Það má með nokkrum sanni segja að til séu margs konar jól. Fjölbreytni þeirra kemur glöggt fram hvert sem litið er.

Í augum margra eru jólin eingöngu fjölskylduhátíð. Ættingjar og vinir hittast meira en endranær, og bönd vina og fjölskyldu eru treyst. Aðrir líta á jólin sem kauphátíð þar sem efnislegir hlutir eru í forgangi og þeir veita ánægju. Enn aðrir láta góðan mat í öndvegi á þessari hátíð og nóg á að vera til handa öllum. Matur er mannsins megin og ekki síst um jól. Það byrjar „kappát í koti og höllu,“ eins og sagði skáldið Steinn Steinarr sagði í einu ljóða sinna.

En það er ekki bara matur, fjölskylda, vinir og heimur hlutanna sem knýja dyra á jólum í samfélagi okkar. Það er ekki síður andrúmsloftið – andrúmsloft gleði, elskusemi, kærleika, umhyggju, væntumþykju. Samstöðu. Og það eru ekki bara börnin sem skynja það heldur líka fullorðna fólkið.

Það eru fjölmargir sem líta á jólin sem kristna trúarhátíð – allt hið veraldlega brölt sem þeim fylgir hefur orðið til í tímans rás, siðir og hefðir, sem blandast jólahaldi. Mörgu trúuðu fólki finnst reyndar sem trúarboðskapur jólanna hafi fallið í skuggann fyrir hinum veraldlegu jólum. Það krefst meiri hófsemdar og ástundar hana kannski sjálft. Vissulega hafa jólin hopað sem trúarleg hátíð og margir kveina sáran yfir því að tröllin hafi tekið þau eða kapítalisminn gert þau að einni allsherjarmarkaðshátíð. Eða þá kannski hinn nýuppvakti óvættur, jólakötturinn?

En jólin geta líka verið þetta allt og eru það hjá æði mörgum: hátíð fjölskyldu, vina, neyslu á dýrindis kræsingum og elsku til hluta – og einlægrar trúar. Og margir lýsa því yfir að þeir gefi ekki neitt fyrir hinn trúarlega þátt en njóta jólanna sem aðrir. Hátíðin er nefnilega ekki ofin úr einum þræði heldur mörgum.

Jólahátíðin er blönduð hátíð og þess vegna eiga allir hlut í henni. Hver tekur það úr hendi jólanna  sem honum þóknast og heldur þau með sínum hætti. Jólin eru þátttökuhátíð alls samfélagsins í þessum skilningi, fólk tekur þátt í hátíðarhaldinu á sínum forsendum. Þannig er nútíminn.

En hvað er þá meira að segja um hinn kristna þátt jólanna?

Stundum er sagt að allar gjafir jóla endurspegli bara eina gjöf sem sé hinn nýfæddi sonur Guðs. Umhyggjan, þakklætið og vináttan, bendi til alls þess sem líf hans bar vott um. Hann gefi manneskjunum von og styrk. Og eilíft líf.

Maturinn góði, sem hátíðinni fylgir minnir á allt það sem okkur er gefið til lífsviðurværis á hverjum degi. Minnir á stöðu mannsins í lífríkinu, tengsl manns og náttúru; maðurinn er algerlega háður náttúrunni um þessa grunnþörf, og ofgnótt matar á hátíðarstundu getur verið eins og yfirlýsing um það, að hann þurfi ekki að óttast skort – hann býr enda víða við velsæld og vill halda í hana svo lengi sem kostur er. Maðurinn hefur þegið þessa náttúru að gjöf, sjálfum sér til lífs og beri því að fara vel með hana eins og aðrar gjafir. Þegið allt úr hendi Guðs sem gengur fram á jólahátíðinni í frásögninni af hinum nýfædda syni í Betlehem.

Þegar jól ganga í garð er hin sígilda jólafrásögn rifjuð upp. Í raun er hún upphafin frásögn, helgisögn, og ekkert annað kemst að en ljóminn í kringum fæðingu frelsara heimsins. Þessi upphafning hefur áhrif á okkur, hún hrærir upp í okkur. Lyftir okkur jafnvel upp trúartilfinningalega. Hvort sem við trúum þeirri túlkun hennar að þar sé Guð í heiminn kominn eða ekki. Hver skilur hana með sínum hætti.

Frásögnin af Jesúbarninu í Betlehem er mjög merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún er aðeins varðveitt í  tveimur útgáfum hjá guðspjallamönnunum, þeim Lúkasi og Matteusi – og þær eru ólíkar. En hvorugur guðspjallamannanna Markús og Jóhannes geyma þá helgisögn. Og sjálfur Páll postuli sem á flestar bækur Nýja testamentisins getur ekki einu orði um hana frekar en hann hafi nokkru sinni heyrt hana. Hvað sem því nú annars veldur þá hefur frásögnin af fæðingu Jesú myndað rammann utan um jólahátíð kristinna manna og sömuleiðis allra hinna sem ekki játa kristna trú.

Svo er ekki annað að sjá en að nær allir séu sáttir við þennan ramma og er það vel.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það má með nokkrum sanni segja að til séu margs konar jól. Fjölbreytni þeirra kemur glöggt fram hvert sem litið er.

Í augum margra eru jólin eingöngu fjölskylduhátíð. Ættingjar og vinir hittast meira en endranær, og bönd vina og fjölskyldu eru treyst. Aðrir líta á jólin sem kauphátíð þar sem efnislegir hlutir eru í forgangi og þeir veita ánægju. Enn aðrir láta góðan mat í öndvegi á þessari hátíð og nóg á að vera til handa öllum. Matur er mannsins megin og ekki síst um jól. Það byrjar „kappát í koti og höllu,“ eins og sagði skáldið Steinn Steinarr sagði í einu ljóða sinna.

En það er ekki bara matur, fjölskylda, vinir og heimur hlutanna sem knýja dyra á jólum í samfélagi okkar. Það er ekki síður andrúmsloftið – andrúmsloft gleði, elskusemi, kærleika, umhyggju, væntumþykju. Samstöðu. Og það eru ekki bara börnin sem skynja það heldur líka fullorðna fólkið.

Það eru fjölmargir sem líta á jólin sem kristna trúarhátíð – allt hið veraldlega brölt sem þeim fylgir hefur orðið til í tímans rás, siðir og hefðir, sem blandast jólahaldi. Mörgu trúuðu fólki finnst reyndar sem trúarboðskapur jólanna hafi fallið í skuggann fyrir hinum veraldlegu jólum. Það krefst meiri hófsemdar og ástundar hana kannski sjálft. Vissulega hafa jólin hopað sem trúarleg hátíð og margir kveina sáran yfir því að tröllin hafi tekið þau eða kapítalisminn gert þau að einni allsherjarmarkaðshátíð. Eða þá kannski hinn nýuppvakti óvættur, jólakötturinn?

En jólin geta líka verið þetta allt og eru það hjá æði mörgum: hátíð fjölskyldu, vina, neyslu á dýrindis kræsingum og elsku til hluta – og einlægrar trúar. Og margir lýsa því yfir að þeir gefi ekki neitt fyrir hinn trúarlega þátt en njóta jólanna sem aðrir. Hátíðin er nefnilega ekki ofin úr einum þræði heldur mörgum.

Jólahátíðin er blönduð hátíð og þess vegna eiga allir hlut í henni. Hver tekur það úr hendi jólanna  sem honum þóknast og heldur þau með sínum hætti. Jólin eru þátttökuhátíð alls samfélagsins í þessum skilningi, fólk tekur þátt í hátíðarhaldinu á sínum forsendum. Þannig er nútíminn.

En hvað er þá meira að segja um hinn kristna þátt jólanna?

Stundum er sagt að allar gjafir jóla endurspegli bara eina gjöf sem sé hinn nýfæddi sonur Guðs. Umhyggjan, þakklætið og vináttan, bendi til alls þess sem líf hans bar vott um. Hann gefi manneskjunum von og styrk. Og eilíft líf.

Maturinn góði, sem hátíðinni fylgir minnir á allt það sem okkur er gefið til lífsviðurværis á hverjum degi. Minnir á stöðu mannsins í lífríkinu, tengsl manns og náttúru; maðurinn er algerlega háður náttúrunni um þessa grunnþörf, og ofgnótt matar á hátíðarstundu getur verið eins og yfirlýsing um það, að hann þurfi ekki að óttast skort – hann býr enda víða við velsæld og vill halda í hana svo lengi sem kostur er. Maðurinn hefur þegið þessa náttúru að gjöf, sjálfum sér til lífs og beri því að fara vel með hana eins og aðrar gjafir. Þegið allt úr hendi Guðs sem gengur fram á jólahátíðinni í frásögninni af hinum nýfædda syni í Betlehem.

Þegar jól ganga í garð er hin sígilda jólafrásögn rifjuð upp. Í raun er hún upphafin frásögn, helgisögn, og ekkert annað kemst að en ljóminn í kringum fæðingu frelsara heimsins. Þessi upphafning hefur áhrif á okkur, hún hrærir upp í okkur. Lyftir okkur jafnvel upp trúartilfinningalega. Hvort sem við trúum þeirri túlkun hennar að þar sé Guð í heiminn kominn eða ekki. Hver skilur hana með sínum hætti.

Frásögnin af Jesúbarninu í Betlehem er mjög merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún er aðeins varðveitt í  tveimur útgáfum hjá guðspjallamönnunum, þeim Lúkasi og Matteusi – og þær eru ólíkar. En hvorugur guðspjallamannanna Markús og Jóhannes geyma þá helgisögn. Og sjálfur Páll postuli sem á flestar bækur Nýja testamentisins getur ekki einu orði um hana frekar en hann hafi nokkru sinni heyrt hana. Hvað sem því nú annars veldur þá hefur frásögnin af fæðingu Jesú myndað rammann utan um jólahátíð kristinna manna og sömuleiðis allra hinna sem ekki játa kristna trú.

Svo er ekki annað að sjá en að nær allir séu sáttir við þennan ramma og er það vel.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir