Það er ætíð ánægjuefni þegar út koma góðar barnabækur. Mikilvægt er að börn fái í hendur bækur sem eru vel skrifaðar og flytja góðan og fallegan boðskap og eru á skýru og vönduðu máli sem vel skilst. Börnin bregða á leik eftir Benedikt Jóhannsson er þess háttar bók og hún er því kærkomin öllum börnum og fullorðnum.

Örn Bárður Jónsson, prestur og myndlistarmaður, teiknar fjörugar myndir í bókina sem hæfa öllum sögunum vel. Þetta eru snjallar myndir með listrænum tilþrifum og fjarri stöðluðum barnabókamyndum.

Börnin bregða á leik geymir fjórar sögur af börnum sem margt má læra af. Þær segja ekki frá ofurmennum eða verum frá öðrum hnöttum heldur börnum við leik og störf í sveitinni. Enginn situr fastur í tölvuleik eða er á þeytingi milli námskeiða og íþrótta heldur notast söguhetjurnar við það sem sveitin býður upp á og bæta svo ímyndunaraflinu við og það er ekki lítið! Þetta eru börn sem leika sér úti í náttúrunni og þekkja hana nokkuð vel.

Smásögurnar fjórar eru stuttar og vel byggðar upp. Ekkert orðskrúð eða óþarfar skýringar heldur streymir frásögnin áfram í hnitmiðuðu og hugljúfu formi sínu. Sögumaðurinn hefur notalega návist og kyrra. Vísa fylgir hverri sögu í lokin og dregur hún saman boðskap sögunnar sem draga má lædóm af.

Kirkjublaðið.is telur að bók þessi eigi erindi til barna í skólum og í barnastarfi kirkjunnar. Efni hverrar sögu er upplagt að ræða um við börnin bæði meðan lesið er sem og í lok lestrar. Sennilega er hún heppilegust fyrir börn á aldrinum 8 ára til 12 ára. Svo má ekki gleyma þeim aldurshópi sem kynntist sveitalífinu fyrir býsna mörgum áratugum og kannast vel við sig á sögusviðinu og við lesturinn vakna ýmsar minningar úr sveitinni í gamla daga! Þess vegna mætti vel hugsa sér að lesa hana líka í starfi meðal fullorðinna hér og hvar.

Niðurstaða: Falleg og góð bók fyrir börn – og marga fullorðna! Texti er lipur og skýr, fallegar og fjörugar litmyndir prýða bókina sem er prentuð á góðan pappír. Það er Bókafélagið sem gefur hana út á þessu ári og bókin er 31 blaðsíða. Harðspjalda bók, falleg í umbroti og letur skýrt.  

Hver er Benedikt Jóhannsson?

Benedikt Jóhannsson

Benedikt Jóhannsson (f. 1951) er sálfræðingur á eftirlaunum. Hann starfaði við Fjölskylduþjónustu kirkjunnar frá stofnun hennar. Benedikt vann einnig við skólaþjónustu og á eigin sálfræðistofu. Hann hefur skrifað nokkrar greinar sem byggðar eru á jákvæðri sálfræði. Þá skrifaði hann bók og greinar um skilnað; einnig bók um hjónaband og sambúð. Benedikt fæst við ljóðayrkingar og hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur. Hann er virkur á vísnavefnum Boðnarmjöður.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er ætíð ánægjuefni þegar út koma góðar barnabækur. Mikilvægt er að börn fái í hendur bækur sem eru vel skrifaðar og flytja góðan og fallegan boðskap og eru á skýru og vönduðu máli sem vel skilst. Börnin bregða á leik eftir Benedikt Jóhannsson er þess háttar bók og hún er því kærkomin öllum börnum og fullorðnum.

Örn Bárður Jónsson, prestur og myndlistarmaður, teiknar fjörugar myndir í bókina sem hæfa öllum sögunum vel. Þetta eru snjallar myndir með listrænum tilþrifum og fjarri stöðluðum barnabókamyndum.

Börnin bregða á leik geymir fjórar sögur af börnum sem margt má læra af. Þær segja ekki frá ofurmennum eða verum frá öðrum hnöttum heldur börnum við leik og störf í sveitinni. Enginn situr fastur í tölvuleik eða er á þeytingi milli námskeiða og íþrótta heldur notast söguhetjurnar við það sem sveitin býður upp á og bæta svo ímyndunaraflinu við og það er ekki lítið! Þetta eru börn sem leika sér úti í náttúrunni og þekkja hana nokkuð vel.

Smásögurnar fjórar eru stuttar og vel byggðar upp. Ekkert orðskrúð eða óþarfar skýringar heldur streymir frásögnin áfram í hnitmiðuðu og hugljúfu formi sínu. Sögumaðurinn hefur notalega návist og kyrra. Vísa fylgir hverri sögu í lokin og dregur hún saman boðskap sögunnar sem draga má lædóm af.

Kirkjublaðið.is telur að bók þessi eigi erindi til barna í skólum og í barnastarfi kirkjunnar. Efni hverrar sögu er upplagt að ræða um við börnin bæði meðan lesið er sem og í lok lestrar. Sennilega er hún heppilegust fyrir börn á aldrinum 8 ára til 12 ára. Svo má ekki gleyma þeim aldurshópi sem kynntist sveitalífinu fyrir býsna mörgum áratugum og kannast vel við sig á sögusviðinu og við lesturinn vakna ýmsar minningar úr sveitinni í gamla daga! Þess vegna mætti vel hugsa sér að lesa hana líka í starfi meðal fullorðinna hér og hvar.

Niðurstaða: Falleg og góð bók fyrir börn – og marga fullorðna! Texti er lipur og skýr, fallegar og fjörugar litmyndir prýða bókina sem er prentuð á góðan pappír. Það er Bókafélagið sem gefur hana út á þessu ári og bókin er 31 blaðsíða. Harðspjalda bók, falleg í umbroti og letur skýrt.  

Hver er Benedikt Jóhannsson?

Benedikt Jóhannsson

Benedikt Jóhannsson (f. 1951) er sálfræðingur á eftirlaunum. Hann starfaði við Fjölskylduþjónustu kirkjunnar frá stofnun hennar. Benedikt vann einnig við skólaþjónustu og á eigin sálfræðistofu. Hann hefur skrifað nokkrar greinar sem byggðar eru á jákvæðri sálfræði. Þá skrifaði hann bók og greinar um skilnað; einnig bók um hjónaband og sambúð. Benedikt fæst við ljóðayrkingar og hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur. Hann er virkur á vísnavefnum Boðnarmjöður.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir