Það er fallegur og góður siður að minnast þeirra sem eru látin. Þakka fyrir líf þeirra og segja öðrum frá þeim. Halda minningu á lofti meðal ættfólks og vina öðrum til eftirbreytni og okkur sjálfum til huggunar. Og hvatningar. Þetta er manneskjunni eðlislægt.

Allra heilagra messa er haldin fyrsta sunnudag í nóvember; hátíð píslarvotta og helgra manna.

Venja var að hver dýrlingur ætti sinn dag á dagatali rómversk-kaþólsku kirkjunnar og á honum var hans eða hennar minnst. Þegar dýrlingum fjölgaði svo um munaði var kirkjunni vandi á höndum. Þá var gripið til þess snjalla ráðs að koma upp messudegi, allra heilagra messu, sem var nokkurs konar safndagur dýrlinganna sem komust ekki fyrir á almanaki ársins vegna þess að dagarnir voru þegar þéttsetnir.

Allra heilagra messa varð í raun og veru hátíð og ein sú helgasta í rómversk-kaþólsku kirkjunni.

Með siðbótinni var ýmsum gömlum hátíðum og siðum úr kaþólskunni vikið til hliðar enda margir þeirra flokkaðir sem ósiðir. Sumir þeirra lifðu reyndar mislengi meðal fólksins í landinu. Kannski var það ástæða þess að allra heilagra messa var ekki tekin af hér fyrr en 1770.

Evangelísk-lúthersk kirkja viðurkennir ekki dýrlinga en virðir sannarlega sögu þeirra og fórnir. Dýrlinga má ekki tilbiðja né ákalla sér til hjálpar. Það er aðeins einn sem hjálpar og sá er Jesús Kristur – og hann ber að ákalla.

Segja má að skilningur á því hvað sé dýrlingur hafi breyst í lútherskri kirkju frá því sem áður var. Dýrlingshugtakið hefur í raun verið lýðræðisvætt ef svo má komast að orði. Það er almannaeign allra kristinna vegna þess að dýrlingar eru öll þau hin kristnu sem eru látin. Allir eru helgaðir í trúnni og þeirra er minnst sérstaklega á þessum degi, allra heilagra messu: já, allir eru heilagir.

Þessi orð lét sr. Árelíus Níelsson (1910-1992) falla í Tímanum 1. nóvember 1953 þegar hann ræddi um allra heilagra messu.

Flestar kirkjur minnast allra heilagrar messu í guðsþjónustum sínum og hvetja fólk til að koma og minnast allra látinna sem því eru kærir. Andrúmsloftið í guðsþjónustum á þessum degi er því viðkvæmara og næmara en endranær. Margur sem situr á kirkjubekk lætur hugann líða til þeirra sem eru farin af heimi þessum. Þessi dagur er í raun sálubótardagur allra þeirra er leita til kirkjunnar og minnast síns fólks sem hvílir í faðmi þess er lífið gaf. Þetta er dagur mikilvægrar sálusorgunar af hálfu kirkjunnar. Auk þess heilög stund minninganna. Minningardagur allra framliðinna.

En sálubót dregur hugann að annarri messu. Allra sálna messu sem haldin var 2. nóvember ár hvert og kom til sögunnar um árið 1000. Sá dagur er kristinn farvegur til að minnast allra þeirra sem eru farin yfir móðuna miklu eins og stundum er sagt. Eru dáin. Kirkjan hefur búið til trúarlega umgjörð um allar þær minningar sem fólk geymir með sér um þau sem látin eru og voru þeim kær.

Það mætti vel huga að því að taka upp aftur helgihald undir merki allra sálna messu í stað þess sem nú er gert. Eða mætti að ósekju bæta því við. Og einhverra hluta vegna hefur allra sálna messa hrokkið út úr almanaki Þjóðvinafélagsins – þar var hún áður færð inn við hlið systur sinnar, allra heilagrar messu. Það er svo aldrei að vita hvort nafnið eitt og sér, allra sálna messa, falli hugsanlega betur í kramið hjá nútímanum heldur en allra heilagra messa.

Dómkirkjupresturinn og spíritistinn sr. Jón Auðuns (1905-1981) var frumkvöðull að því að hafa þennan dag, allra sálna messu, í hávegum. Hann sagði svo í prédikun 1941:[1]

Getur verið að þessi minningardagur sé enn glataður? Sá grunur læðist á vettvang að messur allra heilagra og allra sálna hafi runnið saman að einhverju leyti vegna andlegs skyldleika þeirra. Báðir þessir dagar, eða messur, víkja að þeim sem eru farin af heimi þessum.

Sálarrannsóknir sem svo nefndust hér á landi snerust um sannanir á framhaldslífi og röktu ýmsar sögur þeim til áréttingar. Almenningur hafði mikinn áhuga á þeim og sótti einkamiðilsfundi eða fundi sem haldnir voru fyrir opnum tjöldum þar sem miðill var á sviði; hann féll í trans og lýsti því sem bar fyrir augu hans og eyru í heimi andanna. Stundum var hægt að spyrja hann út í það sem hann sá.

Þetta skjáskot hér fyrir ofan er úr grein[2] eftir sr. Jón Auðuns frá árinu 1933. Fyrir níutíu árum. Sr. Jón var ötull forystumaður í Sálarrannsóknarfélaginu á sínum tíma. Hann hafði haft um hönd helgihald á allra sálna messu og það hafði vakið athygli. Sjálfur var hann þess fullviss að allra sálna messa „yrði skjótt íslenzkri alþýðu ein hin ástkærasta kirkju-athöfn ársins.“[3] Hann taldi líka að allra sálna messa gæfi honum gullið tækifæri til að ræða við fólk um lífið eftir dauðann.[4]

Öll ár hans sem dómkirkjuprestur mátti sækja guðsþjónustu á allra sálna messu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Gjarnan var auglýst: Minnst verður látinna. Eða framliðinna. Þetta var dagur minninga, hátíð minninga um þau sem voru horfin af þessum heimi. Eftirmenn hans héldu þessari hefð við en svo virðist sem hún hafi smám saman liðið undir lok. Allra heilagra messa tók svo yfir. Skýringin á því kann að vera sú að þeir prestar sem hallir voru undir spíritisma og sálarrannsóknir biðu lægri hlut í þjóðkirkjunni. Einhvers konar lútherskur rétttrúnaður varð ofan á sem nú virðist vera farið að fjara undan. Hvað sem því líður þá er sjálfsagt að hvetja fólk til þess að sækja kirkju á allra heilagra messu sér til sálubótar.

Það skyldi þó aldrei vera að allra sálna messa í búningi allra heilagra messu sé að verða „ein ástkærasta kirkju-athöfn ársins“?

Tilvísanir

[1] Jón Auðuns, „Þegar silfurþráðurinn slitnar, – prédikun á Allra sálna messu, flutt fyrir Frjálslynda söfnuðinn í Rvk,“ Morgunn, 2. tbl. 1. desember 1941.

[2] Jón Auðuns, „Minning framliðinna,“ Kirkjublað 3.-5. tölublað, 15. desember 1933. 52.

[3] Sama.

[4] Jón Auðuns, „Allra sálna messa. Fríkirkjan í Hafnarfirði,“ Morgunn, 2. tbl. 1. desember 1937, 167.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er fallegur og góður siður að minnast þeirra sem eru látin. Þakka fyrir líf þeirra og segja öðrum frá þeim. Halda minningu á lofti meðal ættfólks og vina öðrum til eftirbreytni og okkur sjálfum til huggunar. Og hvatningar. Þetta er manneskjunni eðlislægt.

Allra heilagra messa er haldin fyrsta sunnudag í nóvember; hátíð píslarvotta og helgra manna.

Venja var að hver dýrlingur ætti sinn dag á dagatali rómversk-kaþólsku kirkjunnar og á honum var hans eða hennar minnst. Þegar dýrlingum fjölgaði svo um munaði var kirkjunni vandi á höndum. Þá var gripið til þess snjalla ráðs að koma upp messudegi, allra heilagra messu, sem var nokkurs konar safndagur dýrlinganna sem komust ekki fyrir á almanaki ársins vegna þess að dagarnir voru þegar þéttsetnir.

Allra heilagra messa varð í raun og veru hátíð og ein sú helgasta í rómversk-kaþólsku kirkjunni.

Með siðbótinni var ýmsum gömlum hátíðum og siðum úr kaþólskunni vikið til hliðar enda margir þeirra flokkaðir sem ósiðir. Sumir þeirra lifðu reyndar mislengi meðal fólksins í landinu. Kannski var það ástæða þess að allra heilagra messa var ekki tekin af hér fyrr en 1770.

Evangelísk-lúthersk kirkja viðurkennir ekki dýrlinga en virðir sannarlega sögu þeirra og fórnir. Dýrlinga má ekki tilbiðja né ákalla sér til hjálpar. Það er aðeins einn sem hjálpar og sá er Jesús Kristur – og hann ber að ákalla.

Segja má að skilningur á því hvað sé dýrlingur hafi breyst í lútherskri kirkju frá því sem áður var. Dýrlingshugtakið hefur í raun verið lýðræðisvætt ef svo má komast að orði. Það er almannaeign allra kristinna vegna þess að dýrlingar eru öll þau hin kristnu sem eru látin. Allir eru helgaðir í trúnni og þeirra er minnst sérstaklega á þessum degi, allra heilagra messu: já, allir eru heilagir.

Þessi orð lét sr. Árelíus Níelsson (1910-1992) falla í Tímanum 1. nóvember 1953 þegar hann ræddi um allra heilagra messu.

Flestar kirkjur minnast allra heilagrar messu í guðsþjónustum sínum og hvetja fólk til að koma og minnast allra látinna sem því eru kærir. Andrúmsloftið í guðsþjónustum á þessum degi er því viðkvæmara og næmara en endranær. Margur sem situr á kirkjubekk lætur hugann líða til þeirra sem eru farin af heimi þessum. Þessi dagur er í raun sálubótardagur allra þeirra er leita til kirkjunnar og minnast síns fólks sem hvílir í faðmi þess er lífið gaf. Þetta er dagur mikilvægrar sálusorgunar af hálfu kirkjunnar. Auk þess heilög stund minninganna. Minningardagur allra framliðinna.

En sálubót dregur hugann að annarri messu. Allra sálna messu sem haldin var 2. nóvember ár hvert og kom til sögunnar um árið 1000. Sá dagur er kristinn farvegur til að minnast allra þeirra sem eru farin yfir móðuna miklu eins og stundum er sagt. Eru dáin. Kirkjan hefur búið til trúarlega umgjörð um allar þær minningar sem fólk geymir með sér um þau sem látin eru og voru þeim kær.

Það mætti vel huga að því að taka upp aftur helgihald undir merki allra sálna messu í stað þess sem nú er gert. Eða mætti að ósekju bæta því við. Og einhverra hluta vegna hefur allra sálna messa hrokkið út úr almanaki Þjóðvinafélagsins – þar var hún áður færð inn við hlið systur sinnar, allra heilagrar messu. Það er svo aldrei að vita hvort nafnið eitt og sér, allra sálna messa, falli hugsanlega betur í kramið hjá nútímanum heldur en allra heilagra messa.

Dómkirkjupresturinn og spíritistinn sr. Jón Auðuns (1905-1981) var frumkvöðull að því að hafa þennan dag, allra sálna messu, í hávegum. Hann sagði svo í prédikun 1941:[1]

Getur verið að þessi minningardagur sé enn glataður? Sá grunur læðist á vettvang að messur allra heilagra og allra sálna hafi runnið saman að einhverju leyti vegna andlegs skyldleika þeirra. Báðir þessir dagar, eða messur, víkja að þeim sem eru farin af heimi þessum.

Sálarrannsóknir sem svo nefndust hér á landi snerust um sannanir á framhaldslífi og röktu ýmsar sögur þeim til áréttingar. Almenningur hafði mikinn áhuga á þeim og sótti einkamiðilsfundi eða fundi sem haldnir voru fyrir opnum tjöldum þar sem miðill var á sviði; hann féll í trans og lýsti því sem bar fyrir augu hans og eyru í heimi andanna. Stundum var hægt að spyrja hann út í það sem hann sá.

Þetta skjáskot hér fyrir ofan er úr grein[2] eftir sr. Jón Auðuns frá árinu 1933. Fyrir níutíu árum. Sr. Jón var ötull forystumaður í Sálarrannsóknarfélaginu á sínum tíma. Hann hafði haft um hönd helgihald á allra sálna messu og það hafði vakið athygli. Sjálfur var hann þess fullviss að allra sálna messa „yrði skjótt íslenzkri alþýðu ein hin ástkærasta kirkju-athöfn ársins.“[3] Hann taldi líka að allra sálna messa gæfi honum gullið tækifæri til að ræða við fólk um lífið eftir dauðann.[4]

Öll ár hans sem dómkirkjuprestur mátti sækja guðsþjónustu á allra sálna messu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Gjarnan var auglýst: Minnst verður látinna. Eða framliðinna. Þetta var dagur minninga, hátíð minninga um þau sem voru horfin af þessum heimi. Eftirmenn hans héldu þessari hefð við en svo virðist sem hún hafi smám saman liðið undir lok. Allra heilagra messa tók svo yfir. Skýringin á því kann að vera sú að þeir prestar sem hallir voru undir spíritisma og sálarrannsóknir biðu lægri hlut í þjóðkirkjunni. Einhvers konar lútherskur rétttrúnaður varð ofan á sem nú virðist vera farið að fjara undan. Hvað sem því líður þá er sjálfsagt að hvetja fólk til þess að sækja kirkju á allra heilagra messu sér til sálubótar.

Það skyldi þó aldrei vera að allra sálna messa í búningi allra heilagra messu sé að verða „ein ástkærasta kirkju-athöfn ársins“?

Tilvísanir

[1] Jón Auðuns, „Þegar silfurþráðurinn slitnar, – prédikun á Allra sálna messu, flutt fyrir Frjálslynda söfnuðinn í Rvk,“ Morgunn, 2. tbl. 1. desember 1941.

[2] Jón Auðuns, „Minning framliðinna,“ Kirkjublað 3.-5. tölublað, 15. desember 1933. 52.

[3] Sama.

[4] Jón Auðuns, „Allra sálna messa. Fríkirkjan í Hafnarfirði,“ Morgunn, 2. tbl. 1. desember 1937, 167.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir