Gólf verslunarhallarinnar Smáralindar er lagt gljáðum flísum og hvert sem litið er má sjá fallegar verslanir með glampandi tískumerkjum nútímans. En það er ekki margt fólk á ferli því að kórónuveiran hefur brugðið fæti fyrir venjubundið hversdagslegt líf.

Kórónuveiran stendur fyrir margt í nútímanum. Hún er skaðræði, líflátshótun. Vekur usla og truflar háttbundinn gang samfélagsins. Veiran smeygir sér hvar sem færi gefst og skilur eftir sig spor ótta og þjáningar. Og dauða.

En sum sé. Upp af gólfflísunum lindarinnar sem kennir sig við fagran smárann rísa hógvær þil á föstunni með myndum sem veita okkur innsýn í líf fólks í Eþíópíu og Úganda. Lönd sem við vitum svo sem ekki margt um. En útrétt hönd Hjálparstarfs kirkjunnar er þar á vettvangi og er gestum og gangandi boðið að taka í þá hönd og leggja þar með kærleikanum lið.Taka í hönd fólks sem býr við hörmungaraðstæður og veita því meðal annars tækifæri til menntunar og mannsæmandi lífs.

Veita von í skugga þjáningar.

Þjáning manns og heims breytist í eðli sínu ekkert frá einni kynslóð til annarrar. Sagan geymir margar helfarir og skipuleggjandinn er ætíð sá hinn sami, maðurinn. Og rök helfararinnar eru ýmist sótt í eld hugsjónanna um hið fullkomna samfélag eða til hinna svokölluðu réttra kenninga trúarinnar. Líka til hefðanna. Einhvers staðar er alltaf ný helför í bígerð, stór eða smá, ýmist við eldhúsborðið eða í brakandi leðursófa. Helför þess sem telur sig ráða, vita og skilja allt betur en aðrir.

Það er manneskjan sem gengur um völl. Svo sem forðum daga þá hún sprangaði um í Edensgarði og gekk til liðs við höggorminn um stund – í ógáti eða græðgi?

Ekki er úr vegi að rifja upp að það var ræningi nokkur á Hausaskeljastað sem bar hönd fyrir höfuð Jesú og fékk óvænta lífgjöf á aftökustaðnum: „Í dag skaltu vera með mér í Paradís.“ Nafnlaus ræningi – utangarðsmaður og eflaust margdæmdur af samferðamönnum sínum og þeim er vermdu efri sæti mannfélagsins og töldu sig vera nokkuð sæl í sinni hversdagslegu trú og að ekki sé talað um þau sem voru heldur betur með siðferðið og trúna á hreinu. Stungu fingrum í eyru og byrgðu augu sín andspænis slíkum úrhrökum. Nærandi svali kærleikans mátti ekki leika um trúarskilninginn í hinum loftþéttu umbúðum þess nútíma sem þá var – og er.

Kristin trú smeygir ekki þeirri hugmynd inn í kollinn á fólki að þjáning hversdagsins og amstur hverfi sem dögg fyrir sólu um leið og það geldur jáyrði við trúnni. Átök sem fylgja lífinu halda áfram, sókn og sigrar, svik og fögur orð, sérgæska og náungakærleikur. En skyndilega ljómar fegurð lífsins skært þá hún stendur andspænis myrkri skelfingu. „Í dag skaltu vera með mér í Paradís… “ Heit útrétt hönd í átt til fólksins sem myndirnar af Afríkufólkinu í Smáralind sýna á upptök sín í þessum ljóma og von sem aldrei má gleyma.

Ekkert einfalt svar er til við þjáningu veraldar.

Réttleysi kúgaðra sem sitja undir herstjórum, einræðisherrum og sýndarlýðræðissinnum virðist ofið inn í alla samfélagsgerðina. Fólkið verður ósýnilegt augum þeirra sem með vald fara hvort sem það á nú rætur sínar í hugsjón, trú, auðlindum eða stjórnarfýsn.

Auðvitað má skýra margar hörmungar lífsins með því að vísa til misviturra ákvarðana manna. Benda á gruggug sjónarmið sérgæsku og græðgi, fjötra hefða og siða, ófyrirleitni kúgarans og mannhatur; hálfmenntun sem hrokast í bókstafstrú og telur samfélagið bara vera nokkuð gott – í það minnsta fyrir þau sjálf.

Almenningur er gerður í mörgum löndum að utangarðsfólki því hann er ekki til í augum valdsins og má ekki hafa skoðun. En hann er þarna og mun verða reistur upp – til lífs og vonar sem meistarinn frá Nasaret réttir fram.

Það tvennt sem rís hátt í lífi frelsarans var annars vegar fegurð og kraftur orða hans og athafna og hins vegar harmkvæli og þjáning. Af hvorugu stærði hann sig eftir því sem heimildir okkar segja – og hvorugt afsakaði hann. Enda sonur himinsins harmkvælamaður. Það er  íhugunarefni á föstunni andspænis myndum af hinum minnstu bræðrum og systrum. Já, verðugt íhugunarefni nú og þá gengið verður árla dags til móts við rísandi páskasól.

Þá sagði hann: „Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt! “

Og Jesús sagði við hann: Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.

 (Lúkasarguðspjall 23.43)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Gólf verslunarhallarinnar Smáralindar er lagt gljáðum flísum og hvert sem litið er má sjá fallegar verslanir með glampandi tískumerkjum nútímans. En það er ekki margt fólk á ferli því að kórónuveiran hefur brugðið fæti fyrir venjubundið hversdagslegt líf.

Kórónuveiran stendur fyrir margt í nútímanum. Hún er skaðræði, líflátshótun. Vekur usla og truflar háttbundinn gang samfélagsins. Veiran smeygir sér hvar sem færi gefst og skilur eftir sig spor ótta og þjáningar. Og dauða.

En sum sé. Upp af gólfflísunum lindarinnar sem kennir sig við fagran smárann rísa hógvær þil á föstunni með myndum sem veita okkur innsýn í líf fólks í Eþíópíu og Úganda. Lönd sem við vitum svo sem ekki margt um. En útrétt hönd Hjálparstarfs kirkjunnar er þar á vettvangi og er gestum og gangandi boðið að taka í þá hönd og leggja þar með kærleikanum lið.Taka í hönd fólks sem býr við hörmungaraðstæður og veita því meðal annars tækifæri til menntunar og mannsæmandi lífs.

Veita von í skugga þjáningar.

Þjáning manns og heims breytist í eðli sínu ekkert frá einni kynslóð til annarrar. Sagan geymir margar helfarir og skipuleggjandinn er ætíð sá hinn sami, maðurinn. Og rök helfararinnar eru ýmist sótt í eld hugsjónanna um hið fullkomna samfélag eða til hinna svokölluðu réttra kenninga trúarinnar. Líka til hefðanna. Einhvers staðar er alltaf ný helför í bígerð, stór eða smá, ýmist við eldhúsborðið eða í brakandi leðursófa. Helför þess sem telur sig ráða, vita og skilja allt betur en aðrir.

Það er manneskjan sem gengur um völl. Svo sem forðum daga þá hún sprangaði um í Edensgarði og gekk til liðs við höggorminn um stund – í ógáti eða græðgi?

Ekki er úr vegi að rifja upp að það var ræningi nokkur á Hausaskeljastað sem bar hönd fyrir höfuð Jesú og fékk óvænta lífgjöf á aftökustaðnum: „Í dag skaltu vera með mér í Paradís.“ Nafnlaus ræningi – utangarðsmaður og eflaust margdæmdur af samferðamönnum sínum og þeim er vermdu efri sæti mannfélagsins og töldu sig vera nokkuð sæl í sinni hversdagslegu trú og að ekki sé talað um þau sem voru heldur betur með siðferðið og trúna á hreinu. Stungu fingrum í eyru og byrgðu augu sín andspænis slíkum úrhrökum. Nærandi svali kærleikans mátti ekki leika um trúarskilninginn í hinum loftþéttu umbúðum þess nútíma sem þá var – og er.

Kristin trú smeygir ekki þeirri hugmynd inn í kollinn á fólki að þjáning hversdagsins og amstur hverfi sem dögg fyrir sólu um leið og það geldur jáyrði við trúnni. Átök sem fylgja lífinu halda áfram, sókn og sigrar, svik og fögur orð, sérgæska og náungakærleikur. En skyndilega ljómar fegurð lífsins skært þá hún stendur andspænis myrkri skelfingu. „Í dag skaltu vera með mér í Paradís… “ Heit útrétt hönd í átt til fólksins sem myndirnar af Afríkufólkinu í Smáralind sýna á upptök sín í þessum ljóma og von sem aldrei má gleyma.

Ekkert einfalt svar er til við þjáningu veraldar.

Réttleysi kúgaðra sem sitja undir herstjórum, einræðisherrum og sýndarlýðræðissinnum virðist ofið inn í alla samfélagsgerðina. Fólkið verður ósýnilegt augum þeirra sem með vald fara hvort sem það á nú rætur sínar í hugsjón, trú, auðlindum eða stjórnarfýsn.

Auðvitað má skýra margar hörmungar lífsins með því að vísa til misviturra ákvarðana manna. Benda á gruggug sjónarmið sérgæsku og græðgi, fjötra hefða og siða, ófyrirleitni kúgarans og mannhatur; hálfmenntun sem hrokast í bókstafstrú og telur samfélagið bara vera nokkuð gott – í það minnsta fyrir þau sjálf.

Almenningur er gerður í mörgum löndum að utangarðsfólki því hann er ekki til í augum valdsins og má ekki hafa skoðun. En hann er þarna og mun verða reistur upp – til lífs og vonar sem meistarinn frá Nasaret réttir fram.

Það tvennt sem rís hátt í lífi frelsarans var annars vegar fegurð og kraftur orða hans og athafna og hins vegar harmkvæli og þjáning. Af hvorugu stærði hann sig eftir því sem heimildir okkar segja – og hvorugt afsakaði hann. Enda sonur himinsins harmkvælamaður. Það er  íhugunarefni á föstunni andspænis myndum af hinum minnstu bræðrum og systrum. Já, verðugt íhugunarefni nú og þá gengið verður árla dags til móts við rísandi páskasól.

Þá sagði hann: „Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt! “

Og Jesús sagði við hann: Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.

 (Lúkasarguðspjall 23.43)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir