Í gær var guðsþjónusta í Vídalínskirkju í Garðabæ og í henni fór fram kynning á nýrri ævisögu sr. Braga Friðrikssonar (1927-2010) sem þjónaði þar að segja má frá 1959 og til starfsloka, 1997. Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, hefur síðastliðin átta ár fengist við að skrifa ævisögu afa síns. Þetta er mikil bók að vöxtum (652 bls.), vönduð og ríkulega myndskreytt. Sögufélag Garðabæjar gefur út.
Vídalínskirkjan var þétt setin í guðsþjónustunni og þar hafa sennilega verið á fimmta hundrað manns. Í lok guðsþjónustunnar voru kaffiveitingar og bauðst fólki að kaupa bókina á góðu verði. Nánar verður fjallað síðar um bókina hér í Kirkjublaðinu.is en ritstjóri er þegar byrjaður að lesa hana og líst vel á.
Sr. Bragi Friðriksson var um margt frumkvöðull í æskulýðs- og safnaðarstarfi sem og í samfélagi sínu, Garðahreppnum (síðar Garðabær) er hann kom þangað til starfa. Öflugt safnaðarstarf hans vakti athygli og smitaði út frá sér til annarra safnaða. Í raun var hann réttur maður á réttum tíma og dreif í stofnun ýmissa félaga í hreppnum sem urðu til framfaraheilla. Hann hóf prestskap sinn í Kanada og var þar í þrjú ár við störf. Síðan kom hann heim og var ráðinn framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur frá 1957 til 1964 og var á sama árabili formaður Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Hann sinnti prestsþjónustu meðal Íslendinga á Keflavíkurflugvelli í rúm tvö ár, frá 1964. Árið 1966 var hann ráðinn sóknarprestur í Garðaprestakalli og rúmum áratug síðar varð hann prófastur Kjalarnessprófastsdæmis.
Stutt myndband – svipmyndir úr starfi sr. Braga Friðrikssonar

Vídalínskirkja var þétt setin í gær
Í gær var guðsþjónusta í Vídalínskirkju í Garðabæ og í henni fór fram kynning á nýrri ævisögu sr. Braga Friðrikssonar (1927-2010) sem þjónaði þar að segja má frá 1959 og til starfsloka, 1997. Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, hefur síðastliðin átta ár fengist við að skrifa ævisögu afa síns. Þetta er mikil bók að vöxtum (652 bls.), vönduð og ríkulega myndskreytt. Sögufélag Garðabæjar gefur út.
Vídalínskirkjan var þétt setin í guðsþjónustunni og þar hafa sennilega verið á fimmta hundrað manns. Í lok guðsþjónustunnar voru kaffiveitingar og bauðst fólki að kaupa bókina á góðu verði. Nánar verður fjallað síðar um bókina hér í Kirkjublaðinu.is en ritstjóri er þegar byrjaður að lesa hana og líst vel á.
Sr. Bragi Friðriksson var um margt frumkvöðull í æskulýðs- og safnaðarstarfi sem og í samfélagi sínu, Garðahreppnum (síðar Garðabær) er hann kom þangað til starfa. Öflugt safnaðarstarf hans vakti athygli og smitaði út frá sér til annarra safnaða. Í raun var hann réttur maður á réttum tíma og dreif í stofnun ýmissa félaga í hreppnum sem urðu til framfaraheilla. Hann hóf prestskap sinn í Kanada og var þar í þrjú ár við störf. Síðan kom hann heim og var ráðinn framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur frá 1957 til 1964 og var á sama árabili formaður Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Hann sinnti prestsþjónustu meðal Íslendinga á Keflavíkurflugvelli í rúm tvö ár, frá 1964. Árið 1966 var hann ráðinn sóknarprestur í Garðaprestakalli og rúmum áratug síðar varð hann prófastur Kjalarnessprófastsdæmis.
Stutt myndband – svipmyndir úr starfi sr. Braga Friðrikssonar

Vídalínskirkja var þétt setin í gær





