Líf okkar mannanna er ofið úr sögum. Á hverju andartaki bætist nýr þráður við þær sögur og smám saman dragast þeir allir í ákveðna mynd. Það er saga okkar. Líf okkar. Þegar við horfum á þræðina tvinnast saman og þekkjum svip okkar sem þar er íofinn kemur í ljós næfurþunn mynd. Já, jafnvel ógrynni mynda sem segja sögur. Sögur sem geyma gleðilegt atvik og hressileg. Aðrar sögur eru drungalegar og rifja upp daprar stundir í lífi okkar. En flestar geyma sögurnar atvik úr litskrúðugum hversdeginum sem er vettvangur okkar.

Og líðandi stund í önnum dagsins er hin mikla sögusmiðja. Þar verða til sögur sem fela í sér háleit markmið, vonir okkar og þrár. Sögur sem fleyta áfram metnaði okkar, samúð og samkennd með þeim sem minna mega sín. Heimspekingur nokkur sagði að eina svarið við spurningunni: „Hvað á ég að gera við líf mitt?“ væri að spyrja á móti: „Hvaða sögur eru hluti af sjálfum þér? “

Kristin trú segir sögu – sögur!

Á jólum hlustum við á sögu sem við höfum oft heyrt. Það er helgisaga sem grípur okkur vegna boðskaparins sem hún flytur: von til mannkyns, að Guð sjálfur, skapari heimsins, hafi stigið inn í líf mannkyns til að færa allt til betri vegar: Guð vill vera með og hjá manninum. Hins vegar vilja ekki allir af honum vita.

Saga þessa barns sem fæddist í jötu hefur hvað mest mótað kristið trúar-og menningarlíf Vesturlanda. Sagan af fæðingu Jesúbarnsins er sennilega kunnasta frásögn heimsins.

Engin saga hefur verið rannsökuð jafn rækilega og saga Jesú Krists. Þar er enga eina niðurstöðu að finna heldur margar. Niðurstöður sem hafa fært hann nær okkur og niðurstöður sem hafa gert hann fjarlægan í augum okkar. Sögu Jesú Krists þekkja margir – hvort heldur það er nú saga hans sem sveitamanns úr Galíleu sem fór víða um og prédikaði eða hins upphafna Jesú Krists sem hinir fyrstu kristnu menn sögðu öðrum frá. Fáir neita því að hann hafi verið til – en þeir sem það gera, skipa þunnskipaðan bekk sérlundaðra.

Kristin trú á rætur sínar í þeim sögum sem segja frá Jesú frá Nasaret, lífi hans og starfi. Dauða og upprisu. Saga hans og trúin á hann renna saman í eina mynd. Það er ekki aðeins myndirnar sem guðspjöllin draga upp af honum heldur einnig sú mynd sem við málum af honum í huga okkar og lífi. Í sögu okkar.

Jól rifja upp minningar og sögur. Brot úr lífssögum. Hjá flestum eru þær kærar, fallegar og ilma af liðnum dögum. Hjá öðrum geta þær verið sárar og tregafullar vegna þess að jólin komust ekki að fyrir óreglu, ógn og sorg. Þessar minningar geymum við sem hluta af sögu okkar.

Í öllum sögum er spurt um sannleika eða sannleikskorn. Varla stæði á svari hjá okkur sjálfum ef við værum spurð um sannleikann í lífi okkar. Við gætum dregið ýmsa sannleiksbita upp úr lífsskjóðu okkar og boðið öðrum að njóta með. Og eins er víst að ekki myndu allir ljúka upp lofsorði á gæði sögubitanna úr lífi allra. En við komumst ekki frá þeim. Þeir eru þarna. Og þeir eru hluti af lífi okkar. Þeir geyma lífssögu okkar. Líka á jólunum – og jólin leggja heita hönd á sögu okkar, græðandi og fulla af skilningi eftir því sem árin líða. Það er gjöf. Jólagjöf.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Líf okkar mannanna er ofið úr sögum. Á hverju andartaki bætist nýr þráður við þær sögur og smám saman dragast þeir allir í ákveðna mynd. Það er saga okkar. Líf okkar. Þegar við horfum á þræðina tvinnast saman og þekkjum svip okkar sem þar er íofinn kemur í ljós næfurþunn mynd. Já, jafnvel ógrynni mynda sem segja sögur. Sögur sem geyma gleðilegt atvik og hressileg. Aðrar sögur eru drungalegar og rifja upp daprar stundir í lífi okkar. En flestar geyma sögurnar atvik úr litskrúðugum hversdeginum sem er vettvangur okkar.

Og líðandi stund í önnum dagsins er hin mikla sögusmiðja. Þar verða til sögur sem fela í sér háleit markmið, vonir okkar og þrár. Sögur sem fleyta áfram metnaði okkar, samúð og samkennd með þeim sem minna mega sín. Heimspekingur nokkur sagði að eina svarið við spurningunni: „Hvað á ég að gera við líf mitt?“ væri að spyrja á móti: „Hvaða sögur eru hluti af sjálfum þér? “

Kristin trú segir sögu – sögur!

Á jólum hlustum við á sögu sem við höfum oft heyrt. Það er helgisaga sem grípur okkur vegna boðskaparins sem hún flytur: von til mannkyns, að Guð sjálfur, skapari heimsins, hafi stigið inn í líf mannkyns til að færa allt til betri vegar: Guð vill vera með og hjá manninum. Hins vegar vilja ekki allir af honum vita.

Saga þessa barns sem fæddist í jötu hefur hvað mest mótað kristið trúar-og menningarlíf Vesturlanda. Sagan af fæðingu Jesúbarnsins er sennilega kunnasta frásögn heimsins.

Engin saga hefur verið rannsökuð jafn rækilega og saga Jesú Krists. Þar er enga eina niðurstöðu að finna heldur margar. Niðurstöður sem hafa fært hann nær okkur og niðurstöður sem hafa gert hann fjarlægan í augum okkar. Sögu Jesú Krists þekkja margir – hvort heldur það er nú saga hans sem sveitamanns úr Galíleu sem fór víða um og prédikaði eða hins upphafna Jesú Krists sem hinir fyrstu kristnu menn sögðu öðrum frá. Fáir neita því að hann hafi verið til – en þeir sem það gera, skipa þunnskipaðan bekk sérlundaðra.

Kristin trú á rætur sínar í þeim sögum sem segja frá Jesú frá Nasaret, lífi hans og starfi. Dauða og upprisu. Saga hans og trúin á hann renna saman í eina mynd. Það er ekki aðeins myndirnar sem guðspjöllin draga upp af honum heldur einnig sú mynd sem við málum af honum í huga okkar og lífi. Í sögu okkar.

Jól rifja upp minningar og sögur. Brot úr lífssögum. Hjá flestum eru þær kærar, fallegar og ilma af liðnum dögum. Hjá öðrum geta þær verið sárar og tregafullar vegna þess að jólin komust ekki að fyrir óreglu, ógn og sorg. Þessar minningar geymum við sem hluta af sögu okkar.

Í öllum sögum er spurt um sannleika eða sannleikskorn. Varla stæði á svari hjá okkur sjálfum ef við værum spurð um sannleikann í lífi okkar. Við gætum dregið ýmsa sannleiksbita upp úr lífsskjóðu okkar og boðið öðrum að njóta með. Og eins er víst að ekki myndu allir ljúka upp lofsorði á gæði sögubitanna úr lífi allra. En við komumst ekki frá þeim. Þeir eru þarna. Og þeir eru hluti af lífi okkar. Þeir geyma lífssögu okkar. Líka á jólunum – og jólin leggja heita hönd á sögu okkar, græðandi og fulla af skilningi eftir því sem árin líða. Það er gjöf. Jólagjöf.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir