Hver morgunn er í sjálfu sér öðrum líkur en þó felur hann eitthvað nýtt í sér sem kemur í ljós þegar hann líður. Nóttin er að baki og nýr dagur leysir hana af hólmi. Opin augu horfa mót því sem er nýtt því dagurinn sem kominn er hefur ekki áður sést. Hann er eins og nýr nemandi sem við leiðum um völundarhús okkar. Eða eins og nýsprottið blóm sem lyftir kolli sínum mót himni skaparans. Ilmar og gleður auga mannsins í önnum dagsins.

Dagurinn fagnar manninum sem ferðafélaga sínum og báðir vita þeir að fyrstu spor hans eru snögg ferð til kvöldsins. Hann staldrar í raun og veru stutt við og kannski þess vegna er dýrmætt að nota hann í stað þess að horfa á eftir honum inn í nóttina eins og hann hafi aldrei látið sjá sig.

Þannig er hver dagur eins og lítil spegilmynd af lífinu sem kemur í heiminn – og tækifærum þess. Af lífi mannanna sem koma og fara, kynslóðanna sem streyma eftir djúpum farvegi tímans og raða sér kurteislega á dagana.

Á sama hátt og lífið gerir nánast þá kröfu á hendur mönnunum að þeir aðhafist eitthvað eins gerir dagurinn þá hina sömu kröfu. Svo lengi sem menn hafa heilsu og eru með ráði og rænu ganga þeir út í lífið með það í huga að njóta þess og sinna því sem það býður upp á. Og hver nýr dagur sem bankar upp á í lífi okkar er tilboð um að taka til hendinni. Tilboð um að nota hæfileika, njóta samvista, gera sér dagamun, læra eitthvað nýtt um sjálfan sig og lífið. Gefa af sér – auðsýna kærleika og miskunn. Reyna að skilja sjálfa sig og lífið – og það er ekki lítið verkefni. Allt er þetta er hluti af hversdagslegri menningu sem dagurinn færir okkur og við sköpum með honum.

Dagurinn er nýr – og hann kemur – og fer. Og hver maður gengur inn í þennan menningardag, mætir honum eins og gömlum kunningja og horfist um leið í augu við sjálfan sig, sér að hver dagur sem kemur og gefur honum tíma, tekur líka tíma frá honum um leið og hann hverfur sjónum inn í nóttina: Báðir gefa af sér. Það skiptir mestu máli.

Í raun er hver maður reynslunni ríkari að hverjum degi liðnum en um leið ögn fátækari af þeim tíma sem hann fær til umráða í lífi sínu. En hann er líka auðugri af menningu og sjálfsskilningi. Og engu máli skiptir hvort það er menningarnótt eða menningardagur.

Menningin umvefur manninn alla daga og allar nætur ársins.

Okkar er að opna augun. Horfa, skyggnast um – njóta og þakka. Því að: „…fyrir stafni er haf og himinninn.“

 

Þegar mannlif og menning blómstrar í Reykjavík er ekki úr vegi að virða fyrir sér styttur bæjarins eins og sungið var einu sinni. Þessi stytta stendur við höfnina í Reykjavík og var sett upp 1997 á sjómannadaginn. Ingi Þ. Gíslason (1905-1956), kennari og listamaður, gerði styttuna en hann var snjall listamaður sem hefur ekki verið gefinn nægur gaumur sem skyldi í íslenskri listasögu.

„…fyrir stafni er haf og himinninn.“
Þegar mannlif og menning blómstrar í Reykjavík er ekki úr vegi að virða fyrir sér „styttur bæjarins sem enginn nennir að horfa á,“ eins og Spilverk þjóðanna söng um á sinni tíð. Þessi stytta stendur við höfnina í Reykjavík og er vel þess virði að staldra við og horfa á. Hún var sett upp 1997 á sjómannadaginn. Ingi Þ. Gíslason (1905-1956), kennari og listamaður, gerði styttuna en hann var snjall listamaður sem hefur ekki verið gefinn nægur gaumur sem skyldi í íslenskri listasögu.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hver morgunn er í sjálfu sér öðrum líkur en þó felur hann eitthvað nýtt í sér sem kemur í ljós þegar hann líður. Nóttin er að baki og nýr dagur leysir hana af hólmi. Opin augu horfa mót því sem er nýtt því dagurinn sem kominn er hefur ekki áður sést. Hann er eins og nýr nemandi sem við leiðum um völundarhús okkar. Eða eins og nýsprottið blóm sem lyftir kolli sínum mót himni skaparans. Ilmar og gleður auga mannsins í önnum dagsins.

Dagurinn fagnar manninum sem ferðafélaga sínum og báðir vita þeir að fyrstu spor hans eru snögg ferð til kvöldsins. Hann staldrar í raun og veru stutt við og kannski þess vegna er dýrmætt að nota hann í stað þess að horfa á eftir honum inn í nóttina eins og hann hafi aldrei látið sjá sig.

Þannig er hver dagur eins og lítil spegilmynd af lífinu sem kemur í heiminn – og tækifærum þess. Af lífi mannanna sem koma og fara, kynslóðanna sem streyma eftir djúpum farvegi tímans og raða sér kurteislega á dagana.

Á sama hátt og lífið gerir nánast þá kröfu á hendur mönnunum að þeir aðhafist eitthvað eins gerir dagurinn þá hina sömu kröfu. Svo lengi sem menn hafa heilsu og eru með ráði og rænu ganga þeir út í lífið með það í huga að njóta þess og sinna því sem það býður upp á. Og hver nýr dagur sem bankar upp á í lífi okkar er tilboð um að taka til hendinni. Tilboð um að nota hæfileika, njóta samvista, gera sér dagamun, læra eitthvað nýtt um sjálfan sig og lífið. Gefa af sér – auðsýna kærleika og miskunn. Reyna að skilja sjálfa sig og lífið – og það er ekki lítið verkefni. Allt er þetta er hluti af hversdagslegri menningu sem dagurinn færir okkur og við sköpum með honum.

Dagurinn er nýr – og hann kemur – og fer. Og hver maður gengur inn í þennan menningardag, mætir honum eins og gömlum kunningja og horfist um leið í augu við sjálfan sig, sér að hver dagur sem kemur og gefur honum tíma, tekur líka tíma frá honum um leið og hann hverfur sjónum inn í nóttina: Báðir gefa af sér. Það skiptir mestu máli.

Í raun er hver maður reynslunni ríkari að hverjum degi liðnum en um leið ögn fátækari af þeim tíma sem hann fær til umráða í lífi sínu. En hann er líka auðugri af menningu og sjálfsskilningi. Og engu máli skiptir hvort það er menningarnótt eða menningardagur.

Menningin umvefur manninn alla daga og allar nætur ársins.

Okkar er að opna augun. Horfa, skyggnast um – njóta og þakka. Því að: „…fyrir stafni er haf og himinninn.“

 

Þegar mannlif og menning blómstrar í Reykjavík er ekki úr vegi að virða fyrir sér styttur bæjarins eins og sungið var einu sinni. Þessi stytta stendur við höfnina í Reykjavík og var sett upp 1997 á sjómannadaginn. Ingi Þ. Gíslason (1905-1956), kennari og listamaður, gerði styttuna en hann var snjall listamaður sem hefur ekki verið gefinn nægur gaumur sem skyldi í íslenskri listasögu.

„…fyrir stafni er haf og himinninn.“
Þegar mannlif og menning blómstrar í Reykjavík er ekki úr vegi að virða fyrir sér „styttur bæjarins sem enginn nennir að horfa á,“ eins og Spilverk þjóðanna söng um á sinni tíð. Þessi stytta stendur við höfnina í Reykjavík og er vel þess virði að staldra við og horfa á. Hún var sett upp 1997 á sjómannadaginn. Ingi Þ. Gíslason (1905-1956), kennari og listamaður, gerði styttuna en hann var snjall listamaður sem hefur ekki verið gefinn nægur gaumur sem skyldi í íslenskri listasögu.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir