Altaristöflur eftir konur í kirkjum hér á landi eru nokkrar.
Í Sólheimakapellu í Mýrdal er að finna altaristöflu frá 1960. Sennilega er það önnur elsta altaristaflan í íslenskum kirkjum sem kemur af hendi konu. Sú var Margrét Ásgeirsdóttir (1929-2000). Listaverk hennar kveikti þessa þanka um hlut kvenna í íslenskri altaristöflugerð.
Kirkjublaðið.is skoðaði fyrir skömmu Sólheimakapellu. Saga hennar er merkileg og verður vikið að henni hér í lokin.
Í gagnmerkri bók Þóru Kristjánsdóttur (1939-2024), kirkjulistfræðings, Mynd á þili (útg. 2005), rekur hún þætti úr kirkjulistasögu Íslands frá siðaskiptum og til síðari hluta 18. aldar. Þar koma aðeins karlar við sögu í gerð altaristaflna og myndskreytinga á prédikunarstólum og ölturum. Á seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. stunduðu nokkrar konur listnám í Kaupmannahöfn. Listferill þeirra hefur ekki verið rannsakaður neitt að ráði. Þáttur íslenskra kvenna í kirkjulist frá fornu fari birtist í vefnaði og hannyrðum.
Elsta altaristafla sem íslensk kona málaði er í Eyrarkirkju við Seyðisfjörð. Hennar er fyrst getið í vísitasíum 1923. Höfundur hennar var Kristín Jónsdóttir (1888-1959) listmálari. Hún stundaði nám við Listakademíuna í Kaupmannahöfn 1911-1916.
Þegar leið á 20. öldina komu stigu fram á sviðið listakonur á heimsmælikvarða eins og Nína Sæmundsson (1892-1965), Nína Tryggvadóttir (1913-1968) og Gerður Helgadóttir (1928-1975). Fleiri konur sigldu svo í kjölfar þeirra. Mósaíkaltaristafla Nínu Tryggvadóttur í Skálholti) og steindir gluggar Gerðar í Skálholti og Hallgrímskirkju í Saurbæ eru einstök verk. Karen Agnete Þórarinsson (1903-1992) á altaristöflu í Bæjarkirkju í Borgarfirði. Barbara Árnason (1911-1975) á sömuleiðis altaristöflu og er hún í Staðarhraunskirkju sem og mynd á kórvegg Kópavogskirkju. Í Stafafellskirkju í Lóni er altaristafla eftir Kristínu Stefánsdóttur frá Hlíð (1922-1956). Glerlistakonan Halla Haraldsdóttir (1934-2023) á altaristöflu Hveragerðiskirkju. Í Hvammskirkju á Skaga er altaristafla eftir Ingunni Eydal (1942-2017). Steindur gluggi fyrir altari í Áskirkju í Reykjavík er eftir Valgerðir Bergsdóttur (f. 1943). Í Árbæjarkirkju er altarisverk eftir Rúrí (f. 1951). Bak við orgelið í Langholtskirkju er steindur gluggi sem teljast verður altarisverk og höfundur þess er Sigríður Ásgeirsdóttir (f. 1953). Guðríður Valva Gísladóttir (f. 1954) gerði altaristöflu í Vallakirkju með sama myndefni og var í kirkju sem stóð þar áður og brann 1996. Steinunn Þórarinsdóttir (f. 1955) er höfundur altaristöflunnar í Kópavogskirkju. Í Fitjakirkju er altaristafla eftir listakonuna Æju (f. 1960). Ólöf Nordal (f. 1961) gerði altaristtöflu Ísafjarðarkirkju. Kirkjan í Stykkishólmi er prýdd altaristöflu eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur (f. 1963). Björg Þórhallsdóttir málaði altaristöflu í Kirkjubólskirkju (f. 1974). Þá er í Miklabæjarkirkju í Skagafirði altaristafla úr bútasaumi, hönnuð og saumuð af safnaðarkonum. Eflaust hafa einhverjar fleiri listakonur gert altaristöflur og gaman væri að þau sem af því vita sendu upplýsingar til Kirkjublaðsins.is: kirkjubladid@kirkjubladid.is
Svo má náttúrlega ekki gleyma altaristöflu Eyrarbakkakirkju en sú sem málaði hana var dönsk og meira en dönsk, drottning Danmerkur, Louise (1817-1898), kona Kristjáns IX (1818-1906), konungs. Taflan er máluð 1891 og er því sennilega elsta altaristaflan eftir konu í íslenskri kirkju.
En aftur að Sólheimakapellu.
Þegar guðshúsi var komið upp á Sólheimum í Mýrdal og það vígt með pomp og pragt prýddi altarisvegginn snoturt málverk eftir unga konu. Sú var Margrét Ásgeirsdóttir og hafði sterka listræna taug, fædd á Sólheimum í Mýrdal. Stef töflunnar er skírnarskipun Krists: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar“ (Matteusarguðspjall 28.20). Var taflan gjöf hennar til kapellunnar á vígsludegi laugardaginn, 24. september 1960, gefin til minningar um tvær látnar systur hennar. Margrét hafði lært dálítið í myndlist og var góður teiknari. Altaristaflan sýnir að hún hefði náð langt hefði hún gengið í listaskóla.
