Flest trúarbrögð mannkyns hafa í sér mikinn andlegan auð sem öllum stendur til boða. Sá auður hefur orðið til á mörgum öldum og reynst drjúgt veganesti handa manneskjunum. Þau sem afla sér hins andlega auðs skilja lífið oft með öðrum hætti en þau sem föst eru í viðjum hins veraldlega auðs. Andlegur auður varpar nefnilega ljósi á lífið og opnar ýmsar víddir þess sem glæða skilning á hlutverki mannsins í heiminum; skýrir út samband mannsins við aðra menn og æðri máttarvöld.

Þegar við lítum í kringum okkur í samfélagi nútímans þá sjáum við að eftirsókn í andlegan auð er minni en í hinn veraldlega. Samfélag okkar er mótað af mikilli peningahyggju og finnst mörgum nóg um þrátt fyrir að viðurkennt sé að peningar séu afl þeirra hluta sem gera skuli. Stundum er svo að sjá sem margur setji auð á háan stall og lúti honum jafnvel sem guði.

Við notum ýmis orð um þessa eftirsókn gæðanna eins og til dæmis lífsgæðakapphlaup eða tölum um dans í kringum gullkálfinn.

Allt fólk þarf vissulega að hafa eitthvert fé handa á milli. Öflun fjár má hins vegar aldrei verða eina keppikefli lífsins því þá hverfur hinn andlegi auður sjónum okkar. Eftirsókn eftir hinum andlega auði ætti hins vegar að vera kappsmál okkar allra.

Andlegur auður er oftast nær okkur en við höldum. Hann er innan seilingar en samt sjáum við hann ekki alltaf því að við erum kannski svo upptekin við að toga að okkur hinn veraldlega auð. Góð tónlist getur verið fyllt andlegum auði sem eykur okkur ánægju lífsins. Eins er með góða bók sem getur verið uppspretta íhugunar og gleði – veitt okkur margar ánægjustundir. Og margt er það sem getur glatt augað: myndverk sem kveikt getur ýmsar hugsanir og ekki síður fegurð náttúrunnar þar sem hún blasir við okkur. Á hverju strái eru listaverk! Ekkert af þessu er unnt að meta til fjár fyrir manneskjuna sem þess nýtur. Það stendur okkur öllum opið og kannski einmitt vegna þess hve það er aðgengilegt þá metum við það ekki sem skyldi. Enginn metur vatnið eins mikils fyrr en hann býr skyndilega við vatnsskort.

Kristin trú er einn af hornsteinum vestrænnar menningar hvað sem hver segir. Það hefur ekki kvarnast úr honum eins og sumir tönnlast á heldur hefur kvarnast úr þeim steinum sem eru í kringum hornsteininn.

„En grunnur trúarinnar er nauðsynlegur, og það er þar sem mér finnst kristna kirkjan hafa staðnað. Þar mundi ég halda að hún væri í mestri hættu. Orð Jesú eru auðvitað í fullu gildi. Þau eru yndislegur boðskapur… Kirkjan á að vera fljót sem rennur eins og lífið.“ Þannig mælti listamaðurinn, myndhöggvarinn, Ásmundur Sveinsson. (Bókin um Ásmund eftir Matthías Johannessen, Helgafell 1971, bls. 20).

Kristin trú er auður sem öllum er boðinn hlutur í þó hennar sé ekki getið í kauphöllum veraldar.

Trúin á sér sitt tungumál, hefðir og siði, sem boðskapur hennar er borinn fram í. Það eru í flestum tilvikum aldir og aldaraðir sem skilja okkur frá þeim arfi og hefðum. Samt notum við þennan arf og virðum siðina og bætum þá eftir þörfum. Nútímamaðurinn metur þennan gamla farveg sem leið til að auka skilning sinn á lífinu og ekki síst til að finna leiðir sem hæfa nýrri öld og nýjum tíma. Eins og með alla farvegi þarf stundum að endurbæta þá og losa um stíflur af völdum misviturra manna.

Mannleg augu hafa aldrei séð Guð á sama hátt og við sjáum aðra manneskju. Hin guðlegu pensilför í myndinni af Guði í Jesú Kristi eru ekki kyrr heldur einlægt á hreyfingu. Augu okkar nema aðeins brot þeirra en skynja engu að síður að þar eru ljósbrot skaparans. Þau sindra í myndinni af meistaranum frá Nasaret í huga okkar. Hann ber Guð til okkar og þess vegna getum við sagt að Guð sé í honum og að Guð sé hjá okkur, hinn andlegi auður umvefur okkur eins og sólargeislar trúarinnar í listaverki Ásmundar Sveinssonar á Valhúsahæð.

 

.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Flest trúarbrögð mannkyns hafa í sér mikinn andlegan auð sem öllum stendur til boða. Sá auður hefur orðið til á mörgum öldum og reynst drjúgt veganesti handa manneskjunum. Þau sem afla sér hins andlega auðs skilja lífið oft með öðrum hætti en þau sem föst eru í viðjum hins veraldlega auðs. Andlegur auður varpar nefnilega ljósi á lífið og opnar ýmsar víddir þess sem glæða skilning á hlutverki mannsins í heiminum; skýrir út samband mannsins við aðra menn og æðri máttarvöld.

Þegar við lítum í kringum okkur í samfélagi nútímans þá sjáum við að eftirsókn í andlegan auð er minni en í hinn veraldlega. Samfélag okkar er mótað af mikilli peningahyggju og finnst mörgum nóg um þrátt fyrir að viðurkennt sé að peningar séu afl þeirra hluta sem gera skuli. Stundum er svo að sjá sem margur setji auð á háan stall og lúti honum jafnvel sem guði.

Við notum ýmis orð um þessa eftirsókn gæðanna eins og til dæmis lífsgæðakapphlaup eða tölum um dans í kringum gullkálfinn.

Allt fólk þarf vissulega að hafa eitthvert fé handa á milli. Öflun fjár má hins vegar aldrei verða eina keppikefli lífsins því þá hverfur hinn andlegi auður sjónum okkar. Eftirsókn eftir hinum andlega auði ætti hins vegar að vera kappsmál okkar allra.

Andlegur auður er oftast nær okkur en við höldum. Hann er innan seilingar en samt sjáum við hann ekki alltaf því að við erum kannski svo upptekin við að toga að okkur hinn veraldlega auð. Góð tónlist getur verið fyllt andlegum auði sem eykur okkur ánægju lífsins. Eins er með góða bók sem getur verið uppspretta íhugunar og gleði – veitt okkur margar ánægjustundir. Og margt er það sem getur glatt augað: myndverk sem kveikt getur ýmsar hugsanir og ekki síður fegurð náttúrunnar þar sem hún blasir við okkur. Á hverju strái eru listaverk! Ekkert af þessu er unnt að meta til fjár fyrir manneskjuna sem þess nýtur. Það stendur okkur öllum opið og kannski einmitt vegna þess hve það er aðgengilegt þá metum við það ekki sem skyldi. Enginn metur vatnið eins mikils fyrr en hann býr skyndilega við vatnsskort.

Kristin trú er einn af hornsteinum vestrænnar menningar hvað sem hver segir. Það hefur ekki kvarnast úr honum eins og sumir tönnlast á heldur hefur kvarnast úr þeim steinum sem eru í kringum hornsteininn.

„En grunnur trúarinnar er nauðsynlegur, og það er þar sem mér finnst kristna kirkjan hafa staðnað. Þar mundi ég halda að hún væri í mestri hættu. Orð Jesú eru auðvitað í fullu gildi. Þau eru yndislegur boðskapur… Kirkjan á að vera fljót sem rennur eins og lífið.“ Þannig mælti listamaðurinn, myndhöggvarinn, Ásmundur Sveinsson. (Bókin um Ásmund eftir Matthías Johannessen, Helgafell 1971, bls. 20).

Kristin trú er auður sem öllum er boðinn hlutur í þó hennar sé ekki getið í kauphöllum veraldar.

Trúin á sér sitt tungumál, hefðir og siði, sem boðskapur hennar er borinn fram í. Það eru í flestum tilvikum aldir og aldaraðir sem skilja okkur frá þeim arfi og hefðum. Samt notum við þennan arf og virðum siðina og bætum þá eftir þörfum. Nútímamaðurinn metur þennan gamla farveg sem leið til að auka skilning sinn á lífinu og ekki síst til að finna leiðir sem hæfa nýrri öld og nýjum tíma. Eins og með alla farvegi þarf stundum að endurbæta þá og losa um stíflur af völdum misviturra manna.

Mannleg augu hafa aldrei séð Guð á sama hátt og við sjáum aðra manneskju. Hin guðlegu pensilför í myndinni af Guði í Jesú Kristi eru ekki kyrr heldur einlægt á hreyfingu. Augu okkar nema aðeins brot þeirra en skynja engu að síður að þar eru ljósbrot skaparans. Þau sindra í myndinni af meistaranum frá Nasaret í huga okkar. Hann ber Guð til okkar og þess vegna getum við sagt að Guð sé í honum og að Guð sé hjá okkur, hinn andlegi auður umvefur okkur eins og sólargeislar trúarinnar í listaverki Ásmundar Sveinssonar á Valhúsahæð.

 

.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir