Í dagsins önn leiða menn hugann mismikið að dauðanum.
Í vikubyrjun staldraði blaðamaður Morgunblaðsins við fjóra einstaklinga á förnum vegi og spurði þá hvort þeir tryðu á líf eftir dauðann:
Þeir svöruðu svo:
Þetta eru allt góð og heiðarleg svör. Kannski má segja að það sé athyglisvert að blaðamaðurinn hafi ekki rekist á neinn sem nefndi upprisuna, upprisu dauðra í anda kristinnar trúar. Hér er það endurfæðingin sem á sviðið og trú á að ekkert bíði handan dauðans.
Þetta er Kirkjublaðinu.is tilefni til að fara nokkrum orðum um dauða og upprisu.
Hver dagur færir mönnunum alls konar verkefni sem þeir glíma við. Hugleiðingar um merkingu lífsins og endalok geyma menn einhvers staðar djúpt í huganum þar sem þeir bjástra á vettvangi dagsins. Samt vakir dauðinn yfir þeim og minnir óþægilega á sig og vekur oft með þeim angist. Dauðinn setur manninum mörk sem hann unir illa við og þrátt fyrir tækni og vit stendur hann ráðþrota frammi fyrir honum. En hann bíður þarna einhvers staðar í framtíðinni og mun knýja dyra fyrr eða síðar.
Hugsanir manna um dauðann fara oftast eftir heimspekilegum og trúarlegum farvegi – tilvistarlegum pælingum á vettvangi dagsins. Þar glímir maðurinn við kjarnaspurningar um líf og dauða hvort heldur hann er nú hungraður í lífdaga eða saddur. Sumir tala um að þeirra bíði vistaskipti, aðrir að þeir endurfæðist og enn aðrir að dauðinn sé endir alls og því alger. Sumarlandið er líka oft nefnt sem sá staður sem haldið er til í lok jarðvistar. Himnaríki og faðmur Guðs.
Menn líta kristnina margvíslegum augum. Sumir horfa til hennar sem siðagrundvallar fyrir samfélagið og telja hana þess vegna gegna mikilvægu hlutverki. Í augum annarra snýst hún fyrst og síðast um trú einstaklingsins eða samfélagslega hefð og þá er stuðst við hvort tveggja trúarsetningar sem orðið hafa til á liðnum öldum sem og persónulegri trúarupplifun.
Í kristinni trú játa menn upprisu dauðra, eða upprisu holdsins, mannsins. En hvernig skiljum við upprisuna? „Dauðinn er síðasti óvinurinn sem verður að engu gerður,“ skrifar Pállpostuli þegar hann ræðir um upprisuna í Fyrra bréfi sínu til Korintumanna (15.26). Hann er fyrstur manna til að túlka upprisu Jesú Krists í rituðu máli en bréf hans eru snöggtum eldri en guðspjöllinn. Páll er baráttuglaður að vanda og sannfærður í trú sinni. Hann hefur blásið kappi í kinnar mörgum manninum og ófáir sem leita í smiðju hans um túlkun á kristinni trú enda þótt aldir séu frá því að hann var uppi. Sumir taka orð bókstaflega og gera að sínum.
Enda þótt postulinn Páll telji það vera heimskulega spurt (1. Korintubréf 15.36) þegar menn spyrja hvernig dauðir rísi upp þá er það þó nokkurt tilefni til umhugsunar. Hann talar um að allir menn hafi jarðneskan líkama sem umbreytist í upprisunni himneskan líkama því að hold og blóð (jarðneskur líkami) getur ekki erft Guðs ríki að mati hans. Allir jarðneskir líkamar munu umbreytast – veikur og forgengilegur líkami mannsins mun breytast í dýrðarlíkama Krists og það eru að sönnu dulúðug orð sem fela í sér samsömun hins trúaða við Krist. Sjálfur óskar Páll þess að honum auðnist að „ná til upprisunnar frá dauðum“ og keppir að því (Filippíbréfið 3.11, 21). Þegar guðspjöll Nýja testamentisins eru lesin kemur í ljós að höfundar þeirra skilja upprisuna sem upprisu líkamans. Páll lítur hana öðrum augum og einnig voru á dögum frumkirkjunna fjölmargir hópar sem höfðu allt annan skilning á henni.
Oft er sagt að kristin trú sé upprisutrú. Kristnir menn játa í postullegu trúarjátningunni að þeir trúi á upprisu dauðra – eða upprisu mannsins. Bakgrunnur þessa er auðvitað upprisa Jesú Krists frá dauðum á páskadagsmorgni eins og frá þeim atburði er greint í Nýja testamentinu. Enginn var reyndar vitni að upprisunni en konur nokkrar komu að gröf Jesú tómri þennan morgunn. Síðan birtist Jesús lærisveinumsínum nokkrum sinnum eins og lesa má í guðspjöllunum. Hafa verður í huga að þessar frásagnir eru skrifaðar löngu eftir að þessir atburðir áttu að hafa orðið. Sá sem hefur mótað skilning kristinna manna í trú þeirra, Páll postuli, taldi að allir yrðu „lífgaðir vegna sambands síns við Krist.“ (Fyrra Korintubréf 15.22).
Nú vitum við að Páll og höfundar guðspjallanna voru menn eins og við – þeir voru ekki englar frekar en við! Vangaveltur Páls eiga rót sína í trúmanninum Páli. Hann trúir því að Jesús frá Nasaret sé Messías, sé frelsarinn, sendur af Guði. Sjálfur sá hann Jesú á veginum til Damaskus forðum daga í miklum ljóma og heyrði rödd hans (Postulasagan 9.3-5), sá hann í raun í himneskum líkama. Hann sá Jesú aldei í jarðneskum líkama enda hafði Páll þá öðrum hnöppum að hneppa og þeim ekki fögrum. Hann sagðist líka ekki vera þess verður að kallast postuli þar sem hann hefði ofsótt söfnuð Guðs. Það er líka merkilegt að Páll nefnir aldrei gröf Jesú á nafn, tómu gröfina, þótt hann nefni greftrun hans. Guðspjöllin segja hins vegar frá tómu gröfinni, gröf Jesú.
Margt kristið fólk í nútímanum veltir fyrir sér dauða og upprisu. Það kynnir sér hvernig um hvort tveggja er rætt í bréfum postulans og í guðspjöllunum. Íhugun og bæn eru einnig mikilvæg hverjum kristnum manni til þess að skilja betur hvers það má vona og trúa á Jesú í lífi og dauða. Síðast en kannski ekki síst hefur fólk sínar eigin hugmyndir um hvernig fari fyrir líkamanum við lok lífsins. Þær hugmyndir geta verið byggðar á ýmsu: trú, heimspeki, von og raunsæi. Mikilvægast er að hver túlki fyrir sig á grundvelli trúar sinnar og þekkingar.
Kristin trú er upprisutrú, það er fagnaðarerindið. Þess vegna er höfuðjátning kristins fólks þessi: „Kristur er upprisinn!“
En það er játning og allar játningar þarf að ræða og velta fyrir sér – og spyrja: Hvernig skilur þú þær og hvernig skilur nútíminn þær?
Í dagsins önn leiða menn hugann mismikið að dauðanum.
Í vikubyrjun staldraði blaðamaður Morgunblaðsins við fjóra einstaklinga á förnum vegi og spurði þá hvort þeir tryðu á líf eftir dauðann:
Þeir svöruðu svo:
Þetta eru allt góð og heiðarleg svör. Kannski má segja að það sé athyglisvert að blaðamaðurinn hafi ekki rekist á neinn sem nefndi upprisuna, upprisu dauðra í anda kristinnar trúar. Hér er það endurfæðingin sem á sviðið og trú á að ekkert bíði handan dauðans.
Þetta er Kirkjublaðinu.is tilefni til að fara nokkrum orðum um dauða og upprisu.
Hver dagur færir mönnunum alls konar verkefni sem þeir glíma við. Hugleiðingar um merkingu lífsins og endalok geyma menn einhvers staðar djúpt í huganum þar sem þeir bjástra á vettvangi dagsins. Samt vakir dauðinn yfir þeim og minnir óþægilega á sig og vekur oft með þeim angist. Dauðinn setur manninum mörk sem hann unir illa við og þrátt fyrir tækni og vit stendur hann ráðþrota frammi fyrir honum. En hann bíður þarna einhvers staðar í framtíðinni og mun knýja dyra fyrr eða síðar.
Hugsanir manna um dauðann fara oftast eftir heimspekilegum og trúarlegum farvegi – tilvistarlegum pælingum á vettvangi dagsins. Þar glímir maðurinn við kjarnaspurningar um líf og dauða hvort heldur hann er nú hungraður í lífdaga eða saddur. Sumir tala um að þeirra bíði vistaskipti, aðrir að þeir endurfæðist og enn aðrir að dauðinn sé endir alls og því alger. Sumarlandið er líka oft nefnt sem sá staður sem haldið er til í lok jarðvistar. Himnaríki og faðmur Guðs.
Menn líta kristnina margvíslegum augum. Sumir horfa til hennar sem siðagrundvallar fyrir samfélagið og telja hana þess vegna gegna mikilvægu hlutverki. Í augum annarra snýst hún fyrst og síðast um trú einstaklingsins eða samfélagslega hefð og þá er stuðst við hvort tveggja trúarsetningar sem orðið hafa til á liðnum öldum sem og persónulegri trúarupplifun.
Í kristinni trú játa menn upprisu dauðra, eða upprisu holdsins, mannsins. En hvernig skiljum við upprisuna? „Dauðinn er síðasti óvinurinn sem verður að engu gerður,“ skrifar Pállpostuli þegar hann ræðir um upprisuna í Fyrra bréfi sínu til Korintumanna (15.26). Hann er fyrstur manna til að túlka upprisu Jesú Krists í rituðu máli en bréf hans eru snöggtum eldri en guðspjöllinn. Páll er baráttuglaður að vanda og sannfærður í trú sinni. Hann hefur blásið kappi í kinnar mörgum manninum og ófáir sem leita í smiðju hans um túlkun á kristinni trú enda þótt aldir séu frá því að hann var uppi. Sumir taka orð bókstaflega og gera að sínum.
Enda þótt postulinn Páll telji það vera heimskulega spurt (1. Korintubréf 15.36) þegar menn spyrja hvernig dauðir rísi upp þá er það þó nokkurt tilefni til umhugsunar. Hann talar um að allir menn hafi jarðneskan líkama sem umbreytist í upprisunni himneskan líkama því að hold og blóð (jarðneskur líkami) getur ekki erft Guðs ríki að mati hans. Allir jarðneskir líkamar munu umbreytast – veikur og forgengilegur líkami mannsins mun breytast í dýrðarlíkama Krists og það eru að sönnu dulúðug orð sem fela í sér samsömun hins trúaða við Krist. Sjálfur óskar Páll þess að honum auðnist að „ná til upprisunnar frá dauðum“ og keppir að því (Filippíbréfið 3.11, 21). Þegar guðspjöll Nýja testamentisins eru lesin kemur í ljós að höfundar þeirra skilja upprisuna sem upprisu líkamans. Páll lítur hana öðrum augum og einnig voru á dögum frumkirkjunna fjölmargir hópar sem höfðu allt annan skilning á henni.
Oft er sagt að kristin trú sé upprisutrú. Kristnir menn játa í postullegu trúarjátningunni að þeir trúi á upprisu dauðra – eða upprisu mannsins. Bakgrunnur þessa er auðvitað upprisa Jesú Krists frá dauðum á páskadagsmorgni eins og frá þeim atburði er greint í Nýja testamentinu. Enginn var reyndar vitni að upprisunni en konur nokkrar komu að gröf Jesú tómri þennan morgunn. Síðan birtist Jesús lærisveinumsínum nokkrum sinnum eins og lesa má í guðspjöllunum. Hafa verður í huga að þessar frásagnir eru skrifaðar löngu eftir að þessir atburðir áttu að hafa orðið. Sá sem hefur mótað skilning kristinna manna í trú þeirra, Páll postuli, taldi að allir yrðu „lífgaðir vegna sambands síns við Krist.“ (Fyrra Korintubréf 15.22).
Nú vitum við að Páll og höfundar guðspjallanna voru menn eins og við – þeir voru ekki englar frekar en við! Vangaveltur Páls eiga rót sína í trúmanninum Páli. Hann trúir því að Jesús frá Nasaret sé Messías, sé frelsarinn, sendur af Guði. Sjálfur sá hann Jesú á veginum til Damaskus forðum daga í miklum ljóma og heyrði rödd hans (Postulasagan 9.3-5), sá hann í raun í himneskum líkama. Hann sá Jesú aldei í jarðneskum líkama enda hafði Páll þá öðrum hnöppum að hneppa og þeim ekki fögrum. Hann sagðist líka ekki vera þess verður að kallast postuli þar sem hann hefði ofsótt söfnuð Guðs. Það er líka merkilegt að Páll nefnir aldrei gröf Jesú á nafn, tómu gröfina, þótt hann nefni greftrun hans. Guðspjöllin segja hins vegar frá tómu gröfinni, gröf Jesú.
Margt kristið fólk í nútímanum veltir fyrir sér dauða og upprisu. Það kynnir sér hvernig um hvort tveggja er rætt í bréfum postulans og í guðspjöllunum. Íhugun og bæn eru einnig mikilvæg hverjum kristnum manni til þess að skilja betur hvers það má vona og trúa á Jesú í lífi og dauða. Síðast en kannski ekki síst hefur fólk sínar eigin hugmyndir um hvernig fari fyrir líkamanum við lok lífsins. Þær hugmyndir geta verið byggðar á ýmsu: trú, heimspeki, von og raunsæi. Mikilvægast er að hver túlki fyrir sig á grundvelli trúar sinnar og þekkingar.
Kristin trú er upprisutrú, það er fagnaðarerindið. Þess vegna er höfuðjátning kristins fólks þessi: „Kristur er upprisinn!“
En það er játning og allar játningar þarf að ræða og velta fyrir sér – og spyrja: Hvernig skilur þú þær og hvernig skilur nútíminn þær?