Ég frétti af henni í afmælisveislu hjá vini mínum. Hann sagði að í lyftunni hefði verið einhver ung kona og spurt furðuspurninga. Hún hefði komið í lyftuna tvisvar ef ekki þrisvar sömu vikuna. Þau sem voru á leiðinni á vinnustað hans hefðu svo rætt þetta í kaffinu. Það hefðu spunnist ótrúlega skemmtilegar umræður og athyglisverðar alla vikuna. Hann hvatti mig óspart til að taka viðtal við hana og birta það um verslunarmannahelgina þegar fólk væri á ferð og flugi um landið og netið.

Ég er mjúkur kristinn aðgerðasinni, sagði hún við mig og brosti þegar ég tók í höndina á henni og kynnti mig.

Það er nú ekki á hverjum degi sem maður hittir aðgerðasinna, sagði ég glaðlega, og allra síst kristna.

Svo ég komi þráðbeint að efninu: Hvers konar aðgerðir ertu með? spurði ég forvitinn.

Ég segi stuttar setningar og jafnvel bara orð sem vekja fólk líklega til umhugsunar.

Og hvar þá?

Hún sagði að starfsvettvangur sinn væri aðallega lyftur.

Ég hváði? Lyftur?

Já, lyftur á fjölmennum vinnustöðum, svaraði hún. Húsin verða alltaf hærri og hærri. Er það ekki.

Það er víst, stamaði ég út úr mér eins og ég væri fastur í lyftunni og sagði þá:

Þegar þær eru fastar milli hæða eða hvað?

Nei. Þegar þær eru á fullri ferð. Ég er aldrei uppáþrengjandi – nota augnablikið en veit síðan að umræðan fer fram á eftir á kaffistofunum.

Lyftan í húsinu þar sem ég vinn fer reyndar óvenju hægt, sagði ég.

Sumar fara mjög hratt sagði hún og var ekki hrifin af þeim.

Geturðu nefnt mér dæmi um setningu sem þú segir?

Já, með ánægju. Í síðustu viku vann ég með setninguna: Hvort segið þið um Jesú eða Jesúm?

Jesú? Jesúm?

Og hvað? sagði ég undrandi. Spurði svo eins og kjáni: Á hvaða hæð segir þú þetta?

Þegar lyftan er að koma að annarri hæð.

Svarar fólk spurningunni?

Nei, ekki alltaf. Stundum og þau sem telja sig vita allt eru snögg til.

Og hvort er réttara?

Mér finnst nú fallegra að hafa emmið, gömul latnesk ending. En hvort tveggja er rétt.

Ég var eitthvað efins á svip og hún sagði mér bara að kíkja á vefinn um beygingarlýsingu íslensks máls.

Spurði hvort ég þekkti hann.

Jú, ég nota hann oft til að vera viss, játaði ég. (Var enda með þágufallsslæmsku sem mátti ekki sjást í texta.)

En um hvað fleira spyrðu?

Eina vikuna hafði ég vinnusetninguna: Trúið þið á upprisu Jesú Krists frá dauðum?

Þögn.

Ég skal viðurkenna að það var dálítið töff.

Og hvaða viðbrögð fékkstu?

Oftast þögn – eða hóstakjöltur. Stundum svör og athugasemdir: Ja, það er ekki lítið spurt hérna yfir rjúkandi heitu kaffinu. Eða: Góð spurning hérna í lyftusamkvæminu. Og: Amen. Líka: Fær maður hvergi frið. Þessi ætti að nota stigann. Allt milli himins og jarðar. Vænst hefur mér þótt um athugasemdina: Nú, bara karlinn á kassanum kominn af Lækjartorgi í lyftuna. Hún hló við: Þessi athugasemd hefur örugglega vakið upp sagnfræðilegar pælingar eftir á.

Hún tók síðan ótal dæmi um spurningar sem voru allar tengdar kristinni trú á ýmsa vegu: Hafið þið heyrt um Lúkas lækni? Hvað er með þetta eilífðarsmáblóm í þjóðsöngnum? Þekkið þið dóttur Jaírusar? Hafið þið skoðun á kvöldbænum?

Síðan fer fólkið úr lyftunni, ýmist hugsandi, hneykslað eða undrandi – talar svo saman í kaffitímanum og í hádeginu um það sem gerðist í lyftunni, og hún bætti við íhugul á svip: Það er kjarni málsins og hugsanlega jarðvegur fyrir uppskeru.

Ég vildi ekki trufla hana lengur svo ég riðlaði ekki aðgerðarplani hennar en spurði svona í blálokin:

Hvað með persónuvernd? Lyfturýmið, er það ekki mjög sértækur vettvangur? Fólk vill helst hafa frið þar. Og þögn nema ef þessi ótónlist, lyftutónlist malli milli hæða.

Það hefur ekki komið til tals að lyftan sé tæmt rými af orðum og skoðunum – en ekki er bannað að tala? Er það? Ekki í lyftu eða verslunum? Sagði svo með alvörufullri glettni: Nú svo veit enginn á hvaða hæð ég vinn og er því í fullum rétti þó eitt og annað detti út úr mér.

Ég þagði um stund og spurði svo ögn ringlaður: Nú, á hvaða hæð vinnurðu?

Efstu, sagði hún með dulúðgum glampa í augum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ég frétti af henni í afmælisveislu hjá vini mínum. Hann sagði að í lyftunni hefði verið einhver ung kona og spurt furðuspurninga. Hún hefði komið í lyftuna tvisvar ef ekki þrisvar sömu vikuna. Þau sem voru á leiðinni á vinnustað hans hefðu svo rætt þetta í kaffinu. Það hefðu spunnist ótrúlega skemmtilegar umræður og athyglisverðar alla vikuna. Hann hvatti mig óspart til að taka viðtal við hana og birta það um verslunarmannahelgina þegar fólk væri á ferð og flugi um landið og netið.

Ég er mjúkur kristinn aðgerðasinni, sagði hún við mig og brosti þegar ég tók í höndina á henni og kynnti mig.

Það er nú ekki á hverjum degi sem maður hittir aðgerðasinna, sagði ég glaðlega, og allra síst kristna.

Svo ég komi þráðbeint að efninu: Hvers konar aðgerðir ertu með? spurði ég forvitinn.

Ég segi stuttar setningar og jafnvel bara orð sem vekja fólk líklega til umhugsunar.

Og hvar þá?

Hún sagði að starfsvettvangur sinn væri aðallega lyftur.

Ég hváði? Lyftur?

Já, lyftur á fjölmennum vinnustöðum, svaraði hún. Húsin verða alltaf hærri og hærri. Er það ekki.

Það er víst, stamaði ég út úr mér eins og ég væri fastur í lyftunni og sagði þá:

Þegar þær eru fastar milli hæða eða hvað?

Nei. Þegar þær eru á fullri ferð. Ég er aldrei uppáþrengjandi – nota augnablikið en veit síðan að umræðan fer fram á eftir á kaffistofunum.

Lyftan í húsinu þar sem ég vinn fer reyndar óvenju hægt, sagði ég.

Sumar fara mjög hratt sagði hún og var ekki hrifin af þeim.

Geturðu nefnt mér dæmi um setningu sem þú segir?

Já, með ánægju. Í síðustu viku vann ég með setninguna: Hvort segið þið um Jesú eða Jesúm?

Jesú? Jesúm?

Og hvað? sagði ég undrandi. Spurði svo eins og kjáni: Á hvaða hæð segir þú þetta?

Þegar lyftan er að koma að annarri hæð.

Svarar fólk spurningunni?

Nei, ekki alltaf. Stundum og þau sem telja sig vita allt eru snögg til.

Og hvort er réttara?

Mér finnst nú fallegra að hafa emmið, gömul latnesk ending. En hvort tveggja er rétt.

Ég var eitthvað efins á svip og hún sagði mér bara að kíkja á vefinn um beygingarlýsingu íslensks máls.

Spurði hvort ég þekkti hann.

Jú, ég nota hann oft til að vera viss, játaði ég. (Var enda með þágufallsslæmsku sem mátti ekki sjást í texta.)

En um hvað fleira spyrðu?

Eina vikuna hafði ég vinnusetninguna: Trúið þið á upprisu Jesú Krists frá dauðum?

Þögn.

Ég skal viðurkenna að það var dálítið töff.

Og hvaða viðbrögð fékkstu?

Oftast þögn – eða hóstakjöltur. Stundum svör og athugasemdir: Ja, það er ekki lítið spurt hérna yfir rjúkandi heitu kaffinu. Eða: Góð spurning hérna í lyftusamkvæminu. Og: Amen. Líka: Fær maður hvergi frið. Þessi ætti að nota stigann. Allt milli himins og jarðar. Vænst hefur mér þótt um athugasemdina: Nú, bara karlinn á kassanum kominn af Lækjartorgi í lyftuna. Hún hló við: Þessi athugasemd hefur örugglega vakið upp sagnfræðilegar pælingar eftir á.

Hún tók síðan ótal dæmi um spurningar sem voru allar tengdar kristinni trú á ýmsa vegu: Hafið þið heyrt um Lúkas lækni? Hvað er með þetta eilífðarsmáblóm í þjóðsöngnum? Þekkið þið dóttur Jaírusar? Hafið þið skoðun á kvöldbænum?

Síðan fer fólkið úr lyftunni, ýmist hugsandi, hneykslað eða undrandi – talar svo saman í kaffitímanum og í hádeginu um það sem gerðist í lyftunni, og hún bætti við íhugul á svip: Það er kjarni málsins og hugsanlega jarðvegur fyrir uppskeru.

Ég vildi ekki trufla hana lengur svo ég riðlaði ekki aðgerðarplani hennar en spurði svona í blálokin:

Hvað með persónuvernd? Lyfturýmið, er það ekki mjög sértækur vettvangur? Fólk vill helst hafa frið þar. Og þögn nema ef þessi ótónlist, lyftutónlist malli milli hæða.

Það hefur ekki komið til tals að lyftan sé tæmt rými af orðum og skoðunum – en ekki er bannað að tala? Er það? Ekki í lyftu eða verslunum? Sagði svo með alvörufullri glettni: Nú svo veit enginn á hvaða hæð ég vinn og er því í fullum rétti þó eitt og annað detti út úr mér.

Ég þagði um stund og spurði svo ögn ringlaður: Nú, á hvaða hæð vinnurðu?

Efstu, sagði hún með dulúðgum glampa í augum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir