Fréttafyrirsagnir endurspegla oft það sem er á seyði í mannlífinu. Margar fyrirsagnir eru grípandi enda er það eðli þeirra að fanga athyglina. Hertaka augað og þá að sjálfsögðu á augabragði. Fá eigendur augnanna til að staldra við og horfa og lesa. Taka sér tíma við eitthvað sem hvort tveggja er sagt og sýnt.
Eflaust hafa verið gerðar rannsóknir á hvers konar fyrirsagnir eru líklegastar til að stökkva í fang þeirra er líta þær augum.
Dæmi:
„Skilnaðurinn orðinn ansi ljótur“
„Gekk í hjónaband með grunnskólakennaranum sínum“
„Trump lét ekki sjá sig“
„Verðbólgan aftur á uppleið“
„Tíðar salernisferðir í Raggagarði“
„Fann mannakúk í regnhlíf í bílnum sínum“
„Frændi sótti rangt barn á leikskólann í gær“
„Skuldir að sliga íslenska bændur“
„Spurning hvort þeir skjóti 15. skotinu“
Innflytjendur og konur bera uppi ræstingar hér á landi“
„Storytel hyggst nýta gervigreind til þýðinga“
„Eignarfallið Annalísu samræmist ekki máltilfinningu neins“
„Hæstiréttur hafnar kröfu hótelkokks sem hélt eldhúsi í heljargreipum“
Allar þessar fyrirsagnir geta vakið upp ýmsar spurningar og ekki síst forvitni. Hneykslun og fordæmingu. Efa og samþykki. Þórðarhlátur og kumr. Aðrar kunna að fela í sér lævísan pólitískan áróður.
Í raun er farið um allan tilfinningaásinn til að komast hverju sinni í þá stöðu að eiga orðastað við handhafa tilfinninga, augna og eyrna.
Og sumt er lygilegra en annað. Það sem er sameiginlegt er að verið er að segja frá mannlífinu og því sem gerist á sviði þess.
Fréttafyrirsagnir eru ein birting lífsins og þess sem þar er á seyði. Snöggbirting. Jafnvel sem ljómi af einhverju sem er meira og má baða sig í þegar fréttin er meðtekin. Fyrirsögn getur líka villt sýn og sagt annað en það sem fréttin fjallar um. Getur ýkt fréttina eða dregið úr henni bit og snerpu. Jafnvel ekki séð kjarna málsins – eða falið fréttina.
Það er vandasamt að finna fyrirsagnir. Og getur verið ígildi valds.
Því miður er fréttaatgangurinn á líðandi stund oft með þeim hætti að staldrað er við það neikvæða í veröldinni. Ætla mætti að verið væri að fóðra dýrið í manneskjunni – sem stundum er nefnt svo. Þá skal kaffiskjóðan Gróa á Leiti nefnd til sögunnar svona neðanmáls með fullri virðingu fyrir hinu merkilega bókmenntaformi hviksögunnar og öllum jarðarbúum samanlögðum.
Allt frá blautu barnsbeini streyma hugmyndir til okkar frá uppalendum og samfélaginu í alls konar fyrirsögnum. Hugmyndir um það hvað fólgið sé í lífinu og hvernig sé best að verja ævinni hvort heldur hún kann að vera stutt eða löng. Undan þessu kemst enginn maður vegna þess að manneskjan er alin upp í samfélagi – alin upp meðal manna sem ekki eru klumsa heldur eru lifandi og færa okkur fréttir og hugmyndir. Sumar þeirra kunna að vera tilviljanakenndar eins og fréttafyrirsagnir gripnar af handahófi úr fréttaveitum líðandi stundar. Aðrar eru ekki nýjar af nálinni heldur hafa þær borist frá einni kynslóð til annarrar. Manneskjan hefur frá örófi alda vitað um mikilvægi þess að koma hugmyndum til nýrra kynslóða um það hvað sé rétt og hvað sé rangt, gott og fagurt. Koma hugmyndum fram í réttum fyrirsögnum. Um það sem skipti öllu máli í lífinu. Ekki síst undir hvaða fyrirsögnum manneskjurnar hyggist ganga fram á vettvangi dagsins.
Nútímamanneskjan er beintengd atburðum líðandi stundar í rafrænum miðlum sem eru orðnir nánast samofnir huga hennar. Og það fyrsta sem bankar upp á er fyrirsögnin.
Meðal annarra orða: var einhver fyrirsögn um tilgang lífsferðarinnar?
Einhverjum kann að vefjast tunga um tönn. Meðan aðrir nefna að manneskjan sé nú ofin úr mörgum þáttum og þeir séu mjög flóknir. Líkami og hugur eru lífsförunautar og kanna heiminn. Fyrirsagnir eru hjálparhjól til að fara yfir það helsta sem ber við án þess að þurfa að sökkva sér ofan í það. Allt lífið sé háskaför í sjálfu sér en líka skemmtiför. Jú, jú, svo fagur sem heimurinn getur verið og ljúfur þá ber hann líka í sér illsku og hörmung. Fyrirsagnir um það nægja flestum þó aðrir sökkvi sér dýpra í þau mál.
Nú, einn gerðist svo djarfur að vitna til góðrar fyrirsagnar um tilgang lífsferðarinnar andspænis frumskógi fyrirsagna í miðlum nútímans. „Trúin er fullvissa, var fyrirsögn sem ég sá í blaði fyrir nokkru.“ Menn ráku upp stór augu og spurðu: „Og hvað svo?“
„Þetta,“ sagði maðurinn með öruggri rödd:
Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. Fyrir trú hlutu mennirnir fyrr á tíðum velþóknun Guðs. (Hebreabréfið 11.1-2).
„Var þetta á instagramminu?“
„Nei, í Biblíunni. Þar er nú líka ein stærsta fyrirsögn mannkynssögunnar:
„Guð sætti heiminn við sig.“
Viðmælendur hans horfðu á hann hljóðir og hugsandi. Litu hver á annan þegar hann sagði:
„Ég kalla það fyrirsögn lífsins.“
Fréttafyrirsagnir endurspegla oft það sem er á seyði í mannlífinu. Margar fyrirsagnir eru grípandi enda er það eðli þeirra að fanga athyglina. Hertaka augað og þá að sjálfsögðu á augabragði. Fá eigendur augnanna til að staldra við og horfa og lesa. Taka sér tíma við eitthvað sem hvort tveggja er sagt og sýnt.
Eflaust hafa verið gerðar rannsóknir á hvers konar fyrirsagnir eru líklegastar til að stökkva í fang þeirra er líta þær augum.
Dæmi:
„Skilnaðurinn orðinn ansi ljótur“
„Gekk í hjónaband með grunnskólakennaranum sínum“
„Trump lét ekki sjá sig“
„Verðbólgan aftur á uppleið“
„Tíðar salernisferðir í Raggagarði“
„Fann mannakúk í regnhlíf í bílnum sínum“
„Frændi sótti rangt barn á leikskólann í gær“
„Skuldir að sliga íslenska bændur“
„Spurning hvort þeir skjóti 15. skotinu“
Innflytjendur og konur bera uppi ræstingar hér á landi“
„Storytel hyggst nýta gervigreind til þýðinga“
„Eignarfallið Annalísu samræmist ekki máltilfinningu neins“
„Hæstiréttur hafnar kröfu hótelkokks sem hélt eldhúsi í heljargreipum“
Allar þessar fyrirsagnir geta vakið upp ýmsar spurningar og ekki síst forvitni. Hneykslun og fordæmingu. Efa og samþykki. Þórðarhlátur og kumr. Aðrar kunna að fela í sér lævísan pólitískan áróður.
Í raun er farið um allan tilfinningaásinn til að komast hverju sinni í þá stöðu að eiga orðastað við handhafa tilfinninga, augna og eyrna.
Og sumt er lygilegra en annað. Það sem er sameiginlegt er að verið er að segja frá mannlífinu og því sem gerist á sviði þess.
Fréttafyrirsagnir eru ein birting lífsins og þess sem þar er á seyði. Snöggbirting. Jafnvel sem ljómi af einhverju sem er meira og má baða sig í þegar fréttin er meðtekin. Fyrirsögn getur líka villt sýn og sagt annað en það sem fréttin fjallar um. Getur ýkt fréttina eða dregið úr henni bit og snerpu. Jafnvel ekki séð kjarna málsins – eða falið fréttina.
Það er vandasamt að finna fyrirsagnir. Og getur verið ígildi valds.
Því miður er fréttaatgangurinn á líðandi stund oft með þeim hætti að staldrað er við það neikvæða í veröldinni. Ætla mætti að verið væri að fóðra dýrið í manneskjunni – sem stundum er nefnt svo. Þá skal kaffiskjóðan Gróa á Leiti nefnd til sögunnar svona neðanmáls með fullri virðingu fyrir hinu merkilega bókmenntaformi hviksögunnar og öllum jarðarbúum samanlögðum.
Allt frá blautu barnsbeini streyma hugmyndir til okkar frá uppalendum og samfélaginu í alls konar fyrirsögnum. Hugmyndir um það hvað fólgið sé í lífinu og hvernig sé best að verja ævinni hvort heldur hún kann að vera stutt eða löng. Undan þessu kemst enginn maður vegna þess að manneskjan er alin upp í samfélagi – alin upp meðal manna sem ekki eru klumsa heldur eru lifandi og færa okkur fréttir og hugmyndir. Sumar þeirra kunna að vera tilviljanakenndar eins og fréttafyrirsagnir gripnar af handahófi úr fréttaveitum líðandi stundar. Aðrar eru ekki nýjar af nálinni heldur hafa þær borist frá einni kynslóð til annarrar. Manneskjan hefur frá örófi alda vitað um mikilvægi þess að koma hugmyndum til nýrra kynslóða um það hvað sé rétt og hvað sé rangt, gott og fagurt. Koma hugmyndum fram í réttum fyrirsögnum. Um það sem skipti öllu máli í lífinu. Ekki síst undir hvaða fyrirsögnum manneskjurnar hyggist ganga fram á vettvangi dagsins.
Nútímamanneskjan er beintengd atburðum líðandi stundar í rafrænum miðlum sem eru orðnir nánast samofnir huga hennar. Og það fyrsta sem bankar upp á er fyrirsögnin.
Meðal annarra orða: var einhver fyrirsögn um tilgang lífsferðarinnar?
Einhverjum kann að vefjast tunga um tönn. Meðan aðrir nefna að manneskjan sé nú ofin úr mörgum þáttum og þeir séu mjög flóknir. Líkami og hugur eru lífsförunautar og kanna heiminn. Fyrirsagnir eru hjálparhjól til að fara yfir það helsta sem ber við án þess að þurfa að sökkva sér ofan í það. Allt lífið sé háskaför í sjálfu sér en líka skemmtiför. Jú, jú, svo fagur sem heimurinn getur verið og ljúfur þá ber hann líka í sér illsku og hörmung. Fyrirsagnir um það nægja flestum þó aðrir sökkvi sér dýpra í þau mál.
Nú, einn gerðist svo djarfur að vitna til góðrar fyrirsagnar um tilgang lífsferðarinnar andspænis frumskógi fyrirsagna í miðlum nútímans. „Trúin er fullvissa, var fyrirsögn sem ég sá í blaði fyrir nokkru.“ Menn ráku upp stór augu og spurðu: „Og hvað svo?“
„Þetta,“ sagði maðurinn með öruggri rödd:
Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. Fyrir trú hlutu mennirnir fyrr á tíðum velþóknun Guðs. (Hebreabréfið 11.1-2).
„Var þetta á instagramminu?“
„Nei, í Biblíunni. Þar er nú líka ein stærsta fyrirsögn mannkynssögunnar:
„Guð sætti heiminn við sig.“
Viðmælendur hans horfðu á hann hljóðir og hugsandi. Litu hver á annan þegar hann sagði:
„Ég kalla það fyrirsögn lífsins.“