Sumt er ómissandi í hversdeginum.

Hjónin Cornelia og Aðalsteinn Már Þorsteinsson á Hjalla í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, standa að baki útgáfu lítillar bókar sem kallast Lykilorð. Hún er snotur og handhæg, fer vel í vasa. Útgáfan er árviss og þetta er Lykilorð ársins 2023.

Bókin Lykilorð er byggð upp með þeim hætti að fyrst kemur texti úr Gamla testamentinu og síðan úr hinu Nýja. Þá er þriðji textinn, oftast sálmavers, bæn eða hugleiðslutexti. Textarnir eru allir gagnyrtir og innihaldsríkir.

Bókin er hugsað sem andlegur stuðningur í hversdeginum sem og hvíld við ígrundun á Biblíutexta. Gott er að grípa til bókarinnar og íhuga tilvitnun dagsins og láta hana jafnvel vera kjörorð dagsins. Þá má nota Lykilorðið sem bænabók. Vegvísi í lífinu.

Þau Cornelia og Aðalsteinn Már eru menntaðir kennarar og starfa við ferðaþjónustu. Hjónin eru dæmi um fólk sem í krafti trúar og hugsjóna ýtir farsælu verki úr vör. Verk þeirra er þarft einstaklingsframtak til að efla kristna trú. Þau stofnuðu árið 2008 sjálfseignarstofnunina Lífsmótun sem sér um útgáfuna á Lykilorðinu.

Lykilorð hefur verið gefin út á íslensku frá árinu 2005 en saga hennar er býsna gömul þar sem hún hefur komið út frá árinu 1731! Uppruni bókarinnar er þýskur og henni er ætlað að vera hjálparlykill fyrir trúað og leitandi fólk sem vilja kynnast Biblíunni nánar. Smám saman verður þessi litla bók þeim sem henni kynnast ómissandi í hversdeginum. Þá hefur tekist vel til.

Lykilorð er lítil bók með stór erindi og mikið andlegt rými. Bókin fæst í helstu bókabúðum, sem og í Kirkjuhúsinu, Hallgrímskirkju og Basarnum. Einnig er hún gefin út sem rafbók og fylgir hún ókeypis með hverri keyptri bók. Þá er hægt að hlusta á upplestur bókarinnar (einn dagur tekinn fyrir í einu) í podcastformi á helstu streymisveitum.

Biblíutextum hvers dags er dreift á Twitter, Instagram og Facebók.

Aðalsteinn Már og Cornelia á góðri stund

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sumt er ómissandi í hversdeginum.

Hjónin Cornelia og Aðalsteinn Már Þorsteinsson á Hjalla í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, standa að baki útgáfu lítillar bókar sem kallast Lykilorð. Hún er snotur og handhæg, fer vel í vasa. Útgáfan er árviss og þetta er Lykilorð ársins 2023.

Bókin Lykilorð er byggð upp með þeim hætti að fyrst kemur texti úr Gamla testamentinu og síðan úr hinu Nýja. Þá er þriðji textinn, oftast sálmavers, bæn eða hugleiðslutexti. Textarnir eru allir gagnyrtir og innihaldsríkir.

Bókin er hugsað sem andlegur stuðningur í hversdeginum sem og hvíld við ígrundun á Biblíutexta. Gott er að grípa til bókarinnar og íhuga tilvitnun dagsins og láta hana jafnvel vera kjörorð dagsins. Þá má nota Lykilorðið sem bænabók. Vegvísi í lífinu.

Þau Cornelia og Aðalsteinn Már eru menntaðir kennarar og starfa við ferðaþjónustu. Hjónin eru dæmi um fólk sem í krafti trúar og hugsjóna ýtir farsælu verki úr vör. Verk þeirra er þarft einstaklingsframtak til að efla kristna trú. Þau stofnuðu árið 2008 sjálfseignarstofnunina Lífsmótun sem sér um útgáfuna á Lykilorðinu.

Lykilorð hefur verið gefin út á íslensku frá árinu 2005 en saga hennar er býsna gömul þar sem hún hefur komið út frá árinu 1731! Uppruni bókarinnar er þýskur og henni er ætlað að vera hjálparlykill fyrir trúað og leitandi fólk sem vilja kynnast Biblíunni nánar. Smám saman verður þessi litla bók þeim sem henni kynnast ómissandi í hversdeginum. Þá hefur tekist vel til.

Lykilorð er lítil bók með stór erindi og mikið andlegt rými. Bókin fæst í helstu bókabúðum, sem og í Kirkjuhúsinu, Hallgrímskirkju og Basarnum. Einnig er hún gefin út sem rafbók og fylgir hún ókeypis með hverri keyptri bók. Þá er hægt að hlusta á upplestur bókarinnar (einn dagur tekinn fyrir í einu) í podcastformi á helstu streymisveitum.

Biblíutextum hvers dags er dreift á Twitter, Instagram og Facebók.

Aðalsteinn Már og Cornelia á góðri stund

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir