Á þessu herrans ári eru 440 ár liðin frá því að Guðbrandsbiblía var gefin út. Eintök frumútgáfu hennar eru í eigu Skálholtsdómkirkju, Hóladómkirkju, Þjóðminjasafns, Hins íslenska biblíufélags og nokkurra einstaklinga. Hún var gefin út í 500 eintökum samkvæmt minnisbók Guðbrands biskups Þorlákssonar. Biblían kostaði tvö til þrjú kýrverð. Hann gaf 20 fátækum kirkjum í Hólastifti eintök af biblíunni og hugðist gera slíkt hið sama í Skálholtsstifti en það er ekki vitað hvort úr því varð.

Útgáfa Guðbrandsbiblíu telst einn merkasti menningarviðburður í sögu Íslands. Prentun hennar lauk 6. júní 1584 – fyrir 440 árum.

Það var stórvirki að ráðast í útgáfu og prentun á allri Biblíunni. En Guðbrandur var djarfur og þrautseigur og ein ástæða útgáfunnar var sú að hann komst að raun um að:

„mikil fáfræði ríkti, og að enn hjeldust við margir rótgrónir hleypidómar, og að hugir manna óðu í margskonar villu. Hann var sannfærður um, að öflugasta ráðið til þess að uppræta þessi mein, væri, að þjóðin fengi Biblíuna í hendur – bókina, sem er augunum ljós og hefir reynst fótunum lampi á vegi allra þeirra, er fylgja leiðsögn hennar.“ (Ágrip af sögu íslenzku Biblíunnar, eftir dr. Magnús Má Lárusson (1917-2006), fyrrv. rektor Háskóla Íslands, bls. 407).

Íslenskur biblíusafnari komst svo að orði í viðtali árið 2022:

„Guðbrandi tókst með stórhug sínum og sínu fólki, sem vann verkið og hjálpaði prentaranum, að prenta glæsilegustu biblíu á Norðurlöndum. Það er óskiljanlegt.“ (Sjá: Viðtalið: Menningarlegt þrekvirki).

Margar kirkjur eiga ljósprentuðu útgáfuna af Guðbrandsbiblíu sem gefin var út 1957 sem og útgáfuna frá 1984.

Það var Lithoprent sem gaf út ljósprentaða Guðbrandsbiblíu 1956 og voru eintökin 500. Hún var bundin inn í alskinn og í það þrykktar helgimyndir.

Bókaútgáfan Lögberg gaf út ljósprentaða Guðbrandsbiblíu 1984 og var upplagið 400 eintök. Hún var bundin inn í geitaskinn og kálfsskinn. Skreytingar voru með öðru móti en í útgáfunni 1956.

Þessar ljósprentuðu útgáfur af Guðbrandsbiblíunni skipa oft heiðurssess í kirkjunum og vel er að þeim búið. Svo er að sjá sem flestar kirkjurnar hafi fengið þær að gjöf.

Kirkjublaðið.is hefur tekið myndir af því hvernig búið er um þennan merka ljósprentaða grip. Umbúnaðurinn segir nokkuð um hvaða hugur er borinn til þessa menningarafreks sem útgáfa Guðbrandsbiblíu var árið 1584. Segja má að nær allar ljósprentuðu útgáfurnar af Guðbrandsbiblíunni sem orðið hafa á vegi Kirkjublaðins.is séu í góðri umhirðu. Í mörgum tilvikum hefur verið smíðuð sérstök hirsla utan um biblíuna. Oft er hirslan það breið um sig að hægt er að hafa Biblíuna opna á sérstökum stað. Augljóst er að þessi biblíuútgáfa er þjóðinni hjartfólgin.

Misjafnt er hvar ljósprentuðu útgáfunni er komið fyrir í kirkjunum. Nokkuð algengt er að hún sé til hliðar í kirkjuskipi á borði og óvarin eða í lokuðum sýningarkassa. Í fáeinum kirkjum er hún fest á kórgafl. Sums staðar er hún á altarinu, annars staðar á hillum. Þá í skápum í safnaðarheimilum og á skrifstofum presta í kirkjunum.

Kirkjublaðið.is hvetur söfnuði landsins til að birta myndir á samfélagsmiðlum af því hvernig þeir búa um sín ljósprentuðu eintök af Guðbrandsbiblíunni. Bæði í heiðursskyni við Guðbrand og til að minna á mikilvægi þessa trúar- og menningarframtaks fyrir 440 árum.

Sem sé. Í tilefni 440 ára afmælis Guðbrandsbiblíunnar á þessu ári birtir Kirkjublaðið.is nokkur dæmi um hvernig búið er að henni. Það er nefnilega bæði forvitnilegt og aðdáunarvert.

Hér koma sýnishorn af því hvernig búið er að Brandi í kirkjunum.

Ekki er farið í neinni sérstakri röð heldur ræður tilviljun ein hvar borið er niður.

 

Guðbrandsbiblía í Miðdalskirkju

Guðbrandsbiblía í Miðdalskirkju

Guðbrandsbiblía í Fella- og Hólakirkju

Úlfljótsvatnskirkja

Guðbrandsbiblía í Úlfljótsvatnskirkju

Guðbrandsbiblía í Áskirkju í Reykjavík

Guðbrandsbiblía í Bæjarkirkju í Borgarfirði

Guðbrandsbiblía í Garðskirkju í Suður-Þingeyjarsýslu

Guðbrandsbiblía í safnaðarheimili Kópavogskirkju – í neðri skúffunni ljósrituð útgáfa frá 1957 og þeirri efri útgáfan frá 1984

Guðbrandsbiblía í Stafholtskirkju í Borgarfirði

Guðbrandsbiblía í Njarðvíkurkirkju

Guðbrandsbiblía í Grafarvogskirkju

Guðbrandsbiblía undir rauðum plussdúk í Hvalsneskirkju til að sólin uppliti hana ekki

Guðbrandsbiblía í Þorlákshafnarkirkju

Guðbrandskirkja í Ólafsfjarðarkirkju

Guðbrandsbiblía í Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystra

Guðbrandsbiblía á kórvegg í Bræðratungukirkju

Guðbrandsbiblía í Hallgrímskirkja  á Hvalfjarðarströnd

Guðbrandsbiblía í Kolbeinsstaðkirkju, Staðastaðarprestakalli

Guðbrandsbiblía í Garpsdalskirkju í Vestfjarðaprófastsdæmi

Guðbrandsbiblía í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal

Guðbrandsbiblía í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð

Guðbrandsbiblía í Miklaholtskirkju í Staðastaðarprestakalli

Guðbrandsbiblía í Ólafsvallakirkju á Skeiðum

Guðbrandsbiblía í Reykholtskirkju – hliðaraltari

Guðbrandsbiblía í Ytri-Njarðvíkurkirkju – hliðaraltari

Guðbrandsbiblía í Sæbólskirkju í Ísafjarðarprestakalli

Guðbrandsbiblía við hlið altaris – Fáskrúðarbakkakirkja á Snæfellsnesi

Guðbrandsbiblía í skáp inni á skrifstofu prests í Borgarneskirkju

Guðbrandsbiblía í Seljakirkju í Reykjavík

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Á þessu herrans ári eru 440 ár liðin frá því að Guðbrandsbiblía var gefin út. Eintök frumútgáfu hennar eru í eigu Skálholtsdómkirkju, Hóladómkirkju, Þjóðminjasafns, Hins íslenska biblíufélags og nokkurra einstaklinga. Hún var gefin út í 500 eintökum samkvæmt minnisbók Guðbrands biskups Þorlákssonar. Biblían kostaði tvö til þrjú kýrverð. Hann gaf 20 fátækum kirkjum í Hólastifti eintök af biblíunni og hugðist gera slíkt hið sama í Skálholtsstifti en það er ekki vitað hvort úr því varð.

Útgáfa Guðbrandsbiblíu telst einn merkasti menningarviðburður í sögu Íslands. Prentun hennar lauk 6. júní 1584 – fyrir 440 árum.

Það var stórvirki að ráðast í útgáfu og prentun á allri Biblíunni. En Guðbrandur var djarfur og þrautseigur og ein ástæða útgáfunnar var sú að hann komst að raun um að:

„mikil fáfræði ríkti, og að enn hjeldust við margir rótgrónir hleypidómar, og að hugir manna óðu í margskonar villu. Hann var sannfærður um, að öflugasta ráðið til þess að uppræta þessi mein, væri, að þjóðin fengi Biblíuna í hendur – bókina, sem er augunum ljós og hefir reynst fótunum lampi á vegi allra þeirra, er fylgja leiðsögn hennar.“ (Ágrip af sögu íslenzku Biblíunnar, eftir dr. Magnús Má Lárusson (1917-2006), fyrrv. rektor Háskóla Íslands, bls. 407).

Íslenskur biblíusafnari komst svo að orði í viðtali árið 2022:

„Guðbrandi tókst með stórhug sínum og sínu fólki, sem vann verkið og hjálpaði prentaranum, að prenta glæsilegustu biblíu á Norðurlöndum. Það er óskiljanlegt.“ (Sjá: Viðtalið: Menningarlegt þrekvirki).

Margar kirkjur eiga ljósprentuðu útgáfuna af Guðbrandsbiblíu sem gefin var út 1957 sem og útgáfuna frá 1984.

Það var Lithoprent sem gaf út ljósprentaða Guðbrandsbiblíu 1956 og voru eintökin 500. Hún var bundin inn í alskinn og í það þrykktar helgimyndir.

Bókaútgáfan Lögberg gaf út ljósprentaða Guðbrandsbiblíu 1984 og var upplagið 400 eintök. Hún var bundin inn í geitaskinn og kálfsskinn. Skreytingar voru með öðru móti en í útgáfunni 1956.

Þessar ljósprentuðu útgáfur af Guðbrandsbiblíunni skipa oft heiðurssess í kirkjunum og vel er að þeim búið. Svo er að sjá sem flestar kirkjurnar hafi fengið þær að gjöf.

Kirkjublaðið.is hefur tekið myndir af því hvernig búið er um þennan merka ljósprentaða grip. Umbúnaðurinn segir nokkuð um hvaða hugur er borinn til þessa menningarafreks sem útgáfa Guðbrandsbiblíu var árið 1584. Segja má að nær allar ljósprentuðu útgáfurnar af Guðbrandsbiblíunni sem orðið hafa á vegi Kirkjublaðins.is séu í góðri umhirðu. Í mörgum tilvikum hefur verið smíðuð sérstök hirsla utan um biblíuna. Oft er hirslan það breið um sig að hægt er að hafa Biblíuna opna á sérstökum stað. Augljóst er að þessi biblíuútgáfa er þjóðinni hjartfólgin.

Misjafnt er hvar ljósprentuðu útgáfunni er komið fyrir í kirkjunum. Nokkuð algengt er að hún sé til hliðar í kirkjuskipi á borði og óvarin eða í lokuðum sýningarkassa. Í fáeinum kirkjum er hún fest á kórgafl. Sums staðar er hún á altarinu, annars staðar á hillum. Þá í skápum í safnaðarheimilum og á skrifstofum presta í kirkjunum.

Kirkjublaðið.is hvetur söfnuði landsins til að birta myndir á samfélagsmiðlum af því hvernig þeir búa um sín ljósprentuðu eintök af Guðbrandsbiblíunni. Bæði í heiðursskyni við Guðbrand og til að minna á mikilvægi þessa trúar- og menningarframtaks fyrir 440 árum.

Sem sé. Í tilefni 440 ára afmælis Guðbrandsbiblíunnar á þessu ári birtir Kirkjublaðið.is nokkur dæmi um hvernig búið er að henni. Það er nefnilega bæði forvitnilegt og aðdáunarvert.

Hér koma sýnishorn af því hvernig búið er að Brandi í kirkjunum.

Ekki er farið í neinni sérstakri röð heldur ræður tilviljun ein hvar borið er niður.

 

Guðbrandsbiblía í Miðdalskirkju

Guðbrandsbiblía í Miðdalskirkju

Guðbrandsbiblía í Fella- og Hólakirkju

Úlfljótsvatnskirkja

Guðbrandsbiblía í Úlfljótsvatnskirkju

Guðbrandsbiblía í Áskirkju í Reykjavík

Guðbrandsbiblía í Bæjarkirkju í Borgarfirði

Guðbrandsbiblía í Garðskirkju í Suður-Þingeyjarsýslu

Guðbrandsbiblía í safnaðarheimili Kópavogskirkju – í neðri skúffunni ljósrituð útgáfa frá 1957 og þeirri efri útgáfan frá 1984

Guðbrandsbiblía í Stafholtskirkju í Borgarfirði

Guðbrandsbiblía í Njarðvíkurkirkju

Guðbrandsbiblía í Grafarvogskirkju

Guðbrandsbiblía undir rauðum plussdúk í Hvalsneskirkju til að sólin uppliti hana ekki

Guðbrandsbiblía í Þorlákshafnarkirkju

Guðbrandskirkja í Ólafsfjarðarkirkju

Guðbrandsbiblía í Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystra

Guðbrandsbiblía á kórvegg í Bræðratungukirkju

Guðbrandsbiblía í Hallgrímskirkja  á Hvalfjarðarströnd

Guðbrandsbiblía í Kolbeinsstaðkirkju, Staðastaðarprestakalli

Guðbrandsbiblía í Garpsdalskirkju í Vestfjarðaprófastsdæmi

Guðbrandsbiblía í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal

Guðbrandsbiblía í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð

Guðbrandsbiblía í Miklaholtskirkju í Staðastaðarprestakalli

Guðbrandsbiblía í Ólafsvallakirkju á Skeiðum

Guðbrandsbiblía í Reykholtskirkju – hliðaraltari

Guðbrandsbiblía í Ytri-Njarðvíkurkirkju – hliðaraltari

Guðbrandsbiblía í Sæbólskirkju í Ísafjarðarprestakalli

Guðbrandsbiblía við hlið altaris – Fáskrúðarbakkakirkja á Snæfellsnesi

Guðbrandsbiblía í skáp inni á skrifstofu prests í Borgarneskirkju

Guðbrandsbiblía í Seljakirkju í Reykjavík

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir