Það er ekki öllum gefið að skrifa um þær stundir í lífi fólks þegar öll sund virðast lokuð. Stundir sem margar eru óhjákvæmilegar en fólk ýtir iðulega hugsunum um þær til hliðar vegna þess að það hefur ekki getu eða er ekki tilbúið að horfast í augu við hið óumflýjanlega. Þetta á til dæmis við um dauðann, alvarleg veikindi, skyndiáföll og í mörgum tilvikum um skilnaði.

Sár græða sár, eftir Vigfús Bjarna Albertsson, er nýkomin út og óskar Kirkjublaðið.is honum til hamingju með góða og vandaða bók sem honum er sómi af.

Textinn er blátt áfram og hversdagslegur, rennur vel og lætur lítið yfir sér þó að fjallað sé iðulega um erfið mál sem koma upp í lífi fólks. Höfundur skrifar án allrar mæðu og horfir yfir sviðið öruggum augum þar sem reynsla hans sem sálusorgara kemur sér vel. Það kemur enda fram í bókinni að í dauðans alvöru málum sem koma upp í lífi einstaklinga og fjölskyldna er mikilvægast að reyna að halda ró sinni.

Þó að bókin taki á mörgum alvörufullum atvikum sem koma upp í lífi fólks þá er umfjöllun höfundar yfirveguð og hann er sem klettur í hafi. En fyrst og fremst sem manneskja.

Efnistök höfundar eru í meginatriðum með tvennum hætti. Annars vegar ræðir hann með persónulegum hætti við fólk sem áföll hafa bankað upp á og það oftast alvarleg. Syrgjendur ávarpar hann sérstaklega og í þeim köflum heldur hann í hönd þeirra og fer sér í engu óðslega heldur leiðir þá áfram með hlýju, skilningi og festu svo að lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé í öruggum höndum. Höfundur gerir þó syrgjendum harla ljóst hvert hlutverk hans er í sálgæsluferlinu svo að þeir viti mætavel hvers er að vænta og að sálusorgarinn sé enginn töframaður heldur samferðamaður á erfiðum stundum. En hins vegar eru þau almennu efnistök þegar höfundur víkur að sértæku hlutverki sálusorgara og annarra er koma að málum fólks sem lendir í sálarháska. Þetta vekur undrun í fyrstu en eftir því sem líður á bókina verða þessi efnistök eðlileg. Fólk sem vinnur í áfallageiranum hlýtur að fagna þessum hluta sérstaklega því þar er margt viturlega mælt. Og sömuleiðis getur það styrkt syrgjendur að lesa um starf sálusorgarans í ljósi hvers eðlis starf hans er. Og þau sem telja sig ekki þurfa að lesa það eða hafa ekki áhuga á því fletta bókinni bara áfram.

Sá þáttur bókarinnar þar sem vikið er sérstaklega að sálusorgun og starfi þess fólks sem vinnur við hana er býsna drjúgur en fléttast stundum inn í samtalið við syrgjendur. Mörg dæmi eru tekin til skýringar og stuttrar hnitmiðaðrar umræðu svo lesandi geti velt vöngum yfir viðkomandi máli. Stuttar lærdóms- og reynslusögur fylgja með sem stuðningur. Allt er mælt þar með hlýju og góðvild.

Starfsfólk í þessum geira hlýtur að fagna þessari bók vegna þess að hún með er öllu öfgalaus í allri umfjöllun sinni um mjög svo viðkvæm mál. Höfundurinn er prestur og býr yfir mikilli reynslu sem sálusorgari á sjúkrahúsum og hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Hann nefnir trú sína iðulega og fer ekki í neinar grafgrötur með að hann sé kristinn og fellir svo sem vera ber enga dóma yfir trú eða lífsskoðunum annarra heldur sýnir þeim virðingu.

Í kaflanum sem fjallar um dauðann nefnir höfundur eftirlífstrú sem hann kallar svo og tengir við spíritistahreyfinguna sem var mjög vinsæl á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þá getur hann um hugtakið Sumarlandið sem oft er vitnað til í minningargreinum. Dauðinn, sá mikli rukkari eins og skáldið sagði, er mesta þraut lífsins og reikningurinn óyfirstíganlegur. Allri trú fylgir einhvers konar leið í gegnum þennan múr sem dauði kallast og blasir við manneskjunni. Kristin trú bendir á upprisuna sem svar við því hvernig dauðinn er höndlaður innan hennar. Það má gjarnan ítreka fyrir lesendum.

Bók þessi er gráupplögð samtalsbók í safnaðarstarfi eða fullorðinsfræðslu kirkjunnar. Efni hennar tekur á svo mörgum þáttum í lífi nútímamannsins og þá einkum þeim sem manneskjan fær lítt sem ekkert við ráðið. Harmleikir í fjölskyldum, skyndidauði, sjálfsvíg, elli og hvers kyns bágindi sem fylgja lífinu og manneskjan í snjallveruleika líðandi stundar ræður ekki við. Holl ráð og nærvera höfundar sem býr að góðri reynslu, trú og mennsku, styrkja fólk og opna augu þess fyrir því hvað lífið er.

Kápa bókarinnar kallast á við kápu fyrri bókar Vigfúsar Bjarna, Hver vegur að heiman er vegur heim, og báðar kápurnar gerði Halla Sólveig Þorgeirsdóttir. Tvær myndir: á fyrri bókinni er maður á göngu eftir vegaslóða og sér í bak hans. Honum fylgir hundur, tryggasti vinur mannsins. Kápa seinni bókarinnar Sár græða sár sýnir sama manninn koma með fangið fullt af eldivið og meira að segja í hvofti hundsins er sprek sem leggja skal í viðarköst. Lífið er samvinna. Sálgæsla er samvinna.

Niðurstaða:

Sár græða sár er einstaklega gjöful bók um góð og holl ráð sem sett eru fram af væntumþykju og raunsæi. Þó að sumt kunni að hljóma sem ágætlega orðuð skynsemi í textanum þá þarf stundum að mæla svo því að áföll draga iðulega dimm ský fyrir augu. Það heitir jarðsamband. Höfundi er einkar lagið að rabba við lesendur og ná sambandi við þá um alvörumálefni án þess að flækja málin um of. Það gerir bókina afar læsilega og sumt í textanum getur kallað á annan lestur, sem er vel. Það er fagnaðarefni þegar fólk úr starfsstéttum andlegrar umönnunar sest niður og skrifar bók sem ætluð er nokkuð breiðum hópi, einstaklingum, fjölskyldum og þeim er vinna innan sálgæslu- og umönnunargeirans, og ekki síst þegar velt tekst til eins og í þessari bók Vigfúsar Bjarna.

Vigfús Bjarni Albertsson: Sár græða sár, útg. kirkjuhusið.is og Skálholtsútgáfan, Reykjavík 2025, 155 bls. Kápa: Sólveig Halla Þorgeirsdóttir, prentun og umbrot: Prentmet Oddi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er ekki öllum gefið að skrifa um þær stundir í lífi fólks þegar öll sund virðast lokuð. Stundir sem margar eru óhjákvæmilegar en fólk ýtir iðulega hugsunum um þær til hliðar vegna þess að það hefur ekki getu eða er ekki tilbúið að horfast í augu við hið óumflýjanlega. Þetta á til dæmis við um dauðann, alvarleg veikindi, skyndiáföll og í mörgum tilvikum um skilnaði.

Sár græða sár, eftir Vigfús Bjarna Albertsson, er nýkomin út og óskar Kirkjublaðið.is honum til hamingju með góða og vandaða bók sem honum er sómi af.

Textinn er blátt áfram og hversdagslegur, rennur vel og lætur lítið yfir sér þó að fjallað sé iðulega um erfið mál sem koma upp í lífi fólks. Höfundur skrifar án allrar mæðu og horfir yfir sviðið öruggum augum þar sem reynsla hans sem sálusorgara kemur sér vel. Það kemur enda fram í bókinni að í dauðans alvöru málum sem koma upp í lífi einstaklinga og fjölskyldna er mikilvægast að reyna að halda ró sinni.

Þó að bókin taki á mörgum alvörufullum atvikum sem koma upp í lífi fólks þá er umfjöllun höfundar yfirveguð og hann er sem klettur í hafi. En fyrst og fremst sem manneskja.

Efnistök höfundar eru í meginatriðum með tvennum hætti. Annars vegar ræðir hann með persónulegum hætti við fólk sem áföll hafa bankað upp á og það oftast alvarleg. Syrgjendur ávarpar hann sérstaklega og í þeim köflum heldur hann í hönd þeirra og fer sér í engu óðslega heldur leiðir þá áfram með hlýju, skilningi og festu svo að lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé í öruggum höndum. Höfundur gerir þó syrgjendum harla ljóst hvert hlutverk hans er í sálgæsluferlinu svo að þeir viti mætavel hvers er að vænta og að sálusorgarinn sé enginn töframaður heldur samferðamaður á erfiðum stundum. En hins vegar eru þau almennu efnistök þegar höfundur víkur að sértæku hlutverki sálusorgara og annarra er koma að málum fólks sem lendir í sálarháska. Þetta vekur undrun í fyrstu en eftir því sem líður á bókina verða þessi efnistök eðlileg. Fólk sem vinnur í áfallageiranum hlýtur að fagna þessum hluta sérstaklega því þar er margt viturlega mælt. Og sömuleiðis getur það styrkt syrgjendur að lesa um starf sálusorgarans í ljósi hvers eðlis starf hans er. Og þau sem telja sig ekki þurfa að lesa það eða hafa ekki áhuga á því fletta bókinni bara áfram.

Sá þáttur bókarinnar þar sem vikið er sérstaklega að sálusorgun og starfi þess fólks sem vinnur við hana er býsna drjúgur en fléttast stundum inn í samtalið við syrgjendur. Mörg dæmi eru tekin til skýringar og stuttrar hnitmiðaðrar umræðu svo lesandi geti velt vöngum yfir viðkomandi máli. Stuttar lærdóms- og reynslusögur fylgja með sem stuðningur. Allt er mælt þar með hlýju og góðvild.

Starfsfólk í þessum geira hlýtur að fagna þessari bók vegna þess að hún með er öllu öfgalaus í allri umfjöllun sinni um mjög svo viðkvæm mál. Höfundurinn er prestur og býr yfir mikilli reynslu sem sálusorgari á sjúkrahúsum og hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Hann nefnir trú sína iðulega og fer ekki í neinar grafgrötur með að hann sé kristinn og fellir svo sem vera ber enga dóma yfir trú eða lífsskoðunum annarra heldur sýnir þeim virðingu.

Í kaflanum sem fjallar um dauðann nefnir höfundur eftirlífstrú sem hann kallar svo og tengir við spíritistahreyfinguna sem var mjög vinsæl á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þá getur hann um hugtakið Sumarlandið sem oft er vitnað til í minningargreinum. Dauðinn, sá mikli rukkari eins og skáldið sagði, er mesta þraut lífsins og reikningurinn óyfirstíganlegur. Allri trú fylgir einhvers konar leið í gegnum þennan múr sem dauði kallast og blasir við manneskjunni. Kristin trú bendir á upprisuna sem svar við því hvernig dauðinn er höndlaður innan hennar. Það má gjarnan ítreka fyrir lesendum.

Bók þessi er gráupplögð samtalsbók í safnaðarstarfi eða fullorðinsfræðslu kirkjunnar. Efni hennar tekur á svo mörgum þáttum í lífi nútímamannsins og þá einkum þeim sem manneskjan fær lítt sem ekkert við ráðið. Harmleikir í fjölskyldum, skyndidauði, sjálfsvíg, elli og hvers kyns bágindi sem fylgja lífinu og manneskjan í snjallveruleika líðandi stundar ræður ekki við. Holl ráð og nærvera höfundar sem býr að góðri reynslu, trú og mennsku, styrkja fólk og opna augu þess fyrir því hvað lífið er.

Kápa bókarinnar kallast á við kápu fyrri bókar Vigfúsar Bjarna, Hver vegur að heiman er vegur heim, og báðar kápurnar gerði Halla Sólveig Þorgeirsdóttir. Tvær myndir: á fyrri bókinni er maður á göngu eftir vegaslóða og sér í bak hans. Honum fylgir hundur, tryggasti vinur mannsins. Kápa seinni bókarinnar Sár græða sár sýnir sama manninn koma með fangið fullt af eldivið og meira að segja í hvofti hundsins er sprek sem leggja skal í viðarköst. Lífið er samvinna. Sálgæsla er samvinna.

Niðurstaða:

Sár græða sár er einstaklega gjöful bók um góð og holl ráð sem sett eru fram af væntumþykju og raunsæi. Þó að sumt kunni að hljóma sem ágætlega orðuð skynsemi í textanum þá þarf stundum að mæla svo því að áföll draga iðulega dimm ský fyrir augu. Það heitir jarðsamband. Höfundi er einkar lagið að rabba við lesendur og ná sambandi við þá um alvörumálefni án þess að flækja málin um of. Það gerir bókina afar læsilega og sumt í textanum getur kallað á annan lestur, sem er vel. Það er fagnaðarefni þegar fólk úr starfsstéttum andlegrar umönnunar sest niður og skrifar bók sem ætluð er nokkuð breiðum hópi, einstaklingum, fjölskyldum og þeim er vinna innan sálgæslu- og umönnunargeirans, og ekki síst þegar velt tekst til eins og í þessari bók Vigfúsar Bjarna.

Vigfús Bjarni Albertsson: Sár græða sár, útg. kirkjuhusið.is og Skálholtsútgáfan, Reykjavík 2025, 155 bls. Kápa: Sólveig Halla Þorgeirsdóttir, prentun og umbrot: Prentmet Oddi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir