Nú stendur yfir kjör á nýjum vígslubiskupi Skálholts. Ekki er langt síðan núverandi vígslubiskup var kjörinn og hefur hann lýst yfir vilja til að gegna starfinu áfram. Kirkjuþing ákvað að embætti biskupa hefðu takmarkaðan skipunartíma og að kosið yrði í þau með reglubundnum hætti. Ég tel að sú ráðstöfun sé í senn holl og góð fyrir kirkju og kristni. Það er mjög óhollt að fólk sitji of lengi í háum embættum og telji sig svo um síðir eiga þar eitthvað meir en aðrir. Að takast á hendur biskupsþjónustu er vissulega stórt hlutverk. Titil að verja! Þá er afar  mikilvægt að til forystu veljist dugmikið og öflugt fólk með víðtækan stuðning kirkjufólks á bak við sig. Hinu nýja fyrirkomulagi er ætlað að stuðla að slíku.

Þá má nú spyrja hvers vegna ekki sé tekið samskonar skref er varðar önnur trúnaðarstörf í hinni vígðu þjónustu? Hér á ég við hlutverk prófasta og sóknarpresta. Hver vegna er skipun þeirra ekki líka tímabundin? Nú þekkjum við hefðina sem var að elsti prestur varð prófastur sem einskonar verðlaun fyrir vel unnin störf og það hjálpaði líka upp á eftirlaunin. Þegar komið hefur að vali prófasta þá hefur biskup valdið. Ferlið hefur hins vegar ekki verið lýðræðislegt svo mikið er víst. Og einu sinni prófastur, ávalt prófastur. Sama hvað þú gerir mikið eða lítið. Þó þú sofnir af leiða í embættinu þá kemur slíkt aldrei að sök. Hér væri nær að hlutverk prófasta gengi manna í milli og þau sem áhuga og metnað hafa hverju sinni fengju að spreyta sig. Fimm ár í senn, möguleiki á endurnýjun.

Sameining prestakalla hefur haft í för með sér að á sumum stöðum á landinu eru komin risastór prestaköll með sóknarpresti og mörgum prestum.  Sá veruleiki reynir talsvert á stjórnunar- og samskiptahæfni sem og skipulagsgetu. Hefur biskup og í nokkrum tilvikum kirkjuþing ákveðið hver hljóti sóknarprestsembættið. Hér væri eðlilegt að sóknarprestsembætti gangi milli hinna vígðu þjóna til skiptis. Ég hefði reyndar viljað kalla þann vígða þjón sem forystu hefur, kirkjuhirði og þá gæti sá eða sú líka verið úr röðum djákna. En nú eru djáknar að koma inn í vígðu þjónustuna af auknum krafti vonandi og finnst mér einboðið að djáknar gætu haft stjórnunarlega ábyrgð og forystu líka. Prestar eru nefnilega ekki alltaf bestu stjórnendurnir eða heppilegastir til að leiða í mannauðsmálum kirkjunnar; ótrúlegt en satt!

Við þurfum að venjast þeirri hugsun að einhver hafi gegnt biskupsþjónustu um stund og svo gengið inn í prestsþjónustu í söfnuði, að einhver hafi verið prófastur eða sóknarprestur og síðan gengið í almenna prestsþjónustu og orðið „bara prestur.”

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Nú stendur yfir kjör á nýjum vígslubiskupi Skálholts. Ekki er langt síðan núverandi vígslubiskup var kjörinn og hefur hann lýst yfir vilja til að gegna starfinu áfram. Kirkjuþing ákvað að embætti biskupa hefðu takmarkaðan skipunartíma og að kosið yrði í þau með reglubundnum hætti. Ég tel að sú ráðstöfun sé í senn holl og góð fyrir kirkju og kristni. Það er mjög óhollt að fólk sitji of lengi í háum embættum og telji sig svo um síðir eiga þar eitthvað meir en aðrir. Að takast á hendur biskupsþjónustu er vissulega stórt hlutverk. Titil að verja! Þá er afar  mikilvægt að til forystu veljist dugmikið og öflugt fólk með víðtækan stuðning kirkjufólks á bak við sig. Hinu nýja fyrirkomulagi er ætlað að stuðla að slíku.

Þá má nú spyrja hvers vegna ekki sé tekið samskonar skref er varðar önnur trúnaðarstörf í hinni vígðu þjónustu? Hér á ég við hlutverk prófasta og sóknarpresta. Hver vegna er skipun þeirra ekki líka tímabundin? Nú þekkjum við hefðina sem var að elsti prestur varð prófastur sem einskonar verðlaun fyrir vel unnin störf og það hjálpaði líka upp á eftirlaunin. Þegar komið hefur að vali prófasta þá hefur biskup valdið. Ferlið hefur hins vegar ekki verið lýðræðislegt svo mikið er víst. Og einu sinni prófastur, ávalt prófastur. Sama hvað þú gerir mikið eða lítið. Þó þú sofnir af leiða í embættinu þá kemur slíkt aldrei að sök. Hér væri nær að hlutverk prófasta gengi manna í milli og þau sem áhuga og metnað hafa hverju sinni fengju að spreyta sig. Fimm ár í senn, möguleiki á endurnýjun.

Sameining prestakalla hefur haft í för með sér að á sumum stöðum á landinu eru komin risastór prestaköll með sóknarpresti og mörgum prestum.  Sá veruleiki reynir talsvert á stjórnunar- og samskiptahæfni sem og skipulagsgetu. Hefur biskup og í nokkrum tilvikum kirkjuþing ákveðið hver hljóti sóknarprestsembættið. Hér væri eðlilegt að sóknarprestsembætti gangi milli hinna vígðu þjóna til skiptis. Ég hefði reyndar viljað kalla þann vígða þjón sem forystu hefur, kirkjuhirði og þá gæti sá eða sú líka verið úr röðum djákna. En nú eru djáknar að koma inn í vígðu þjónustuna af auknum krafti vonandi og finnst mér einboðið að djáknar gætu haft stjórnunarlega ábyrgð og forystu líka. Prestar eru nefnilega ekki alltaf bestu stjórnendurnir eða heppilegastir til að leiða í mannauðsmálum kirkjunnar; ótrúlegt en satt!

Við þurfum að venjast þeirri hugsun að einhver hafi gegnt biskupsþjónustu um stund og svo gengið inn í prestsþjónustu í söfnuði, að einhver hafi verið prófastur eða sóknarprestur og síðan gengið í almenna prestsþjónustu og orðið „bara prestur.”

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir