Líf kirkjunnar er dálítið snúið þegar dymbilvika eða kyrravika gengur í garð. Hún er nefnilega ekki alltaf í takti við hið veraldlega samfélag sem umvefur okkur á alla vegu. Samfélag sem botnar ekkert í því að hinum saklausa er fórnað hinum seku til lífs. Auk þess spyr margur nútímamaðurinn sig hvort hann sé yfir höfuð nokkuð sekur. Um hvað þá? Synd heyrist í fjarska. Nútímamaðurinn veit ekki hvað það er. Kannski myndi hann kæra meðferðina á guðssyninum til stríðsglæpadómstóls ef hann hefði tækifæri til þess.

Fórnarhugsun er honum framandi. Hún er nefnilega sprottin úr öðrum jarðvegi.

En krossinn og þjáningin eru stef í trúararfi kristninnar. Nútímakirkja þarf með einhverjum hætti að glíma við það. Lúthersk kirkja er orðsins kirkja og því hefur kennilýður hennar fengist við að túlka þjáningarstef trúarinnar fyrir nýrri og nýrri kynslóð. Það gengur misjafnlega. Engin kynslóð er í raun annarri fremri. Sennilega telja allar kynslóðir sig standa á tímamótum og má vel til sanns vegar færa.

Kynslóð nútímans hefur lifað mikil umskipti þegar litið er til tölvubyltingarinnar sem er á við iðnbyltinguna á sínum tíma ef ekki áhrifameiri vilji menn skara fram úr fyrri tíðar kynslóðum svona eins og eina kvöldstund. Það er umhugsunarefni hvar í forgangsröðinni túlkun á trúarlegum textum píslarsögunnar er og hvort hún sé yfir höfuð almennt á dagskrá. Samt stendur það upp á kristna nútímamenn að koma þessari trúarfrásögn með nútímalegum hætti til samferðafólks síns.

Það reynist mörgum þraut að heimfæra krossdauðann yfir í hið stafræna samfélag. Hugsunin er framandi. Þó er þjáningin nútímamanninum alls ekki framandi. Hún er alls staðar í kringum hann í öllum hugsanlegum miðlum. Í einhverjum tilvikum er hann ónæmur fyrir henni og hafa fallist hendur – kannski fyrir margt löngu. En hann berst gegn henni engu að síður því siðferðiskennd hans mælir fyrir um það. Vísindi og þekking glíma við þjáninguna. Að draga úr henni. Eyða henni helst. Ef ekki, veita þá líknarmeðferð í mörgum tilvikum. Enginn á að ganga í hana sjálfviljugur né vera varpað út í myrkur þjáningar og dauða öðrum til lífs.

En hefðin kemur til bjargar kirkjunni þegar fullur kirkjulegur þungi er á stefi þjáningarinnar í trúnni. Og það hefur ætíð farið vel á með kirkju og hefð.

Menning liðanna alda hefur tekið á krossdauða Krists og sett hann fram með sínum hætti. Íslendingar eru heppnir að eiga Hallgrím Pétursson. Sálmar hans um pínu og dauða frelsarans eru hryggjarstykkið í hefð dymbilvikunnar og flutningur þeirra dregur fjölda fólks að. Þeir ná til fólks með ýmsum hætti bæði fyrir efnistök sín og hlutskiptis höfundarins. Kannski talar hefðin þar ein og sér með sínum skýrasta hætti til nútímamanna? Engin hefð er þó trygg því að hver samtími getur gert uppreisn gegn henni þyki honum hefðin tala fyrir einhverju sem hann kann ekki við og finnst jafnvel ógna sínum gildum. Slaufunarmenning er sterk um þessar mundir.

Menningar- og trúarólæsi á kristin grunngildi er ógn sem þjóðkirkjan stendur andspænis og tekur alvarlega.

Kirkjunnar fólk hefur verið býsna snjallt í leit að nýjum leiðum til að tengja saman píslarsöguna við nútímafólkið með þeim hætti að ekki er nauðsynlegt að fara í miklar rökræður um réttlæti og ranglæti í því gangvirki sem kallast hjálpræðissaga. Einhugur er um að hinn saklausi er þjáður og beittur rangingum heimsins hver svo sem ástæðan er. Nútímamaðurinn er sannarlega tilbúinn til að sýna honum samstöðu ýmist sem trúarlegu eða veraldlegu tákni sem hrópar á réttlæti.

Gerðu eitthvað, er stundum sagt við fólk sem er í vanda statt. Kirkjan hefur brugðið á ýmis ráð. Vakið upp skammdrægar pílagrímagöngur (þó svo Lúther gamla hafi ekki verið vel við þær) í kringum vötn, yfir hálsa og hæðir. Sett píslarsöguna í leikverk, samlesið og íhugað hana sem hverja aðra tilvistarlega staðreynd. Passíusálmarnir hafa verið útfærðir á ýmsa vegu. Ekki má gleyma tónlistinni sem hefur og skipað öndvegi. Hún hefur verið í raun lárviðarsveigur kirkjustarfsins í dymbilviku ásamt sálmum sr. Hallgríms.

Þegar dymbilvikan er á enda runnin verður flestum létt.

Tími gleðinnar gengur í garð. Fagnaðarerindið sjálft: Upprisan. Sem er í kjarna sínum tilboð um að fólk gangi fram í lífinu í anda meistarans frá Nasaret, guðssonarins, og fái þar með lykilorð að eilífðinni.

Það er lykilorð sem ekki má gleymast.

Hefðin er bjargvættur. Henni má margt þakka. Samt má spyrja sig hve lengi hefðin lifir og hvort mikilvirkur nútímamaðurinn eigi ekki að bæta einhverju við hana. Svo verður kirkjan að gæta sín á að glata henni ekki í stofnanaelsku sinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Líf kirkjunnar er dálítið snúið þegar dymbilvika eða kyrravika gengur í garð. Hún er nefnilega ekki alltaf í takti við hið veraldlega samfélag sem umvefur okkur á alla vegu. Samfélag sem botnar ekkert í því að hinum saklausa er fórnað hinum seku til lífs. Auk þess spyr margur nútímamaðurinn sig hvort hann sé yfir höfuð nokkuð sekur. Um hvað þá? Synd heyrist í fjarska. Nútímamaðurinn veit ekki hvað það er. Kannski myndi hann kæra meðferðina á guðssyninum til stríðsglæpadómstóls ef hann hefði tækifæri til þess.

Fórnarhugsun er honum framandi. Hún er nefnilega sprottin úr öðrum jarðvegi.

En krossinn og þjáningin eru stef í trúararfi kristninnar. Nútímakirkja þarf með einhverjum hætti að glíma við það. Lúthersk kirkja er orðsins kirkja og því hefur kennilýður hennar fengist við að túlka þjáningarstef trúarinnar fyrir nýrri og nýrri kynslóð. Það gengur misjafnlega. Engin kynslóð er í raun annarri fremri. Sennilega telja allar kynslóðir sig standa á tímamótum og má vel til sanns vegar færa.

Kynslóð nútímans hefur lifað mikil umskipti þegar litið er til tölvubyltingarinnar sem er á við iðnbyltinguna á sínum tíma ef ekki áhrifameiri vilji menn skara fram úr fyrri tíðar kynslóðum svona eins og eina kvöldstund. Það er umhugsunarefni hvar í forgangsröðinni túlkun á trúarlegum textum píslarsögunnar er og hvort hún sé yfir höfuð almennt á dagskrá. Samt stendur það upp á kristna nútímamenn að koma þessari trúarfrásögn með nútímalegum hætti til samferðafólks síns.

Það reynist mörgum þraut að heimfæra krossdauðann yfir í hið stafræna samfélag. Hugsunin er framandi. Þó er þjáningin nútímamanninum alls ekki framandi. Hún er alls staðar í kringum hann í öllum hugsanlegum miðlum. Í einhverjum tilvikum er hann ónæmur fyrir henni og hafa fallist hendur – kannski fyrir margt löngu. En hann berst gegn henni engu að síður því siðferðiskennd hans mælir fyrir um það. Vísindi og þekking glíma við þjáninguna. Að draga úr henni. Eyða henni helst. Ef ekki, veita þá líknarmeðferð í mörgum tilvikum. Enginn á að ganga í hana sjálfviljugur né vera varpað út í myrkur þjáningar og dauða öðrum til lífs.

En hefðin kemur til bjargar kirkjunni þegar fullur kirkjulegur þungi er á stefi þjáningarinnar í trúnni. Og það hefur ætíð farið vel á með kirkju og hefð.

Menning liðanna alda hefur tekið á krossdauða Krists og sett hann fram með sínum hætti. Íslendingar eru heppnir að eiga Hallgrím Pétursson. Sálmar hans um pínu og dauða frelsarans eru hryggjarstykkið í hefð dymbilvikunnar og flutningur þeirra dregur fjölda fólks að. Þeir ná til fólks með ýmsum hætti bæði fyrir efnistök sín og hlutskiptis höfundarins. Kannski talar hefðin þar ein og sér með sínum skýrasta hætti til nútímamanna? Engin hefð er þó trygg því að hver samtími getur gert uppreisn gegn henni þyki honum hefðin tala fyrir einhverju sem hann kann ekki við og finnst jafnvel ógna sínum gildum. Slaufunarmenning er sterk um þessar mundir.

Menningar- og trúarólæsi á kristin grunngildi er ógn sem þjóðkirkjan stendur andspænis og tekur alvarlega.

Kirkjunnar fólk hefur verið býsna snjallt í leit að nýjum leiðum til að tengja saman píslarsöguna við nútímafólkið með þeim hætti að ekki er nauðsynlegt að fara í miklar rökræður um réttlæti og ranglæti í því gangvirki sem kallast hjálpræðissaga. Einhugur er um að hinn saklausi er þjáður og beittur rangingum heimsins hver svo sem ástæðan er. Nútímamaðurinn er sannarlega tilbúinn til að sýna honum samstöðu ýmist sem trúarlegu eða veraldlegu tákni sem hrópar á réttlæti.

Gerðu eitthvað, er stundum sagt við fólk sem er í vanda statt. Kirkjan hefur brugðið á ýmis ráð. Vakið upp skammdrægar pílagrímagöngur (þó svo Lúther gamla hafi ekki verið vel við þær) í kringum vötn, yfir hálsa og hæðir. Sett píslarsöguna í leikverk, samlesið og íhugað hana sem hverja aðra tilvistarlega staðreynd. Passíusálmarnir hafa verið útfærðir á ýmsa vegu. Ekki má gleyma tónlistinni sem hefur og skipað öndvegi. Hún hefur verið í raun lárviðarsveigur kirkjustarfsins í dymbilviku ásamt sálmum sr. Hallgríms.

Þegar dymbilvikan er á enda runnin verður flestum létt.

Tími gleðinnar gengur í garð. Fagnaðarerindið sjálft: Upprisan. Sem er í kjarna sínum tilboð um að fólk gangi fram í lífinu í anda meistarans frá Nasaret, guðssonarins, og fái þar með lykilorð að eilífðinni.

Það er lykilorð sem ekki má gleymast.

Hefðin er bjargvættur. Henni má margt þakka. Samt má spyrja sig hve lengi hefðin lifir og hvort mikilvirkur nútímamaðurinn eigi ekki að bæta einhverju við hana. Svo verður kirkjan að gæta sín á að glata henni ekki í stofnanaelsku sinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir