Aðeins einn Íslendingur hefur komist með formlegum hætti í helgra manna tölu í kaþólsku kirkjunni eins og mörgum er kunnugt um. Þorlákur helgi Þórhallsson (1133-1193) er verndardýrlingur Íslands meðal kaþólskra frá því 1985 og var það Jóhannes Páll II., páfi, sem útnefndi hann til þessa ábyrgðarhlutverks.

Það vakti athygli Kirkjublaðsins. is þegar á vegi þess varð heimasíða rómversk-kaþólsks safnaðar í Øvre Romerike, norðaustan við Ósló, sem kallast Söfnuður Guðmundar hins helga og kirkjan ber sömuleiðis nafn hans.

Og hver skyldi hann nú vera?

Jú, það er Hólabiskupinn forni Guðmundur góði Arason (1161-1237), sem nýtur þess heiðurs að vera kenndur við þennan ágæta söfnuð.

Guðmundur biskup fékk viðurnafnið hinn góði þar sem hann sýndi fólki sem stóð höllum fæti mikinn stuðning. Töldu höfðingjar hann eyða fjármunum biskupsstólsins um of í örlæti sínu við öreiga. Biskup var hrakinn af stólnum – var í útlegð í Noregi í sjö ár. Almúgafólk stóð með honum. Guðmundur góði fór sjálfur á flakk. Hann var og kunnur fyrir vatnsvígslur sína (Gvendarbrunnar) og lækningaverk.

Á heimasíðu norska safnaðarins er saga Guðmundar rakin í stuttu máli.

Þar kemur fram að rómversk-kaþólska kirkjan hefur ekki viðurkennt Guðmund Arason sem dýrling og ber þar einkum fyrir sig að hann var kvæntur maður. Dugði hvorki meinlæti hans né hjartagæska gagnvart almúga til að koma honum í þann hóp. Þá síður eindregin kirkjuvaldsstefna.

Hvað sem því líður þá litu Íslendingar snemma til Guðmundar góða sem heilags manns og á 13. öld var mikil dýrkun á honum.

Engu að síður tvínóna rómversk-kaþólskir Norðmenn ekki við að setja á hann dýrlingstign að hætti trúarsiðar síns. Þá kemur og fram að 1732 hafi brunnið kapella í Gardemoen sem bar nafn Guðmundar góða.

Segja má að landinn geti sér gott orð á ýmsum sviðum. Íslensk kristni getur verið stolt af þessum ágæta þjóni sínum og þeirri virðingu sem honum er sýnd enda þótt lúthersk kirkja láti sér fátt um dýrlinga finnast og hafi afnumið dýrkun þeirra.

Í sögu Guðmundar góða sem Arngrímur Brandsson (d. 1361), ábóti, skráði segir svo um viðbrögð hinna fátæku og umkomulausu við dauða hins góðhjartaða og gjafmilda Hólabiskups:

Hvað mun af oss verða? Hver mun oss hugga? Nú er þess manns hold hulið mold, er oss fæddi, huggaði og klæddi með sínu huggæði og eigi varð um aldir í því fundinn, að hann fyrirliti fátækan mann. Fyrir vora skuld þoldi hann hungur og kulda, ónáð og útlegð, hatur og harmkvæli, grimmd og ágang sinna óvina, því að hann var styrking veikra og vanmáttugra, efling ekkna og faðir föðurlausra, huggan harmþrunginna, snauðra og sælla. Hver fannst honum miskunnsamari og hreinni, lítillátari og mildari? (Arngrímur ábóti, Biskupa sögur, þriðja bindi, Hólabiskupar, Guðni Jónsson bjó til prentunar, Íslendingasagnaútgáfan, Haukadalsútgáfan: Reykjavík 1953, 422. – Stafsetn. færð til nútímamáls.)

 

Kirkja Guðmundar góða Arasonar, hins helga, er  myndarleg guðshús

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðeins einn Íslendingur hefur komist með formlegum hætti í helgra manna tölu í kaþólsku kirkjunni eins og mörgum er kunnugt um. Þorlákur helgi Þórhallsson (1133-1193) er verndardýrlingur Íslands meðal kaþólskra frá því 1985 og var það Jóhannes Páll II., páfi, sem útnefndi hann til þessa ábyrgðarhlutverks.

Það vakti athygli Kirkjublaðsins. is þegar á vegi þess varð heimasíða rómversk-kaþólsks safnaðar í Øvre Romerike, norðaustan við Ósló, sem kallast Söfnuður Guðmundar hins helga og kirkjan ber sömuleiðis nafn hans.

Og hver skyldi hann nú vera?

Jú, það er Hólabiskupinn forni Guðmundur góði Arason (1161-1237), sem nýtur þess heiðurs að vera kenndur við þennan ágæta söfnuð.

Guðmundur biskup fékk viðurnafnið hinn góði þar sem hann sýndi fólki sem stóð höllum fæti mikinn stuðning. Töldu höfðingjar hann eyða fjármunum biskupsstólsins um of í örlæti sínu við öreiga. Biskup var hrakinn af stólnum – var í útlegð í Noregi í sjö ár. Almúgafólk stóð með honum. Guðmundur góði fór sjálfur á flakk. Hann var og kunnur fyrir vatnsvígslur sína (Gvendarbrunnar) og lækningaverk.

Á heimasíðu norska safnaðarins er saga Guðmundar rakin í stuttu máli.

Þar kemur fram að rómversk-kaþólska kirkjan hefur ekki viðurkennt Guðmund Arason sem dýrling og ber þar einkum fyrir sig að hann var kvæntur maður. Dugði hvorki meinlæti hans né hjartagæska gagnvart almúga til að koma honum í þann hóp. Þá síður eindregin kirkjuvaldsstefna.

Hvað sem því líður þá litu Íslendingar snemma til Guðmundar góða sem heilags manns og á 13. öld var mikil dýrkun á honum.

Engu að síður tvínóna rómversk-kaþólskir Norðmenn ekki við að setja á hann dýrlingstign að hætti trúarsiðar síns. Þá kemur og fram að 1732 hafi brunnið kapella í Gardemoen sem bar nafn Guðmundar góða.

Segja má að landinn geti sér gott orð á ýmsum sviðum. Íslensk kristni getur verið stolt af þessum ágæta þjóni sínum og þeirri virðingu sem honum er sýnd enda þótt lúthersk kirkja láti sér fátt um dýrlinga finnast og hafi afnumið dýrkun þeirra.

Í sögu Guðmundar góða sem Arngrímur Brandsson (d. 1361), ábóti, skráði segir svo um viðbrögð hinna fátæku og umkomulausu við dauða hins góðhjartaða og gjafmilda Hólabiskups:

Hvað mun af oss verða? Hver mun oss hugga? Nú er þess manns hold hulið mold, er oss fæddi, huggaði og klæddi með sínu huggæði og eigi varð um aldir í því fundinn, að hann fyrirliti fátækan mann. Fyrir vora skuld þoldi hann hungur og kulda, ónáð og útlegð, hatur og harmkvæli, grimmd og ágang sinna óvina, því að hann var styrking veikra og vanmáttugra, efling ekkna og faðir föðurlausra, huggan harmþrunginna, snauðra og sælla. Hver fannst honum miskunnsamari og hreinni, lítillátari og mildari? (Arngrímur ábóti, Biskupa sögur, þriðja bindi, Hólabiskupar, Guðni Jónsson bjó til prentunar, Íslendingasagnaútgáfan, Haukadalsútgáfan: Reykjavík 1953, 422. – Stafsetn. færð til nútímamáls.)

 

Kirkja Guðmundar góða Arasonar, hins helga, er  myndarleg guðshús

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir