Ásgrímur Jónsson var einn af brautryðjendum íslenskrar myndlistar í upphafi síðustu aldar. Kunnastur er hann fyrir landslagsmálverk sín, bæði olíuverk og vatnslitaverk. Eins eldgosamyndir og myndir úr þjóðsögum og ævintýrum.
Eftir hann liggja nokkrar altaristöflur. Allar eru þær gerðar á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar. Alls eru þær átta að tölu.

Ásgrímur Jónsson, sjálfsmynd – frá 1900 – skjáskot mynd: LÍ
Ásgrímur Jónsson (1876-1958). Hann fæddist í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa og fluttist á fermingaraldri til Eyrarbakka. Hann hélt utan til Kaupmannahafnar 1897 og nam við einkalistaskóla Gustavs og Sophus Vermehren. Síðar stundaði hann nám í Listaháskólanum þar í borg 1900-1903. Að námi loknu ferðaðist hann um nokkur lönd Evrópu, skoðaði söfn og merka sögustaði. Hann var fyrsti íslenski listmálarinn sem tókst að gera myndlistina að ævistarfi sínu. [1]
Eins og gengur höfðu ýmsar listastefnur áhrif á hann eins og impressjónismi og expressjónismi. Samhliða erlendum áhrifum hélt hann sjálfstæðri hugsun sinni sem listamaður bæði í orði og verki.
Ásgrímur á altaristöflur sem eru í kirkjunni á Stóra-Núpi (1912), Undirfellskirkju (1915), Grindavíkurkirkju (1916), Keflavíkurkirkju (1916), Víðidalstungukirkju (1916), Lundarbrekku í Bárðardal (1916) og í Hrepphólakirkju (1924). Auk þess er getið hér um verk í eigu Listasafns Íslands og verks sem ljósmynd birtist af í dagblaði. Hann málaði engar eftirmyndir af altaristöflum annarra listmálara.
Ásgrímur sagði frá því í æviminningum sínum að þegar hann var á Ítalíu 1908 hafi sr. Þórhallur Bjarnason biskup, beðið sig um að mála altaristöflur í íslenskar kirkjur.[2]
Hann gerði fleiri verk með trúarlegum stefjum, ókláruð eða fulllokin[3] og þau verk eru ekki hér til umræðu. Ef lesendur Kirkjublaðsins.is vita um fleiri altaristöflur eftir Ásgrím en hér eru nefndar væri fróðlegt að fá upplýsingar um það sendar á: kirkjubladid@kirkjubladid.is
Engin heildarskrá er til um verk Ásgríms Jónssonar.[4] Ef lesendur Kirkjublaðsins.is vita um fleiri altaristöflur eftir Ásgrím en hér eru nefndar væri fróðlegt að fá upplýsingar um það sendar á: kirkjubladid@kirkjubladid.is
Altaristaflan í Stóra-Núpskirkju [5] – frá 1912

Altaristafla Stóra-Núpskirkju
Stefið er Fjallræðan.
Mynd Jesú: Hér er Jesús frá Nasaret sýndur sem hinn vörpulegasti maður, fagur og fremur ljós yfirlitum. Hár er sítt og fellur niður á axlir. Alskegg. Andlitið fremur langt, svipur alvarlegur og ákveðinn. Enginn helgibaugur er heldur aðeins himinbláminn um höfuð hans.
Áheyrendur eru augljóslega hrifnir og áhugasamir. Í hópnum eru konur og karlar.
Kristsstytta Thorvaldsens, „Komið til mín,“ í Vorfrúar Dómkirkju í Kaupmannahöfn af Jesú kemur upp í hugann þegar kyrtillinn er annars vegar þó að efnismeiri sé. Sú stytta hafði enda örugglega mikil áhrif á það hvernig margir evrópskir listamenn sáu meistarann frá Nasaret fyrir sér.
Í baksýn má kenna stuðlaberg sem víða er að finna í Hrunamannahreppi. Áheyrendur eru klæddir að hætti Mið-Austurlandabúa.
Þessi mynd fellur mjög svo að hinni stöðluðu (ef svo má segja) mynd af honum sem sjá má í ýmsum myndhefðum honum tengdum, eins og endurreisn, barokk o.fl.
Altaristafla Undirfellskirkju í Vatnsdal – kom í kirkjuna 1915

Altaristafla Undirfellskirkju – mynd sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir
Þetta er líklegast Fjallræðustef.
Mynd Jesú: Hann er í miðju myndar, með axlasítt hár og vel skeggjaður. Alvarlegur á svip. Möttull er rauður og kyrtill hvítur, ermar víðar. Hendur hans eru fulllitlar og veiklulegar miðað við búk. Hann er ljós yfirlitum og um höfuð hans er helgibaugur.
Hægra megin eru þrjár manneskjur sem hlýða á hann með athygli og vinstra megin er kona með barn í fangi umvafið hvítu plaggi og hlustar hugfangin. Í baksýn er íslenskt landslag. Myndin er nokkuð hefðbundið 19. og 20. aldar trúarverk.
Altaristafla í eigu Listasafns Íslands og er skráð 1915-1919 [6]

Altaristafla í eigu Listasafns Íslands – skjáskot
Mynd Jesú: Ögn niðurlútur og er í miðju myndar, situr hærra en fólkið sem á hlýðir. Síðhærður og skeggjaður, nef beint. Ákveðinn á svip. Helgibaugur um hverfis höfuð hans, er tvöfaldur, bláleitur og gulleitur hið ytra. Rauður möttull og hvítur kyrtill. Handahreyfing segir annað hvort að hann sé að blessa fólkið eða að leggja áherslu á orð sín.
Fólk hlýðir á hann með alvörusvip og þar á meðal kona með barn í fangi. Íslenskt landslag er í baksýn en gæti þó verið af slóðum meistarans sjálfs. Myndin er býsna natúralísk en þó með expressjónísku ívafi.
Altaristafla Grindavíkurkirkju – kom í kirkjuna 1916

Altaristafla Grindavíkurkirkju
Stefið er Jesús kyrrir vind og sjó.
Mynd Jesú: Hér er Jesús Kristur sýndur sem fremur karlmannlegur og ákveðinn á svip. Stæltur maður og fagur ásýndum. Hvítur kyrtill dregur hann fram sem kjarna verksins. Hár hans fellur niður á axlir og hann er með alskegg. Engar krullur né heldur helgibaugur en túlka mætti hvítfyssandi brimið sem vísi að slíkum baug, og þá náttúrulegum.
Þetta er evrópskur Jesús frá Nasaret.
Altaristafla Keflavíkurkirkju – frá 1916

Altaristafla Keflavíkurkirkju
Stefið er Fjallræðan.
Mynd Jesú: Hann er miðja myndarinnar. Í hvítum kyrtli og bláum möttli, lindi um mittið með skúfi, brúnleitur. Hægri er hönd útrétt yfir höfuð fólksins og sú vinstri útrétt. Helgibaugur er umhverfis höfuð hans.
Fólk hlýðir á hann og flestir beina sjónum sínum að honum en nokkrir líta niður.
Íslenskt landslag, mjúkur himinn.
Í henni kennir endurreisnaráhrifa og rómantíkur.
Altaristafla Víðidalstungukirkju – kom í kirkjuna 1916 [7]

Altaristafla Víðidalstungukirkju
Stefið er Fjallræðan.
Mynd Jesú: Hann er miðja myndarinnar, rís upp yfir áheyrendur sem eru karlar og konur, sem bregðast við orðum hans ef marka má svipbrigði og handahreyfingu. Hár og myndarlegur maður. Hárið er sítt og fellur á herðar niður. Skeggjaður og svipur er einbeittur. Hann er í hvítum kyrtli með bleikleitum linda og skúfur á. Rauður möttull. Hægri höndin er útrétt yfir höfuð fólksins og sú vinstri útrétt. Umkringis höfuð hans er geislabaugur sem sól.
Í baksýn eru íslensk fjöll og vatn sem vísar óbeint til Galíleuvatnsins. Fagur himinn í baksýn. Myndin er í raunsæisstíl með rómantísku yfirbragði – minnir á margar endurreisnarmyndir.
Altaristafla Lundarbrekkukirkju í Bárðardal – frá 1916

Altaristaflan í Lundabrekkukirkju
Stefið er Fjallræðan.
Mynd Jesú: Axlasítt hár og alskegg, langleitt andlit, augljóslega hár maður og grannur, með daufrauðan möttul yfir hvítum kyrtli, lindi með skúfa. Svipur er alvörufullur og ákveðinn. Hægri er hönd útrétt yfir höfuð fólksins og sú vinstri útrétt. Fólk hlýðir á hann, karlar og konur. Einn hermaður.
Fólkið sem á hlýðir er klætt í samræmi við hefðbundnar myndir sem sjá má af slóðum Mið-Austurlanda.
Íslenskt landslag, mjúkur himinn. Í henni kennir endurreisnaráhrifa og rómantíkur. Svipar mjög til töflunnar í Víðidalstungukirkju.
Altaristafla Hrepphólakirkju – kom í kirkjuna 1924

Altaristaflan í Hrepphólakirkju
Stefið er Emmaus – Jesús upprisinn.
Hún sker sig frá öðrum myndum af Jesú Kristi sem Ásgrímur gerði sakir þess hve alvörufull hún er og dökk.
Mynd Jesú: Hér er hann mjög alvörufullur á svip og jafnvel sorgmæddur. Hann er miðja myndarinnar. Helgibaugur umkringis höfuð hans og landið þar að baki gráleitt, ólgufullur heimurinn. Ennið hátt og nef vel liðað. Litaraft fremur gráleitt og kannski óskýrt – frekar dökkt ef eitthvað er. Alskeggjaður og hár þétt og virðist falla ögn niður á herðar. Möttull hans er blár en kyrtill rauður. Jesús lítur út fyrir að vera skelfingu lostinn á myndinni. Svo virðist sem lærisveinarnir séu að stappa stálinu í hann.
Í myndinni má kenna expressjónískra áhrifa eða síð-impressjónískra og pensilstrokur eru vel sjáanlegar.
Þegar þessar sjö myndir Ásgríms Jónssonar af Jesú frá Nasaret eru skoðaðar í heild sinni má segja að hann bregði lítt út af frá einni til annarrar hvað útlit Jesú snertir nema þeirri síðasttöldu. Fullyrða má nánast að hann sé alltaf að mála sama andlitið en klæðnaður og umhverfi er ólíkt. Jesúmyndir Ásgríms sýna fallegan og myndarlegan mann og eru því í góðu samræmi við hefð endurreisnartímans, rómantíkur og expressjónisma.
Mynd sem birtist á forsíðu Lesbókar Morgunblaðsins 1930 [8]

Morgunblaðið 24. desember 1930 – skjáskot
Rétt þykir að geta þessarar myndar sem Ásgrímur hefur sennilega gert um svipað leyti og altaristöfluna fyrir Hrepphólakirkju í kringum 1924. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið æfing eða skissa. En keimlík er hún Hrepphólakirkjutöflunni.
Stefið er Emmaus.
Mynd Jesú: Geislabaugur um höfuð hans. Andlitið bjart yfirlitum. Hann er í kyrtli, alvarlegur á svip og kyrr sem vísar hugsanlega til leyndardóms upprisunnar. Hendur hans liggja á borðinu og snertast.
Í bakgrunni er bær sem gæti verið Emmaus.
Lærisveinarnir ræða við hann og þeim er kannski ekki ljóst að þetta er hinn upprisni Kristur.
Myndin ber með sér expressjónísk áhrif. Andlit Jesú er mjög líkt andliti hans á altaristöflunni í Hrepphólakirkju.
Nærmyndir af andliti Jesú frá Nasaret í myndum Ásgríms Jónssonar eru í þessari röð: Stóra-Núpskirkja (1912), Undirfellskirkja (1915), verk í eigu Listasafns Íslands (1915-1919), Grindavíkurkirkja (1916), Keflavíkurkirkja (1916), Víðidalstungukirkja (1916), Lundarbrekka í Bárðardal (1916) og Hrepphólakirkja (1924). Loks ljósmynd af verki sem birtist af í dagblaði.
Þessar níu myndir af Jesú frá Nasaret eru hver annarri líkar. Langleitur maður, með sítt hár, skegg, myndarlegur, og með snör augu. Tvær síðustu myndirnar eru Emmaus-myndir, hann er upprisinn, og svipur hans ögn alvarlegri. Allar þessar myndir sverja sig í átt til hinnar sígildu evrópsku Jesúmyndahefðar.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is nema annars sé getið.
Tilvísanir:
[1] Tómas Guðmundsson: Ásgrímur Jónsson, Myndir og minningar (Almenna bókafélagið, Reykjavík 1956), 89, 95. Hann segir frá heimsóknum sínum í söfn í Kaupmannahöfn þar sem hann sá meðal annars verk eftir Brügel, Rubens, van Dyck o.fl. (93). Skoðaði og söfn í Dresden og Berlín. (94). Einnig söfn í Róm: „Ég málaði fremur lítið í Róm, en kynnti mér því betur listasöfn og kirkjur. Dvaldi ég þar öllum stundum fyrst framan af…“ (125). Þá skoðaði hann og söfn í Flórens. (125). Álykta má að hann hafi séð listaverk þar sem Jesús frá Nasaret er í aðalhlutverki.
[2] Tómas Guðmundsson: Ásgrímur Jónsson, Myndir og minningar (Almenna bókafélagið, Reykjavík 1956), 126.
[3] Júlíana Gottskálksdóttir, Ljósbrigði – Safn Ásgríms Jónssonar, ritstj. Bera Nordal (Listasafn Íslands, rit nr. 21, Reykjavík 1996), 239. – Þessi verk eru flokkuð undir fyrirsögninni: Úr Biblíunni. Þar eru meðal annars altaristafla (1915), Kristur í Emmaus (1945), og önnur Kristsmynd með stef Emmausgöngunnar, ókláruð, þá frumdrög að altaristöflunni á Stóra-Núpi, frumdrög að mynd sem kallast Kristsmynd (naktir menn), og mynd með heitinu Kristur og freistarinn (1951).
[4] Í vefritinu sarpur.is er hægt að skoða verk Ásgríms sem eru í eigu íslenskra safna en þó ekki Listasafns Reykjavíkur en verk hans í eigu þess má skoða á heimasíðu safnsins. Listasafn Íslands býr þó yfir gagnagrunni um verk Ásgríms í einkaeigu en hann er ekki tæmandi og ekki opinn almenningi. Í Júlíana Gottskálksdóttir, Ljósbrigði – Safn Ásgríms Jónssonar, ritstj. Bera Nordal (Listasafn Íslands, rit nr. 21, Reykjavík 1996) er að finna yfirgripsmikla verkaskrá Ásgríms en hún er ekki tæmandi.
[5] „Fyrirmynd Ásgríms mun hafa verið Jón Ólafsson menntaskólakennari og Kristur er þar maður á miðjum aldri, en landslagið ofan úr Hreppum. Séra Valdemar Briem og fleiri Hreppamenn hlýða á Meistarann…“ Gísli Sigurðsson, „Kristur í íslenzkri myndlist,“ Lesbók Morgunblaðsins 30. apríl 1983.
[6] Júlíana Gottskálksdóttir, Ljósbrigði – Safn Ásgríms Jónssonar, ritstj. Bera Nordal (Listasafn Íslands, rit nr. 21, Reykjavík 1996), 239.
[7] Skv. munaskrá Víðidalstungukirkju – uppl. sr. Magnús Magnússon.
[8] Lesbók Morgunblaðsins – Jólablað 1930 – 49. tbl. V. árgangur. (Forsíða).
Ásgrímur Jónsson var einn af brautryðjendum íslenskrar myndlistar í upphafi síðustu aldar. Kunnastur er hann fyrir landslagsmálverk sín, bæði olíuverk og vatnslitaverk. Eins eldgosamyndir og myndir úr þjóðsögum og ævintýrum.
Eftir hann liggja nokkrar altaristöflur. Allar eru þær gerðar á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar. Alls eru þær átta að tölu.

Ásgrímur Jónsson, sjálfsmynd – frá 1900 – skjáskot mynd: LÍ
Ásgrímur Jónsson (1876-1958). Hann fæddist í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa og fluttist á fermingaraldri til Eyrarbakka. Hann hélt utan til Kaupmannahafnar 1897 og nam við einkalistaskóla Gustavs og Sophus Vermehren. Síðar stundaði hann nám í Listaháskólanum þar í borg 1900-1903. Að námi loknu ferðaðist hann um nokkur lönd Evrópu, skoðaði söfn og merka sögustaði. Hann var fyrsti íslenski listmálarinn sem tókst að gera myndlistina að ævistarfi sínu. [1]
Eins og gengur höfðu ýmsar listastefnur áhrif á hann eins og impressjónismi og expressjónismi. Samhliða erlendum áhrifum hélt hann sjálfstæðri hugsun sinni sem listamaður bæði í orði og verki.
Ásgrímur á altaristöflur sem eru í kirkjunni á Stóra-Núpi (1912), Undirfellskirkju (1915), Grindavíkurkirkju (1916), Keflavíkurkirkju (1916), Víðidalstungukirkju (1916), Lundarbrekku í Bárðardal (1916) og í Hrepphólakirkju (1924). Auk þess er getið hér um verk í eigu Listasafns Íslands og verks sem ljósmynd birtist af í dagblaði. Hann málaði engar eftirmyndir af altaristöflum annarra listmálara.
Ásgrímur sagði frá því í æviminningum sínum að þegar hann var á Ítalíu 1908 hafi sr. Þórhallur Bjarnason biskup, beðið sig um að mála altaristöflur í íslenskar kirkjur.[2]
Hann gerði fleiri verk með trúarlegum stefjum, ókláruð eða fulllokin[3] og þau verk eru ekki hér til umræðu. Ef lesendur Kirkjublaðsins.is vita um fleiri altaristöflur eftir Ásgrím en hér eru nefndar væri fróðlegt að fá upplýsingar um það sendar á: kirkjubladid@kirkjubladid.is
Engin heildarskrá er til um verk Ásgríms Jónssonar.[4] Ef lesendur Kirkjublaðsins.is vita um fleiri altaristöflur eftir Ásgrím en hér eru nefndar væri fróðlegt að fá upplýsingar um það sendar á: kirkjubladid@kirkjubladid.is
Altaristaflan í Stóra-Núpskirkju [5] – frá 1912

Altaristafla Stóra-Núpskirkju
Stefið er Fjallræðan.
Mynd Jesú: Hér er Jesús frá Nasaret sýndur sem hinn vörpulegasti maður, fagur og fremur ljós yfirlitum. Hár er sítt og fellur niður á axlir. Alskegg. Andlitið fremur langt, svipur alvarlegur og ákveðinn. Enginn helgibaugur er heldur aðeins himinbláminn um höfuð hans.
Áheyrendur eru augljóslega hrifnir og áhugasamir. Í hópnum eru konur og karlar.
Kristsstytta Thorvaldsens, „Komið til mín,“ í Vorfrúar Dómkirkju í Kaupmannahöfn af Jesú kemur upp í hugann þegar kyrtillinn er annars vegar þó að efnismeiri sé. Sú stytta hafði enda örugglega mikil áhrif á það hvernig margir evrópskir listamenn sáu meistarann frá Nasaret fyrir sér.
Í baksýn má kenna stuðlaberg sem víða er að finna í Hrunamannahreppi. Áheyrendur eru klæddir að hætti Mið-Austurlandabúa.
Þessi mynd fellur mjög svo að hinni stöðluðu (ef svo má segja) mynd af honum sem sjá má í ýmsum myndhefðum honum tengdum, eins og endurreisn, barokk o.fl.
Altaristafla Undirfellskirkju í Vatnsdal – kom í kirkjuna 1915

Altaristafla Undirfellskirkju – mynd sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir
Þetta er líklegast Fjallræðustef.
Mynd Jesú: Hann er í miðju myndar, með axlasítt hár og vel skeggjaður. Alvarlegur á svip. Möttull er rauður og kyrtill hvítur, ermar víðar. Hendur hans eru fulllitlar og veiklulegar miðað við búk. Hann er ljós yfirlitum og um höfuð hans er helgibaugur.
Hægra megin eru þrjár manneskjur sem hlýða á hann með athygli og vinstra megin er kona með barn í fangi umvafið hvítu plaggi og hlustar hugfangin. Í baksýn er íslenskt landslag. Myndin er nokkuð hefðbundið 19. og 20. aldar trúarverk.
Altaristafla í eigu Listasafns Íslands og er skráð 1915-1919 [6]

Altaristafla í eigu Listasafns Íslands – skjáskot
Mynd Jesú: Ögn niðurlútur og er í miðju myndar, situr hærra en fólkið sem á hlýðir. Síðhærður og skeggjaður, nef beint. Ákveðinn á svip. Helgibaugur um hverfis höfuð hans, er tvöfaldur, bláleitur og gulleitur hið ytra. Rauður möttull og hvítur kyrtill. Handahreyfing segir annað hvort að hann sé að blessa fólkið eða að leggja áherslu á orð sín.
Fólk hlýðir á hann með alvörusvip og þar á meðal kona með barn í fangi. Íslenskt landslag er í baksýn en gæti þó verið af slóðum meistarans sjálfs. Myndin er býsna natúralísk en þó með expressjónísku ívafi.
Altaristafla Grindavíkurkirkju – kom í kirkjuna 1916

Altaristafla Grindavíkurkirkju
Stefið er Jesús kyrrir vind og sjó.
Mynd Jesú: Hér er Jesús Kristur sýndur sem fremur karlmannlegur og ákveðinn á svip. Stæltur maður og fagur ásýndum. Hvítur kyrtill dregur hann fram sem kjarna verksins. Hár hans fellur niður á axlir og hann er með alskegg. Engar krullur né heldur helgibaugur en túlka mætti hvítfyssandi brimið sem vísi að slíkum baug, og þá náttúrulegum.
Þetta er evrópskur Jesús frá Nasaret.
Altaristafla Keflavíkurkirkju – frá 1916

Altaristafla Keflavíkurkirkju
Stefið er Fjallræðan.
Mynd Jesú: Hann er miðja myndarinnar. Í hvítum kyrtli og bláum möttli, lindi um mittið með skúfi, brúnleitur. Hægri er hönd útrétt yfir höfuð fólksins og sú vinstri útrétt. Helgibaugur er umhverfis höfuð hans.
Fólk hlýðir á hann og flestir beina sjónum sínum að honum en nokkrir líta niður.
Íslenskt landslag, mjúkur himinn.
Í henni kennir endurreisnaráhrifa og rómantíkur.
Altaristafla Víðidalstungukirkju – kom í kirkjuna 1916 [7]

Altaristafla Víðidalstungukirkju
Stefið er Fjallræðan.
Mynd Jesú: Hann er miðja myndarinnar, rís upp yfir áheyrendur sem eru karlar og konur, sem bregðast við orðum hans ef marka má svipbrigði og handahreyfingu. Hár og myndarlegur maður. Hárið er sítt og fellur á herðar niður. Skeggjaður og svipur er einbeittur. Hann er í hvítum kyrtli með bleikleitum linda og skúfur á. Rauður möttull. Hægri höndin er útrétt yfir höfuð fólksins og sú vinstri útrétt. Umkringis höfuð hans er geislabaugur sem sól.
Í baksýn eru íslensk fjöll og vatn sem vísar óbeint til Galíleuvatnsins. Fagur himinn í baksýn. Myndin er í raunsæisstíl með rómantísku yfirbragði – minnir á margar endurreisnarmyndir.
Altaristafla Lundarbrekkukirkju í Bárðardal – frá 1916

Altaristaflan í Lundabrekkukirkju
Stefið er Fjallræðan.
Mynd Jesú: Axlasítt hár og alskegg, langleitt andlit, augljóslega hár maður og grannur, með daufrauðan möttul yfir hvítum kyrtli, lindi með skúfa. Svipur er alvörufullur og ákveðinn. Hægri er hönd útrétt yfir höfuð fólksins og sú vinstri útrétt. Fólk hlýðir á hann, karlar og konur. Einn hermaður.
Fólkið sem á hlýðir er klætt í samræmi við hefðbundnar myndir sem sjá má af slóðum Mið-Austurlanda.
Íslenskt landslag, mjúkur himinn. Í henni kennir endurreisnaráhrifa og rómantíkur. Svipar mjög til töflunnar í Víðidalstungukirkju.
Altaristafla Hrepphólakirkju – kom í kirkjuna 1924

Altaristaflan í Hrepphólakirkju
Stefið er Emmaus – Jesús upprisinn.
Hún sker sig frá öðrum myndum af Jesú Kristi sem Ásgrímur gerði sakir þess hve alvörufull hún er og dökk.
Mynd Jesú: Hér er hann mjög alvörufullur á svip og jafnvel sorgmæddur. Hann er miðja myndarinnar. Helgibaugur umkringis höfuð hans og landið þar að baki gráleitt, ólgufullur heimurinn. Ennið hátt og nef vel liðað. Litaraft fremur gráleitt og kannski óskýrt – frekar dökkt ef eitthvað er. Alskeggjaður og hár þétt og virðist falla ögn niður á herðar. Möttull hans er blár en kyrtill rauður. Jesús lítur út fyrir að vera skelfingu lostinn á myndinni. Svo virðist sem lærisveinarnir séu að stappa stálinu í hann.
Í myndinni má kenna expressjónískra áhrifa eða síð-impressjónískra og pensilstrokur eru vel sjáanlegar.
Þegar þessar sjö myndir Ásgríms Jónssonar af Jesú frá Nasaret eru skoðaðar í heild sinni má segja að hann bregði lítt út af frá einni til annarrar hvað útlit Jesú snertir nema þeirri síðasttöldu. Fullyrða má nánast að hann sé alltaf að mála sama andlitið en klæðnaður og umhverfi er ólíkt. Jesúmyndir Ásgríms sýna fallegan og myndarlegan mann og eru því í góðu samræmi við hefð endurreisnartímans, rómantíkur og expressjónisma.
Mynd sem birtist á forsíðu Lesbókar Morgunblaðsins 1930 [8]

Morgunblaðið 24. desember 1930 – skjáskot
Rétt þykir að geta þessarar myndar sem Ásgrímur hefur sennilega gert um svipað leyti og altaristöfluna fyrir Hrepphólakirkju í kringum 1924. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið æfing eða skissa. En keimlík er hún Hrepphólakirkjutöflunni.
Stefið er Emmaus.
Mynd Jesú: Geislabaugur um höfuð hans. Andlitið bjart yfirlitum. Hann er í kyrtli, alvarlegur á svip og kyrr sem vísar hugsanlega til leyndardóms upprisunnar. Hendur hans liggja á borðinu og snertast.
Í bakgrunni er bær sem gæti verið Emmaus.
Lærisveinarnir ræða við hann og þeim er kannski ekki ljóst að þetta er hinn upprisni Kristur.
Myndin ber með sér expressjónísk áhrif. Andlit Jesú er mjög líkt andliti hans á altaristöflunni í Hrepphólakirkju.
Nærmyndir af andliti Jesú frá Nasaret í myndum Ásgríms Jónssonar eru í þessari röð: Stóra-Núpskirkja (1912), Undirfellskirkja (1915), verk í eigu Listasafns Íslands (1915-1919), Grindavíkurkirkja (1916), Keflavíkurkirkja (1916), Víðidalstungukirkja (1916), Lundarbrekka í Bárðardal (1916) og Hrepphólakirkja (1924). Loks ljósmynd af verki sem birtist af í dagblaði.
Þessar níu myndir af Jesú frá Nasaret eru hver annarri líkar. Langleitur maður, með sítt hár, skegg, myndarlegur, og með snör augu. Tvær síðustu myndirnar eru Emmaus-myndir, hann er upprisinn, og svipur hans ögn alvarlegri. Allar þessar myndir sverja sig í átt til hinnar sígildu evrópsku Jesúmyndahefðar.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is nema annars sé getið.
Tilvísanir:
[1] Tómas Guðmundsson: Ásgrímur Jónsson, Myndir og minningar (Almenna bókafélagið, Reykjavík 1956), 89, 95. Hann segir frá heimsóknum sínum í söfn í Kaupmannahöfn þar sem hann sá meðal annars verk eftir Brügel, Rubens, van Dyck o.fl. (93). Skoðaði og söfn í Dresden og Berlín. (94). Einnig söfn í Róm: „Ég málaði fremur lítið í Róm, en kynnti mér því betur listasöfn og kirkjur. Dvaldi ég þar öllum stundum fyrst framan af…“ (125). Þá skoðaði hann og söfn í Flórens. (125). Álykta má að hann hafi séð listaverk þar sem Jesús frá Nasaret er í aðalhlutverki.
[2] Tómas Guðmundsson: Ásgrímur Jónsson, Myndir og minningar (Almenna bókafélagið, Reykjavík 1956), 126.
[3] Júlíana Gottskálksdóttir, Ljósbrigði – Safn Ásgríms Jónssonar, ritstj. Bera Nordal (Listasafn Íslands, rit nr. 21, Reykjavík 1996), 239. – Þessi verk eru flokkuð undir fyrirsögninni: Úr Biblíunni. Þar eru meðal annars altaristafla (1915), Kristur í Emmaus (1945), og önnur Kristsmynd með stef Emmausgöngunnar, ókláruð, þá frumdrög að altaristöflunni á Stóra-Núpi, frumdrög að mynd sem kallast Kristsmynd (naktir menn), og mynd með heitinu Kristur og freistarinn (1951).
[4] Í vefritinu sarpur.is er hægt að skoða verk Ásgríms sem eru í eigu íslenskra safna en þó ekki Listasafns Reykjavíkur en verk hans í eigu þess má skoða á heimasíðu safnsins. Listasafn Íslands býr þó yfir gagnagrunni um verk Ásgríms í einkaeigu en hann er ekki tæmandi og ekki opinn almenningi. Í Júlíana Gottskálksdóttir, Ljósbrigði – Safn Ásgríms Jónssonar, ritstj. Bera Nordal (Listasafn Íslands, rit nr. 21, Reykjavík 1996) er að finna yfirgripsmikla verkaskrá Ásgríms en hún er ekki tæmandi.
[5] „Fyrirmynd Ásgríms mun hafa verið Jón Ólafsson menntaskólakennari og Kristur er þar maður á miðjum aldri, en landslagið ofan úr Hreppum. Séra Valdemar Briem og fleiri Hreppamenn hlýða á Meistarann…“ Gísli Sigurðsson, „Kristur í íslenzkri myndlist,“ Lesbók Morgunblaðsins 30. apríl 1983.
[6] Júlíana Gottskálksdóttir, Ljósbrigði – Safn Ásgríms Jónssonar, ritstj. Bera Nordal (Listasafn Íslands, rit nr. 21, Reykjavík 1996), 239.
[7] Skv. munaskrá Víðidalstungukirkju – uppl. sr. Magnús Magnússon.
[8] Lesbók Morgunblaðsins – Jólablað 1930 – 49. tbl. V. árgangur. (Forsíða).