Kirkja hafði staðið á Ytri-Sólheimum í Mýrdal í margar aldir – heimildir geta um kirkju þar um 1179. Síðan var kirkjuhúsið tekið þar ofan um aldamótin 1900. Skeiðflatarkirkja var reist og þangað var sóknarbörnunum stefnt ásamt sóknarbörnum Dyrhólasóknar en kirkjan þar var líka rifin. Ekki voru allir ánægðir með það að hin forna Sólheimasókn skyldi vera niðurlögð. Gröftur allra bæja úr hinum niðurlögðu sóknum lá að Sólheimum. Það sem réði mestu um kapellubygginguna var að haldið var áfram að jarðsetja fólk í kirkjugarðinum enda þótt búið væri að rífa gömlu kirkjuna. Þótti mörgum það heldur kaldranalegt að engin væri kirkjan þar sem fólkið var lagt til hinstu hvíldar. Úr þessu þyrfti að bæta. Bygging kapellu gæti komið í veg fyrir að garðurinn týndist. Nokkrir bændur höfðu síðar forgöngu um byggingu kapellunnar.
Vorið 1953 var hafist handa við að byggja. Embætti húsameistara ríkisins í tíð Guðjóns Samúelssonar (1887-1950) teiknaði kapelluna en hennar er ekki getið sem eins af verkum Guðjóns í viðamikilli bók Péturs H. Ármannssonar um hann sem kom út 2020. Veggir kapellunnar voru hlaðnir úr vikurholsteini og einangraðir með vikurplötum. Kapellan er bárujárnsklædd.
Svo vildi til að einn bændanna sem var í forystu um að reisa guðshúsið lést skömmu fyrir vígslu kapellunnar og var því útför hans gerð á vígsludeginum sem var allsérstakt. Séra Sigurbjörn Einarsson (1911-2008), biskup, vígði kirkjuna.
Morgunblaðið – 289. tölublað II (20.12.1964) – Tímarit.is
Minningargreinar í Morgunblaðinu um Margréti Ásgeirsdóttur.

Sólheimakapella er myndarlegt guðshús og krossinn öflugur, fjögurra arma í miðju
Altaristöflur eftir konur í kirkjum hér á landi eru nokkrar.
Í Sólheimakapellu í Mýrdal er að finna altaristöflu frá 1960. Sennilega er það önnur elsta altaristaflan í íslenskum kirkjum sem kemur af hendi konu. Sú var Margrét Ásgeirsdóttir (1929-2000). Listaverk hennar kveikti þessa þanka um hlut kvenna í íslenskri altaristöflugerð.
Kirkjublaðið.is skoðaði fyrir skömmu Sólheimakapellu. Saga hennar er merkileg og verður vikið að henni hér í lokin.
Í gagnmerkri bók Þóru Kristjánsdóttur (1939-2024), kirkjulistfræðings, Mynd á þili (útg. 2005), rekur hún þætti úr kirkjulistasögu Íslands frá siðaskiptum og til síðari hluta 18. aldar. Þar koma aðeins karlar við sögu í gerð altaristaflna og myndskreytinga á prédikunarstólum og ölturum. Á seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. stunduðu nokkrar konur listnám í Kaupmannahöfn. Listferill þeirra hefur ekki verið rannsakaður neitt að ráði. Þáttur íslenskra kvenna í kirkjulist frá fornu fari birtist í vefnaði og hannyrðum.
Elsta altaristafla sem íslensk kona málaði er í Eyrarkirkju við Seyðisfjörð. Hennar er fyrst getið í vísitasíum 1923. Höfundur hennar var Kristín Jónsdóttir (1888-1959) listmálari. Hún stundaði nám við Listakademíuna í Kaupmannahöfn 1911-1916.
Þegar leið á 20. öldina komu stigu fram á sviðið listakonur á heimsmælikvarða eins og Nína Sæmundsson (1892-1965), Nína Tryggvadóttir (1913-1968) og Gerður Helgadóttir (1928-1975). Fleiri konur sigldu svo í kjölfar þeirra. Mósaíkaltaristafla Nínu Tryggvadóttur í Skálholti) og steindir gluggar Gerðar í Skálholti og Hallgrímskirkju í Saurbæ eru einstök verk. Karen Agnete Þórarinsson (1903-1992) á altaristöflu í Bæjarkirkju í Borgarfirði. Barbara Árnason (1911-1975) á sömuleiðis altaristöflu og er hún í Staðarhraunskirkju sem og mynd á kórvegg Kópavogskirkju. Í Stafafellskirkju í Lóni er altaristafla eftir Kristínu Stefánsdóttur frá Hlíð (1922-1956). Glerlistakonan Halla Haraldsdóttir (1934-2023) á altaristöflu Hveragerðiskirkju. Í Hvammskirkju á Skaga er altaristafla eftir Ingunni Eydal (1942-2017). Steindur gluggi fyrir altari í Áskirkju í Reykjavík er eftir Valgerðir Bergsdóttur (f. 1943). Í Árbæjarkirkju er altarisverk eftir Rúrí (f. 1951). Bak við orgelið í Langholtskirkju er steindur gluggi sem teljast verður altarisverk og höfundur þess er Sigríður Ásgeirsdóttir (f. 1953). Guðríður Valva Gísladóttir (f. 1954) gerði altaristöflu í Vallakirkju með sama myndefni og var í kirkju sem stóð þar áður og brann 1996. Steinunn Þórarinsdóttir (f. 1955) er höfundur altaristöflunnar í Kópavogskirkju. Í Fitjakirkju er altaristafla eftir listakonuna Æju (f. 1960). Ólöf Nordal (f. 1961) gerði altaristtöflu Ísafjarðarkirkju. Kirkjan í Stykkishólmi er prýdd altaristöflu eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur (f. 1963). Björg Þórhallsdóttir málaði altaristöflu í Kirkjubólskirkju (f. 1974). Þá er í Miklabæjarkirkju í Skagafirði altaristafla úr bútasaumi, hönnuð og saumuð af safnaðarkonum. Eflaust hafa einhverjar fleiri listakonur gert altaristöflur og gaman væri að þau sem af því vita sendu upplýsingar til Kirkjublaðsins.is: kirkjubladid@kirkjubladid.is
Svo má náttúrlega ekki gleyma altaristöflu Eyrarbakkakirkju en sú sem málaði hana var dönsk og meira en dönsk, drottning Danmerkur, Louise (1817-1898), kona Kristjáns IX (1818-1906), konungs. Taflan er máluð 1891 og er því sennilega elsta altaristaflan eftir konu í íslenskri kirkju.
En aftur að Sólheimakapellu.
Þegar guðshúsi var komið upp á Sólheimum í Mýrdal og það vígt með pomp og pragt prýddi altarisvegginn snoturt málverk eftir unga konu. Sú var Margrét Ásgeirsdóttir og hafði sterka listræna taug, fædd á Sólheimum í Mýrdal. Stef töflunnar er skírnarskipun Krists: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar“ (Matteusarguðspjall 28.20). Var taflan gjöf hennar til kapellunnar á vígsludegi laugardaginn, 24. september 1960, gefin til minningar um tvær látnar systur hennar. Margrét hafði lært dálítið í myndlist og var góður teiknari. Altaristaflan sýnir að hún hefði náð langt hefði hún gengið í listaskóla.
Kirkja hafði staðið á Ytri-Sólheimum í Mýrdal í margar aldir – heimildir geta um kirkju þar um 1179. Síðan var kirkjuhúsið tekið þar ofan um aldamótin 1900. Skeiðflatarkirkja var reist og þangað var sóknarbörnunum stefnt ásamt sóknarbörnum Dyrhólasóknar en kirkjan þar var líka rifin. Ekki voru allir ánægðir með það að hin forna Sólheimasókn skyldi vera niðurlögð. Gröftur allra bæja úr hinum niðurlögðu sóknum lá að Sólheimum. Það sem réði mestu um kapellubygginguna var að haldið var áfram að jarðsetja fólk í kirkjugarðinum enda þótt búið væri að rífa gömlu kirkjuna. Þótti mörgum það heldur kaldranalegt að engin væri kirkjan þar sem fólkið var lagt til hinstu hvíldar. Úr þessu þyrfti að bæta. Bygging kapellu gæti komið í veg fyrir að garðurinn týndist. Nokkrir bændur höfðu síðar forgöngu um byggingu kapellunnar.
Vorið 1953 var hafist handa við að byggja. Embætti húsameistara ríkisins í tíð Guðjóns Samúelssonar (1887-1950) teiknaði kapelluna en hennar er ekki getið sem eins af verkum Guðjóns í viðamikilli bók Péturs H. Ármannssonar um hann sem kom út 2020. Veggir kapellunnar voru hlaðnir úr vikurholsteini og einangraðir með vikurplötum. Kapellan er bárujárnsklædd.
Svo vildi til að einn bændanna sem var í forystu um að reisa guðshúsið lést skömmu fyrir vígslu kapellunnar og var því útför hans gerð á vígsludeginum sem var allsérstakt. Séra Sigurbjörn Einarsson (1911-2008), biskup, vígði kirkjuna.
Morgunblaðið – 289. tölublað II (20.12.1964) – Tímarit.is
Minningargreinar í Morgunblaðinu um Margréti Ásgeirsdóttur.

Sólheimakapella er myndarlegt guðshús og krossinn öflugur, fjögurra arma í miðju