Sumum finnst að hlátur og trú fari ekki saman. Munkar í klaustri einu á miðöldum sögðu hlátur tortíma sálunni. Kristnir spekingar fyrri alda ískruðu af hlátri þegar þeir sögðu Guð hafa gert mergjað grín að djöflinum með því að reisa Jesú upp frá dauðum. Dalur dauða og tára – mannlífið – var umbreyttur vegna þess að Guð gaf honum von. Glaðir hlátrar bárust úr öllum hornum veraldar. Og miðaldaprestar sögðu eitthvað spaugilegt á páskanótt til að vekja hlátur hjá söfnuðinum. Mönnum fannst lífið ekki lengur fáránlegt.

Fíflaveislan var hátíð sem haldin var á miðöldum – þar var öllum hlutverkum samfélagsins snúið á haus til að sýna fáránleika hins gamla lífs – þessi hátíð var síðar bönnuð en það eimir enn af henni á gamlársdagskvöld þegar menn spauga og kveðja liðið ár. Í raun var fíflaveislan hátíð auðmýktarinnar og átti að draga fram hversu brothætt manneskjan væri enda af öðrum heimi en hið guðlega.

Allir hafa heyrt að hláturinn lengi lífið. Engum hefur reyndar tekist að sanna að svo sé – og ekki heldur að hann stytti lífið! Hlátur gerir hins vegar lífið skemmtilegra og setur margt í hversdagslegu lífi undir nýtt og hressilegt sjónarhorn. Á hverjum degi hlæjum við (að minnsta kosti flest) að einhverju, brosum og flissum. Hlátur er eins og krydd í tilverunni. Það eru margar hliðar á amstri hversdagsins og sú spaugilega er aldrei langt undan. Aðrir sjá eitthvað spaugilegt við annað fólk og henda það á lofti.

Hvert og eitt okkar ber sérkenni sem eru stundum fyndin ef dirfst er að hafa orð á þeim. Svo má ekki gleyma þeim sem eru meistarar í því að gera grín að sjálfum sér og þá um leið að öðrum. Taka sig ekki of alvarlega en eru þó fullir bjartsýni jafnvel í hinum erfiðustu aðstæðum. Slíkt endurspeglar styrka trú.

Kímni og hlátur, spaug og bros, eru sterk mannleg einkenni. Sumir segja að dýr hlæi og til eru myndir af hrossum sem geifla sig ógurlega eins og þau séu að hlæja. Er það ekki hrossahlátur? Aðrir segja dýr ekki hafa kímnigáfu. Ekki hefur enn heyrst af neinum ketti sem er uppistandari! Í öllum mönnum blundar sem sé kímni þótt það geti verið djúpt á henni hjá sumum. Fúllyndi er auðvitað andstæða kímninnar.

Hlátur og kímni, bros og lifandi auga, eru farvegir fyrir gleðina. Það er mikilvægt að geta glaðst. Kristin trú er fagnaðarerindi. Trú gleðinnar. Gleðiefnið er að skapari veraldar bankar upp á á sviði mannlífsins í manninum, Jesú frá Nasaret. Veitir heiminum von, gefur eilíft líf. Það er svo sannarlega gleðiefni.

En hvað með Jesú? Hló hann einhvern tímann? Já, auðvitað. Hann var maður – og Guð í ásjónu manns. Það er mannlegt að brosa og hlæja. Það stendur reyndar hvergi að hann hafi hlegið – það segir hins vegar frá því á einum stað að hann hafi grátið. En þó það standi hvergi að hann hafi hlegið eða flissað þá er þar með ekki sagt að hláturstaugarnar hafi ekki verið í lagi.

Spaugari leynist í hverjum manni – jafnvel þeim sem sagður er vera sneiddur kímnigáfu. Við gætum okkar á því að spaugið meiði ekki – en stundum komast menn ekki hjá því að það ýfi ögn. Það liggur vel við höggi, eins og sagt var forðum. Margur spaugarinn lætur líka eitthvað mjúkt og ljúft falla eftir að hafa skotið föstu skotið að einhverjum. Nú, grínið getur líka verið svo hárfínt að það fer fram hjá sumum. Það getur líka verið groddalegt og þotið yfir hið margfræga strik sem hímir á mismunandi stöðum enda fólk ólíkt.

Kirkjan er samfélag fagnaðar og gleði. Þess vegna er kristið fólk glatt í sinni og verki, býður öllum góðan og nýjan dag í heimi, með bros á vör. Það er eiginlega prédikun sem nægir í ys og þys dagsins.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sumum finnst að hlátur og trú fari ekki saman. Munkar í klaustri einu á miðöldum sögðu hlátur tortíma sálunni. Kristnir spekingar fyrri alda ískruðu af hlátri þegar þeir sögðu Guð hafa gert mergjað grín að djöflinum með því að reisa Jesú upp frá dauðum. Dalur dauða og tára – mannlífið – var umbreyttur vegna þess að Guð gaf honum von. Glaðir hlátrar bárust úr öllum hornum veraldar. Og miðaldaprestar sögðu eitthvað spaugilegt á páskanótt til að vekja hlátur hjá söfnuðinum. Mönnum fannst lífið ekki lengur fáránlegt.

Fíflaveislan var hátíð sem haldin var á miðöldum – þar var öllum hlutverkum samfélagsins snúið á haus til að sýna fáránleika hins gamla lífs – þessi hátíð var síðar bönnuð en það eimir enn af henni á gamlársdagskvöld þegar menn spauga og kveðja liðið ár. Í raun var fíflaveislan hátíð auðmýktarinnar og átti að draga fram hversu brothætt manneskjan væri enda af öðrum heimi en hið guðlega.

Allir hafa heyrt að hláturinn lengi lífið. Engum hefur reyndar tekist að sanna að svo sé – og ekki heldur að hann stytti lífið! Hlátur gerir hins vegar lífið skemmtilegra og setur margt í hversdagslegu lífi undir nýtt og hressilegt sjónarhorn. Á hverjum degi hlæjum við (að minnsta kosti flest) að einhverju, brosum og flissum. Hlátur er eins og krydd í tilverunni. Það eru margar hliðar á amstri hversdagsins og sú spaugilega er aldrei langt undan. Aðrir sjá eitthvað spaugilegt við annað fólk og henda það á lofti.

Hvert og eitt okkar ber sérkenni sem eru stundum fyndin ef dirfst er að hafa orð á þeim. Svo má ekki gleyma þeim sem eru meistarar í því að gera grín að sjálfum sér og þá um leið að öðrum. Taka sig ekki of alvarlega en eru þó fullir bjartsýni jafnvel í hinum erfiðustu aðstæðum. Slíkt endurspeglar styrka trú.

Kímni og hlátur, spaug og bros, eru sterk mannleg einkenni. Sumir segja að dýr hlæi og til eru myndir af hrossum sem geifla sig ógurlega eins og þau séu að hlæja. Er það ekki hrossahlátur? Aðrir segja dýr ekki hafa kímnigáfu. Ekki hefur enn heyrst af neinum ketti sem er uppistandari! Í öllum mönnum blundar sem sé kímni þótt það geti verið djúpt á henni hjá sumum. Fúllyndi er auðvitað andstæða kímninnar.

Hlátur og kímni, bros og lifandi auga, eru farvegir fyrir gleðina. Það er mikilvægt að geta glaðst. Kristin trú er fagnaðarerindi. Trú gleðinnar. Gleðiefnið er að skapari veraldar bankar upp á á sviði mannlífsins í manninum, Jesú frá Nasaret. Veitir heiminum von, gefur eilíft líf. Það er svo sannarlega gleðiefni.

En hvað með Jesú? Hló hann einhvern tímann? Já, auðvitað. Hann var maður – og Guð í ásjónu manns. Það er mannlegt að brosa og hlæja. Það stendur reyndar hvergi að hann hafi hlegið – það segir hins vegar frá því á einum stað að hann hafi grátið. En þó það standi hvergi að hann hafi hlegið eða flissað þá er þar með ekki sagt að hláturstaugarnar hafi ekki verið í lagi.

Spaugari leynist í hverjum manni – jafnvel þeim sem sagður er vera sneiddur kímnigáfu. Við gætum okkar á því að spaugið meiði ekki – en stundum komast menn ekki hjá því að það ýfi ögn. Það liggur vel við höggi, eins og sagt var forðum. Margur spaugarinn lætur líka eitthvað mjúkt og ljúft falla eftir að hafa skotið föstu skotið að einhverjum. Nú, grínið getur líka verið svo hárfínt að það fer fram hjá sumum. Það getur líka verið groddalegt og þotið yfir hið margfræga strik sem hímir á mismunandi stöðum enda fólk ólíkt.

Kirkjan er samfélag fagnaðar og gleði. Þess vegna er kristið fólk glatt í sinni og verki, býður öllum góðan og nýjan dag í heimi, með bros á vör. Það er eiginlega prédikun sem nægir í ys og þys dagsins.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir