Við manneskjurnar erum flókin smíð og undarleg eins og sagan segir okkur. Hið fegursta og versta í lífi þjóðanna endurspeglast í sögunni; í manneskjunni. Sögusvið hennar er fyrir augum okkar daglega, grimmileg innrás Rússa í Úkraínu, og níu ára gömul stúlka stungin til bana á þriðjudaginn á götu úti í Lincolnskíri á Englandi, hungur, launmorð, svik og hatur. Öll vitum við að þannig mætti lengi telja. En ástin og umhyggjan eru líka á ferð þó þær systur séu síður fréttaefni; þær umvefja manneskjurnar í veröld sem er undarleg svo ekki sé meira sagt.

„Manneskjan er absúrd skepna,“ sagði pólsk-þýska listakonan, Alicja Kwade, í stuttu og athyglisverðu viðtali í Morgunblaðinu í morgun. List hennar snýst um sálfræðilegar, félagslegar og heimspekilegar spurningar. Eða með öðrum orðum: um lífið.

Hversu þroskað sem mannfólkið telur sig vera þá auglýsir það ætíð tilfinningar sínar í hegðun sinni. Það eru góðar tilfinningar og slæmar. Göfugar og ógöfugar. Allt þar í milli.

Manneskjurnar eru hlaðnar margvíslegum tilfinningum. Við höfum vissa stjórn á sumum þeirra en öðrum ekki. Engin/n ræður því til dæmis hvert ástartilfinningin skundar. Allt í einu stendur hún þarna fyrir framan manneskju og hrifningin leynir sér ekki. Ástin er jákvæð tilfinning og afar uppbyggileg. Hún kallar það besta fram í hverri manneskju og lætur enga ósnortna. Ástin blómgast og dafnar eins og blóm á sumri – og hún getur líka fölnað og fallið – líka um hásumarið. Stundum er sagt að ást vaxi með vana en vaninn getur líka verið banabiti hennar. Saga mannkynsins greinir frá ástarsamböndum sem leiddu gæfu yfir þjóðirnar og öðrum sem kölluðu ógæfu yfir lýðinn og hleyptu öllu í bál og brand. Ástin er því margslungin tilfinning.

Hatur er andstæða ástar. Manneskjan getur ekki leynt því ef hatrið hefur tekið sér bólfestu í huga hennar. Hatrið fær ekki dulist til lengdar frekar en ástin og það hleypur eftir þrepum óvildar, óvináttu, afskiptaleysis, hefndar og eineltis. Og þrepin eru fleiri, öll getum við bætt einhverjum við. Í grunni sínum speglar haturstilfinningin illgjarna andúð sem á sér oft vissar orsakir eins og atvik eða orðaskipti. Hatrið endurspeglar viðbrögð sem viðkomandi hefur ekki tekist að ráða fram úr með skynsamlegum hætti.

Allt útheimtir krafta og orku. Ástin, vináttan og hjálpfýsin kalla á orku en útleysa hana jafnframt öðrum til góðs. Hatrið kostar líka orku og hún er sú dýrasta sem hægt er að hugsa sér og leiðir aldrei til góðs. Hatrið sem beinist að öðrum tekur nefnilega toll af okkur sjálfum, tærir hugann sem hver önnur drepsótt. Það er andstætt lífinu, vetur í huga um mitt sumar.

Tilfinningalífið er í öllum regnbogans litum og við glímum við það á hverjum degi – og við njótum þess því að svona er lífið. Tilfinningar sýna hvernig okkur líður hverju sinni.

Við leitumst við að hemja tilfinningar okkar en þó mismikið eftir því um hvaða tilfinningar er að ræða. Hrifning af fegurð og væntumþykju eru til dæmis jákvæðar tilfinningar sem veita öllum gleði. Hatur er neikvætt og allt uppeldi beinist að því að berjast á móti með einu orði:

Elska.

Þú skalt elska. Láta þér þykja vænt um aðrar manneskjur hvernig sem þær kunna að vera. Elskan á að vera takmarkalaus og hún má aldrei gleymast. Hún sigrar allt að lokum.

Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Fellur aldrei úr gildi

Hann umber líka okkur þó svo við höfum marga bresti og séum absúrd.

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Við manneskjurnar erum flókin smíð og undarleg eins og sagan segir okkur. Hið fegursta og versta í lífi þjóðanna endurspeglast í sögunni; í manneskjunni. Sögusvið hennar er fyrir augum okkar daglega, grimmileg innrás Rússa í Úkraínu, og níu ára gömul stúlka stungin til bana á þriðjudaginn á götu úti í Lincolnskíri á Englandi, hungur, launmorð, svik og hatur. Öll vitum við að þannig mætti lengi telja. En ástin og umhyggjan eru líka á ferð þó þær systur séu síður fréttaefni; þær umvefja manneskjurnar í veröld sem er undarleg svo ekki sé meira sagt.

„Manneskjan er absúrd skepna,“ sagði pólsk-þýska listakonan, Alicja Kwade, í stuttu og athyglisverðu viðtali í Morgunblaðinu í morgun. List hennar snýst um sálfræðilegar, félagslegar og heimspekilegar spurningar. Eða með öðrum orðum: um lífið.

Hversu þroskað sem mannfólkið telur sig vera þá auglýsir það ætíð tilfinningar sínar í hegðun sinni. Það eru góðar tilfinningar og slæmar. Göfugar og ógöfugar. Allt þar í milli.

Manneskjurnar eru hlaðnar margvíslegum tilfinningum. Við höfum vissa stjórn á sumum þeirra en öðrum ekki. Engin/n ræður því til dæmis hvert ástartilfinningin skundar. Allt í einu stendur hún þarna fyrir framan manneskju og hrifningin leynir sér ekki. Ástin er jákvæð tilfinning og afar uppbyggileg. Hún kallar það besta fram í hverri manneskju og lætur enga ósnortna. Ástin blómgast og dafnar eins og blóm á sumri – og hún getur líka fölnað og fallið – líka um hásumarið. Stundum er sagt að ást vaxi með vana en vaninn getur líka verið banabiti hennar. Saga mannkynsins greinir frá ástarsamböndum sem leiddu gæfu yfir þjóðirnar og öðrum sem kölluðu ógæfu yfir lýðinn og hleyptu öllu í bál og brand. Ástin er því margslungin tilfinning.

Hatur er andstæða ástar. Manneskjan getur ekki leynt því ef hatrið hefur tekið sér bólfestu í huga hennar. Hatrið fær ekki dulist til lengdar frekar en ástin og það hleypur eftir þrepum óvildar, óvináttu, afskiptaleysis, hefndar og eineltis. Og þrepin eru fleiri, öll getum við bætt einhverjum við. Í grunni sínum speglar haturstilfinningin illgjarna andúð sem á sér oft vissar orsakir eins og atvik eða orðaskipti. Hatrið endurspeglar viðbrögð sem viðkomandi hefur ekki tekist að ráða fram úr með skynsamlegum hætti.

Allt útheimtir krafta og orku. Ástin, vináttan og hjálpfýsin kalla á orku en útleysa hana jafnframt öðrum til góðs. Hatrið kostar líka orku og hún er sú dýrasta sem hægt er að hugsa sér og leiðir aldrei til góðs. Hatrið sem beinist að öðrum tekur nefnilega toll af okkur sjálfum, tærir hugann sem hver önnur drepsótt. Það er andstætt lífinu, vetur í huga um mitt sumar.

Tilfinningalífið er í öllum regnbogans litum og við glímum við það á hverjum degi – og við njótum þess því að svona er lífið. Tilfinningar sýna hvernig okkur líður hverju sinni.

Við leitumst við að hemja tilfinningar okkar en þó mismikið eftir því um hvaða tilfinningar er að ræða. Hrifning af fegurð og væntumþykju eru til dæmis jákvæðar tilfinningar sem veita öllum gleði. Hatur er neikvætt og allt uppeldi beinist að því að berjast á móti með einu orði:

Elska.

Þú skalt elska. Láta þér þykja vænt um aðrar manneskjur hvernig sem þær kunna að vera. Elskan á að vera takmarkalaus og hún má aldrei gleymast. Hún sigrar allt að lokum.

Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Fellur aldrei úr gildi

Hann umber líka okkur þó svo við höfum marga bresti og séum absúrd.

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir