Öll erum við þátttakendur í lífi hvers annars og eigum hlut í hver öðru. Njótum þess að eiga samfélag við annað fólk. Maður er manns gaman.

Mannlífssviðið er nokkuð þétt setið og hvert og eitt okkar hefur þar einhverju hlutverki að gegna. Gangvirki þessa leiks á sviðinu er margslungið og geymir fjörugar stundir, annasamar og ógleymanlegar. Stundum gengur sorgin inn á mannlífssviðið og þá slær þögn á hópinn. Hún er hluti af þessu víravirki lífsins sem við beygjum okkur undir.

Við höfum reist okkur virki. Heimili, vinnustaður, tómstundir, vinahópar. Við viljum nefnilega vera örugg í þessum leik lífsins þar sem margt getur gerst og við ráðum ekki við. Manneskjan leitar að öryggi í heiminum vegna þess að hún veit að hann er ekki allur þar sem hann er séður.

Útigangsfólk og heimilislaust fólk deilir sviðinu með okkur. Reyndar er það á jaðrinum. Við forðumst það og viljum ekki vita af því við hlið okkar á sviðinu. Það er skítugt og lyktar, er varasamt – þannig hugsum við stundum. Umhyggja fyrir því er komin á herðar hins opinbera og stöku sinnum réttum við því hjálparhönd í nafni kærleikans. Það er líka gott. Sjálf stöndum við oft ráðalaus gagnvart félagslegri hörmung af ýmsu tagi sem gefur borgaralegu lífi langt nef. En allt fólk hefur ákveðin mannréttindi sem lýðræðislegt samfélag verður að tryggja. Óreglufólk og utangarðsfólk.

Það er samfélagið og kristinn kærleikur sem á heimilislausa fólkið ef svo má segja. Við verðum að leysa vanda þess – sá er að minnsta kosti skilningur lýðræðis og mannréttinda – og kristinnar trúar, ábyrgðar hinnar kristnu manneskju. Það er nefnilega svo að þótt einhver tiltekinn hópur fólks sem fæstir vilja vita af sé settur í umhyggju hins opinbera með neyðarskýlum og alls konar úrræðum eins og það heitir þá er ekki þar með sagt að einstaklingurinn geti ekki sýnt samfélagslega ábyrgð og greitt götu þessa fólks. Komið því til hjálpar. Það er reyndar oft gert, ekki má gleyma því: í nafni mannúðar og kristilegs kærleika. En betur má ef duga skal.

Útigangsfólkið, utangarðsfólkið, heimilislausa fólkið, óreglufólkið, hvaða nafni sem við viljum kalla þennan hóp, segir sögu með lífi sínu. Allt átti það æsku, móður og föður. Kannski var æskan góð eða herfileg. En í einhverjum kafla sögu þeirra var vikið af leið og söguþráðurinn slitinn. Nýr þráður spunninn sem enginn réð við og ný saga sögð. Lífssaga hvers og eins okkar er rituð af okkur sjálfum og öðru fólki – drættir þeirrar sögu eru misskýrir – sumir eru sterkir og ógleymanlegir meðan aðrir eru daufari og hversdagslegri. Já, sumir eru svo sárir að þeir nísta. En þetta er hluti af sögu okkar.

Allt á þetta raunafólk einhverja að sem í mörgum tilvikum hafa gefist upp á því. Horfið, verið nánast bugað fólk á sál og líkama. Grátið örlög og misst bræður, systur, börn, foreldra.

Barnið í jötunni sem jólin snúast um óx úr grasi. Gleymum því ekki. Margt dreif á daga þess eins og kristið fólk veit. Það þekkir boðskap hans en kjarninn var sá að elska náungann eins og sjálfan sig. Meistarinn frá Nasaret þekkti vel kjör þeirra er stóðu höllum fæti og utangarðs. Umgekkst fólk sem samfélagið hafði ýtt út á jaðarinn. Hann var tekinn af lífi með utangarðsmönnum. Maður sem samfélagið hafnaði vegna þess sem hann var.

En hvað skildi hann eftir?

Meistarinn svarar:

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. “ (Matteusarguðspjall 22. 37-39).

Við sem kennum okkur við hann verðum að standa undir nafni.

Kærleikurinn deyr ekki ráðalaus.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Öll erum við þátttakendur í lífi hvers annars og eigum hlut í hver öðru. Njótum þess að eiga samfélag við annað fólk. Maður er manns gaman.

Mannlífssviðið er nokkuð þétt setið og hvert og eitt okkar hefur þar einhverju hlutverki að gegna. Gangvirki þessa leiks á sviðinu er margslungið og geymir fjörugar stundir, annasamar og ógleymanlegar. Stundum gengur sorgin inn á mannlífssviðið og þá slær þögn á hópinn. Hún er hluti af þessu víravirki lífsins sem við beygjum okkur undir.

Við höfum reist okkur virki. Heimili, vinnustaður, tómstundir, vinahópar. Við viljum nefnilega vera örugg í þessum leik lífsins þar sem margt getur gerst og við ráðum ekki við. Manneskjan leitar að öryggi í heiminum vegna þess að hún veit að hann er ekki allur þar sem hann er séður.

Útigangsfólk og heimilislaust fólk deilir sviðinu með okkur. Reyndar er það á jaðrinum. Við forðumst það og viljum ekki vita af því við hlið okkar á sviðinu. Það er skítugt og lyktar, er varasamt – þannig hugsum við stundum. Umhyggja fyrir því er komin á herðar hins opinbera og stöku sinnum réttum við því hjálparhönd í nafni kærleikans. Það er líka gott. Sjálf stöndum við oft ráðalaus gagnvart félagslegri hörmung af ýmsu tagi sem gefur borgaralegu lífi langt nef. En allt fólk hefur ákveðin mannréttindi sem lýðræðislegt samfélag verður að tryggja. Óreglufólk og utangarðsfólk.

Það er samfélagið og kristinn kærleikur sem á heimilislausa fólkið ef svo má segja. Við verðum að leysa vanda þess – sá er að minnsta kosti skilningur lýðræðis og mannréttinda – og kristinnar trúar, ábyrgðar hinnar kristnu manneskju. Það er nefnilega svo að þótt einhver tiltekinn hópur fólks sem fæstir vilja vita af sé settur í umhyggju hins opinbera með neyðarskýlum og alls konar úrræðum eins og það heitir þá er ekki þar með sagt að einstaklingurinn geti ekki sýnt samfélagslega ábyrgð og greitt götu þessa fólks. Komið því til hjálpar. Það er reyndar oft gert, ekki má gleyma því: í nafni mannúðar og kristilegs kærleika. En betur má ef duga skal.

Útigangsfólkið, utangarðsfólkið, heimilislausa fólkið, óreglufólkið, hvaða nafni sem við viljum kalla þennan hóp, segir sögu með lífi sínu. Allt átti það æsku, móður og föður. Kannski var æskan góð eða herfileg. En í einhverjum kafla sögu þeirra var vikið af leið og söguþráðurinn slitinn. Nýr þráður spunninn sem enginn réð við og ný saga sögð. Lífssaga hvers og eins okkar er rituð af okkur sjálfum og öðru fólki – drættir þeirrar sögu eru misskýrir – sumir eru sterkir og ógleymanlegir meðan aðrir eru daufari og hversdagslegri. Já, sumir eru svo sárir að þeir nísta. En þetta er hluti af sögu okkar.

Allt á þetta raunafólk einhverja að sem í mörgum tilvikum hafa gefist upp á því. Horfið, verið nánast bugað fólk á sál og líkama. Grátið örlög og misst bræður, systur, börn, foreldra.

Barnið í jötunni sem jólin snúast um óx úr grasi. Gleymum því ekki. Margt dreif á daga þess eins og kristið fólk veit. Það þekkir boðskap hans en kjarninn var sá að elska náungann eins og sjálfan sig. Meistarinn frá Nasaret þekkti vel kjör þeirra er stóðu höllum fæti og utangarðs. Umgekkst fólk sem samfélagið hafði ýtt út á jaðarinn. Hann var tekinn af lífi með utangarðsmönnum. Maður sem samfélagið hafnaði vegna þess sem hann var.

En hvað skildi hann eftir?

Meistarinn svarar:

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. “ (Matteusarguðspjall 22. 37-39).

Við sem kennum okkur við hann verðum að standa undir nafni.

Kærleikurinn deyr ekki ráðalaus.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir