Flestir unna æskustöðvum sínum og bera þær með sér í hugskoti sínu hvert sem þeir fara. Þær eru þeim kærar eins og þeirra minnist fólk í samtölum, frásögnum og ljóðum. Og í listaverkum.
Á Kjarvalsstöðum er athyglisverð listaverkasýning þar sem fjöldi verka af heimaslóðum listmálaranna prýðir veggina. Verkin eru alls eitt hundrað og sýna staði vítt og breitt um landið. Höfundar þeirra eru bæði þau sem höfðu atvinnu af list sinni og hin sem sinntu henni sem áhugamáli. Nokkur æskuverk þjóðkunnra listamanna má sjá á sýningunni.
Myndirnar sýna heimaslóðir sem festar eru á léreft eða annað efni af mikilli hlýju og væntumþykju. Þetta eru staðir minninganna í huga listafólksins en þær minningar eiga líka aðrir sem þekkja staðina vel eða eiga þar sín æskuspor. Ekki er fráleitt að hugsa sem svo að listamaður máli slóðir sem honum er annt um eins og bernskuhaga sína með öðru hugarfari og ástríki í hverjum pensildrætti en aðra staði sem verða viðfangsefni hans. Auðvitað geta líka fylgt með bitrir drættir sem tengjast einhverju liðnu úr æsku hans.
Kirkjublaðið.is skoðaði sérstaklega þau verk þar sem kirkjuhús æskuslóða listafólksins kemur fyrir á listfletinum. Kirkjan hvort heldur í bæ eða sveit er ákveðinn kjarni í lífi fólksins og þangað hafa allir átt erindi bæði í gleði og sorg.
Hér má sjá nokkrar myndir þar sem kirkjan úr átthögum listamannanna verður á vegi þeirra sem verkin skoða. Kirkjublaðið.is hvetur fólk til að skoða þessa sýningu sem er falleg og hugljúf í senn. Þetta er sýning sem dregur fram liðna sögu sem þó er víða lifandi því margt sem listaverkin sýna stendur enn eins og til dæmis kirkjuhúsin þó annað kunni að hafa breyst.
Hér koma fyrst nöfn listamannanna sem eiga verk á sýningunni þar sem kirkjuhús sjást en myndir af verkunum eru hér fyrir neðan. Lesendur bregða sér í leik og reyna að para saman verk og listamann. Góða skemmtun!
Listamennirnir
Sveinn Þórarinsson (1889-1977) – Húsavík – frá 1937. Hann var frá Kílakoti í Kelduhverfi. Altaristaflan í Húsavíkurkirkju er eftir hann.
Gústav Geir Bollason (f. 1966) – Laufás – frá 1988. Hann ólst upp í Laufási við Eyjafjörð.
Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) – Akureyri – frá 1985. Hann var Akureyringur, rithöfundur og leikskáld sem og myndlistarmaður.
Elísabet Geirmundsdóttir – listakonan í fjörunni (1915-1959) – Fjaran – án ártals. Hún fæddist í Fjörunni á Akureyri (Geirshúsi).
Þrándur Þórarinsson (f. 1978) – Tinni á Akureyri – frá 2018. Hann á rætur að rekja til Akureyrar.
Kristinn G. Jóhannsson (f. 1936) – Ólafsfjarðarkirkja – frá 1980. Hann er fæddur á Dalvík, hefur búið lengst af á Akureyri.
Jón Hróbjartsson (1877-1946) – Ísafjörður – án ártals. Fæddur á Eyvindarstöðum á Álftanesi – starfaði sem kennari í Ísafjarðarbæ. Þá er einnig verk eftir Jón sem heitir Frá Hafnarfirði, málað 1938, þar sem Bessastaðakirkja sést.
Kristín Þorvaldsdóttir (1870-1944) – Neðstikaupstaður á Ísafirði – án ártals. Hún var í hópi fyrstu Íslendinga sem nam myndlist – faðir hennar var læknir á Ísafirði.
Sigurður Sigurðsson (1916-1996) – Frá Sauðárkróki – frá 1950. Ólst upp á Ísafirði og Sauðárkróki.
Bjarni Þór Bjarnason (f. 1948) – Kirkjubraut – frá 1976. Hann er fæddur og uppalinn á Akranesi.
Jón Gunnarsson (1925-2020) – Frá Hafnarfirði – frá 1994. Fæddur í Hafnarfirði og bjó í bænum alla sína ævi.
Verkin: 1.-12 – parið saman verk og listamann!
Að síðustu er svo listaverkið sem fylgir sem aðalmynd með greininni og af sjálfu leiðir er það ekki með í leiknum:
Flestir unna æskustöðvum sínum og bera þær með sér í hugskoti sínu hvert sem þeir fara. Þær eru þeim kærar eins og þeirra minnist fólk í samtölum, frásögnum og ljóðum. Og í listaverkum.
Á Kjarvalsstöðum er athyglisverð listaverkasýning þar sem fjöldi verka af heimaslóðum listmálaranna prýðir veggina. Verkin eru alls eitt hundrað og sýna staði vítt og breitt um landið. Höfundar þeirra eru bæði þau sem höfðu atvinnu af list sinni og hin sem sinntu henni sem áhugamáli. Nokkur æskuverk þjóðkunnra listamanna má sjá á sýningunni.
Myndirnar sýna heimaslóðir sem festar eru á léreft eða annað efni af mikilli hlýju og væntumþykju. Þetta eru staðir minninganna í huga listafólksins en þær minningar eiga líka aðrir sem þekkja staðina vel eða eiga þar sín æskuspor. Ekki er fráleitt að hugsa sem svo að listamaður máli slóðir sem honum er annt um eins og bernskuhaga sína með öðru hugarfari og ástríki í hverjum pensildrætti en aðra staði sem verða viðfangsefni hans. Auðvitað geta líka fylgt með bitrir drættir sem tengjast einhverju liðnu úr æsku hans.
Kirkjublaðið.is skoðaði sérstaklega þau verk þar sem kirkjuhús æskuslóða listafólksins kemur fyrir á listfletinum. Kirkjan hvort heldur í bæ eða sveit er ákveðinn kjarni í lífi fólksins og þangað hafa allir átt erindi bæði í gleði og sorg.
Hér má sjá nokkrar myndir þar sem kirkjan úr átthögum listamannanna verður á vegi þeirra sem verkin skoða. Kirkjublaðið.is hvetur fólk til að skoða þessa sýningu sem er falleg og hugljúf í senn. Þetta er sýning sem dregur fram liðna sögu sem þó er víða lifandi því margt sem listaverkin sýna stendur enn eins og til dæmis kirkjuhúsin þó annað kunni að hafa breyst.
Hér koma fyrst nöfn listamannanna sem eiga verk á sýningunni þar sem kirkjuhús sjást en myndir af verkunum eru hér fyrir neðan. Lesendur bregða sér í leik og reyna að para saman verk og listamann. Góða skemmtun!
Listamennirnir
Sveinn Þórarinsson (1889-1977) – Húsavík – frá 1937. Hann var frá Kílakoti í Kelduhverfi. Altaristaflan í Húsavíkurkirkju er eftir hann.
Gústav Geir Bollason (f. 1966) – Laufás – frá 1988. Hann ólst upp í Laufási við Eyjafjörð.
Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) – Akureyri – frá 1985. Hann var Akureyringur, rithöfundur og leikskáld sem og myndlistarmaður.
Elísabet Geirmundsdóttir – listakonan í fjörunni (1915-1959) – Fjaran – án ártals. Hún fæddist í Fjörunni á Akureyri (Geirshúsi).
Þrándur Þórarinsson (f. 1978) – Tinni á Akureyri – frá 2018. Hann á rætur að rekja til Akureyrar.
Kristinn G. Jóhannsson (f. 1936) – Ólafsfjarðarkirkja – frá 1980. Hann er fæddur á Dalvík, hefur búið lengst af á Akureyri.
Jón Hróbjartsson (1877-1946) – Ísafjörður – án ártals. Fæddur á Eyvindarstöðum á Álftanesi – starfaði sem kennari í Ísafjarðarbæ. Þá er einnig verk eftir Jón sem heitir Frá Hafnarfirði, málað 1938, þar sem Bessastaðakirkja sést.
Kristín Þorvaldsdóttir (1870-1944) – Neðstikaupstaður á Ísafirði – án ártals. Hún var í hópi fyrstu Íslendinga sem nam myndlist – faðir hennar var læknir á Ísafirði.
Sigurður Sigurðsson (1916-1996) – Frá Sauðárkróki – frá 1950. Ólst upp á Ísafirði og Sauðárkróki.
Bjarni Þór Bjarnason (f. 1948) – Kirkjubraut – frá 1976. Hann er fæddur og uppalinn á Akranesi.
Jón Gunnarsson (1925-2020) – Frá Hafnarfirði – frá 1994. Fæddur í Hafnarfirði og bjó í bænum alla sína ævi.
Verkin: 1.-12 – parið saman verk og listamann!
Að síðustu er svo listaverkið sem fylgir sem aðalmynd með greininni og af sjálfu leiðir er það ekki með í leiknum: