Hvar eru hús okkar sem byggð eru á bjargi?

Að sönnu getum við bent á mörg hamingjuhús og við getum bent á hina ómótstæðilegu þrá mannsins eftir því að reisa líf sitt á bjargi. Við vitum líka um þau hin húsin þar sem hamingjan hefur glatast eða hún aldrei fundist – eða þar sem hamingjan hefur smám saman beðið ósigur fyrir lífsleiðanum vegna þess að það gleymdist að næra hana.

Og þau hús eru okkur líka kunn þar sem allt virðist vera reist á bjargi; allt virðist vera traust og gott en þegar stormur skellur á og steypiregn lífsins þá fellur allt til jarðar. Í ljós kemur að aldrei var nein hamingja í því húsi þar sem allt var til og þar sem allt leit út fyrir að vera reist á bjargi – bak við fögur tjöld og dýra eðalmuni var rödd óhamingjunnar; ófrelsi vinnugleðinnar og þögn bældrar manneskju.

Menn spyrja gjarnan hvað það merki að vera kristin manneskja í nútímasamfélagi og hvort kristin trú sé nokkuð betri kjölfesta í lífi en hvað annað sem býðst á markaðstorgi lífsskoðana og trúarbragða. Margar stefnur í mannlífinu bjóða upp á farsælt líf og hamingjuríkt; ýmsir straumar vilja hrífa mennina með sér og færa þá til hamingjulandsins. Það eru margir sem telja sig geta boðið mönnum líf á bjargi.

Kristin trú talar um að breyta eftir orðum Jesú. Og kristinn maður í nútímasamfélagi spyr oft sjálfan sig: Hvernig get ég breytt eftir orðum Jesú? Hvernig geti ég verð kristin manneskja í þessu samfélagi þar sem allt er á ferð og flugi; þar sem samfélagið virðist engu þjóna öðru en eftirsókn eftir peningum og öllu því er mölur og ryð fær grandað: samfélagi þar sem maðurinn hefur nánast gleymt sálarheill sinni og telur sig vera eilífan á jörðinni; eiga allt og mega allt.

Fagnaðarerindið er það sem skiptir mestu máli og er ofar allri bókstafstrú og kirkju. Guð ávarpar manninn hér og nú og reisir við til lífsins. Kallar hann til þjónustu við náungann; til þjónustu við lífið og til að benda öðrum á þá hamingju sem felst í kristinni trú: að líf manna er svo sannarlega reist á bjargi ef þeir hafa Jesú Krist í stafni og breyta eftir orðum hans, þ.e. þjóna náunganum í kærleika. Hver maður getur þjónað náunganum á sinn hátt hvar sem hann er staddur hverju sinni og þarf ekki að blása í lúðra svo eftir því sé tekið. Þannig getur hver kristinn maður haft um hönd guðsþjónustu á hverjum degi og oftar.

Kristin kirkja – þú og ég – verður líka að huga að því hvort hún standi á bjargi; kristin kirkja er mannleg stofnun og fallvölt þó hún sé helguð af Guði og sé til í heiminum vegna Jesú Krists. Kristin kirkja er í heiminum til að þjóna honum en ekki sjálfri sér; til að þjóna fólki. Hún er að stofni til fólkið i landinu og vill leiða það til hamingjuríks lífs sem byggist á trú og þjónustu.

Farsælt líf kirkju og þjóðar felst í því að skjóta traustum stoðum undir líf sitt – að byggja lífið á bjargi.

En hamingjuhjólið getur snúist – hamingjan er hverful. Það verður nefnilega líka að leggja rækt við hamingjuna – gæta þess að stíga ekki út fyrir bjargið.

Hamingja kristins manns og fyrirmynd á rót sína í trú á höfund lífsins sem gekk fram hér á jörðu í Jesú Kristi. Honum sem reis upp frá dauðaum og gaf okkur lífið eilífa – það er hamingja sem er þakkarverð! Hamingja sem gott er að segja frá svo aðrir eignist hlut í henni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hvar eru hús okkar sem byggð eru á bjargi?

Að sönnu getum við bent á mörg hamingjuhús og við getum bent á hina ómótstæðilegu þrá mannsins eftir því að reisa líf sitt á bjargi. Við vitum líka um þau hin húsin þar sem hamingjan hefur glatast eða hún aldrei fundist – eða þar sem hamingjan hefur smám saman beðið ósigur fyrir lífsleiðanum vegna þess að það gleymdist að næra hana.

Og þau hús eru okkur líka kunn þar sem allt virðist vera reist á bjargi; allt virðist vera traust og gott en þegar stormur skellur á og steypiregn lífsins þá fellur allt til jarðar. Í ljós kemur að aldrei var nein hamingja í því húsi þar sem allt var til og þar sem allt leit út fyrir að vera reist á bjargi – bak við fögur tjöld og dýra eðalmuni var rödd óhamingjunnar; ófrelsi vinnugleðinnar og þögn bældrar manneskju.

Menn spyrja gjarnan hvað það merki að vera kristin manneskja í nútímasamfélagi og hvort kristin trú sé nokkuð betri kjölfesta í lífi en hvað annað sem býðst á markaðstorgi lífsskoðana og trúarbragða. Margar stefnur í mannlífinu bjóða upp á farsælt líf og hamingjuríkt; ýmsir straumar vilja hrífa mennina með sér og færa þá til hamingjulandsins. Það eru margir sem telja sig geta boðið mönnum líf á bjargi.

Kristin trú talar um að breyta eftir orðum Jesú. Og kristinn maður í nútímasamfélagi spyr oft sjálfan sig: Hvernig get ég breytt eftir orðum Jesú? Hvernig geti ég verð kristin manneskja í þessu samfélagi þar sem allt er á ferð og flugi; þar sem samfélagið virðist engu þjóna öðru en eftirsókn eftir peningum og öllu því er mölur og ryð fær grandað: samfélagi þar sem maðurinn hefur nánast gleymt sálarheill sinni og telur sig vera eilífan á jörðinni; eiga allt og mega allt.

Fagnaðarerindið er það sem skiptir mestu máli og er ofar allri bókstafstrú og kirkju. Guð ávarpar manninn hér og nú og reisir við til lífsins. Kallar hann til þjónustu við náungann; til þjónustu við lífið og til að benda öðrum á þá hamingju sem felst í kristinni trú: að líf manna er svo sannarlega reist á bjargi ef þeir hafa Jesú Krist í stafni og breyta eftir orðum hans, þ.e. þjóna náunganum í kærleika. Hver maður getur þjónað náunganum á sinn hátt hvar sem hann er staddur hverju sinni og þarf ekki að blása í lúðra svo eftir því sé tekið. Þannig getur hver kristinn maður haft um hönd guðsþjónustu á hverjum degi og oftar.

Kristin kirkja – þú og ég – verður líka að huga að því hvort hún standi á bjargi; kristin kirkja er mannleg stofnun og fallvölt þó hún sé helguð af Guði og sé til í heiminum vegna Jesú Krists. Kristin kirkja er í heiminum til að þjóna honum en ekki sjálfri sér; til að þjóna fólki. Hún er að stofni til fólkið i landinu og vill leiða það til hamingjuríks lífs sem byggist á trú og þjónustu.

Farsælt líf kirkju og þjóðar felst í því að skjóta traustum stoðum undir líf sitt – að byggja lífið á bjargi.

En hamingjuhjólið getur snúist – hamingjan er hverful. Það verður nefnilega líka að leggja rækt við hamingjuna – gæta þess að stíga ekki út fyrir bjargið.

Hamingja kristins manns og fyrirmynd á rót sína í trú á höfund lífsins sem gekk fram hér á jörðu í Jesú Kristi. Honum sem reis upp frá dauðaum og gaf okkur lífið eilífa – það er hamingja sem er þakkarverð! Hamingja sem gott er að segja frá svo aðrir eignist hlut í henni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir