Desember er engum öðrum mánuði líkur. Síðasti mánuður ársins og færir okkur þrennu til að fagna eins og í fótboltanum, aðventu, jól og gamlársdag.

Öllum þessum dögum er tekið fagnandi enda fylgir þeim ljós og ylur.

Og matur.

Matur styrkir líkamamann og er sem hvert annað eldsneyti til ferðar hvers dags. Ekki síst þegar þarf að hefja snjóskófluna á loft til að koma sér til næsta bæjar!

Í erli hversdagslegra mánaða lætur desembermánuður okkur nema staðar og gleðjast og njóta samvista. Þetta er sá tími þegar dagsbirtan bregður sér svo sem í snögga ferð til okkar eins og til að árétta hve lífið er í raun og veru stutt – og dýrmætt. Minnir okkur líka á nauðsyn þess að búa við frið við aðra menn og gleðjast með góðum vinum. Hvað værum við ef birtu brygði aldrei yfir líf okkar? En dagsbirtan hefur vart hniprað sig saman sem mest hún má í desember fyrr en hún er farin að rétta ögn úr kútnum. Í sama mánuði þá hún er hve hlédrægust gefur hún von um að faðmur hennar verði stór og opinn. En það er ekkert óðagot. Eitt skref í einu – eitt hænuskref með hverjum degi sem upp rennur.

Nú er liðið á aðventuna. Hún er eins og rokkhljómsveit á tónleikum sem hitar upp fyrir aðalnúmerið. Þeir sem hita upp eru efnilegir og oftast framsæknir – þeir bera framtíðina í sér. Gefa til kynna það sem kemur og undirbúa áheyrendur fyrir það.

Og hvað kemur?

Það sem er sígilt, gott og kærleiksríkt.

Aðventa er undirbúningstími og þýðir koma.

Jólin eru að koma.

Allt samfélagið tekst á flug. Það er hátíð fram undan og þeirri hátíð fagnar nútíminn með því að gera sjálfa aðventuna að veraldlegri hátíð sem hið trúarlega hvílir þó yfir.

Þau sem fylgst hafa með heimsmeistarakeppninni í fótbolta á aðventunni hafa séð trúna birtast hjá mörgum fótboltakappanum. Á ögurstundu draga margir fótboltamenn krossmark á brjóst sér og þegar sigurmark er í höfn er litið til himins og þakkað. Mörgum finnst það vera magnað – sem það og er.

En nútíminn er okkar tíð og það er eðli hverrar líðandi stundar að breyta. Tími er breyting. Hið veraldlega rennur á stundum saman við hið trúarlega.

Svo er til dæmis að sjá að nútíminn hafi frekar kosið sér orðið aðventa fremur en jólafasta enda þótt bæði orðin séu gömul. Mörgu ungu fólki finnst orðið jólafasta minna á sauðskinnsskó og grútartýru í torfbæ. Þetta orð hefur hopað svo ekki sé meira sagt og kannski vegna þess að mörgum finnst það skerða frelsi einstaklingsins. Hann sjálfur eigi að taka ákvarðanir um það hvort kræsingar skulu látnar ósnertar á þessum tímanum eða öðrum.

Nútímamaðurinn spyr reyndar hvort hinar ljúffengu kræsingar séu ekki sýnishorn þess sem koma skal, jólanna? Alls hins besta þegar Guð vitjar heimsins?

Öldin þráðlausa sem hleypur nær því hraðar en ljósið á öllum lífsins heimsklassabrettum kallar á ný orð og nýjar hefðir.

Það eru fáir sem vilja halda sig frá ákveðnum mat og drykk á tíma aðventunnar. Sumir halda sig þó eingöngu við fisk – meðan aðrir jafnvel bægja frá sér lífrænum orkudrykkjum með kemískum keim og snúa sér að löðrandi puru og feitu hangiketi, þungri síld og danskri lifrarkæfu. Svignandi hlaðborð nútímans kæta nútímamanninn og veitingahús anna ekki eftirspurn. Ketið feita og purusteikin hverfa á hlaupabrettinu eftir jól – líka allt hitt. Fínt. Alltaf gott að hafa eitthvað til að stefna að enda hvílir nútíminn svo haganlega meðvitaður í stefnumóti. Megrunarátakið bíður svo síns tíma – sem getur reyndar dregist, jafnvel gleymst.

Öll erum við nefnilega sælkerar inn við beinið.

Líka á aðventunni.

Á jólaföstunni.

Er það ekki?

Þráðlausir sælkerar?

Desember er ein veisla út í gegn. Til að skilja þann fagnað þarf hins vegar að finna þráð.

Þráð sögunnar.

Þráð trúarinnar.

Lífsþráðinn.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Desember er engum öðrum mánuði líkur. Síðasti mánuður ársins og færir okkur þrennu til að fagna eins og í fótboltanum, aðventu, jól og gamlársdag.

Öllum þessum dögum er tekið fagnandi enda fylgir þeim ljós og ylur.

Og matur.

Matur styrkir líkamamann og er sem hvert annað eldsneyti til ferðar hvers dags. Ekki síst þegar þarf að hefja snjóskófluna á loft til að koma sér til næsta bæjar!

Í erli hversdagslegra mánaða lætur desembermánuður okkur nema staðar og gleðjast og njóta samvista. Þetta er sá tími þegar dagsbirtan bregður sér svo sem í snögga ferð til okkar eins og til að árétta hve lífið er í raun og veru stutt – og dýrmætt. Minnir okkur líka á nauðsyn þess að búa við frið við aðra menn og gleðjast með góðum vinum. Hvað værum við ef birtu brygði aldrei yfir líf okkar? En dagsbirtan hefur vart hniprað sig saman sem mest hún má í desember fyrr en hún er farin að rétta ögn úr kútnum. Í sama mánuði þá hún er hve hlédrægust gefur hún von um að faðmur hennar verði stór og opinn. En það er ekkert óðagot. Eitt skref í einu – eitt hænuskref með hverjum degi sem upp rennur.

Nú er liðið á aðventuna. Hún er eins og rokkhljómsveit á tónleikum sem hitar upp fyrir aðalnúmerið. Þeir sem hita upp eru efnilegir og oftast framsæknir – þeir bera framtíðina í sér. Gefa til kynna það sem kemur og undirbúa áheyrendur fyrir það.

Og hvað kemur?

Það sem er sígilt, gott og kærleiksríkt.

Aðventa er undirbúningstími og þýðir koma.

Jólin eru að koma.

Allt samfélagið tekst á flug. Það er hátíð fram undan og þeirri hátíð fagnar nútíminn með því að gera sjálfa aðventuna að veraldlegri hátíð sem hið trúarlega hvílir þó yfir.

Þau sem fylgst hafa með heimsmeistarakeppninni í fótbolta á aðventunni hafa séð trúna birtast hjá mörgum fótboltakappanum. Á ögurstundu draga margir fótboltamenn krossmark á brjóst sér og þegar sigurmark er í höfn er litið til himins og þakkað. Mörgum finnst það vera magnað – sem það og er.

En nútíminn er okkar tíð og það er eðli hverrar líðandi stundar að breyta. Tími er breyting. Hið veraldlega rennur á stundum saman við hið trúarlega.

Svo er til dæmis að sjá að nútíminn hafi frekar kosið sér orðið aðventa fremur en jólafasta enda þótt bæði orðin séu gömul. Mörgu ungu fólki finnst orðið jólafasta minna á sauðskinnsskó og grútartýru í torfbæ. Þetta orð hefur hopað svo ekki sé meira sagt og kannski vegna þess að mörgum finnst það skerða frelsi einstaklingsins. Hann sjálfur eigi að taka ákvarðanir um það hvort kræsingar skulu látnar ósnertar á þessum tímanum eða öðrum.

Nútímamaðurinn spyr reyndar hvort hinar ljúffengu kræsingar séu ekki sýnishorn þess sem koma skal, jólanna? Alls hins besta þegar Guð vitjar heimsins?

Öldin þráðlausa sem hleypur nær því hraðar en ljósið á öllum lífsins heimsklassabrettum kallar á ný orð og nýjar hefðir.

Það eru fáir sem vilja halda sig frá ákveðnum mat og drykk á tíma aðventunnar. Sumir halda sig þó eingöngu við fisk – meðan aðrir jafnvel bægja frá sér lífrænum orkudrykkjum með kemískum keim og snúa sér að löðrandi puru og feitu hangiketi, þungri síld og danskri lifrarkæfu. Svignandi hlaðborð nútímans kæta nútímamanninn og veitingahús anna ekki eftirspurn. Ketið feita og purusteikin hverfa á hlaupabrettinu eftir jól – líka allt hitt. Fínt. Alltaf gott að hafa eitthvað til að stefna að enda hvílir nútíminn svo haganlega meðvitaður í stefnumóti. Megrunarátakið bíður svo síns tíma – sem getur reyndar dregist, jafnvel gleymst.

Öll erum við nefnilega sælkerar inn við beinið.

Líka á aðventunni.

Á jólaföstunni.

Er það ekki?

Þráðlausir sælkerar?

Desember er ein veisla út í gegn. Til að skilja þann fagnað þarf hins vegar að finna þráð.

Þráð sögunnar.

Þráð trúarinnar.

Lífsþráðinn.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir