Flest okkar lifum því sem kallast venjulegt líf. Auðvitað eru til margar útgáfur af því og við könnumst við þær. Ein útgáfa er ekki endilega sú rétta. Kannski einhver hluti af henni þennan daginn en ekki hinn.
Venjulegt líf teygir alls konar anga út og suður. Það er í raun broslegt að óorði skuli hafa verið komið á þetta venjulega líf og það jafnvel talinn vera andlegur dauði. Kannski er ástæðan sú að menn hafa ekki séð litbrigði hins venjulega sem veitir öryggi og festu – ber með sér gleði og hið óvænta.
Það eru svo sem ekki nein tíðindi að enginn fer í gegnum þetta venjulega líf án þess að hugsa um merkingu þess og hvernig hann eða hún ætli sér að nota það. Langflest okkar hafa einhverjar hugmyndir um það. En hvort hugmyndir okkar verða að veruleika er svo önnur saga. Venjulega lífið er ofið úr hugmyndum okkar sjálfra í samvinnu við svo marga aðra. Ættingja, maka, vini.
Það eru mörg svör til við því hver sé merking lífsins. Sumir telja það vera skyldugöngu þar til nýtt og betra blasi við – og eru jafnvel hálfsúrir yfir því að þurfa að uppfylla þessa skyldu. Aðrir líta á það sem ferð á milli lífs og dauða án nokkurs markmiðs í sjálfu sér og það sé þeirra að nota þetta ferðalag sjálfum sér til hagsbóta og engum öðrum. Það verður nokkuð sjálfhverft ferðalag sem kallar ekki alltaf á ferðafélaga. En þau eru líka mörg sem telja lífið vera gjöf sem eigi að fara vel með og allt sem henni tengist auki gildi þessarar gjafar – eins og maki, börn, atvinna: hið venjulega líf. Þau trúa því að sá sem gefur lífið sé höfundur þess og ætli sér eitthvað meira með því.
En er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að svara því hver sé merking þess? Margir hafa svo sem ekki mörg orð um það en hugsa sitt. Finnst þeir jafnvel vera ruglaðir í ríminu og ýta spurningunni frá sér. Láta hverjum degi nægja sína gleði og þjáningu. En innst inni í meðvitundinni kúrir spurningin um merkingu lífsins.
Trú birtist í mörgum myndum og elur af sér kerfi sem við köllum trúarbrögð. Þau eru í raun og veru þegar öllu er á botninn hvolft svar sem lagt er til á ólíkum tíma og stöðum í heiminum við spurningunni um merkingu lífsins. Hins venjulega lífs. Það er nokkuð öruggt að trú verður ætíð ein leið af mörgum til að svara því hver sé merking lífsins. Trúin verður aldrei kæfð niður.
Allt sem sveipar um sig sögu nær oftast vel til fólks. Við erum sjálf alltaf að segja sögur, hlusta á sögur, horfa á sögur, búa til sögur. Já, við erum sögufólk. Í okkur öllum leynast margir söguþræðir sem við fléttum saman og göngum síðan inn á sögusvið hversdagsins, hins venjulega lífs. Segjum okkar sögu ýmist í orðum eða framgöngu. Stundum í þögn.
Kristin trú segir okkur sögu og það margar. Sagan um smiðinn mikla sem Jesús var stundum kallaður; sagan um meistarann frá Nasaret talar til okkar þar sem við erum stödd í miðju hins venjulega lífs og veltum kannski merkingu þess fyrir okkur. Hvað er það í sögu hans sem nær eyrum okkar og skynjun? Við getum kallað það himneskan söguþráð. Sá þráður heillar okkur því að hann ilmar líka af hinu jarðneska sem höfundur lífsins íklæddist í meistaranum frá Nasaret.
Við grípum í þennan þráð og hann verður nokkurs konar haldreipi í andrá lífsins, stundarinnar sem er að líða og þeirrar sem kemur og er jafnvel af öðrum heimi. Það er svo sannarlega tilefni til að þakka fyrir hann og gleðjast.
Flest okkar lifum því sem kallast venjulegt líf. Auðvitað eru til margar útgáfur af því og við könnumst við þær. Ein útgáfa er ekki endilega sú rétta. Kannski einhver hluti af henni þennan daginn en ekki hinn.
Venjulegt líf teygir alls konar anga út og suður. Það er í raun broslegt að óorði skuli hafa verið komið á þetta venjulega líf og það jafnvel talinn vera andlegur dauði. Kannski er ástæðan sú að menn hafa ekki séð litbrigði hins venjulega sem veitir öryggi og festu – ber með sér gleði og hið óvænta.
Það eru svo sem ekki nein tíðindi að enginn fer í gegnum þetta venjulega líf án þess að hugsa um merkingu þess og hvernig hann eða hún ætli sér að nota það. Langflest okkar hafa einhverjar hugmyndir um það. En hvort hugmyndir okkar verða að veruleika er svo önnur saga. Venjulega lífið er ofið úr hugmyndum okkar sjálfra í samvinnu við svo marga aðra. Ættingja, maka, vini.
Það eru mörg svör til við því hver sé merking lífsins. Sumir telja það vera skyldugöngu þar til nýtt og betra blasi við – og eru jafnvel hálfsúrir yfir því að þurfa að uppfylla þessa skyldu. Aðrir líta á það sem ferð á milli lífs og dauða án nokkurs markmiðs í sjálfu sér og það sé þeirra að nota þetta ferðalag sjálfum sér til hagsbóta og engum öðrum. Það verður nokkuð sjálfhverft ferðalag sem kallar ekki alltaf á ferðafélaga. En þau eru líka mörg sem telja lífið vera gjöf sem eigi að fara vel með og allt sem henni tengist auki gildi þessarar gjafar – eins og maki, börn, atvinna: hið venjulega líf. Þau trúa því að sá sem gefur lífið sé höfundur þess og ætli sér eitthvað meira með því.
En er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að svara því hver sé merking þess? Margir hafa svo sem ekki mörg orð um það en hugsa sitt. Finnst þeir jafnvel vera ruglaðir í ríminu og ýta spurningunni frá sér. Láta hverjum degi nægja sína gleði og þjáningu. En innst inni í meðvitundinni kúrir spurningin um merkingu lífsins.
Trú birtist í mörgum myndum og elur af sér kerfi sem við köllum trúarbrögð. Þau eru í raun og veru þegar öllu er á botninn hvolft svar sem lagt er til á ólíkum tíma og stöðum í heiminum við spurningunni um merkingu lífsins. Hins venjulega lífs. Það er nokkuð öruggt að trú verður ætíð ein leið af mörgum til að svara því hver sé merking lífsins. Trúin verður aldrei kæfð niður.
Allt sem sveipar um sig sögu nær oftast vel til fólks. Við erum sjálf alltaf að segja sögur, hlusta á sögur, horfa á sögur, búa til sögur. Já, við erum sögufólk. Í okkur öllum leynast margir söguþræðir sem við fléttum saman og göngum síðan inn á sögusvið hversdagsins, hins venjulega lífs. Segjum okkar sögu ýmist í orðum eða framgöngu. Stundum í þögn.
Kristin trú segir okkur sögu og það margar. Sagan um smiðinn mikla sem Jesús var stundum kallaður; sagan um meistarann frá Nasaret talar til okkar þar sem við erum stödd í miðju hins venjulega lífs og veltum kannski merkingu þess fyrir okkur. Hvað er það í sögu hans sem nær eyrum okkar og skynjun? Við getum kallað það himneskan söguþráð. Sá þráður heillar okkur því að hann ilmar líka af hinu jarðneska sem höfundur lífsins íklæddist í meistaranum frá Nasaret.
Við grípum í þennan þráð og hann verður nokkurs konar haldreipi í andrá lífsins, stundarinnar sem er að líða og þeirrar sem kemur og er jafnvel af öðrum heimi. Það er svo sannarlega tilefni til að þakka fyrir hann og gleðjast.