hefur valdið þær af hugkvæmni og natni og verið ófeiminn við að sækja á mið annarra trúarbragða en kristninnar og sótt tilvitnanir til annarrar menningar en þeirrar vestrænu. Hann er vandvirkur og velvirkur. Þetta er þörf bók sem getur nýst einstaklingum sem og starfi í söfnuðunum, til dæmis í fullorðinsfræðslu safnaðanna.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, Þorvaldur Víðisson tók efnið saman, valdi og þýddi, Skálholtsútgáfan-kirkjuhusid.is, 2025, 63 bls. Kápa: Sólveig Halla Þorgeirsdóttir, prentun og umbrot: Prentmet Oddi.
Stuttbókaformið (e. demi octavo) er vel þekkt um allan heim og nýtur mikilla vinsælda. Auðvitað skiptir efnið höfuðmáli en markhóparnir eru margir og því er boðið upp á fjölbreytilegt úrval þar sem stuttbækur eru annars vegar. Þó að stuttbækur séu ekki alltaf margar blaðsíður er efni þeirra oft á við legíó blaðsíðna þegar lesendur renna augum yfir textann, hvort sem hann er nú samfelldur og hnitmiðaður eða safn valinna stuttra tilvitnana.
Þorvaldur Víðisson, sóknarprestur í Fossvogsprestakalli, hefur heillast af þessu formi stuttbókanna. Frá honum hafa komið tvær slíkar áður, Vonin frá 2023 og Gimsteinninn – Sælir eru friðflytjendur kom út í fyrra. Nú kemur sú þriðja sem er Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Auk þess hafa komið frá honum tvær þýðingar sem ekki teljast til stuttbókaflokksins og eru það Sanntrúaði villutrúarmaðurinn og aðrar torræðar sögur, eftir Peter Rollins, 2018 og Hvað er Biblían? – Hvernig ævaforn ljóð, bréf og sögur geta gerbreytt því hvernig þú hugsar og hvernig þér líður, eftir Rob Bell, 2019. Þorvaldur hefur því verið vel virkur í ritstörfum samhliða annasömum störfum. Það er vel vegna þess að hann er ágætlega ritfær og fundvís á heppilegt efni sem hæfir til dæmis stuttbókaflokknum.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, geymir fjölda tilvitnana sem allar tengjast kærleikanum með einum eða öðrum hætti. Sótt er í kristna hefð, til skálda, og til annarra trúarbragða. Kærleikurinn er nefnilega sem hugtak ekki aðeins bundinn við kristna trú enda þótt það hafði sérstöðu í henni þar sem trúin segir að kærleikur Guðs sé Jesús Kristur. Tilvitnanir eru líka í mörgum tilvikum sóttar til óvæntra staða eins og í dægurlög innlend sem erlend.
Tilvitnanir sem ryðja kærleikanum braut eiga svo sannarlega erindi til allra, hvort heldur persónulegs lífs einstaklinga sem glíma við sitthvað í önnum dagsins eða til þeirra sem gegna ábyrgðarstörfum fyrir land og þjóð. Ráðamenn ættu að hafa bókina Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi á skrifborði sínu og lesa eina og fleiri tilvitnun í upphafi vinnudags. Þá ekki síður almenningur í erli dagsins. Kærleiksfylltar tilvitnanir geta verið sem leiðarhnoða út í dagsins önn þar sem reynir á fólk með ýmsu móti eins og á vinnustað, heimili, tómstundum og í umferðinni, svo dæmi séu nefnd. Tilvitnanir eru frá öllum öldum í orðsins fyllstu merkingu. Ætli þeir elstu séu ekki kapparnir Konfúsíus og Búdda og sá yngsti er Jón Jónsson, fæddur 1985.
Tilvitnanabækur eru ákveðin bókagrein og margar slíkar hafa komið út á íslensku. Sumar stórar og miklar eins og Kjarni málsins: fleyg orð á íslensku, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman og er sennilega sú viðamesta, hátt í 1000 blaðsíður og kom út árið 2010. Þá tók Kolbrún Bergþórsdóttir blaðakona saman Tilvitnabókina – Þúsundir snjallyrða hvaðanæva úr heiminum – frá fornöld til samtímans, og kom hún líka út árið 2010 eins og bók Hannesar. Sr. Karl Sigurbjörnsson sendi frá sér ýmsar stuttbækur í þessum dúr og margar þeirra geymdu safn tilvitnana. Nefna má bók annars prests, sr. Gunnars Árnasonar, Kristallar: tilvitnanir og fleyg orð – frá 1956.
Stuttbækur með spaklegum og umhugsunarverðum tilvitnunum geta komið að margvíslegu gagni, til dæmis í bænalífi. Sumar tilvitnanir í bókinni Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi eru þess eðlis að þær geta auðveldlega orðið að góðu stefi í bæn og íhugun. Prestar og djáknar þjóðkirkjunnar ættu einmitt að hvetja fólk úti í söfnuðum til að verða sér úti um þessa bók. Auk þess má nota hana í safnaðarstarfi, fullorðinsstarfi, með þeim hætti að ákveðnar tilvitnanir, kannski ein eða fleiri, eru teknar til umræðu og brotnar til mergjar. Margt er hægt að gera þegar góðar bækur berast í hendur fólks.
Niðurstaða:
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi er vandað safn af mikilvægum tilvitnunum sem eiga sannarlega erindi við heim þar sem kærleikurinn á stundum undir högg að sækja. Þorvaldur Víðisson hefur valdið þær af hugkvæmni og natni og verið ófeiminn við að sækja á mið annarra trúarbragða en kristninnar og sótt tilvitnanir til annarrar menningar en þeirrar vestrænu. Hann er vandvirkur og velvirkur. Þetta er þörf bók sem getur nýst einstaklingum sem og starfi í söfnuðunum, til dæmis í fullorðinsfræðslu safnaðanna.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, Þorvaldur Víðisson tók efnið saman, valdi og þýddi, Skálholtsútgáfan-kirkjuhusid.is, 2025, 63 bls. Kápa: Sólveig Halla Þorgeirsdóttir, prentun og umbrot: Prentmet Oddi.