Yfir þessu altari er fögur kyrrð og formfesta. Þó er það í alfaraleið svo að segja. Stendur úti á stigapalli á sjúkrastofnun. Dálítið yfirgefið við fyrstu sýn og það hvarflar jafnvel að þeim sem fer fram hjá því að það hafi verið sett þarna til hliðar. Bíði jafnvel flutnings.

Gullinn latneskur kross á dimmrauðu altarisklæðinu er sem gamalkunnur vinur.

En altaristaflan, þrjár myndir en í raun ein, dregur augað að sér. Yfir hverri mynd er mikil kyrrð og festa. Í miðið er Kristur og til sitt hvorrar handar englar. Hönd Krists er blessandi og hann horfir feimnislaust beint fram. Í augu þess sem staldrar fyrir framan myndina.

Hann biður um augnsamband. Án þess þó að spyrja. Augu tengjast augum. Já, biður um tengingu á þeim tímum þegar allir eru tengdir.

Oft er langt á milli listamanna og þeirra staða þar sem listaverk þeirra hafna.

Alfreð Flóki (1938-1987) er höfundur þessara mynda. Hann var goðsögn á sínum tíma. Ótrúlegur maður og afburða snjall listamaður. Hann var ekki allra og mjög umdeildur enda fór hann sínar eigin leiðir. Flest verka hans báru með sér ákveðinn óhugnað en listamaðurinn kafaði ofan í sálir mannfólksins og strauma sinnar tíðar. Í myndum hans var gjarnan ókyrrð og ofsi, órar og demónar; hann gekk fram af mörgum.

Þess vegna er þessi myndþrenna meistarans athyglisverð því þar er engan usla að finna eða tilhneigingu til að ganga fram af fólki. Yfirbragð myndanna þriggja er ekki þessa heims en þó svo jarðbundin að það talar til þess sem á leið hjá af sjúkrastofnuninni. Hvort sem viðkomandi er nú bugaður af sorg eða kvíða, vonleysi og samviskubiti.  Þá mætir honum þessi skilningsríki Kristur og biður um að hlustað sé á sama hátt og englarnir tveir við hlið hans hlusta af gaumgæfni.

Það er óvenjulegt – og í hæsta máta í stíl við listamanninn sjálfan – að kallað sé til fólks á jafn hversdagslegum stað og einn stigapallur er. Og það er reyndar ekki neinn venjulegur maður sem kallar – heldur meistarinn frá Nasaret, guðssonurinn. Og hann kallar úr penna hins jarðneska meistara, Alfreðs Flóka.

Þess vegna er vel þess virði að nema staðar á stigapöllum – og ekki síst þessum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Yfir þessu altari er fögur kyrrð og formfesta. Þó er það í alfaraleið svo að segja. Stendur úti á stigapalli á sjúkrastofnun. Dálítið yfirgefið við fyrstu sýn og það hvarflar jafnvel að þeim sem fer fram hjá því að það hafi verið sett þarna til hliðar. Bíði jafnvel flutnings.

Gullinn latneskur kross á dimmrauðu altarisklæðinu er sem gamalkunnur vinur.

En altaristaflan, þrjár myndir en í raun ein, dregur augað að sér. Yfir hverri mynd er mikil kyrrð og festa. Í miðið er Kristur og til sitt hvorrar handar englar. Hönd Krists er blessandi og hann horfir feimnislaust beint fram. Í augu þess sem staldrar fyrir framan myndina.

Hann biður um augnsamband. Án þess þó að spyrja. Augu tengjast augum. Já, biður um tengingu á þeim tímum þegar allir eru tengdir.

Oft er langt á milli listamanna og þeirra staða þar sem listaverk þeirra hafna.

Alfreð Flóki (1938-1987) er höfundur þessara mynda. Hann var goðsögn á sínum tíma. Ótrúlegur maður og afburða snjall listamaður. Hann var ekki allra og mjög umdeildur enda fór hann sínar eigin leiðir. Flest verka hans báru með sér ákveðinn óhugnað en listamaðurinn kafaði ofan í sálir mannfólksins og strauma sinnar tíðar. Í myndum hans var gjarnan ókyrrð og ofsi, órar og demónar; hann gekk fram af mörgum.

Þess vegna er þessi myndþrenna meistarans athyglisverð því þar er engan usla að finna eða tilhneigingu til að ganga fram af fólki. Yfirbragð myndanna þriggja er ekki þessa heims en þó svo jarðbundin að það talar til þess sem á leið hjá af sjúkrastofnuninni. Hvort sem viðkomandi er nú bugaður af sorg eða kvíða, vonleysi og samviskubiti.  Þá mætir honum þessi skilningsríki Kristur og biður um að hlustað sé á sama hátt og englarnir tveir við hlið hans hlusta af gaumgæfni.

Það er óvenjulegt – og í hæsta máta í stíl við listamanninn sjálfan – að kallað sé til fólks á jafn hversdagslegum stað og einn stigapallur er. Og það er reyndar ekki neinn venjulegur maður sem kallar – heldur meistarinn frá Nasaret, guðssonurinn. Og hann kallar úr penna hins jarðneska meistara, Alfreðs Flóka.

Þess vegna er vel þess virði að nema staðar á stigapöllum – og ekki síst þessum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir