Kirkjublaðið.is brá sér á Ljósanótt í Keflavík um helgina og skoðaði málverkasýningu sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar í eldhúsinu í Fischerhúsi þar í bæ. Sýningin ber heitið: Englar í skrúðgarðinum – drög að málverkasýningu.
Það var snjallt hjá listamanninum að halda sýninguna í litlu rými þar sem eldhúsið er enda sýndi hann fá verk í þetta sinn. Málverkin komu vel út og þau tengjast Keflavík með ýmsum hætti en listamaðurinn er fæddur og uppalinn í Keflavík.
Það var margt um manninn í litla eldhúsinu í Fischerhúsi og þurfti að skáskjóta sér til að sjá verkin. Sjálfur var Guðmundur Karl á staðnum og ræddi við gesti og talaði um myndir sínar. Margt var um að spjalla hjá Keflvíkingunum og ýmsar minningar rifjaðar upp.
Guðmundi Karli er margt til lista lagt. Hann er skáld, tónlistarmaður og myndlistarmaður. Í fyrra stundaði hann nám í myndlist við Apollon Art Studio í Flórens.
Guðmundur Karl er sóknarprestur í Lindaprestakalli í Kópavogi .
Kirkjublaðið.is óskar Guðmundi Karli til hamingju með sýninguna og hvetur hann til að halda áfram að læra og mála því að myndirnar gefa fullt tilefni til að segja að hér sé góður listamaður á ferð. Það verður spennandi á sjá næstu sýningu!
Hér eru þrjár myndir af sýningunni:

Við myndir listamannsins eru skýringar sem hann hefur samið. Við þessa mynd stendur: „Guðmundur Snæland er eftirminnilegur maður frá æskuárum mínum í Keflavík. Hann var drykkfelldur en vel liðinn og í raun dáður, enda var hann góður maður, kurteis og velviljaður. Hann kynnti sig gjarna sem heimsfrægan munnhörpusnilling og spilaði fyrir hvern sem heyra vildi. Guðmundur var kallaður Gvendur þribbi vegna þess að hann var þríburi en hinir tveir dóu í fæðingu. Mér hefur alltaf þótt merkilegt að þessi systkini hans hafi fylgt honum alla tíð í gegnum viðurnefnið. Myndin af munnhörpusnillingnum og englunum með hörpurnar heitir Þribbarnir saman á ný. Guðmundur lést á sjötugasta aldursári í maí 1981.“

Guðmundur Karl skrifar svofelldan texta við þessa mynd: „Skrúðgarðurinn í Keflavík eins og hann var í minni æsku. Neðst til hægri má greina munnhörpu Guðmundar Snæland (Gvendar þribba). Kannski týndi hann henni þar en yfir sveimar engill sem gætir munnhörpunnar í sumarnóttinni.“

Þessi mynd heitir Keilir og hvalur
Kirkjublaðið.is brá sér á Ljósanótt í Keflavík um helgina og skoðaði málverkasýningu sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar í eldhúsinu í Fischerhúsi þar í bæ. Sýningin ber heitið: Englar í skrúðgarðinum – drög að málverkasýningu.
Það var snjallt hjá listamanninum að halda sýninguna í litlu rými þar sem eldhúsið er enda sýndi hann fá verk í þetta sinn. Málverkin komu vel út og þau tengjast Keflavík með ýmsum hætti en listamaðurinn er fæddur og uppalinn í Keflavík.
Það var margt um manninn í litla eldhúsinu í Fischerhúsi og þurfti að skáskjóta sér til að sjá verkin. Sjálfur var Guðmundur Karl á staðnum og ræddi við gesti og talaði um myndir sínar. Margt var um að spjalla hjá Keflvíkingunum og ýmsar minningar rifjaðar upp.
Guðmundi Karli er margt til lista lagt. Hann er skáld, tónlistarmaður og myndlistarmaður. Í fyrra stundaði hann nám í myndlist við Apollon Art Studio í Flórens.
Guðmundur Karl er sóknarprestur í Lindaprestakalli í Kópavogi .
Kirkjublaðið.is óskar Guðmundi Karli til hamingju með sýninguna og hvetur hann til að halda áfram að læra og mála því að myndirnar gefa fullt tilefni til að segja að hér sé góður listamaður á ferð. Það verður spennandi á sjá næstu sýningu!
Hér eru þrjár myndir af sýningunni:

Við myndir listamannsins eru skýringar sem hann hefur samið. Við þessa mynd stendur: „Guðmundur Snæland er eftirminnilegur maður frá æskuárum mínum í Keflavík. Hann var drykkfelldur en vel liðinn og í raun dáður, enda var hann góður maður, kurteis og velviljaður. Hann kynnti sig gjarna sem heimsfrægan munnhörpusnilling og spilaði fyrir hvern sem heyra vildi. Guðmundur var kallaður Gvendur þribbi vegna þess að hann var þríburi en hinir tveir dóu í fæðingu. Mér hefur alltaf þótt merkilegt að þessi systkini hans hafi fylgt honum alla tíð í gegnum viðurnefnið. Myndin af munnhörpusnillingnum og englunum með hörpurnar heitir Þribbarnir saman á ný. Guðmundur lést á sjötugasta aldursári í maí 1981.“

Guðmundur Karl skrifar svofelldan texta við þessa mynd: „Skrúðgarðurinn í Keflavík eins og hann var í minni æsku. Neðst til hægri má greina munnhörpu Guðmundar Snæland (Gvendar þribba). Kannski týndi hann henni þar en yfir sveimar engill sem gætir munnhörpunnar í sumarnóttinni.“

Þessi mynd heitir Keilir og hvalur