Hann sagðist hafa verið á ferðalagi hingað og þangað um jörðina. Spurður hvort hann hefði séð mann sem héti Job og væri heiðarlegur og trúaður maður, réttlátur og forðaðist illt, svaraði hann svo:. „Er hann guðhræddur að ástæðulausu?“

Þessir tveir sem töluðu þarna saman forðum daga voru þeir Satan og Guð. Um þetta samtal má lesa í einu spekirita Biblíunnar sem heitir Jobsbók. Þar er fjallað um þjáningar hins réttláta manns.

Satan er greinilega frekar luntalegur yfir þessum ágæta manni, honum Job. Kann ekki við hvað hann er góður drengur. Og svo bætir við svar sitt:

„Guð, þú hefur nú blessað hann í bak og fyrir og verndað hann. En um leið og þú hættir því mun hann formæla þér upp í opið geðið.“

Satan var nefnilega að gefa til kynna að Job þessi væri ekkert nema sjálfselskan og trú hans væri eigingjörn. Um leið og eitthvað færi að blása á móti yrði Guði fleygt út. Þetta fá margir að heyra enn þann dag í dag.

En Guð segir að Satan megi herja á allt hið veraldlega í eigu Jobs en ekki megi snerta hann sjálfan. Þetta líkaði Satan vel. Hann hóf þegar niðurrifsstörf sín. Síðan rak hver ógæfan aðra í lífi Jobs. Hann missti allt. Hús, fé, skepnur, vinnumenn og akra. Og börn sín. Við blasti auðn eyðileggingar eins og fylgir hinu illa. Sálarharmur og sálarkvein.

Skyldi Job hafa formælt Guði? Nei, hann féll á jörðina og fór með bæn. Það er heimsfræg bæn sem margir kannast við:

Nakinn kom ég af móðurskauti
og nakinn hverf ég þangað aftur.
Drottinn gaf og Drottinn tók,
lofað veri nafn Drottins.

(Jobsbók 1.21).

En sagan er ekki búin. Aftur hittast þeir Satan og Guð. Kannski var Satan dálítið vígmóður eftir að hafa herjað á Job en ekki fengið hann til að bölva skapara himins og jarðar í sand og ösku. Og var auðvitað hundfúll yfir því. Guð sagði Job standa sig með mikilli prýði og væri hans maður þrátt fyrir allt. Og Guð bætir því við þegar hann horfir á Satan: „Þó að þú hafir að tilefnislausu egnt mig gegn honum til að gera út af við hann.“

En Satan var ekki af baki dottinn. Hann mælir líka fleyg orð:

„Nær er skinnið en skyrtan.“

Já, skyrtan sem tákn hins veraldlega, þó að hún sé rifin og tætt geta menn staðið það svo sem af sér. Skyrta er bara skyrta. En skinnið? Það er tákn um lífið. Hvað ef gengið er gegn því? Og Satan segir: „Snertu hold hans og bein. Þá mun hann formæla þér upp í opið geðið.“ Guð segir Satan að hann megi herja á líkama hans en skuli ekki deyða hann. Þetta hefur Satan sennilega líkað vel og talið víst að nú mynda Job láta Guð heyra það og formæla honum. Fór sigurviss af þessum fundi.

Alls konar sjúkdómar grófu um sig hjá Job og kvöl hans varð mikil. Hann afmyndaðist og varð óþekkjanlegur. Kona hans hvatti hann til að formæla Guði og fara að deyja. En Job gekk ekki lengra en að formæla fæðingardegi sínum með orðunum: Farist sá dagur ég  fæddist á. Og hann flutti magnað angurljóð sem lesa má í þriðja kafla Jobsbókar. Þar er spurt um tilgang lífsins. Og þjáningar lífsins. Hvers vegna er maðurinn ekki tekinn frá þeim? „Hefur dauðlegur maður rétt fyrir sér gagnvart Guði?“ spyr einn vina Jobs. (Jobsbók 4.17).

Síðan settust vinir Jobs hjá honum og þeir þögðu í viku því kvöl hans var svo mikil. En síðar flytja þeir langar ræður yfir honum og telja meðal annars víst að hann hafi brotið stórlega gegn Guði fyrst þessar skelfilegu þjáningar sækja á hann. Og þeir fara með alls konar lygar um Guð. Job svarar þessum ræðum og heldur tryggð við Guð en kvartar engu að síður um meðferð hans  á sér og skyldi kannski engan undra.

Að lokum tekur Guð til máls. Flytur rosalegar ræður úr miklum stormi. Þar er Job tekinn svo sannarlega á teppið.

Guð segir: „Nú ætla ég að spyrja þig en þú skalt svara.“ (Jobsbók 38.3). Síðan kemur hver spurningin á fætur annarri um sköpunarverkið, hvort Job hafi verið viðstaddur sköpunina og hvort hann hafi til dæmis gefið hestinum afl og klætt makka hans faxi? Hvort hann hafi skapað skepnur jarðarinnar og búið til regnið? Það varð fátt um svör hjá Job og hann iðrast orða sinna og segir:

„Ég hef talað af skilningsleysi um undursamleg kraftaverk.“

Sögu Jobs er ekki lokið. Hann fær allt til baka – byrjar í raun og veru nýtt líf eftir að hafa séð og reynt að munur er á manninum og Guði.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hann sagðist hafa verið á ferðalagi hingað og þangað um jörðina. Spurður hvort hann hefði séð mann sem héti Job og væri heiðarlegur og trúaður maður, réttlátur og forðaðist illt, svaraði hann svo:. „Er hann guðhræddur að ástæðulausu?“

Þessir tveir sem töluðu þarna saman forðum daga voru þeir Satan og Guð. Um þetta samtal má lesa í einu spekirita Biblíunnar sem heitir Jobsbók. Þar er fjallað um þjáningar hins réttláta manns.

Satan er greinilega frekar luntalegur yfir þessum ágæta manni, honum Job. Kann ekki við hvað hann er góður drengur. Og svo bætir við svar sitt:

„Guð, þú hefur nú blessað hann í bak og fyrir og verndað hann. En um leið og þú hættir því mun hann formæla þér upp í opið geðið.“

Satan var nefnilega að gefa til kynna að Job þessi væri ekkert nema sjálfselskan og trú hans væri eigingjörn. Um leið og eitthvað færi að blása á móti yrði Guði fleygt út. Þetta fá margir að heyra enn þann dag í dag.

En Guð segir að Satan megi herja á allt hið veraldlega í eigu Jobs en ekki megi snerta hann sjálfan. Þetta líkaði Satan vel. Hann hóf þegar niðurrifsstörf sín. Síðan rak hver ógæfan aðra í lífi Jobs. Hann missti allt. Hús, fé, skepnur, vinnumenn og akra. Og börn sín. Við blasti auðn eyðileggingar eins og fylgir hinu illa. Sálarharmur og sálarkvein.

Skyldi Job hafa formælt Guði? Nei, hann féll á jörðina og fór með bæn. Það er heimsfræg bæn sem margir kannast við:

Nakinn kom ég af móðurskauti
og nakinn hverf ég þangað aftur.
Drottinn gaf og Drottinn tók,
lofað veri nafn Drottins.

(Jobsbók 1.21).

En sagan er ekki búin. Aftur hittast þeir Satan og Guð. Kannski var Satan dálítið vígmóður eftir að hafa herjað á Job en ekki fengið hann til að bölva skapara himins og jarðar í sand og ösku. Og var auðvitað hundfúll yfir því. Guð sagði Job standa sig með mikilli prýði og væri hans maður þrátt fyrir allt. Og Guð bætir því við þegar hann horfir á Satan: „Þó að þú hafir að tilefnislausu egnt mig gegn honum til að gera út af við hann.“

En Satan var ekki af baki dottinn. Hann mælir líka fleyg orð:

„Nær er skinnið en skyrtan.“

Já, skyrtan sem tákn hins veraldlega, þó að hún sé rifin og tætt geta menn staðið það svo sem af sér. Skyrta er bara skyrta. En skinnið? Það er tákn um lífið. Hvað ef gengið er gegn því? Og Satan segir: „Snertu hold hans og bein. Þá mun hann formæla þér upp í opið geðið.“ Guð segir Satan að hann megi herja á líkama hans en skuli ekki deyða hann. Þetta hefur Satan sennilega líkað vel og talið víst að nú mynda Job láta Guð heyra það og formæla honum. Fór sigurviss af þessum fundi.

Alls konar sjúkdómar grófu um sig hjá Job og kvöl hans varð mikil. Hann afmyndaðist og varð óþekkjanlegur. Kona hans hvatti hann til að formæla Guði og fara að deyja. En Job gekk ekki lengra en að formæla fæðingardegi sínum með orðunum: Farist sá dagur ég  fæddist á. Og hann flutti magnað angurljóð sem lesa má í þriðja kafla Jobsbókar. Þar er spurt um tilgang lífsins. Og þjáningar lífsins. Hvers vegna er maðurinn ekki tekinn frá þeim? „Hefur dauðlegur maður rétt fyrir sér gagnvart Guði?“ spyr einn vina Jobs. (Jobsbók 4.17).

Síðan settust vinir Jobs hjá honum og þeir þögðu í viku því kvöl hans var svo mikil. En síðar flytja þeir langar ræður yfir honum og telja meðal annars víst að hann hafi brotið stórlega gegn Guði fyrst þessar skelfilegu þjáningar sækja á hann. Og þeir fara með alls konar lygar um Guð. Job svarar þessum ræðum og heldur tryggð við Guð en kvartar engu að síður um meðferð hans  á sér og skyldi kannski engan undra.

Að lokum tekur Guð til máls. Flytur rosalegar ræður úr miklum stormi. Þar er Job tekinn svo sannarlega á teppið.

Guð segir: „Nú ætla ég að spyrja þig en þú skalt svara.“ (Jobsbók 38.3). Síðan kemur hver spurningin á fætur annarri um sköpunarverkið, hvort Job hafi verið viðstaddur sköpunina og hvort hann hafi til dæmis gefið hestinum afl og klætt makka hans faxi? Hvort hann hafi skapað skepnur jarðarinnar og búið til regnið? Það varð fátt um svör hjá Job og hann iðrast orða sinna og segir:

„Ég hef talað af skilningsleysi um undursamleg kraftaverk.“

Sögu Jobs er ekki lokið. Hann fær allt til baka – byrjar í raun og veru nýtt líf eftir að hafa séð og reynt að munur er á manninum og Guði.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir