Þau sérstöku ljós í öllum regnbogans litum sem kveikt eru á aðventu vísa til þeirrar hátíðar sem senn gengur í garð. Margir segja að sú hátíð sé mikil hátíð hlutanna og boðskapur hennar falli í skuggann af þeim. Öll vitum við að margvíslegir hlutir fylgja manneskjunni og því er það ekki undravert að ókjör hluta fylgi þeirri hátíð sem framundan er – hvort tveggja þarfir hlutir og óþarfir. En það er hvers og eins að skera þar úr um á hverju sé þörf og hverju ekki.

Öll þau sem komin eru til vits og ára vita svo sem í sjálfu sér að hlutir eru ekki það sem skiptir höfuðmáli í lífinu. Andlegri leit okkar verður aldrei svalað í veröld hlutanna. En engu að síður getur fagur hlutur vakið góðan hug hjá okkur – bent út fyrir sjálfan sig, falið í sér hlýju og umhyggju, vísar til þess sem er æðra. Hátíð friðar og ljóss spyr í raun og veru hvern og einn að því hvað hann eða hún telji þess virði að sækjast eftir. Reyndar er það eitt af einkennum samfélags okkar að fyrir okkur er lagt hvað sé eftirsóknarvert og hvað ekki – svo hefur sennilega reyndar alltaf verið – svífandi tískan segir okkur eftir hverju sé vert að sækjast einmitt núna. Og tískan lofsyngur heim hlutanna – já og hún endurspeglar að einhverju leyti hugarheim mannsins og sköpunarkraft hans. Okkar er að velja, hafna eða grisja úr.

Aðventan og ljós hennar boðar komu þess sem vert er að sækjast eftir í lífinu. Boðskapur aðventu er einmitt sá að einn er tilnefndur til að leiða manneskjuna í heimi hlutanna og út úr heimi hlutanna. Blessaður er sá sem kemur í nafni Drottins, segjum við á aðventu.

Blessaður sé sá sem fer þar um boga himinsins…

En hver er hann? Hver kemur inn í heim mannsins – inn í heim hlutanna þar sem maðurinn skyggnist um gáttir?

…milli mín og jarðarinnar…

Sá sem kemur var hylltur á sínum tíma – hann var líka hrópaður niður. Og við hyllum hann líka á aðventu og jólum sem og endranær. Getur verið að við hrópum hann líka niður? Gæti hver að sjálfum sér.

Aðventan færir okkur von – já, svo gerir reyndar hver aðventa er við fáum að lifa. En þessi von er stundum dregin í efa með súrum svip því margur telur sig vita betur en sá er lífið gaf. Þegar maðurinn gleymir því að lífið er gjöf þá fetar hann  skuggaslóð sem aðventan vill beina honum frá. Fetar þá braut sem er þrautarganga: þar sem enginn Guð er nema hann sjálfur með öllum sínum takmörkunum og villuljósum í sálarglugga sínum – aðventulaus maður. Sá maður hefur kastað á glæ einum skærasta grunntóni mennskrar tilveru sem er aflið til að trúa á skapara lífsins. Sá maður þarf svo sannarlega á aðventunni að halda.

Þegar maðurinn snýr augliti sínu frá Guði þá vill hann gleyma meðbræðrum sínum – og systrum. Kristin trú kallar ætíð til ábyrgðar gagnvart þeim sem standa höllum fæti í tilverunni – gagnvart þeim sem hrjáðir eru hér í heimi hvort heldur í fátækt sinni eða auðlegð. Aðventan bregður mjúkri birtu sinni yfir til þeirra og bendir okkur á að þar sé mikið verk að vinna. Þetta er ábyrgð gagnvart lífinu hvort heldur það er heilt eða vanheilt.

Í huga okkar verðum við að hafa rými fyrir þau sem þurfa á hjálp að halda hvort heldur þau eru í útlöndum eða hér heima. Hvert og eitt okkar leggur fram sinn skerf eftir efnum og aðstæðum. Aðventan biður okkur um að opna faðminn – faðm kærleikans og umhyggjunnar.

Aðventan er sá tími sem ætlað er að vekja okkur til umhugsunar um þá miklu hátíð sem í vændum er.

…milli mín og jarðarinnar…

Á jólahátíð kallar Guð til okkar – hann kemur til okkar í mynd barnsins sem fæddist í Betlehem. Barns sem umvafið var hlýju og kærleika foreldra – barn sem hafði einstæðu hlutverki að gegna í veröldinni: í því kemur Guð í heiminn og býður okkur hverju og einu samfylgd á vegi lífsins þar sem þjónusta við náungann er efst á blaði. Þökkum fyrir það að Guð tekur í hönd okkar og vill leiða okkur allar stundir.

Og við göngum undir boga hans – fyrir okkur sjálf og allar ókomnar aldir. Núna. Á aðventunni.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þau sérstöku ljós í öllum regnbogans litum sem kveikt eru á aðventu vísa til þeirrar hátíðar sem senn gengur í garð. Margir segja að sú hátíð sé mikil hátíð hlutanna og boðskapur hennar falli í skuggann af þeim. Öll vitum við að margvíslegir hlutir fylgja manneskjunni og því er það ekki undravert að ókjör hluta fylgi þeirri hátíð sem framundan er – hvort tveggja þarfir hlutir og óþarfir. En það er hvers og eins að skera þar úr um á hverju sé þörf og hverju ekki.

Öll þau sem komin eru til vits og ára vita svo sem í sjálfu sér að hlutir eru ekki það sem skiptir höfuðmáli í lífinu. Andlegri leit okkar verður aldrei svalað í veröld hlutanna. En engu að síður getur fagur hlutur vakið góðan hug hjá okkur – bent út fyrir sjálfan sig, falið í sér hlýju og umhyggju, vísar til þess sem er æðra. Hátíð friðar og ljóss spyr í raun og veru hvern og einn að því hvað hann eða hún telji þess virði að sækjast eftir. Reyndar er það eitt af einkennum samfélags okkar að fyrir okkur er lagt hvað sé eftirsóknarvert og hvað ekki – svo hefur sennilega reyndar alltaf verið – svífandi tískan segir okkur eftir hverju sé vert að sækjast einmitt núna. Og tískan lofsyngur heim hlutanna – já og hún endurspeglar að einhverju leyti hugarheim mannsins og sköpunarkraft hans. Okkar er að velja, hafna eða grisja úr.

Aðventan og ljós hennar boðar komu þess sem vert er að sækjast eftir í lífinu. Boðskapur aðventu er einmitt sá að einn er tilnefndur til að leiða manneskjuna í heimi hlutanna og út úr heimi hlutanna. Blessaður er sá sem kemur í nafni Drottins, segjum við á aðventu.

Blessaður sé sá sem fer þar um boga himinsins…

En hver er hann? Hver kemur inn í heim mannsins – inn í heim hlutanna þar sem maðurinn skyggnist um gáttir?

…milli mín og jarðarinnar…

Sá sem kemur var hylltur á sínum tíma – hann var líka hrópaður niður. Og við hyllum hann líka á aðventu og jólum sem og endranær. Getur verið að við hrópum hann líka niður? Gæti hver að sjálfum sér.

Aðventan færir okkur von – já, svo gerir reyndar hver aðventa er við fáum að lifa. En þessi von er stundum dregin í efa með súrum svip því margur telur sig vita betur en sá er lífið gaf. Þegar maðurinn gleymir því að lífið er gjöf þá fetar hann  skuggaslóð sem aðventan vill beina honum frá. Fetar þá braut sem er þrautarganga: þar sem enginn Guð er nema hann sjálfur með öllum sínum takmörkunum og villuljósum í sálarglugga sínum – aðventulaus maður. Sá maður hefur kastað á glæ einum skærasta grunntóni mennskrar tilveru sem er aflið til að trúa á skapara lífsins. Sá maður þarf svo sannarlega á aðventunni að halda.

Þegar maðurinn snýr augliti sínu frá Guði þá vill hann gleyma meðbræðrum sínum – og systrum. Kristin trú kallar ætíð til ábyrgðar gagnvart þeim sem standa höllum fæti í tilverunni – gagnvart þeim sem hrjáðir eru hér í heimi hvort heldur í fátækt sinni eða auðlegð. Aðventan bregður mjúkri birtu sinni yfir til þeirra og bendir okkur á að þar sé mikið verk að vinna. Þetta er ábyrgð gagnvart lífinu hvort heldur það er heilt eða vanheilt.

Í huga okkar verðum við að hafa rými fyrir þau sem þurfa á hjálp að halda hvort heldur þau eru í útlöndum eða hér heima. Hvert og eitt okkar leggur fram sinn skerf eftir efnum og aðstæðum. Aðventan biður okkur um að opna faðminn – faðm kærleikans og umhyggjunnar.

Aðventan er sá tími sem ætlað er að vekja okkur til umhugsunar um þá miklu hátíð sem í vændum er.

…milli mín og jarðarinnar…

Á jólahátíð kallar Guð til okkar – hann kemur til okkar í mynd barnsins sem fæddist í Betlehem. Barns sem umvafið var hlýju og kærleika foreldra – barn sem hafði einstæðu hlutverki að gegna í veröldinni: í því kemur Guð í heiminn og býður okkur hverju og einu samfylgd á vegi lífsins þar sem þjónusta við náungann er efst á blaði. Þökkum fyrir það að Guð tekur í hönd okkar og vill leiða okkur allar stundir.

Og við göngum undir boga hans – fyrir okkur sjálf og allar ókomnar aldir. Núna. Á aðventunni.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir