Leggðu pensilinn frá þér um stund og fáðu þér sæti við málaratrönurnar. Horfðu aðeins á verkið.

Hver maður hefur ákveðna mynd af sjálfum sér. Mynd sem hann geymir í huga sér og fylgir honum hvert sem hann fer. Sterkustu línur þessa verks hefur hann þegið úr uppeldi og umhverfi. Aðrar línur hefur maðurinn dregið að mestu leyti sjálfur eða í samvinnu við aðra. Ættingjar, vinir og samstarfsmenn leggja til þessa myndverks og oftast er það vel þegið en stundum ekki. Sumar línur eru kannski svo skarpar að þær skera í augu – eru eins og blæðandi sár. Aðrar mjúkar og fagrar, skínandi og sterkar. Línur og drættir sem manneskjan horfir oft meira á en aðrar.

Þessi mynd verður aldrei fullgerð – hún er alltaf í mótun. Allt hefur áhrif á hana þegar einstaklingurinn vex úr grasi: samfélag, umræða, listir og menning. Það sem maðurinn sér og heyrir litar myndina. Hugsun hans er hinn mikli listamaður.

Það kemur fyrir að maðurinn dregur línu sem er hlykkjótt og ekki skýr. Það er skjálfandi hugsun sem dregur þá línu, hugsun mettuð öryggisleysi og jafnvel ráðleysi. Einstaklingurinn veit kannski ekki hvað hann er að gera en gerir það þó. Næst þegar hann ber þessa línu augum málar hann yfir hana og reynir að gleyma henni. Aðrar línur dregur hann svo af öryggi og litirnir endurspegla sjálfstraust og snerpu. Framtíðin er hans, segja línur og litir.

Myndin af manneskjunni er ekki til sölu. En hún sýnir hana öðrum. Sýningarsalurinn er hver sá staður þar sem hún er stödd í það skiptið. Þar er hún með myndina sína í fanginu. Hún sést í andliti hennar, framkomu, orðum og viðbrögðum. Sumir fagna sýningunni og telja að listamaðurinn hafi náð langt og hafi aldrei verið betri. Aðrir gagnrýna hana og finnst listamaðurinn fara villur vegar. Fordæma hana jafnvel og segja hana vera lélega eftirprentun eða þá falsaða mynd.

Það er nánast ógjörningur að sleppa frá öðru fólki. Annað fólk er náungaflóran.

Sjálfsmynd sem er eftirprentun er yfirlýsing um ósjálfstæði. Maðurinn þorir ekki að vera hann sjálfur eða vill vera einhver annar en hann er. Týnir sjálfum sér í fyrirmyndinni eða verður að strengjabrúðu einhvers annars.

En fölsuð sjálfsmynd? Hvað er henni ætlað að sýna? Sennilega betri mynd en fyrirmyndin. Fölsuð sjálfsmynd er skyld lyginni. Lygarinn flækist að lokum í lygavef sínum og fær sig hvergi hreyft. Fölsuð sjálfsmynd gerir hvern mann að flóttamanni. Hann er á flótta undan sjálfum sér og hefur kosið að nota feluliti og fyrir bragðið týnir hann sjálfum sér. Er eins og sjónhverfing á myndfletinum. Falslistmálarinn fellur að lokum á eigin bragði og skrumskæling sjálfsmyndarinnar verður öllum ljós.

Mynd segir frá. Sjálfsmynd segir frá sjálfum þér. Sýnir hvert þú ert og hvað þú vilt.

Sjálfsmyndasýning okkar í galleríi hversdagsins er oft í sterkari litum en annars staðar – eða er bara lýsingin svona góð í víðáttumiklu rýminu? Ofnotkun sterkra lita og ójafnvægis gætir á myndfletinum. Allir verða að sjá þig, sjálfsmynd þína. Þú lætur gamminn geisa á myndfletinum og telur að þú hafir allan heimsins tíma. Hverfur á vit sjálfsmyndarlistarinnar og ekkert annað kemst að en myndin eina af sjálfum þér. Aðrir komast varla að til að draga línur, hvorki ættingjar né vinir – eða umhverfi þitt. Myndin verður eins og hróp villtrar manneskju.

Kristinn maður gengur fram á völl hér í heimi velvitandi um galla sína og kosti. Hann er stundum í vandræðum þar sem hann stendur við trönurnar og fæst við sjálfsmynd sína. Á hann að fegra myndina eða láta það ógert? Hvernig væri til dæmis að bæta dálítið í litinn á trúarfletinum? Eða mýkja hann? Kannski gera hann ögn gruggugan sem lýsir því að hann er á báðum áttum þegar kemur að trúarefnum?

Trúin er traustur gagnrýnandi sjálfsmyndasýningarinnar í galleríi hversdagsins vegna þess að hún er raunsæ á manninn – hún bregður ekki upp falskri mynd af honum – dregur ekki fram neina glansmynd af manninum; hún miklu fremur tekur hann sér í fang og faðmar kærleiksörmum. Dregur hann úr hringiðu sjálflægninnar og beinir augum hans að öðrum. Náunganum – er hann ekki einhvers staðar þarna á myndfletinum? Trúin dregur hann áfram með taugum kærleikans svo sem segir á einum stað í Gamla testamentinu.

Kristin trú er spegill sem hverjum manni er boðið að horfa í – sjá sjálfan sig á einkasýningu og möguleika sína til að ganga fram hér í heimi undir sigurmerki hennar: við hlið Guðs sem er lífsins Guð, sem reisir líf við; býður dauðanum byrginn og opnar faðm sinn mót brothættri manneskjunni þar sem hún stendur við málaratrönurnar í dagsins önn.

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Leggðu pensilinn frá þér um stund og fáðu þér sæti við málaratrönurnar. Horfðu aðeins á verkið.

Hver maður hefur ákveðna mynd af sjálfum sér. Mynd sem hann geymir í huga sér og fylgir honum hvert sem hann fer. Sterkustu línur þessa verks hefur hann þegið úr uppeldi og umhverfi. Aðrar línur hefur maðurinn dregið að mestu leyti sjálfur eða í samvinnu við aðra. Ættingjar, vinir og samstarfsmenn leggja til þessa myndverks og oftast er það vel þegið en stundum ekki. Sumar línur eru kannski svo skarpar að þær skera í augu – eru eins og blæðandi sár. Aðrar mjúkar og fagrar, skínandi og sterkar. Línur og drættir sem manneskjan horfir oft meira á en aðrar.

Þessi mynd verður aldrei fullgerð – hún er alltaf í mótun. Allt hefur áhrif á hana þegar einstaklingurinn vex úr grasi: samfélag, umræða, listir og menning. Það sem maðurinn sér og heyrir litar myndina. Hugsun hans er hinn mikli listamaður.

Það kemur fyrir að maðurinn dregur línu sem er hlykkjótt og ekki skýr. Það er skjálfandi hugsun sem dregur þá línu, hugsun mettuð öryggisleysi og jafnvel ráðleysi. Einstaklingurinn veit kannski ekki hvað hann er að gera en gerir það þó. Næst þegar hann ber þessa línu augum málar hann yfir hana og reynir að gleyma henni. Aðrar línur dregur hann svo af öryggi og litirnir endurspegla sjálfstraust og snerpu. Framtíðin er hans, segja línur og litir.

Myndin af manneskjunni er ekki til sölu. En hún sýnir hana öðrum. Sýningarsalurinn er hver sá staður þar sem hún er stödd í það skiptið. Þar er hún með myndina sína í fanginu. Hún sést í andliti hennar, framkomu, orðum og viðbrögðum. Sumir fagna sýningunni og telja að listamaðurinn hafi náð langt og hafi aldrei verið betri. Aðrir gagnrýna hana og finnst listamaðurinn fara villur vegar. Fordæma hana jafnvel og segja hana vera lélega eftirprentun eða þá falsaða mynd.

Það er nánast ógjörningur að sleppa frá öðru fólki. Annað fólk er náungaflóran.

Sjálfsmynd sem er eftirprentun er yfirlýsing um ósjálfstæði. Maðurinn þorir ekki að vera hann sjálfur eða vill vera einhver annar en hann er. Týnir sjálfum sér í fyrirmyndinni eða verður að strengjabrúðu einhvers annars.

En fölsuð sjálfsmynd? Hvað er henni ætlað að sýna? Sennilega betri mynd en fyrirmyndin. Fölsuð sjálfsmynd er skyld lyginni. Lygarinn flækist að lokum í lygavef sínum og fær sig hvergi hreyft. Fölsuð sjálfsmynd gerir hvern mann að flóttamanni. Hann er á flótta undan sjálfum sér og hefur kosið að nota feluliti og fyrir bragðið týnir hann sjálfum sér. Er eins og sjónhverfing á myndfletinum. Falslistmálarinn fellur að lokum á eigin bragði og skrumskæling sjálfsmyndarinnar verður öllum ljós.

Mynd segir frá. Sjálfsmynd segir frá sjálfum þér. Sýnir hvert þú ert og hvað þú vilt.

Sjálfsmyndasýning okkar í galleríi hversdagsins er oft í sterkari litum en annars staðar – eða er bara lýsingin svona góð í víðáttumiklu rýminu? Ofnotkun sterkra lita og ójafnvægis gætir á myndfletinum. Allir verða að sjá þig, sjálfsmynd þína. Þú lætur gamminn geisa á myndfletinum og telur að þú hafir allan heimsins tíma. Hverfur á vit sjálfsmyndarlistarinnar og ekkert annað kemst að en myndin eina af sjálfum þér. Aðrir komast varla að til að draga línur, hvorki ættingjar né vinir – eða umhverfi þitt. Myndin verður eins og hróp villtrar manneskju.

Kristinn maður gengur fram á völl hér í heimi velvitandi um galla sína og kosti. Hann er stundum í vandræðum þar sem hann stendur við trönurnar og fæst við sjálfsmynd sína. Á hann að fegra myndina eða láta það ógert? Hvernig væri til dæmis að bæta dálítið í litinn á trúarfletinum? Eða mýkja hann? Kannski gera hann ögn gruggugan sem lýsir því að hann er á báðum áttum þegar kemur að trúarefnum?

Trúin er traustur gagnrýnandi sjálfsmyndasýningarinnar í galleríi hversdagsins vegna þess að hún er raunsæ á manninn – hún bregður ekki upp falskri mynd af honum – dregur ekki fram neina glansmynd af manninum; hún miklu fremur tekur hann sér í fang og faðmar kærleiksörmum. Dregur hann úr hringiðu sjálflægninnar og beinir augum hans að öðrum. Náunganum – er hann ekki einhvers staðar þarna á myndfletinum? Trúin dregur hann áfram með taugum kærleikans svo sem segir á einum stað í Gamla testamentinu.

Kristin trú er spegill sem hverjum manni er boðið að horfa í – sjá sjálfan sig á einkasýningu og möguleika sína til að ganga fram hér í heimi undir sigurmerki hennar: við hlið Guðs sem er lífsins Guð, sem reisir líf við; býður dauðanum byrginn og opnar faðm sinn mót brothættri manneskjunni þar sem hún stendur við málaratrönurnar í dagsins önn.

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir