Öll mótumst við meira og minna af því samfélagi sem við lifum í. Samfélagsumræðan getur tekið á sig ýmsar myndir og er ýmist hófstillt og skynsamleg eða vanstillt og öfgafull. Kvörn tíðarandans malar dag og nótt en frá henni rennur það sem margur telur vera eftirsóknarvert til þess að falla inn í hina réttu mynd líðandi stundar.

Hugsun okkar gerjast í þessu samfélagi. Við myndum okkur skoðanir og tökum stundum við ómeltum skoðunum annarra um það hvað sé gott og eftirsóknarvert.

Öll þekkjum við þau markmið sem margur í nútímanum telur að skuli uppfyllt eins og fegurð, frægð og ríkidæmi. Sumir segja að í þessum markmiðum sé styrkleika manneskjunnar að finna.

En fæstir eru frægir, fagrir og ríkir eftir mælikvarða ríkjandi viðhorfa í skoðunum og útliti. Að sönnu keppa alltaf einhverjir eftir því að uppfylla þennan mælikvarða og ná að eigin mati settu marki. Það tekst upp og ofan þegar öllu er á botninn hvolft.

Persónuleiki hvers og eins er ofinn úr mörgum þáttum, jákvæðum sem neikvæðum. Alla ævina út er manneskjan að mótast en fyrstu árin eru þau mikilvægustu og ráða oft úrslitum um persónuþroska einstaklingsins.

Einn er sá þáttur sem í persónuþroska hvers og eins sem er ekki alltaf nægur gaumur gefinn. Sá er hógværð. Ein ástæða þess er kannski sú að hógværð er hálfgerður útlagi í tíðaranda nútímans en hann krefst þess að öll séum við svo óskaplega hress og fögur, sjálfsörugg og framsýn, óbilandi vinnuþjarkar akandi um á eðalvögnum, frökk og hörð í skoðunum, rökföst og málsnjöll, komum svo óskaplega vel fyrir og erum full af frumkvæði og snjöllum lausnum – og svo mætti lengi telja. Í þeirri veröld sem hlaðin er upp af slíkum gildum virðist hógværðin vera hálfgerður niðursetningur. Þarf hinn sterki nútímamaður á hógværð að halda? Er hún ekki bara úrelt og á heima í ævintýrum? Eða hvenær hefur þú séð auglýsingu eftir starfskrafti þar sem krafist var hógværðar sem kostar?

Undir hörðum og gljáandi skráp nútímamannsins leynist hins vegar mjúk kvika sem er viðkvæm. Það er manneskjan sjálf í veröldinni; hún fer lífsins veg eins og allar aðrar kynslóðir sem fóru þar um á undan, með hamingju sína og kvíða í farteskinu. Hógværðin birtir þessa sýn og dregur ekki dul yfir viðkvæma kviku mannlífsins og þess vegna er hún merki um styrk en ekki veikleika. Hógværðinni fylgir raunsæi og sterk samkennd, hún dregur fram rétta möguleika hvers og eins en lætur ekki skeika að sköpuðu. Hógværðin felur ekkert og ef hún er sönn þá sýnir hún manneskjuna eins og hún er. Í návist hógværrar manneskju þarf enginn að óttast neitt því að hún dregur fram það besta og er ætíð fús til að rétta fram hjálparhönd. Kærleikurinn er lífsförunautur hógværðarinnar og er reyndar borinn stundum út í hörðu efnishyggjusamfélagi nútímans.

Hógværð dregur fram djúpa virðingu og ríka umhyggju fyrir allri sköpuninni, öllu lífinu, já fyrir öllum manneskjum. Engin manneskja er annarri æðri, allar eiga þær upphaf sitt og endi í sköpunarmætti Guðs. Hógvær manneskja gengur veg lífsins í einlægri trú á allt sem veröld gjafarans hefur upp á að bjóða. Hún skoðar lífið með augum kærleikans sem allt sigrar að lokum.

Kristin manneskja leitast við að rækta hógværðina með sér. Hógværðin er dygð og verður það þó tíðarandi líðandi stundar hampi ekki dygðum svo ýkja mikið. Fyrirmynd kristins manns í þessu efni sem öðru er Jesús Kristur: hógvær var hann og af hjarta lítillátur (Matteusarguðspjall 11.29). Orð hans voru fyllt hógværð og kærleika sem átti sér engin takmörk. Glöð í bragði lesum við á einum stað í Nýja testamentinu: „...takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði er frelsað getur sálir ykkar.“ (Jakobsbréf 1.21).

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Öll mótumst við meira og minna af því samfélagi sem við lifum í. Samfélagsumræðan getur tekið á sig ýmsar myndir og er ýmist hófstillt og skynsamleg eða vanstillt og öfgafull. Kvörn tíðarandans malar dag og nótt en frá henni rennur það sem margur telur vera eftirsóknarvert til þess að falla inn í hina réttu mynd líðandi stundar.

Hugsun okkar gerjast í þessu samfélagi. Við myndum okkur skoðanir og tökum stundum við ómeltum skoðunum annarra um það hvað sé gott og eftirsóknarvert.

Öll þekkjum við þau markmið sem margur í nútímanum telur að skuli uppfyllt eins og fegurð, frægð og ríkidæmi. Sumir segja að í þessum markmiðum sé styrkleika manneskjunnar að finna.

En fæstir eru frægir, fagrir og ríkir eftir mælikvarða ríkjandi viðhorfa í skoðunum og útliti. Að sönnu keppa alltaf einhverjir eftir því að uppfylla þennan mælikvarða og ná að eigin mati settu marki. Það tekst upp og ofan þegar öllu er á botninn hvolft.

Persónuleiki hvers og eins er ofinn úr mörgum þáttum, jákvæðum sem neikvæðum. Alla ævina út er manneskjan að mótast en fyrstu árin eru þau mikilvægustu og ráða oft úrslitum um persónuþroska einstaklingsins.

Einn er sá þáttur sem í persónuþroska hvers og eins sem er ekki alltaf nægur gaumur gefinn. Sá er hógværð. Ein ástæða þess er kannski sú að hógværð er hálfgerður útlagi í tíðaranda nútímans en hann krefst þess að öll séum við svo óskaplega hress og fögur, sjálfsörugg og framsýn, óbilandi vinnuþjarkar akandi um á eðalvögnum, frökk og hörð í skoðunum, rökföst og málsnjöll, komum svo óskaplega vel fyrir og erum full af frumkvæði og snjöllum lausnum – og svo mætti lengi telja. Í þeirri veröld sem hlaðin er upp af slíkum gildum virðist hógværðin vera hálfgerður niðursetningur. Þarf hinn sterki nútímamaður á hógværð að halda? Er hún ekki bara úrelt og á heima í ævintýrum? Eða hvenær hefur þú séð auglýsingu eftir starfskrafti þar sem krafist var hógværðar sem kostar?

Undir hörðum og gljáandi skráp nútímamannsins leynist hins vegar mjúk kvika sem er viðkvæm. Það er manneskjan sjálf í veröldinni; hún fer lífsins veg eins og allar aðrar kynslóðir sem fóru þar um á undan, með hamingju sína og kvíða í farteskinu. Hógværðin birtir þessa sýn og dregur ekki dul yfir viðkvæma kviku mannlífsins og þess vegna er hún merki um styrk en ekki veikleika. Hógværðinni fylgir raunsæi og sterk samkennd, hún dregur fram rétta möguleika hvers og eins en lætur ekki skeika að sköpuðu. Hógværðin felur ekkert og ef hún er sönn þá sýnir hún manneskjuna eins og hún er. Í návist hógværrar manneskju þarf enginn að óttast neitt því að hún dregur fram það besta og er ætíð fús til að rétta fram hjálparhönd. Kærleikurinn er lífsförunautur hógværðarinnar og er reyndar borinn stundum út í hörðu efnishyggjusamfélagi nútímans.

Hógværð dregur fram djúpa virðingu og ríka umhyggju fyrir allri sköpuninni, öllu lífinu, já fyrir öllum manneskjum. Engin manneskja er annarri æðri, allar eiga þær upphaf sitt og endi í sköpunarmætti Guðs. Hógvær manneskja gengur veg lífsins í einlægri trú á allt sem veröld gjafarans hefur upp á að bjóða. Hún skoðar lífið með augum kærleikans sem allt sigrar að lokum.

Kristin manneskja leitast við að rækta hógværðina með sér. Hógværðin er dygð og verður það þó tíðarandi líðandi stundar hampi ekki dygðum svo ýkja mikið. Fyrirmynd kristins manns í þessu efni sem öðru er Jesús Kristur: hógvær var hann og af hjarta lítillátur (Matteusarguðspjall 11.29). Orð hans voru fyllt hógværð og kærleika sem átti sér engin takmörk. Glöð í bragði lesum við á einum stað í Nýja testamentinu: „...takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði er frelsað getur sálir ykkar.“ (Jakobsbréf 1.21).

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir