Kirkjustaðurinn var mannlaus og kirkjan lokuð. En sólin skein og útsýnið ægifagurt yfir til Breiðafjarðar.

Þessi einmanalega stytta í kirkjuglugganum settist um athyglina eitt stundarkorn. Dauflegur fjöldaframleiddur svipur bak við kámugt gler og fúna gluggaumgjörð.

Einhver hefði nú sagt að hér þyrfti verkfúsar hendur, já kalla á verkamenn víngarðsins fræga. Og jafnvel ræskt sig og spurt: Hvað með sóknarnefndina?

En hvað sem því útkalli og sóknarnefndinni líður þá hefur einhver sett þessa styttu á þennan stað. Fundist að hún færi vel í gluggakistunni. Hún væri falleg í einfaldleika sínum og hefði siglt norður í höf úr fjarlægri verksmiðju, kannski kínverskri. Þótt hún hefði verið framleidd í milljónum eintaka eins og höfuð Beethovens úr gifsi til að standa á píanóum heimsins þá hafnaði styttan einmitt í þessum fúna kirkjuglugga við Breiðafjörð á víðfrægum stað sem skartar glæstri altaristöflu. Og styttan varð kannski einstök fyrir vikið. Ekki vegna sögulegrar altaristöflu, sögustaðar eða náttúrufegurðar sem umvefur kirkjuna heldur vegna þess að einhver umhyggjusöm hönd kom henni þarna fyrir. Þótti hún falleg þó ódýr væri og fjöldaframleidd. Fannst hún tala til sín. Og enda þótt vísir helgisiðafræðingar segi að allt í kirkjuhúsum eigi að vera úr náttúrulegum efnum, eigi að vera ekta en ekkert skrum, þá hefur þessi stytta sem í andstöðu við allt gull og silfur veraldar, postulín og marmara Rómar, tekið að sér varðstöðu í fúnum kirkjuglugga við Breiðafjörð og vakti andlegar hræringar hjá þeim er rakst á hana einn fagran ágústdag. Hugsaði með sér: Styttan sú  prédikar bara vel. Ef þjóðkirkjan er fúin þarf að bretta upp ermar.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjustaðurinn var mannlaus og kirkjan lokuð. En sólin skein og útsýnið ægifagurt yfir til Breiðafjarðar.

Þessi einmanalega stytta í kirkjuglugganum settist um athyglina eitt stundarkorn. Dauflegur fjöldaframleiddur svipur bak við kámugt gler og fúna gluggaumgjörð.

Einhver hefði nú sagt að hér þyrfti verkfúsar hendur, já kalla á verkamenn víngarðsins fræga. Og jafnvel ræskt sig og spurt: Hvað með sóknarnefndina?

En hvað sem því útkalli og sóknarnefndinni líður þá hefur einhver sett þessa styttu á þennan stað. Fundist að hún færi vel í gluggakistunni. Hún væri falleg í einfaldleika sínum og hefði siglt norður í höf úr fjarlægri verksmiðju, kannski kínverskri. Þótt hún hefði verið framleidd í milljónum eintaka eins og höfuð Beethovens úr gifsi til að standa á píanóum heimsins þá hafnaði styttan einmitt í þessum fúna kirkjuglugga við Breiðafjörð á víðfrægum stað sem skartar glæstri altaristöflu. Og styttan varð kannski einstök fyrir vikið. Ekki vegna sögulegrar altaristöflu, sögustaðar eða náttúrufegurðar sem umvefur kirkjuna heldur vegna þess að einhver umhyggjusöm hönd kom henni þarna fyrir. Þótti hún falleg þó ódýr væri og fjöldaframleidd. Fannst hún tala til sín. Og enda þótt vísir helgisiðafræðingar segi að allt í kirkjuhúsum eigi að vera úr náttúrulegum efnum, eigi að vera ekta en ekkert skrum, þá hefur þessi stytta sem í andstöðu við allt gull og silfur veraldar, postulín og marmara Rómar, tekið að sér varðstöðu í fúnum kirkjuglugga við Breiðafjörð og vakti andlegar hræringar hjá þeim er rakst á hana einn fagran ágústdag. Hugsaði með sér: Styttan sú  prédikar bara vel. Ef þjóðkirkjan er fúin þarf að bretta upp ermar.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir