Gæludýr eru mikilvæg í lífi margra. Hundar, kettir, páfagaukar, hamstrar og þannig mætti lengi telja.

Hundurinn er besti vinur mannsins og kötturinn fer sínar leiðir. Hvort tveggja er satt og rétt.

Margar kirkjur hafa boðið upp á svo kallaðar gæludýramessur. Þá kemur fólk með gæludýrin sín og presturinn blessar þau. Þetta hefur vakið mikla lukku og styrkt jákvætt viðhorf til kirkjunnar. Hún bara talin vera nútímaleg og sveigjanleg þrátt fyrir allt – og það er hið besta mál að áliti flestra.

Gæludýr deyr – og sögnin að deyja er nú notuð um dauða gæludýra en hér fyrrum var hún helst aðeins notuð um menn. Dýr drepast, var sagt og ómenni drápust. Nú er þessi munur ekki lengur fyrir hendi hvað gæludýrin snertir. Það sýnir breytt viðhorf til dýra.

Milli manna og gæludýra skapast einstakt samband og sérstaklega milli manns og hunds, manns og kattar. Á Feisbók segir fólk stundum frá láti dýra sinna og samúðarkveðjur streyma inn. Auðvitað. Heimilishundurinn eða kötturinn er sem einn af fjölskyldunni – og þá kannski sérstaklega hundurinn. Þegar þessi elskulegu gæludýr deyja knýr sorg dyra. Það er sorg sem er ekki óskyld þeirri sem fólk horfist í augu við er einhver nákominn deyr. Sorg sem verður að tala um og takast á við.

Hvað verður svo um andaðan líkama gæludýranna? Í mörgum tilvikum er dýralæknirinn látinn sjá um það og ekkert meira um það spurt. Sumir láta brenna gæludýrið og dreifa öskunni á stað sem var dýrinu kær. Aðrir grafa gæludýrið í garðinum hjá sér eða í sumarbústaðalandi sínu. Stundum ber á góma að koma upp gæludýragrafreit hér á landi en þess háttar reitir eru til víða í útlöndum. Sum sveitarfélög gera ráð fyrir gæludýragrafreitum í langtímaskipulagi sínu.

Fyrst búið er að brydda upp á því að blessa dýrin í sérstökum gæludýramessum er nokkuð rökrétt að til sé einhvers konar kveðjuatferli fyrir þau í handbók kirkjunnar. Þeirri ábendingu er hér með komið til þeirra er vinna nú að endurskoðun handbókarinnar.

Í byrjun þessa mánaðar var tekin í notkun fyrsta útfararkirkjan í Þýskalandi sem er sérstaklega ætluð gæludýrum. Það skal tekið fram að áður en kirkjuhúsið fékk þetta nýja hlutverk var það afhelgað sem kristið guðshús. Ekki má heldur skilja þetta svo að kirkjur hafi slegið af þeirri stefnu sinni að veita dýrum ekki kirkjulega útför. Það stendur ekki til – að minnsta kosti ekki að sinni. Dýr eru náttúrlega ekki menn. En dýr hafa ýmis einkenni manna á sama hátt og sumir menn hafa ýmis einkenni dýra. Munur er sum sé á manni og dýri. Eða þannig. Svo er alltaf spurning hvort maðurinn eigi að sitja einn að fagnaðarerindi trúarinnar. Kannski er ráð að pæla aðeins í dýraguðfræði og spyrja dýrasiðfræðilegra spurninga eins og hvort rétt sé að leggja sér til munns bestu mjólkurkúna eða verðalaunahestinn enda þótt hvorki hestur eða kýr teljist til gæludýra. Blessuð var þó kýrin alltaf.

En dýraeigendur sem missa gæludýr sín þurfa margir á sálusorgun að halda eins og aðrir sem missa þau sem eru þeim nákomin og kær. Fólk vill sýna þessum vinum sínum virðingu og kveðja með sómasamlegum hætti. Sum gæludýranna hafa dvalið á heimilum fólks jafnvel tvo áratugi og lengur. Já, og börnin alist upp með þeim. Kettir sofið í rúmum þeirra – og líka hundarnir.

Þegar besti vinurinn deyr er það mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni. En okkur ber að hugsa til þess hve börnin taka sér þetta nærri. Þess vegna er nauðsynlegt að hugleiða hvernig við getum veitt útrás tilfinningum okkar, en ekki síst barnanna, hvernig við getum hjálpað þeim til að syrgja á þann hátt sem hjálpar þeim. (Þórir Kr. Þórðarson, „Þegar besti vinurinn deyr,” Sámur – félagsrit Hundaræktarfélags Íslands, ár?, bls. 16).

Í Þýskalandi eru nú um 34 milljónir gæludýra. Kettir hafa vinninginn, eru 15 milljónir og hundar eru 11 milljónir. Og gæludýrum fer fjölgandi. Spurning er hvort Hagstofan hér búi yfir einhverjum tölum um þetta.

En hverjir eiga að sjá um útfarir gæludýranna? Í Þýskalandi er það útfararstofnun í því tilviki sem hér er vísað til og hefur umsjón með gæludýraútfararkirkjunni. Ekki hefur enn verið imprað á því hvort ekki væri rétt að fá gæludýraprest en það er ekki svo fráleit hugmynd – að minnsta kosti ekki hvað snertir sálusorgunarhlutverkið gagnvart þeim sem misst hafa einhvern vin sinn úr hópi málleysingja.

Það er náttúrlega spurning hvaða trúfélag nái forystu á þessum þjónustumarkaði: fríkirkjur, þjóðkirkja eða önnur trúfélög. Því verður ekki svarað hér. En hugsanlega er búið að ræsa hugmyndina með þessum pistli og er það vel.

Spyrðu skepnurnar svo að þær kenni þér,
fugla himins og þeir munu skýra þér frá
eða dýr merkurinnar svo að þau kenni þér,
og fiskar hafsins geta einnig sagt þér frá þessu.
Hvert þeirra skyldi ekki vita
að hönd Drottins hefur gert þetta,
að lífskraftur alls sem lifir er í hendi hans
og lífsandi allra dauðlegra manna?

(Jobsbók 12. 7-10)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Gæludýr eru mikilvæg í lífi margra. Hundar, kettir, páfagaukar, hamstrar og þannig mætti lengi telja.

Hundurinn er besti vinur mannsins og kötturinn fer sínar leiðir. Hvort tveggja er satt og rétt.

Margar kirkjur hafa boðið upp á svo kallaðar gæludýramessur. Þá kemur fólk með gæludýrin sín og presturinn blessar þau. Þetta hefur vakið mikla lukku og styrkt jákvætt viðhorf til kirkjunnar. Hún bara talin vera nútímaleg og sveigjanleg þrátt fyrir allt – og það er hið besta mál að áliti flestra.

Gæludýr deyr – og sögnin að deyja er nú notuð um dauða gæludýra en hér fyrrum var hún helst aðeins notuð um menn. Dýr drepast, var sagt og ómenni drápust. Nú er þessi munur ekki lengur fyrir hendi hvað gæludýrin snertir. Það sýnir breytt viðhorf til dýra.

Milli manna og gæludýra skapast einstakt samband og sérstaklega milli manns og hunds, manns og kattar. Á Feisbók segir fólk stundum frá láti dýra sinna og samúðarkveðjur streyma inn. Auðvitað. Heimilishundurinn eða kötturinn er sem einn af fjölskyldunni – og þá kannski sérstaklega hundurinn. Þegar þessi elskulegu gæludýr deyja knýr sorg dyra. Það er sorg sem er ekki óskyld þeirri sem fólk horfist í augu við er einhver nákominn deyr. Sorg sem verður að tala um og takast á við.

Hvað verður svo um andaðan líkama gæludýranna? Í mörgum tilvikum er dýralæknirinn látinn sjá um það og ekkert meira um það spurt. Sumir láta brenna gæludýrið og dreifa öskunni á stað sem var dýrinu kær. Aðrir grafa gæludýrið í garðinum hjá sér eða í sumarbústaðalandi sínu. Stundum ber á góma að koma upp gæludýragrafreit hér á landi en þess háttar reitir eru til víða í útlöndum. Sum sveitarfélög gera ráð fyrir gæludýragrafreitum í langtímaskipulagi sínu.

Fyrst búið er að brydda upp á því að blessa dýrin í sérstökum gæludýramessum er nokkuð rökrétt að til sé einhvers konar kveðjuatferli fyrir þau í handbók kirkjunnar. Þeirri ábendingu er hér með komið til þeirra er vinna nú að endurskoðun handbókarinnar.

Í byrjun þessa mánaðar var tekin í notkun fyrsta útfararkirkjan í Þýskalandi sem er sérstaklega ætluð gæludýrum. Það skal tekið fram að áður en kirkjuhúsið fékk þetta nýja hlutverk var það afhelgað sem kristið guðshús. Ekki má heldur skilja þetta svo að kirkjur hafi slegið af þeirri stefnu sinni að veita dýrum ekki kirkjulega útför. Það stendur ekki til – að minnsta kosti ekki að sinni. Dýr eru náttúrlega ekki menn. En dýr hafa ýmis einkenni manna á sama hátt og sumir menn hafa ýmis einkenni dýra. Munur er sum sé á manni og dýri. Eða þannig. Svo er alltaf spurning hvort maðurinn eigi að sitja einn að fagnaðarerindi trúarinnar. Kannski er ráð að pæla aðeins í dýraguðfræði og spyrja dýrasiðfræðilegra spurninga eins og hvort rétt sé að leggja sér til munns bestu mjólkurkúna eða verðalaunahestinn enda þótt hvorki hestur eða kýr teljist til gæludýra. Blessuð var þó kýrin alltaf.

En dýraeigendur sem missa gæludýr sín þurfa margir á sálusorgun að halda eins og aðrir sem missa þau sem eru þeim nákomin og kær. Fólk vill sýna þessum vinum sínum virðingu og kveðja með sómasamlegum hætti. Sum gæludýranna hafa dvalið á heimilum fólks jafnvel tvo áratugi og lengur. Já, og börnin alist upp með þeim. Kettir sofið í rúmum þeirra – og líka hundarnir.

Þegar besti vinurinn deyr er það mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni. En okkur ber að hugsa til þess hve börnin taka sér þetta nærri. Þess vegna er nauðsynlegt að hugleiða hvernig við getum veitt útrás tilfinningum okkar, en ekki síst barnanna, hvernig við getum hjálpað þeim til að syrgja á þann hátt sem hjálpar þeim. (Þórir Kr. Þórðarson, „Þegar besti vinurinn deyr,” Sámur – félagsrit Hundaræktarfélags Íslands, ár?, bls. 16).

Í Þýskalandi eru nú um 34 milljónir gæludýra. Kettir hafa vinninginn, eru 15 milljónir og hundar eru 11 milljónir. Og gæludýrum fer fjölgandi. Spurning er hvort Hagstofan hér búi yfir einhverjum tölum um þetta.

En hverjir eiga að sjá um útfarir gæludýranna? Í Þýskalandi er það útfararstofnun í því tilviki sem hér er vísað til og hefur umsjón með gæludýraútfararkirkjunni. Ekki hefur enn verið imprað á því hvort ekki væri rétt að fá gæludýraprest en það er ekki svo fráleit hugmynd – að minnsta kosti ekki hvað snertir sálusorgunarhlutverkið gagnvart þeim sem misst hafa einhvern vin sinn úr hópi málleysingja.

Það er náttúrlega spurning hvaða trúfélag nái forystu á þessum þjónustumarkaði: fríkirkjur, þjóðkirkja eða önnur trúfélög. Því verður ekki svarað hér. En hugsanlega er búið að ræsa hugmyndina með þessum pistli og er það vel.

Spyrðu skepnurnar svo að þær kenni þér,
fugla himins og þeir munu skýra þér frá
eða dýr merkurinnar svo að þau kenni þér,
og fiskar hafsins geta einnig sagt þér frá þessu.
Hvert þeirra skyldi ekki vita
að hönd Drottins hefur gert þetta,
að lífskraftur alls sem lifir er í hendi hans
og lífsandi allra dauðlegra manna?

(Jobsbók 12. 7-10)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir