Sennilega hafa öll þau sem leiða hugann að trú einhverja mynd af Guði í huga sér. Þessi mynd á örugglega ýmsa sameiginlega drætti hjá mörgum. Aðrir drættir eru kannski aðeins til í huga hvers og eins og geta verið mjög persónulegir.

Kannski velta fæstir því fyrir sér hvað ráði mestu um þá mynd sem þeir hafa í huga sér um það hver Guð sé. Hins vegar geta sennilega allir svarað því ef þeir eru spurðir og nefna þá líklega að fyrstu drættir myndarinnar af Guði hafi verið dregnir í uppeldi þeirra, heima eða í skóla. Stundum eru þessir drættir kallaðir barnatrú og margur telur sig vel staddan að búa að þeirri trú og hirðir lítt um þau pensilför sem aðrir vilja bæta í þá mynd síðar. Margir telja nefnilega að trúin gangi vel upp í huga barnsins sem skynjar heiminn sem ævintýri þar sem allt getur gerst. Þar sem tíminn er nánast ekki til nema þá eins og eitthvert seigfljótandi glóandi síróp.

Enginn tími hefur sótt eins hart að mönnunum með myndum eins og sá sem við nú lifum. Sumir telja jafnvel augað vera of mett og að myndáreitið sé ekki ósvipað ofgnótt efnislegra gæða sem nútímamaðurinn er hvattur í tíma og ótíma til að afla sér. Vesturlandabúinn sé ekki einasta ofalinn hvað fæðu snertir heldur og myndir. Þetta þekkjum við öll.

Á jólum horfum við á gamla helgimynd sem sýnir okkur hvernig Guð kom inn í heiminn. Þessa mynd Lúkasar guðspjallamanns þekkjum við og hún vekur ýmsar tilfinningar. Í hvert sinn sem við horfum á hana verður hún ný í hugskoti okkar. Þetta er í raun og veru ákaflega einföld mynd sem ber fráleitt með sér ofgnótt efnislegra gæða heldur miklu fremur skort. En í huga trúaðs manns býr hún yfir andlegum auði. Fátækir fjárhirðar eru úti í haga og englar birtast af himnum ofan. Hirðunum er stefnt til Betlehem og í hvert sinn sem sagan er sögð slæst áheyrandinn í för með þeim að jötunni þar sem barnið hvílir öruggt. Og foreldrar þess standa þar hjá. Yfir myndinni hvílir ákveðið umkomuleysi en þó jafnframt öryggi. Jólin fjalla um þessa mynd; á jólum er sungið um hana og fögnuður ríkir.

Þessi mynd af komu Guðs í heiminn er ólík þeirri mynd sem við sjáum t.d. á föstudeginum langa. Þar sem sterkir litir átaka og þjáninga fylla myndflötinn. Sú mynd er óralangt frá hugljúfri mynd jólanna þar sem mjúk kyrrð svífur yfir vötnum og djúpt pensilfar friðar grípur augað.

En báðar myndirnar tala á sinn hátt til okkar og þess vegna lifa þær. Þó er líklegt að þær skjótist ekki ætíð fram þegar við hugsum um Guð. Báðar byggja þær að sönnu á fornum frásögum sem skráðar voru í ákveðnum tilgangi, til að boða trú. Margir telja þær góðar svo langt sem þær ná en ekki nægja þegar rætt er um hver Guð sé og hugsað um hann. En sögur ná ætíð til manna vegna þess að manneskjan veit af langri reynslu að þær geta flutt djúpan sannleika enda þótt uppruni þeirra kunni að vera óljós.

Kristin trú talar ekki um Guð í heimspekilegum hugtökum heldur í frásögum. Trúin talar í sögum sem færa okkur ákveðinn boðskap. Þessar frásagnir er hægt að túlka á ýmsan hátt og sumar túlkanir hafa hlaupið í farveg dularfullra kenninga sem oft hafa orðið bitbein manna. Mestu máli skiptir þó sú tilfinning sem vaknar í brjóst hvers og eins við lestur trúartextanna.

En mynd jólanna blasir við okkur nú eins og svo oft áður. Hverju og einu okkar er boðið að túlka hana og skilja. Nærtækasta spurningin er sú hvaða þýðingu hún hafi hugsanlega fyrir okkur. En við verðum líka að gæta að því að þessi mynd sem jólin færa okkur er í raun og veru eitt myndskeið úr mikilli sögu. Helgimynd. Þess vegna verðum við að skoða og túlka mynd jólanna út frá heildarmyndinni: lífi meistarans frá Nasaret sem gekk um meðal hversdagslegs fólk, læknaði og ræddi við það; þjáningu hans og krossfestingu. Síðast en ekki síst: upprisu til lífs sem kveikir von og vissu meðal manna. Við höfum ekki tækifæri til að velja úr það sem þægilegast er og fellur best að hugsun okkar. Ef við gerum það verður mynd jólanna eins og hver önnur sætsúpa sem vekur með okkur klígju eftir fyrstu skeið eða aðra.

Mynd jólanna verður okkur hins vegar andlegt veganesti ef við horfum á allt samhengi hennar. Ljósið er myndmál okkar og hinn nýfæddi sonur Guðs er kominn til að vísa mannfólkinu veg í amstri daganna hvort sem þeir færa okkur gleði eða sorg. Þá vakir ljós heimsins yfir okkur á sama hátt og kertið sem rís upp úr þorpinu litla á mynd Chagalls og varpar mjúku ljósi yfir bústaði mannanna. Og himnarnir fagna. Jörðin líka. Þú og ég.

Kirkjublaðið.is óskar öllum gleðilegra jóla og blessunar Guðs!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sennilega hafa öll þau sem leiða hugann að trú einhverja mynd af Guði í huga sér. Þessi mynd á örugglega ýmsa sameiginlega drætti hjá mörgum. Aðrir drættir eru kannski aðeins til í huga hvers og eins og geta verið mjög persónulegir.

Kannski velta fæstir því fyrir sér hvað ráði mestu um þá mynd sem þeir hafa í huga sér um það hver Guð sé. Hins vegar geta sennilega allir svarað því ef þeir eru spurðir og nefna þá líklega að fyrstu drættir myndarinnar af Guði hafi verið dregnir í uppeldi þeirra, heima eða í skóla. Stundum eru þessir drættir kallaðir barnatrú og margur telur sig vel staddan að búa að þeirri trú og hirðir lítt um þau pensilför sem aðrir vilja bæta í þá mynd síðar. Margir telja nefnilega að trúin gangi vel upp í huga barnsins sem skynjar heiminn sem ævintýri þar sem allt getur gerst. Þar sem tíminn er nánast ekki til nema þá eins og eitthvert seigfljótandi glóandi síróp.

Enginn tími hefur sótt eins hart að mönnunum með myndum eins og sá sem við nú lifum. Sumir telja jafnvel augað vera of mett og að myndáreitið sé ekki ósvipað ofgnótt efnislegra gæða sem nútímamaðurinn er hvattur í tíma og ótíma til að afla sér. Vesturlandabúinn sé ekki einasta ofalinn hvað fæðu snertir heldur og myndir. Þetta þekkjum við öll.

Á jólum horfum við á gamla helgimynd sem sýnir okkur hvernig Guð kom inn í heiminn. Þessa mynd Lúkasar guðspjallamanns þekkjum við og hún vekur ýmsar tilfinningar. Í hvert sinn sem við horfum á hana verður hún ný í hugskoti okkar. Þetta er í raun og veru ákaflega einföld mynd sem ber fráleitt með sér ofgnótt efnislegra gæða heldur miklu fremur skort. En í huga trúaðs manns býr hún yfir andlegum auði. Fátækir fjárhirðar eru úti í haga og englar birtast af himnum ofan. Hirðunum er stefnt til Betlehem og í hvert sinn sem sagan er sögð slæst áheyrandinn í för með þeim að jötunni þar sem barnið hvílir öruggt. Og foreldrar þess standa þar hjá. Yfir myndinni hvílir ákveðið umkomuleysi en þó jafnframt öryggi. Jólin fjalla um þessa mynd; á jólum er sungið um hana og fögnuður ríkir.

Þessi mynd af komu Guðs í heiminn er ólík þeirri mynd sem við sjáum t.d. á föstudeginum langa. Þar sem sterkir litir átaka og þjáninga fylla myndflötinn. Sú mynd er óralangt frá hugljúfri mynd jólanna þar sem mjúk kyrrð svífur yfir vötnum og djúpt pensilfar friðar grípur augað.

En báðar myndirnar tala á sinn hátt til okkar og þess vegna lifa þær. Þó er líklegt að þær skjótist ekki ætíð fram þegar við hugsum um Guð. Báðar byggja þær að sönnu á fornum frásögum sem skráðar voru í ákveðnum tilgangi, til að boða trú. Margir telja þær góðar svo langt sem þær ná en ekki nægja þegar rætt er um hver Guð sé og hugsað um hann. En sögur ná ætíð til manna vegna þess að manneskjan veit af langri reynslu að þær geta flutt djúpan sannleika enda þótt uppruni þeirra kunni að vera óljós.

Kristin trú talar ekki um Guð í heimspekilegum hugtökum heldur í frásögum. Trúin talar í sögum sem færa okkur ákveðinn boðskap. Þessar frásagnir er hægt að túlka á ýmsan hátt og sumar túlkanir hafa hlaupið í farveg dularfullra kenninga sem oft hafa orðið bitbein manna. Mestu máli skiptir þó sú tilfinning sem vaknar í brjóst hvers og eins við lestur trúartextanna.

En mynd jólanna blasir við okkur nú eins og svo oft áður. Hverju og einu okkar er boðið að túlka hana og skilja. Nærtækasta spurningin er sú hvaða þýðingu hún hafi hugsanlega fyrir okkur. En við verðum líka að gæta að því að þessi mynd sem jólin færa okkur er í raun og veru eitt myndskeið úr mikilli sögu. Helgimynd. Þess vegna verðum við að skoða og túlka mynd jólanna út frá heildarmyndinni: lífi meistarans frá Nasaret sem gekk um meðal hversdagslegs fólk, læknaði og ræddi við það; þjáningu hans og krossfestingu. Síðast en ekki síst: upprisu til lífs sem kveikir von og vissu meðal manna. Við höfum ekki tækifæri til að velja úr það sem þægilegast er og fellur best að hugsun okkar. Ef við gerum það verður mynd jólanna eins og hver önnur sætsúpa sem vekur með okkur klígju eftir fyrstu skeið eða aðra.

Mynd jólanna verður okkur hins vegar andlegt veganesti ef við horfum á allt samhengi hennar. Ljósið er myndmál okkar og hinn nýfæddi sonur Guðs er kominn til að vísa mannfólkinu veg í amstri daganna hvort sem þeir færa okkur gleði eða sorg. Þá vakir ljós heimsins yfir okkur á sama hátt og kertið sem rís upp úr þorpinu litla á mynd Chagalls og varpar mjúku ljósi yfir bústaði mannanna. Og himnarnir fagna. Jörðin líka. Þú og ég.

Kirkjublaðið.is óskar öllum gleðilegra jóla og blessunar Guðs!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir