Daglegt líf okkar er alla jafna í nokkuð föstum skorðum. Þegar við lítum yfir liðinn dag að kvöldi sjáum við að flest það sem hefur borið við er ekki alltaf nýtt af nálinni. Dagurinn var sem flestir aðrir sem við höfum lifað. Eitt og eitt atvik sker sig kannski úr og hefur ekki við fyrstu sýn hent okkur áður. Það verður okkur kannski þó nokkurt umhugsunarefni. En upp úr stendur að hversdagslegt líf okkar er að mörgu leyti endurtekning á því sem áður hefur gerst.

Auðvitað koma þau tímabil í lífi okkar að við nánast þolum ekki þessa sífelldu endurtekningu og viljum helst af öllu brjóta hana upp og sjá eitthvað nýtt. Gera eitthvað sem við höfum aldrei áður gert. Hugsa eitthvað ferskt, sjá eitthvað sem við höfum aldrei séð eða heyra eitthvað sem aldrei hefur borist okkur til eyrna. Við verðum oft ósátt við grámóskulegan hversdaginn sem stendur eins og vörð um að ekkert nýtt gerist í lífi okkar. Viljum gera byltingu gegn sjálfum okkur.

En hugur okkar getur róast nokkuð ef við tökum endurtekninguna í sátt þó án þess að lúta henni í öllu.

Við getum líka búið til naglasúpu úr hversdegi okkar þegar allt um þrýtur.

Segja má að hversdagslegt líf okkar sé eins og ákveðið skjól. Við göngum að hverjum degi sem vísum og vitum nokkurn veginn hvernig hann verður. Vitum yfirleitt hvaða fólk við hittum og tölum við, finnum hvernig dagurinn skiptist eins og í ótal mörg hólf þar sem allt er á sínum stað. Matur er í sínu hólfi og hreyfingin sem og hvíldin. Þar er líka jafnvel hólf ósættisins og kraumandi gremju yfir því hvað allt er svipað því sem áður var. Gremja yfir því að allt virðist vera fórnarlamb endurtekningarinnar sem lítið virðist vera hægt að hrófla við. Þessi hólf er nauðsynlegt að ræsta annað veifið og hleypa fersku lofti inn.

Endurtekningin er ákveðin reglufesta sem við sjálf búum okkur til ásamt því fólki sem við umgöngumst daglega. Hún er jákvæð í eðli sínu vegna þess að hún réttir að okkur það sem við teljum vera gott og þægilegt. Þess vegna erum við líka fús til að láta endurtekninguna móta líf okkar en ekki að láta hana gleypa það.

Á sama hátt og endurtekningin er okkur nauðsynleg þá er einnig hollt að hugsa eitthvað nýtt og gera eitthvað sem við höfum ekki áður gert. Hugur mannsins er merkileg veröld og kröftug, skapandi veröld og getur líka verið sem eyðandi eldur. Hver maður hefur bolmagn til að hugsa og njóta hugsunar sinnar. Ný hugsun og fersk vaknar yfirleitt í einhvers konar samspili við hugsanir og viðmót annarra. Orð sem einhver segir getur kveikt spræka hugsun, eitthvað sem lesið er getur vakið upp hverja lifandi hugsunina á fætur annarri. Það sama á við um það sem við sjáum og heyrum.

Allar hugsanir okkar eiga rætur sínar hjá okkur sjálfum og öðru fólki. Manneskjan er í samskiptum við aðrar manneskjur. Hversu lokaður sem hugur okkar er, já hversu mikil einkaveröld hann kann að vera þá hafa alltaf aðrar manneskjur áhrif á okkur og yfirleitt lang oftast til góðs.

Hversdagurinn má aldrei kæfa skapandi hugsun og þess vegna verðum við að vara okkur á þessum hversdegi, já á hverjum degi.

Hverdagurinn má aldrei verða of hversdagslegur.

Sköpum eitthvað nýtt á hverjum degi eins og skaparinn. Ekki leiðum að líkjast.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Daglegt líf okkar er alla jafna í nokkuð föstum skorðum. Þegar við lítum yfir liðinn dag að kvöldi sjáum við að flest það sem hefur borið við er ekki alltaf nýtt af nálinni. Dagurinn var sem flestir aðrir sem við höfum lifað. Eitt og eitt atvik sker sig kannski úr og hefur ekki við fyrstu sýn hent okkur áður. Það verður okkur kannski þó nokkurt umhugsunarefni. En upp úr stendur að hversdagslegt líf okkar er að mörgu leyti endurtekning á því sem áður hefur gerst.

Auðvitað koma þau tímabil í lífi okkar að við nánast þolum ekki þessa sífelldu endurtekningu og viljum helst af öllu brjóta hana upp og sjá eitthvað nýtt. Gera eitthvað sem við höfum aldrei áður gert. Hugsa eitthvað ferskt, sjá eitthvað sem við höfum aldrei séð eða heyra eitthvað sem aldrei hefur borist okkur til eyrna. Við verðum oft ósátt við grámóskulegan hversdaginn sem stendur eins og vörð um að ekkert nýtt gerist í lífi okkar. Viljum gera byltingu gegn sjálfum okkur.

En hugur okkar getur róast nokkuð ef við tökum endurtekninguna í sátt þó án þess að lúta henni í öllu.

Við getum líka búið til naglasúpu úr hversdegi okkar þegar allt um þrýtur.

Segja má að hversdagslegt líf okkar sé eins og ákveðið skjól. Við göngum að hverjum degi sem vísum og vitum nokkurn veginn hvernig hann verður. Vitum yfirleitt hvaða fólk við hittum og tölum við, finnum hvernig dagurinn skiptist eins og í ótal mörg hólf þar sem allt er á sínum stað. Matur er í sínu hólfi og hreyfingin sem og hvíldin. Þar er líka jafnvel hólf ósættisins og kraumandi gremju yfir því hvað allt er svipað því sem áður var. Gremja yfir því að allt virðist vera fórnarlamb endurtekningarinnar sem lítið virðist vera hægt að hrófla við. Þessi hólf er nauðsynlegt að ræsta annað veifið og hleypa fersku lofti inn.

Endurtekningin er ákveðin reglufesta sem við sjálf búum okkur til ásamt því fólki sem við umgöngumst daglega. Hún er jákvæð í eðli sínu vegna þess að hún réttir að okkur það sem við teljum vera gott og þægilegt. Þess vegna erum við líka fús til að láta endurtekninguna móta líf okkar en ekki að láta hana gleypa það.

Á sama hátt og endurtekningin er okkur nauðsynleg þá er einnig hollt að hugsa eitthvað nýtt og gera eitthvað sem við höfum ekki áður gert. Hugur mannsins er merkileg veröld og kröftug, skapandi veröld og getur líka verið sem eyðandi eldur. Hver maður hefur bolmagn til að hugsa og njóta hugsunar sinnar. Ný hugsun og fersk vaknar yfirleitt í einhvers konar samspili við hugsanir og viðmót annarra. Orð sem einhver segir getur kveikt spræka hugsun, eitthvað sem lesið er getur vakið upp hverja lifandi hugsunina á fætur annarri. Það sama á við um það sem við sjáum og heyrum.

Allar hugsanir okkar eiga rætur sínar hjá okkur sjálfum og öðru fólki. Manneskjan er í samskiptum við aðrar manneskjur. Hversu lokaður sem hugur okkar er, já hversu mikil einkaveröld hann kann að vera þá hafa alltaf aðrar manneskjur áhrif á okkur og yfirleitt lang oftast til góðs.

Hversdagurinn má aldrei kæfa skapandi hugsun og þess vegna verðum við að vara okkur á þessum hversdegi, já á hverjum degi.

Hverdagurinn má aldrei verða of hversdagslegur.

Sköpum eitthvað nýtt á hverjum degi eins og skaparinn. Ekki leiðum að líkjast.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir