Samfélagið er umvafið af skoðunum og sumar þeirra eru bornar uppi af miklum tilfinningum. Í þessum skoðunum má finna göfug markmið og háleit: umhyggju, ígrundun, skilningsleit, festu og einlægni. Líka sleggjudóma, fordóma, öfgar og hatur. Þetta er deigla samfélagsins og allir hafa málfrelsi.

Samfélagsmiðlar eru vettvangur sem er öllum opinn. Á þessum vettvangi gerist býsna margt og ýmislegt er látið flakka. Ábyrgð á orðum er afstæð á þeim bænum.

Margs konar lífsskoðunum er teflt fram í samfélaginu. Margslungið samfélag, fjölmenningarsamfélag að hluta, endurspeglar ólík viðhorf til lífsins, til menningar, sjálfsupplifunar, og hlutverks. Þessar lífsskoðanir eru bornar uppi af einstaklingum og félögum.

Í menningar- og skoðanastraumi samtímans siglir kristin trú fleyi sínu áfram – og oft í ólgusjó, stundum reyndar lygnum. Hún var lengi vel mikil kjölfesta í menningu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Það kemur reyndar fyrir að fleyið virðist vera stjórnlaust og skipshöfnin situr á löngum fundum þar sem dagskráin er oft óljós. Stundum er sjálfhverfan og kirkjusnobbið henni fjötur um fót.

Nú hefur margt breyst á liðnum árum. Þjóðkirkjan er svo að segja frjáls og óháð ríkisvaldinu nema hvað hún nýtur stjórnarskrárbundins stuðnings sem er ekki lítið. Og Alþingi hefur sett henni grundvallarlög í þrettán greinum. Hún er farin að heiman úr faðmi ríkisins. Kannski full seint – en líka má segja aldrei oft seint að heiman farið.

Þjóðkirkjan er stórt félag. Stærsta félag landsins. Skoðanir eru þar skiptar um mörg mál. Það er vel. Enginn er barinn til hlýðni við ákveðin sjónarmið og kirkjuagi sem fyrrum kallaðist svo er liðin tíð enda hann ískyggilegt valdatæki sem auðvelt er að misnota. Þjóðkirkjan er mjúk og sveigjanleg, faðmur hennar stór.

Stundum er sótt að þjóðkirkjunni og oft með óvægnum hætti. Mörgu er því miður látið ósvarað og látið fljóta áfram í samfélagsumræðu sem í sumum tilvikum hleypur í undarlega farvegi og jafnvel sturlaða. En þjóðkirkjuna skortir ekki raddir, eða hvað? Einhvern veginn þarf þjóðkirkjan sjálf að líta í eigin barm hvað þetta snertir en emja ekki upp hvað allir séu vondir við hana. Hún þarf að taka til máls á vettvangi dagsins, biskupar og prestar. Allt kirkjufólk. Vera sýnileg. Styrkur hennar er mikill, í starfsfólki og kirkjufólkinu, í miklu og gefandi starfi vítt og breitt um landið.

Þetta fjölmenna félag, þjóðkirkjan, heldur úti starfsstöðum um allt land. Henni er það reyndar uppálagt lögum samkvæmt. Þessar starfsstöðvar eru alla jafna vel mannaðar og sinna málum af alúð.

Í nær öllum þessum starfsstöðvum er boðið upp á dagskrá vikulega. Söng, ræður, lestur og jafnvel molasopa eftir. Í mörgum þeirra eru hvers kyns dagskrártilboð ætluðum öldruðum og ungu fólki. Minna ber reyndar á dagskrá fyrir þau sem eru í hringuðu lífsbaráttunnar, fólks milli þrítugs og fimmtugs. Lesarinn athugi það.

Það er viðkvæmt mál að ræða hversu vel starfsstöðvarnar eru sóttar. Sumir dagskrárliðir draga fólk að sér meðan aðrir gera það ekki. Stundum er gripið til þess ráðs að fá töframenn og fólk í sviðsljósinu svokallaða til að troða upp. Það er athyglisvert út af fyrir sig. Því má aldrei gleyma að styrkur kirkjunnar liggur fyrst og fremst í boðskapnum og í fólkinu, en því verður náttúrlega að sinna með öllum tiltækum og skynsamlegum ráðum.

Guðsþjónustan í kirkjunum, starfsstöðvunum, fer eftir venju. Sumir kunna því vel en aðrir miður. En þetta er hefðin. Og þjóðkirkjan vill halda í hefðir innan ákveðinna marka.

Guðsþjónustan sjálf flytur boðskap í textum sínum og siðum. Það er trúarlegur boðskapur sem mætti flokka sem viðhorf til lífsins í trú, eða til að koma til móts við aðra, lífsskoðun.

Höfuðatriði í guðsþjónustu í kirkju sem kennir sig við Martein Lúther er prédikunin. Orðið, kallað svo. Útlegging á texta, skýring, heimfærsla. Það er nokkuð slungið ferli að koma því til skila inn í 21. öldina og margur sem gefst upp á því og stingur fljótt af í ræðubyrjun út í spjall um dag og veg. Slíkt spjall skilja nú allir þó svo þau hafi nú kannski ekki verið komin í kirkju til að hlýða á það. Miklu frekar viljað styrk úr boðskapnum út á vettvang dagsins. Framsetning ræðu í lútherskum anda, lögmál og fagnaðarerindi, dugar kannski vel enn: þar sem lögmálið afhjúpar vanmátt manneskjunnar og mistök, en fagnaðarerindið býður hana velkomna inn á svið skaparans. Það endurspeglar á vissan hátt tilvist mannsins sem er ofin úr ósigrum og sigrum á lífsgöngunni.

Ekkert félag býr við eins mikil gæði og þjóðkirkjan þegar kemur að starfsaðstöðu og tækifæri til að bjóða félagsmenn til sín.

Þjóðkirkjan verður að tala inn í menningu fólks, hversdagslega dægurmenningu, og einkamenningu sem þjóðarmenningu.

Þjóðkirkjan verður að vera sýnileg hjá fólkinu, með því og fyrir það.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Samfélagið er umvafið af skoðunum og sumar þeirra eru bornar uppi af miklum tilfinningum. Í þessum skoðunum má finna göfug markmið og háleit: umhyggju, ígrundun, skilningsleit, festu og einlægni. Líka sleggjudóma, fordóma, öfgar og hatur. Þetta er deigla samfélagsins og allir hafa málfrelsi.

Samfélagsmiðlar eru vettvangur sem er öllum opinn. Á þessum vettvangi gerist býsna margt og ýmislegt er látið flakka. Ábyrgð á orðum er afstæð á þeim bænum.

Margs konar lífsskoðunum er teflt fram í samfélaginu. Margslungið samfélag, fjölmenningarsamfélag að hluta, endurspeglar ólík viðhorf til lífsins, til menningar, sjálfsupplifunar, og hlutverks. Þessar lífsskoðanir eru bornar uppi af einstaklingum og félögum.

Í menningar- og skoðanastraumi samtímans siglir kristin trú fleyi sínu áfram – og oft í ólgusjó, stundum reyndar lygnum. Hún var lengi vel mikil kjölfesta í menningu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Það kemur reyndar fyrir að fleyið virðist vera stjórnlaust og skipshöfnin situr á löngum fundum þar sem dagskráin er oft óljós. Stundum er sjálfhverfan og kirkjusnobbið henni fjötur um fót.

Nú hefur margt breyst á liðnum árum. Þjóðkirkjan er svo að segja frjáls og óháð ríkisvaldinu nema hvað hún nýtur stjórnarskrárbundins stuðnings sem er ekki lítið. Og Alþingi hefur sett henni grundvallarlög í þrettán greinum. Hún er farin að heiman úr faðmi ríkisins. Kannski full seint – en líka má segja aldrei oft seint að heiman farið.

Þjóðkirkjan er stórt félag. Stærsta félag landsins. Skoðanir eru þar skiptar um mörg mál. Það er vel. Enginn er barinn til hlýðni við ákveðin sjónarmið og kirkjuagi sem fyrrum kallaðist svo er liðin tíð enda hann ískyggilegt valdatæki sem auðvelt er að misnota. Þjóðkirkjan er mjúk og sveigjanleg, faðmur hennar stór.

Stundum er sótt að þjóðkirkjunni og oft með óvægnum hætti. Mörgu er því miður látið ósvarað og látið fljóta áfram í samfélagsumræðu sem í sumum tilvikum hleypur í undarlega farvegi og jafnvel sturlaða. En þjóðkirkjuna skortir ekki raddir, eða hvað? Einhvern veginn þarf þjóðkirkjan sjálf að líta í eigin barm hvað þetta snertir en emja ekki upp hvað allir séu vondir við hana. Hún þarf að taka til máls á vettvangi dagsins, biskupar og prestar. Allt kirkjufólk. Vera sýnileg. Styrkur hennar er mikill, í starfsfólki og kirkjufólkinu, í miklu og gefandi starfi vítt og breitt um landið.

Þetta fjölmenna félag, þjóðkirkjan, heldur úti starfsstöðum um allt land. Henni er það reyndar uppálagt lögum samkvæmt. Þessar starfsstöðvar eru alla jafna vel mannaðar og sinna málum af alúð.

Í nær öllum þessum starfsstöðvum er boðið upp á dagskrá vikulega. Söng, ræður, lestur og jafnvel molasopa eftir. Í mörgum þeirra eru hvers kyns dagskrártilboð ætluðum öldruðum og ungu fólki. Minna ber reyndar á dagskrá fyrir þau sem eru í hringuðu lífsbaráttunnar, fólks milli þrítugs og fimmtugs. Lesarinn athugi það.

Það er viðkvæmt mál að ræða hversu vel starfsstöðvarnar eru sóttar. Sumir dagskrárliðir draga fólk að sér meðan aðrir gera það ekki. Stundum er gripið til þess ráðs að fá töframenn og fólk í sviðsljósinu svokallaða til að troða upp. Það er athyglisvert út af fyrir sig. Því má aldrei gleyma að styrkur kirkjunnar liggur fyrst og fremst í boðskapnum og í fólkinu, en því verður náttúrlega að sinna með öllum tiltækum og skynsamlegum ráðum.

Guðsþjónustan í kirkjunum, starfsstöðvunum, fer eftir venju. Sumir kunna því vel en aðrir miður. En þetta er hefðin. Og þjóðkirkjan vill halda í hefðir innan ákveðinna marka.

Guðsþjónustan sjálf flytur boðskap í textum sínum og siðum. Það er trúarlegur boðskapur sem mætti flokka sem viðhorf til lífsins í trú, eða til að koma til móts við aðra, lífsskoðun.

Höfuðatriði í guðsþjónustu í kirkju sem kennir sig við Martein Lúther er prédikunin. Orðið, kallað svo. Útlegging á texta, skýring, heimfærsla. Það er nokkuð slungið ferli að koma því til skila inn í 21. öldina og margur sem gefst upp á því og stingur fljótt af í ræðubyrjun út í spjall um dag og veg. Slíkt spjall skilja nú allir þó svo þau hafi nú kannski ekki verið komin í kirkju til að hlýða á það. Miklu frekar viljað styrk úr boðskapnum út á vettvang dagsins. Framsetning ræðu í lútherskum anda, lögmál og fagnaðarerindi, dugar kannski vel enn: þar sem lögmálið afhjúpar vanmátt manneskjunnar og mistök, en fagnaðarerindið býður hana velkomna inn á svið skaparans. Það endurspeglar á vissan hátt tilvist mannsins sem er ofin úr ósigrum og sigrum á lífsgöngunni.

Ekkert félag býr við eins mikil gæði og þjóðkirkjan þegar kemur að starfsaðstöðu og tækifæri til að bjóða félagsmenn til sín.

Þjóðkirkjan verður að tala inn í menningu fólks, hversdagslega dægurmenningu, og einkamenningu sem þjóðarmenningu.

Þjóðkirkjan verður að vera sýnileg hjá fólkinu, með því og fyrir það.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir