Í nokkur ár hefur farið fram umræða meðal danskra stjórnmálamanna hvort gefa eigi leyfi fyrir tvöfaldri skráningu í trúfélög. Það sé lýðræðislegt og gefi fólki tækifæri á því að leggja fleiri trúfélögum lið. Í þessu sambandi eru sérstaklega nefndir meðlimir í kristnum trúfélögum eins og rétttrúnaðarkirkjunni í Úkraínu. Þeir njóti þjónustu dönsku kirkjunnar og vilji margir gjarnan vera formlega innan hennar raða án þess að segja skilið við sína heimakirkju.

Danski kirkjumálaráðherrann, Morten Dahlin hefur sent erindi til biskupanna fimmtán í Danmörku og óskað eftir áliti þeirra og tillögum. Morten er býsna vinsæll og prédikaði um síðustu helgi í Hans Egedes-kirkju og nokkrir álitsgjafar voru yfir sig hrifnir af prédikuninni stungu upp á því að hann sneri sér frá stjórnmálum að hæfi guðfræðinám.

Tvöföld skráning í trúfélög er ekki eins auðveld og hún sýnist vera. Flestir stjórnmálamannanna telja frelsi í þessu efni skipta miklu máli og tala þá fyrir því að fólk geti verið skráð í tvö kristin trúfélög en útfærslur á þessari tvöföldu skráningu fylgja ekki með. Færri eru á því að gefa leyfi til að skrá sig í tvö ólík trúfélög eins og kaþólsku kirkjuna og íslamska söfnuði. Finnst það bara ekki ganga upp. Svo eru þau sjónarmið að hið opinbera eigi ekki að skipta sér af því hverjir eru skráðir í hvaða trúfélag þar sem um persónuupplýsingar sé að ræða.

Nú er sem sé beðið eftir því biskuparnir fimmtán segja. Það getur orðið beiskur kaleikur.

Þetta hefur ekki komið til umræðu hér á landi enda í raun þarflaust. Hér ber þjóðkirkjunni að sjá öllum landsmönnum fyrir kirkjulegri þjónustu lögum samkvæmt – í lögunum segir reyndar „vígðri þjónustu“ (3. gr.) og það þýðir meðal annars guðsþjónustur og aðrar helgiathafnir, skírnir, fermingar, hjónavígslur, útfarir, trúfræðsla og kærleiksþjónusta. Kirkjan sem þjóðkirkja stendur sem sé öllum opin sem vilja nýta sér þjónustu hennar og segja mætti að í raun og veru sé öll þjóðin í einu trúfélagi! Þetta er því lagaákvæði (fyrir utan stjórnarskrárákvæðið) sem sýnir einstaka stöðu þjóðkirkjunnar og verður að taka alvarlega og sinna eftir því sem tilefni er hverju sinni. Hér skiptir engin skráning máli heldur er þjóðkirkjan öllum landsmönnum opin.

Mörg dæmi eru um fólk sem leitar til þjóðkirkjunnar án þess að tilheyra henni. Kirkjan tekur þessu fólki opnum örmum og liðsinnir því sem öðrum. Fróðlegt væri að gera rannsókn á því í hve miklum mæli þessi þjónusta er innt af hendi af hinum vígðu þjónum kirkjunnar. Ólíklegt er til dæmis að harðir íslamistar myndu leita eftir þjónustu þjóðkirkjunnar nema í undantekningartilvikum. Þjónustunni er án efa sinnt á grundvallarforsendum þjóðkirkjunnar og í samræmi við kenningar hennar.

Þessi þjónusta er sennilega stundum skilgreind sem einhvers konar viðbótarprestsverk, aukaverk, og þá eftir atvikum innheimt fyrir hana sé hún innan gjaldskrár P.Í. Þetta er líklega ekkert álag né áhyggjuefni því auga gefur leið að flestir leita til síns trúfélags, kaþólikkar til kaþólsku kirkjunnar o.s.frv. enda þótt þjónusta þjóðkirkjunnar standi öllum opin. Svo má ekki gleyma í þessu sambandi þjónustu þjóðkirkjunnar í Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholti sem sinnt er af tveimur prestum.

Nú er einn hængur hér á sem gefa verður gætur. Eftir því sem fækkar í þjóðkirkjunni dragast sóknargjöldin saman en laun nær allra kirkjunnar þjóna eru sem betur fer tryggð gegnum kirkjujarðasamkomulagið (viðbótarsamningnum) til a.m.k 2034. Sóknargjöldin fara í margvíslegan rekstur sóknarinnar og sumar sóknir búa við mjög svo þröngan fjárhag. Það hljómar vissulega fallega að þjóðkirkjan skuli þjóna öllum hvar í trúflokki sem fólk nú stendur en í þessu kann hins vegar að felast mismunum gagnvart þjóðkirkjufólki sem greiðir sín sóknargjöld með bros á vör meðan hin sem utan hennar standa og sækja þjónustu hennar greiða ekkert. Spurning er hvort ríkisvaldið ætti ekki að umbuna þjóðkirkjunni að einhverju leyti fyrir þessa þjónustu eftir að umfang hennar hefur verið kannað.

Þau sem standa fyrir utan þjóðkirkjuna greiða ekki sóknargjaldið heldur aðeins þau sem náð hafa 16 ára aldri og skráð eru í kirkjuna – eða 1.221 kr. á mánuði árið 2025.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í nokkur ár hefur farið fram umræða meðal danskra stjórnmálamanna hvort gefa eigi leyfi fyrir tvöfaldri skráningu í trúfélög. Það sé lýðræðislegt og gefi fólki tækifæri á því að leggja fleiri trúfélögum lið. Í þessu sambandi eru sérstaklega nefndir meðlimir í kristnum trúfélögum eins og rétttrúnaðarkirkjunni í Úkraínu. Þeir njóti þjónustu dönsku kirkjunnar og vilji margir gjarnan vera formlega innan hennar raða án þess að segja skilið við sína heimakirkju.

Danski kirkjumálaráðherrann, Morten Dahlin hefur sent erindi til biskupanna fimmtán í Danmörku og óskað eftir áliti þeirra og tillögum. Morten er býsna vinsæll og prédikaði um síðustu helgi í Hans Egedes-kirkju og nokkrir álitsgjafar voru yfir sig hrifnir af prédikuninni stungu upp á því að hann sneri sér frá stjórnmálum að hæfi guðfræðinám.

Tvöföld skráning í trúfélög er ekki eins auðveld og hún sýnist vera. Flestir stjórnmálamannanna telja frelsi í þessu efni skipta miklu máli og tala þá fyrir því að fólk geti verið skráð í tvö kristin trúfélög en útfærslur á þessari tvöföldu skráningu fylgja ekki með. Færri eru á því að gefa leyfi til að skrá sig í tvö ólík trúfélög eins og kaþólsku kirkjuna og íslamska söfnuði. Finnst það bara ekki ganga upp. Svo eru þau sjónarmið að hið opinbera eigi ekki að skipta sér af því hverjir eru skráðir í hvaða trúfélag þar sem um persónuupplýsingar sé að ræða.

Nú er sem sé beðið eftir því biskuparnir fimmtán segja. Það getur orðið beiskur kaleikur.

Þetta hefur ekki komið til umræðu hér á landi enda í raun þarflaust. Hér ber þjóðkirkjunni að sjá öllum landsmönnum fyrir kirkjulegri þjónustu lögum samkvæmt – í lögunum segir reyndar „vígðri þjónustu“ (3. gr.) og það þýðir meðal annars guðsþjónustur og aðrar helgiathafnir, skírnir, fermingar, hjónavígslur, útfarir, trúfræðsla og kærleiksþjónusta. Kirkjan sem þjóðkirkja stendur sem sé öllum opin sem vilja nýta sér þjónustu hennar og segja mætti að í raun og veru sé öll þjóðin í einu trúfélagi! Þetta er því lagaákvæði (fyrir utan stjórnarskrárákvæðið) sem sýnir einstaka stöðu þjóðkirkjunnar og verður að taka alvarlega og sinna eftir því sem tilefni er hverju sinni. Hér skiptir engin skráning máli heldur er þjóðkirkjan öllum landsmönnum opin.

Mörg dæmi eru um fólk sem leitar til þjóðkirkjunnar án þess að tilheyra henni. Kirkjan tekur þessu fólki opnum örmum og liðsinnir því sem öðrum. Fróðlegt væri að gera rannsókn á því í hve miklum mæli þessi þjónusta er innt af hendi af hinum vígðu þjónum kirkjunnar. Ólíklegt er til dæmis að harðir íslamistar myndu leita eftir þjónustu þjóðkirkjunnar nema í undantekningartilvikum. Þjónustunni er án efa sinnt á grundvallarforsendum þjóðkirkjunnar og í samræmi við kenningar hennar.

Þessi þjónusta er sennilega stundum skilgreind sem einhvers konar viðbótarprestsverk, aukaverk, og þá eftir atvikum innheimt fyrir hana sé hún innan gjaldskrár P.Í. Þetta er líklega ekkert álag né áhyggjuefni því auga gefur leið að flestir leita til síns trúfélags, kaþólikkar til kaþólsku kirkjunnar o.s.frv. enda þótt þjónusta þjóðkirkjunnar standi öllum opin. Svo má ekki gleyma í þessu sambandi þjónustu þjóðkirkjunnar í Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholti sem sinnt er af tveimur prestum.

Nú er einn hængur hér á sem gefa verður gætur. Eftir því sem fækkar í þjóðkirkjunni dragast sóknargjöldin saman en laun nær allra kirkjunnar þjóna eru sem betur fer tryggð gegnum kirkjujarðasamkomulagið (viðbótarsamningnum) til a.m.k 2034. Sóknargjöldin fara í margvíslegan rekstur sóknarinnar og sumar sóknir búa við mjög svo þröngan fjárhag. Það hljómar vissulega fallega að þjóðkirkjan skuli þjóna öllum hvar í trúflokki sem fólk nú stendur en í þessu kann hins vegar að felast mismunum gagnvart þjóðkirkjufólki sem greiðir sín sóknargjöld með bros á vör meðan hin sem utan hennar standa og sækja þjónustu hennar greiða ekkert. Spurning er hvort ríkisvaldið ætti ekki að umbuna þjóðkirkjunni að einhverju leyti fyrir þessa þjónustu eftir að umfang hennar hefur verið kannað.

Þau sem standa fyrir utan þjóðkirkjuna greiða ekki sóknargjaldið heldur aðeins þau sem náð hafa 16 ára aldri og skráð eru í kirkjuna – eða 1.221 kr. á mánuði árið 2025.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir