Menn reyna alltaf að fylla líf sitt af einhverri merkingu og gengur það oftast vel. Hver nýr dagur geymir verkefni sem þarf að kljást við. Þau eru misjöfn eins og mennirnir eru margir.

Hugarheimur hvers manns spannar víðáttumiklar víddir; maðurinn horfir lengra eða dýpra heldur en til viðfangsefna hvers dags sem gefinn er. Hann horfir einhver veginn út yfir eril stundarinnar og spyr sjálfan sig um hinn æðri tilgang lífsins – eða merkingu í lífinu. Svo hefur hver kynslóð á fætur annarri spurt sjálfa sig allt frá því að sögur hófust – spurningin er sígild.

Og hvert hefur svarið verið?

Margur telur sig ekki fá neitt svar og hallast þá að því að sé enginn æðri tilgangur með lífinu. Það sé í sjálfu sér merkingarlaust. Lífið sé ekki annað en undarleg ganga í heimi sem er bæði fallegur og á stundum ógnvænlegur. Ganga sem tekur enda einn góðan veðurdag og þá er sem tjald sé dregið fyrir og leiksýningu lífsins lokið. Út frá þessu sjónarhorni hefur lífið ekki aðra merkingu en þá sem hver maður gefur því út af fyrir sig þá stund sem hann lifir. Sjálfur maðurinn er þá nokkurs konar herra og drottning lífsins, hann einn gefur því merkingu. Segir til um hvað sé rangt og rétt, gott og fagurt.

Enn aðrir skynja á bak við allt hversdagslegt amstur og ofar eigin hugsunum einhvern höfund lífsins sem gefur því merkingu; finna að í lífinu sjálfu og bak við það er vitrænn tilgangur. Þessi skynjun er almenn og hefur ætíð verið fyrir hendi og er mikilvægur þáttur í því sem við köllum trú; trúin opnar víða og bjarta útsýn til lífsins en afhjúpar líka takmarkanir mannsins.

Stundum er því haldið fram að þau sem trúa séu að gera sér lífið auðveldara og bærilegra. En svo er ekki því að trúin fæðir svo margar spurningar af sér sem ekki er hægt að svara. Þar að auki spretta fram margar þversagnir sem mannshugurinn á erfitt með að glíma við – og margar eru honum um megn. Það er kannski eðlilegt vegna þess að hugur mannsins glímir við æðri hugsun, æðri mátt, eða X – ef svo má segja. Maðurinn er í raun að fást við þraut sem honum er ofvaxin. Í gamalli bók var þetta orðað svo:

Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni
eru mínir vegir hærri yðar vegum
og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum.

(Spádómsbók Jesaja 55.9)

Þannig virðist staða mannsins býsna flókin þegar hann leiðir hugann að því sem hann kallar höfund lífsins, Guð. Og á öðrum stað í þessari gömlu og sígildu bók er sama hugsun á kreiki þegar hann rennir huganum til höfundar lífsins og stöðu sinnar:

Nærðu til botns í djúpi Guðs
eða að ystu mörkum Hins almáttka?

(Jobsbók 11.7)

Ekkert slær á hugsun dauðlegra manna um að það sé vit lífinu þrátt fyrir allt; að Guð sé til, skapari manns og heims. Þó þrautin sé snúin þá leggur maðurinn ekki árar í bát. Vissa mannsins eða grunur um einhvern æðri mátt á bak við lífið gefur því merkingu. Trúarleit mannsins og hugsanir um æðri mátt eru hluti af mennskunni hver svo sem niðurstaða mannsins kann að verða.

Trúarbrögðin eru formleg umgjörð um heim og mann. Svara ýmsum spurningum. Svar kristninnar ómar í huga okkar þegar meistarinn frá Nasaret segir:

„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ 

(Jóhannesguðspjall 14.6)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Menn reyna alltaf að fylla líf sitt af einhverri merkingu og gengur það oftast vel. Hver nýr dagur geymir verkefni sem þarf að kljást við. Þau eru misjöfn eins og mennirnir eru margir.

Hugarheimur hvers manns spannar víðáttumiklar víddir; maðurinn horfir lengra eða dýpra heldur en til viðfangsefna hvers dags sem gefinn er. Hann horfir einhver veginn út yfir eril stundarinnar og spyr sjálfan sig um hinn æðri tilgang lífsins – eða merkingu í lífinu. Svo hefur hver kynslóð á fætur annarri spurt sjálfa sig allt frá því að sögur hófust – spurningin er sígild.

Og hvert hefur svarið verið?

Margur telur sig ekki fá neitt svar og hallast þá að því að sé enginn æðri tilgangur með lífinu. Það sé í sjálfu sér merkingarlaust. Lífið sé ekki annað en undarleg ganga í heimi sem er bæði fallegur og á stundum ógnvænlegur. Ganga sem tekur enda einn góðan veðurdag og þá er sem tjald sé dregið fyrir og leiksýningu lífsins lokið. Út frá þessu sjónarhorni hefur lífið ekki aðra merkingu en þá sem hver maður gefur því út af fyrir sig þá stund sem hann lifir. Sjálfur maðurinn er þá nokkurs konar herra og drottning lífsins, hann einn gefur því merkingu. Segir til um hvað sé rangt og rétt, gott og fagurt.

Enn aðrir skynja á bak við allt hversdagslegt amstur og ofar eigin hugsunum einhvern höfund lífsins sem gefur því merkingu; finna að í lífinu sjálfu og bak við það er vitrænn tilgangur. Þessi skynjun er almenn og hefur ætíð verið fyrir hendi og er mikilvægur þáttur í því sem við köllum trú; trúin opnar víða og bjarta útsýn til lífsins en afhjúpar líka takmarkanir mannsins.

Stundum er því haldið fram að þau sem trúa séu að gera sér lífið auðveldara og bærilegra. En svo er ekki því að trúin fæðir svo margar spurningar af sér sem ekki er hægt að svara. Þar að auki spretta fram margar þversagnir sem mannshugurinn á erfitt með að glíma við – og margar eru honum um megn. Það er kannski eðlilegt vegna þess að hugur mannsins glímir við æðri hugsun, æðri mátt, eða X – ef svo má segja. Maðurinn er í raun að fást við þraut sem honum er ofvaxin. Í gamalli bók var þetta orðað svo:

Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni
eru mínir vegir hærri yðar vegum
og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum.

(Spádómsbók Jesaja 55.9)

Þannig virðist staða mannsins býsna flókin þegar hann leiðir hugann að því sem hann kallar höfund lífsins, Guð. Og á öðrum stað í þessari gömlu og sígildu bók er sama hugsun á kreiki þegar hann rennir huganum til höfundar lífsins og stöðu sinnar:

Nærðu til botns í djúpi Guðs
eða að ystu mörkum Hins almáttka?

(Jobsbók 11.7)

Ekkert slær á hugsun dauðlegra manna um að það sé vit lífinu þrátt fyrir allt; að Guð sé til, skapari manns og heims. Þó þrautin sé snúin þá leggur maðurinn ekki árar í bát. Vissa mannsins eða grunur um einhvern æðri mátt á bak við lífið gefur því merkingu. Trúarleit mannsins og hugsanir um æðri mátt eru hluti af mennskunni hver svo sem niðurstaða mannsins kann að verða.

Trúarbrögðin eru formleg umgjörð um heim og mann. Svara ýmsum spurningum. Svar kristninnar ómar í huga okkar þegar meistarinn frá Nasaret segir:

„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ 

(Jóhannesguðspjall 14.6)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir