Flestir eru sammála um það að lífið sé skemmtilegt og gaman að lifa þrátt fyrir alls konar vanda sem ber að höndum. Öllum er líka ljóst að lífið er einhvers konar ferð sem tekur enda sem er ýmist skjótur eða langdreginn. Endirinn er með þeim hætti að margur reynir að sneiða hjá því að leiða hugann að honum meðan aðrir finna fyrir honum á hverjum degi í huga sínum og velta vöngum. Dauðinn er meiri ráðgáta en lífið og er þá kannski mikið sagt.
Í ólgu hins stafræna samfélags sem vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum getur dauðinn skotist upp fyrr en varir og allt frýs.
Sumir segja að dauðinn eigi síðasta orðið í lífi hvers manns. Punktur og basta. Allt tal um eitthvert framhald sé óskhyggja ein. Svo hafi ætíð verið og það þýði ekkert að vitna í Platón um ódauðleika sálarinnar þó að líkaminn hverfi. Manneskjurnar leiti sér huggunar í tali um framhaldslíf vegna þess að þær einfaldlega þoli ekki þessa köldu staðreynd sem dauðinn er.
Kristin trú flytur meðal annars boðskap um lífið hérna megin grafar og í henni er siðferðilegri fyrirmynd teflt fram. Misjafnlega reynist að feta í fótspor fyrirmyndarinnar. Margt á ævigöngu hennar kemur nútímamanneskjunni spánskt fyrir sjónir. Hún á til dæmis erfitt með að skilja að einum sé fórnað fyrir alla. Margar dæmisögur hennar metur hún mikils og myndi veita bókmenntaverðlaun fyrir ef hún vissi hver skrifað hefði.
Frásagnir af meistaranum af Nasaret voru skráðar fjörutíu til sextíu árum eftir að hann var tekinn af lífi á krossi. Sem sé, þetta voru ekki neinar færslur á samfélagsmiðlum í rauntíma. Enda hafa margir velt því fyrir sér hvernig þeir sjálfir myndu færa það til bókar í hinum stafræna heimi hvað gerðist í lífi þeirra fyrir svo löngum tíma. Hversu áreiðanlegt væri minnið? Og hver væri ritfærni þeirra – og skáldlegur andi. Sama á við um sögur sem gengið hefðu manna á milli. Sumir stynja enn undan því að meistarinn skuli sjálfur ekki hafa skilið eftir sig stafkrók.
Þessar frásagnir sem við köllum guðspjöll eru upplýsingaveita okkar um trúna; trúartexti sem enginn veit svo sem hver skrifaði en kenndur í heiðursskyni við ágæta menn. Þar er talað um upprisu meistarans frá dauðum.
Enginn sá meistarann frá Nasaret rísa upp frá dauðum.
En hvernig hafa þessar upprisufrásagnir fengið nýtt líf í lífi þeirra sem trúa?
Það getur reynst snúið að tala um það sem er ofar allri mannlegri skynsemi, lögmálum náttúrunnar og því sem blasir við augum fólks í hversdeginum þar sem dauðinn er á ferð í allri sinni depurð og grimmd. Andspænis honum sem eyðileggingarmætti er sagt að upprisan sé ný sköpun. Meistarinn ryðji brautina fyrir okkur í gegnum apalhraun dauðans; hann sé í fararbroddi í lífsferð kristins manns og uppfæri líf hans. „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi, er haft eftir honum við hverja kristna útför. Og framhald þeirra orða sem einhverra hluta vegna er ekki látið fljóta með á þessari stundu: „Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ Það eru orð sem veita mörgum huggun og kraft. Vekja trú, sterka sem veika.
Kannski líta margir lausnarmiðaðir nútímamenn á hin tilvitnuðu orð úr Jóhannesarguðspjalli sem ákveðna lausn. Jákvæða lausn. Og þegar lausn er fengin snúa menn sér að öðru. Sem sé allt heldur áfram, já lífið heldur áfram eins og sagt er andspænis því þegar búið er að slíta einn streng í því mikla hljóðfæri.
En kjarni málsins birtist í spurningunni: Trúir þú þessu?
Flestir eru sammála um það að lífið sé skemmtilegt og gaman að lifa þrátt fyrir alls konar vanda sem ber að höndum. Öllum er líka ljóst að lífið er einhvers konar ferð sem tekur enda sem er ýmist skjótur eða langdreginn. Endirinn er með þeim hætti að margur reynir að sneiða hjá því að leiða hugann að honum meðan aðrir finna fyrir honum á hverjum degi í huga sínum og velta vöngum. Dauðinn er meiri ráðgáta en lífið og er þá kannski mikið sagt.
Í ólgu hins stafræna samfélags sem vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum getur dauðinn skotist upp fyrr en varir og allt frýs.
Sumir segja að dauðinn eigi síðasta orðið í lífi hvers manns. Punktur og basta. Allt tal um eitthvert framhald sé óskhyggja ein. Svo hafi ætíð verið og það þýði ekkert að vitna í Platón um ódauðleika sálarinnar þó að líkaminn hverfi. Manneskjurnar leiti sér huggunar í tali um framhaldslíf vegna þess að þær einfaldlega þoli ekki þessa köldu staðreynd sem dauðinn er.
Kristin trú flytur meðal annars boðskap um lífið hérna megin grafar og í henni er siðferðilegri fyrirmynd teflt fram. Misjafnlega reynist að feta í fótspor fyrirmyndarinnar. Margt á ævigöngu hennar kemur nútímamanneskjunni spánskt fyrir sjónir. Hún á til dæmis erfitt með að skilja að einum sé fórnað fyrir alla. Margar dæmisögur hennar metur hún mikils og myndi veita bókmenntaverðlaun fyrir ef hún vissi hver skrifað hefði.
Frásagnir af meistaranum af Nasaret voru skráðar fjörutíu til sextíu árum eftir að hann var tekinn af lífi á krossi. Sem sé, þetta voru ekki neinar færslur á samfélagsmiðlum í rauntíma. Enda hafa margir velt því fyrir sér hvernig þeir sjálfir myndu færa það til bókar í hinum stafræna heimi hvað gerðist í lífi þeirra fyrir svo löngum tíma. Hversu áreiðanlegt væri minnið? Og hver væri ritfærni þeirra – og skáldlegur andi. Sama á við um sögur sem gengið hefðu manna á milli. Sumir stynja enn undan því að meistarinn skuli sjálfur ekki hafa skilið eftir sig stafkrók.
Þessar frásagnir sem við köllum guðspjöll eru upplýsingaveita okkar um trúna; trúartexti sem enginn veit svo sem hver skrifaði en kenndur í heiðursskyni við ágæta menn. Þar er talað um upprisu meistarans frá dauðum.
Enginn sá meistarann frá Nasaret rísa upp frá dauðum.
En hvernig hafa þessar upprisufrásagnir fengið nýtt líf í lífi þeirra sem trúa?
Það getur reynst snúið að tala um það sem er ofar allri mannlegri skynsemi, lögmálum náttúrunnar og því sem blasir við augum fólks í hversdeginum þar sem dauðinn er á ferð í allri sinni depurð og grimmd. Andspænis honum sem eyðileggingarmætti er sagt að upprisan sé ný sköpun. Meistarinn ryðji brautina fyrir okkur í gegnum apalhraun dauðans; hann sé í fararbroddi í lífsferð kristins manns og uppfæri líf hans. „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi, er haft eftir honum við hverja kristna útför. Og framhald þeirra orða sem einhverra hluta vegna er ekki látið fljóta með á þessari stundu: „Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ Það eru orð sem veita mörgum huggun og kraft. Vekja trú, sterka sem veika.
Kannski líta margir lausnarmiðaðir nútímamenn á hin tilvitnuðu orð úr Jóhannesarguðspjalli sem ákveðna lausn. Jákvæða lausn. Og þegar lausn er fengin snúa menn sér að öðru. Sem sé allt heldur áfram, já lífið heldur áfram eins og sagt er andspænis því þegar búið er að slíta einn streng í því mikla hljóðfæri.
En kjarni málsins birtist í spurningunni: Trúir þú þessu?