Manneskjan er á ferðalagi í heiminum og fer víða um. Hún er forvitin um allt sem ókunnar slóðir lífsins bjóða upp á og oft ratar hún í ótrúleg ævintýri. Líf hennar er spennandi og hún sjálf ræður þó nokkru um það hvernig þessari ferð um lífið er háttað. Hún vegur og metur aðstæður hverju sinni; hefur lært að skynsamlegt er að líta til beggja átta hvar sem hún fer um og spyrja: Er hér hætta á ferð? Á ég að þora að fara yfir þessa á? Klífa þennan hamar eða láta það ógert? Er þetta gæfuspor eða ekki? Alls staðar eru ögranir og verkefni. Oftast tekst vel til og sætur sigur fæst en stundum rötum við í ógæfu og lífshættu.

Heimurinn býr yfir mörgum gátum sem sumar hverjar geta verið mjög hversdagslegar og auðleystar. Aðrar eru torleystar – og sumar óleysanlegar. Manneskjan er vel úr garði gerð til að leysa flókin verkefni og dularfullar gátur. Hugur hennar er ótrúlega öflugur og snöggur að finna úrræði þegar með þarf. Það er ekki undravert í sjálfu sér að manneskjan hafi farið að líta nokkuð stórum augum á sjálfa sig í heiminum þegar hún komst að raun um hve skynsemin var öflugt verkfæri ásamt hæfileikanum til að álykta – til að draga niðurstöður og lærdóma af ýmsu því sem henti á ferðalaginu um heiminn. Var henni nokkur fremri?

Þrátt fyrir drjúgt sjálfsálit þá finnur manneskjan fyrir takmörkum sínum í heiminum. Þegar hún stendur t. d. við fjallsrætur og heldur upp á fjall og þá því marki er náð fyllist hún stolti yfir því að hafa ekki gefist upp á göngunni þó að hún hafi verið erfið á köflum. En við rætur fjallsins sér hún líka smæð sína og ekki síður þegar hún er komin á fjallsbrún og lítur dali og fjöll.

Engin furða að hún spyrji um tengsl sín við þennan heim sem er svo stór og víður en manneskjan svo lítil og viðkvæm. Á hún þennan heim? Getur hún í krafti skynsemi sinnar farið með hann eins og hún sjálf kýs? Stendur hún fyrir utan heiminn og horfir á hann eða er hún hluti af honum og ber ábyrgð á því hvernig með hann er farið?

Þegar manneskjan virðir fyrir sér fegurð heimsins og ógn spyr hún gjarnan hvort hún sé ein á ferð í þessari skoðunarferð um lífið. Hún kann að svara því að svo sé og hún sé stödd hér fyrir algera tilviljun – lent í þessari undarlegu ferð með einhverri ferðaskrifstofu sem hún kannast ekki við og þakkar bara fyrir tækifærið eða er harla ósátt við áfangastaðinn og vill fara annað. Brottfarardagur er hins vegar óákveðinn en mun banka upp á síðar. Hún ætlar þó að njóta þessarar ferðar í botn úr því sem komið er og hafa augun opin fyrir öllu því sem verður á vegi hennar.

En manneskjan nýtur ekki ferðarinnar eingöngu með því að fara einsömul um heiminn heldur líka með því að bindast öðru fólki. Ganga með öðrum um þennan heim – skoða hann saman – halda í hönd barnsins á gangbrautinni Já, og þráir stundum að einhver haldi í hönd hennar. Samferðamenn hennar geta aukið á ferðaánægjuna en þeir geta líka skyggt á hana ef þeir ná ekki saman.

Í huga margra sem ferðast um lífið og heiminn vaknar sú hugsun að einhver sé ferðahönnuður alls þess sem við blasir. Að það sé einhver tilgangur með þessu ferðalagi – annar en sá að þjóta um og holt og hæðir í eftirsókn eftir vindi og hégóma; hverfa svo einn góðan veðurdag eins og neisti sem slokknar. Mörgum hefur flogið í hug að ferðalagið sé einhvers konar skóli eða námskeið. Sé eitthvað annað en það er með öllu yndi sínu og ama. Á öllum öldum hefur þessi tilfinning brotist fram að einhver sé á bak við þennan heim. Þessi tilfinning hefur fundið sér farveg í því sem við köllum trúarbrögð og eru þau samofin menningu þjóðanna, já stundum svo þéttofin að ekki verður greint á milli trúar og þjóðernis.

Af þessu sjáum við hvað trúarbrögð eru merkileg og hvað þau segja mikla sögu um manneskjuna, um okkur sjálf. Þrátt fyrir alla tækni og framfarir í vísindum standa trúarbrögð mannkyns enn fyrir sínu og gefa margvísleg svör við ferðalaginu sem við erum á og veita okkur leiðsögn á æviveginum.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Manneskjan er á ferðalagi í heiminum og fer víða um. Hún er forvitin um allt sem ókunnar slóðir lífsins bjóða upp á og oft ratar hún í ótrúleg ævintýri. Líf hennar er spennandi og hún sjálf ræður þó nokkru um það hvernig þessari ferð um lífið er háttað. Hún vegur og metur aðstæður hverju sinni; hefur lært að skynsamlegt er að líta til beggja átta hvar sem hún fer um og spyrja: Er hér hætta á ferð? Á ég að þora að fara yfir þessa á? Klífa þennan hamar eða láta það ógert? Er þetta gæfuspor eða ekki? Alls staðar eru ögranir og verkefni. Oftast tekst vel til og sætur sigur fæst en stundum rötum við í ógæfu og lífshættu.

Heimurinn býr yfir mörgum gátum sem sumar hverjar geta verið mjög hversdagslegar og auðleystar. Aðrar eru torleystar – og sumar óleysanlegar. Manneskjan er vel úr garði gerð til að leysa flókin verkefni og dularfullar gátur. Hugur hennar er ótrúlega öflugur og snöggur að finna úrræði þegar með þarf. Það er ekki undravert í sjálfu sér að manneskjan hafi farið að líta nokkuð stórum augum á sjálfa sig í heiminum þegar hún komst að raun um hve skynsemin var öflugt verkfæri ásamt hæfileikanum til að álykta – til að draga niðurstöður og lærdóma af ýmsu því sem henti á ferðalaginu um heiminn. Var henni nokkur fremri?

Þrátt fyrir drjúgt sjálfsálit þá finnur manneskjan fyrir takmörkum sínum í heiminum. Þegar hún stendur t. d. við fjallsrætur og heldur upp á fjall og þá því marki er náð fyllist hún stolti yfir því að hafa ekki gefist upp á göngunni þó að hún hafi verið erfið á köflum. En við rætur fjallsins sér hún líka smæð sína og ekki síður þegar hún er komin á fjallsbrún og lítur dali og fjöll.

Engin furða að hún spyrji um tengsl sín við þennan heim sem er svo stór og víður en manneskjan svo lítil og viðkvæm. Á hún þennan heim? Getur hún í krafti skynsemi sinnar farið með hann eins og hún sjálf kýs? Stendur hún fyrir utan heiminn og horfir á hann eða er hún hluti af honum og ber ábyrgð á því hvernig með hann er farið?

Þegar manneskjan virðir fyrir sér fegurð heimsins og ógn spyr hún gjarnan hvort hún sé ein á ferð í þessari skoðunarferð um lífið. Hún kann að svara því að svo sé og hún sé stödd hér fyrir algera tilviljun – lent í þessari undarlegu ferð með einhverri ferðaskrifstofu sem hún kannast ekki við og þakkar bara fyrir tækifærið eða er harla ósátt við áfangastaðinn og vill fara annað. Brottfarardagur er hins vegar óákveðinn en mun banka upp á síðar. Hún ætlar þó að njóta þessarar ferðar í botn úr því sem komið er og hafa augun opin fyrir öllu því sem verður á vegi hennar.

En manneskjan nýtur ekki ferðarinnar eingöngu með því að fara einsömul um heiminn heldur líka með því að bindast öðru fólki. Ganga með öðrum um þennan heim – skoða hann saman – halda í hönd barnsins á gangbrautinni Já, og þráir stundum að einhver haldi í hönd hennar. Samferðamenn hennar geta aukið á ferðaánægjuna en þeir geta líka skyggt á hana ef þeir ná ekki saman.

Í huga margra sem ferðast um lífið og heiminn vaknar sú hugsun að einhver sé ferðahönnuður alls þess sem við blasir. Að það sé einhver tilgangur með þessu ferðalagi – annar en sá að þjóta um og holt og hæðir í eftirsókn eftir vindi og hégóma; hverfa svo einn góðan veðurdag eins og neisti sem slokknar. Mörgum hefur flogið í hug að ferðalagið sé einhvers konar skóli eða námskeið. Sé eitthvað annað en það er með öllu yndi sínu og ama. Á öllum öldum hefur þessi tilfinning brotist fram að einhver sé á bak við þennan heim. Þessi tilfinning hefur fundið sér farveg í því sem við köllum trúarbrögð og eru þau samofin menningu þjóðanna, já stundum svo þéttofin að ekki verður greint á milli trúar og þjóðernis.

Af þessu sjáum við hvað trúarbrögð eru merkileg og hvað þau segja mikla sögu um manneskjuna, um okkur sjálf. Þrátt fyrir alla tækni og framfarir í vísindum standa trúarbrögð mannkyns enn fyrir sínu og gefa margvísleg svör við ferðalaginu sem við erum á og veita okkur leiðsögn á æviveginum.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir