Sr. Sighvatur Karlsson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, er um þessar mundir gestalistamaður í Art Gallerý 101, Laugavegi 44. Sýning hans mun standa út september.

Kirkjublaðið.is hvetur alla sem áhuga hafa á myndlist og menningu að líta við á sýningunni. Aðgangur er ókeypis.

Málverkin sem Sighvatur sýnir eru landslagsmálverk.

Kirkjublaðið.is leit við á sýningu hans og samfagnaði með listamanninum. Sjón er sögu ríkari en myndir Sighvats eru vel gerðar og hann stendur mörgum ágætustu íslenskum nútímalistmálurum vel á sporði. Hér eru nokkur sýnishorn af verkum hans:

Hekla, máluð með palettuhnífum

Bakrangi og Kinnafjöllin við Skjálfanda

Hestgjá á Þingvöllum

Gljúfrabúi

Birta, máluð með palettuhnífum

Sighvatur er enginn nýgræðingur í myndlistinni:

Sighvatur er fæddur í Reykjavík 1959. Hann var lengi sóknarprestur í Húsavíkursókn. Nú er hann prestur í Hafnarfjarðarkirkju í hlutastarfi.

Sighvatur hefur um árabil stundað myndlist í frístundum. Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt enda margt sem heillar augað í íslenskri náttúru þar sem litapaletta skaparans blasir við augum.

Undanfarna vetur hefur hann stundað nám við Myndlistaskóla Kópavogs í frjálsri málun og blandaðri tækni undir leiðsögn kennara, m.a. Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, Ingimars Waage og Söru Vilbergsdóttur. Í skólanum hefur hann verið að kynna sér samspil lita, tilfinninga og tónlistar.

Sighvatur hefur málað abstraktverk, landslagsmyndir og gert klippimyndir. Hann er með vinnustofu í verslunarmiðstöðinni Suðurveri við Stigahlíð í Reykjavík. Vinnustofan nefnist: Art Suðurver.

Hann hefur tekið þátt í samsýningum á Húsavík og í Reykjavík. Þá hefur Sighvatur haldið einkasýningu á Húsavík og verið gestalistamaður í Art 67 Gallerý á Laugavegi nokkrum sinnum. Úrval verka hans er að finna á vefsíðunni apolloart.is og líka á Facebook-síðu hans sem nefnist Sighvatur Karlsson art.

Næsta sumar mun Sighvatur halda sýningu í Gallery Oyggin í Suðurey í Færeyjum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sr. Sighvatur Karlsson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, er um þessar mundir gestalistamaður í Art Gallerý 101, Laugavegi 44. Sýning hans mun standa út september.

Kirkjublaðið.is hvetur alla sem áhuga hafa á myndlist og menningu að líta við á sýningunni. Aðgangur er ókeypis.

Málverkin sem Sighvatur sýnir eru landslagsmálverk.

Kirkjublaðið.is leit við á sýningu hans og samfagnaði með listamanninum. Sjón er sögu ríkari en myndir Sighvats eru vel gerðar og hann stendur mörgum ágætustu íslenskum nútímalistmálurum vel á sporði. Hér eru nokkur sýnishorn af verkum hans:

Hekla, máluð með palettuhnífum

Bakrangi og Kinnafjöllin við Skjálfanda

Hestgjá á Þingvöllum

Gljúfrabúi

Birta, máluð með palettuhnífum

Sighvatur er enginn nýgræðingur í myndlistinni:

Sighvatur er fæddur í Reykjavík 1959. Hann var lengi sóknarprestur í Húsavíkursókn. Nú er hann prestur í Hafnarfjarðarkirkju í hlutastarfi.

Sighvatur hefur um árabil stundað myndlist í frístundum. Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt enda margt sem heillar augað í íslenskri náttúru þar sem litapaletta skaparans blasir við augum.

Undanfarna vetur hefur hann stundað nám við Myndlistaskóla Kópavogs í frjálsri málun og blandaðri tækni undir leiðsögn kennara, m.a. Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, Ingimars Waage og Söru Vilbergsdóttur. Í skólanum hefur hann verið að kynna sér samspil lita, tilfinninga og tónlistar.

Sighvatur hefur málað abstraktverk, landslagsmyndir og gert klippimyndir. Hann er með vinnustofu í verslunarmiðstöðinni Suðurveri við Stigahlíð í Reykjavík. Vinnustofan nefnist: Art Suðurver.

Hann hefur tekið þátt í samsýningum á Húsavík og í Reykjavík. Þá hefur Sighvatur haldið einkasýningu á Húsavík og verið gestalistamaður í Art 67 Gallerý á Laugavegi nokkrum sinnum. Úrval verka hans er að finna á vefsíðunni apolloart.is og líka á Facebook-síðu hans sem nefnist Sighvatur Karlsson art.

Næsta sumar mun Sighvatur halda sýningu í Gallery Oyggin í Suðurey í Færeyjum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir