Landsmönnum hefur sennilega aldrei verið boðið inn í jafn margar kirkjur eins og á undanförnum vikum. Streymt hefur frá margvíslegu helgihaldi vítt og breitt um landið. Þar hefur samfélagsmiðillinn Facebook gegnt lykilhlutverki. Áhorfendur hafa fengið að skyggnast inn í gamlar kirkjur sem og nýjar og eflaust margir ekki komið þar alls staðar inn fyrir dyr.

Kirkjuhúsin eru menningarverðmæti sem eru langflest í eigu safnaða. Margar hinna gömlu kirkna eru friðaðar. Öll þessi hús geyma sögu og menningu. Trú og minningar fólks. Þessi hús standa þétt um allt land eins og perlur á bandi, hringinn í kringum landið. Mörgum þykir vænt um þessi hús og sum þeirra hafa verið stofnuð hollvinafélög.

Kórónuveirutíð hefur lyft þeim upp og landslýður fengið að sjá þessi guðshús inn til fjalla og meðfram fjöru, í borg og bæ, þorpi og sveit.

Þetta er í raun ein birtingamynd þjóðkirkjunnar. Þetta er kirkja fólksins. Um allt land.

Í ágætri bók sem er nýkomin út – eftir snjallan og kunnan metsölurithöfund má lesa þetta:

„Það var langt síðan Ari hafði gefist upp á almættinu, eftir að hann missti foreldra sína á unga aldri, og guðfræðinámið hafi ekki tengt hann við æðri máttarvöld með neinum hætti. Hann fann hins vegar að kirkjan var að einhverju leyti mikilvægari hér en í Reykjavík, samfélagið lítið og presturinn sameiginlegur sálusorgari allra. Auk þess hafði bærinn alltaf verið afskaplega háður útgerð og eflaust fannst mörgum betra að hafa Guð með sér þegar ættingjar og vinir höfðu lagt út á sjó.“ (Ragnar Jónasson, Vetrarmein, R. 2020, bls. 176).

Tilfinning höfundar er ekki fráleit að kirkjan skipti meira máli þar sem hún stendur nær fólki inn til dala og milla fjarða. Fólk horfi með öðrum augum á kirkjustórhýsi í borginni enda þótt dáðst sé að fallegum byggingarstíl þeirra. Í dreifbýli eigi kirkjan stærri hlut í hjarta fólksins og standi með einhverjum hætti nær fólki en þéttbýliskirkjan. Kirkjan er ekki farin eins og svo margt annað – hún er þarna – og þrátt fyrir alls konar sóknasameiningarbrölt. Og flestir eru innan kirkjunnar og telja sig vera þjóðkirkjufólk.

Fyrir nokkru – eða þann 3. desember ritaði Þröstur Ólafsson, kunnur hagfræðingur umhugsunarverða grein  í Morgunblaðið og komst meðal annars svo að orði:

„Þjóðkirkjan er ekki svipur hjá sjón og hvelfir ekki þeim verndarhjúp um mannlífið sem hún gerði.“

Hann var að minnast tíma sem voru enda bar greinin nafn sem undirstrikaði það: Tímahvörf og samfélagsþróun – Veröld sem var. Minnist tíma þegar samfélagið var í jafnvægi og í huga hans kennir vissrar eftirsjár og honum finnst mörgu hafa farið aftur.

Nú skal ekki fjölyrt um hvað höfundi býr í hjarta þegar hann telur þjóðkirkjuna ekki vera svip hjá sjón – það er hugsanlega samanburður við fyrri tíma þegar kirkjan átti sterkari ítök í landslýð en nú – var sjálfgefin stærð á slakri íslensku.

En hvað með verndarhjúpinn? Er hann horfinn? Nei, alls ekki – enda þótt einu og öðru kunni að hafa farið aftur. Hann hefur kannski breyst á undanförnum áratugum að eðli til og umfangi. Kirkjan rekur Hjálparstarf, innan lands sem utan. Einnig veitir hún fjölskyldum víðtæka aðstoð – meðal annars í gegnum Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Hún hefur á að skipa gagnmenntuðu starfsfólki og ötulum sjálfboðaliðum sem sinnir fjölda fólks í mjög svo ólíkum aðstæðum. Nauðsynlegt er að benda á slíkt.

Víða um land stendur kirkjan mjög traustum fótum  – og guðshúsin svo mörg og fögur – eru tákn um samstöðu sem fer kannski ekki hátt – og tilvísun til verndarhjúps.

Kirkjan er ekki farin eins og áður sagði. Hún er nefnilega fólkið sem stendur við bakið á henni og ann henni. Boðskapur hennar talar til fólksins með ýmsum hætti – hann er mikilvægur í augum þess.

Kirkjufólkið lætur lítið yfir sér en það sinnir sinni kirkju með alúð og metnaði. Hvort heldur í borg, bæ eða sveit þó með ólíkum hætti sé og lætur fátt angra sig. Heldur sínu striki sem hefur verið nokkuð farsælt þegar öllu er á botninn hvolft.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Landsmönnum hefur sennilega aldrei verið boðið inn í jafn margar kirkjur eins og á undanförnum vikum. Streymt hefur frá margvíslegu helgihaldi vítt og breitt um landið. Þar hefur samfélagsmiðillinn Facebook gegnt lykilhlutverki. Áhorfendur hafa fengið að skyggnast inn í gamlar kirkjur sem og nýjar og eflaust margir ekki komið þar alls staðar inn fyrir dyr.

Kirkjuhúsin eru menningarverðmæti sem eru langflest í eigu safnaða. Margar hinna gömlu kirkna eru friðaðar. Öll þessi hús geyma sögu og menningu. Trú og minningar fólks. Þessi hús standa þétt um allt land eins og perlur á bandi, hringinn í kringum landið. Mörgum þykir vænt um þessi hús og sum þeirra hafa verið stofnuð hollvinafélög.

Kórónuveirutíð hefur lyft þeim upp og landslýður fengið að sjá þessi guðshús inn til fjalla og meðfram fjöru, í borg og bæ, þorpi og sveit.

Þetta er í raun ein birtingamynd þjóðkirkjunnar. Þetta er kirkja fólksins. Um allt land.

Í ágætri bók sem er nýkomin út – eftir snjallan og kunnan metsölurithöfund má lesa þetta:

„Það var langt síðan Ari hafði gefist upp á almættinu, eftir að hann missti foreldra sína á unga aldri, og guðfræðinámið hafi ekki tengt hann við æðri máttarvöld með neinum hætti. Hann fann hins vegar að kirkjan var að einhverju leyti mikilvægari hér en í Reykjavík, samfélagið lítið og presturinn sameiginlegur sálusorgari allra. Auk þess hafði bærinn alltaf verið afskaplega háður útgerð og eflaust fannst mörgum betra að hafa Guð með sér þegar ættingjar og vinir höfðu lagt út á sjó.“ (Ragnar Jónasson, Vetrarmein, R. 2020, bls. 176).

Tilfinning höfundar er ekki fráleit að kirkjan skipti meira máli þar sem hún stendur nær fólki inn til dala og milla fjarða. Fólk horfi með öðrum augum á kirkjustórhýsi í borginni enda þótt dáðst sé að fallegum byggingarstíl þeirra. Í dreifbýli eigi kirkjan stærri hlut í hjarta fólksins og standi með einhverjum hætti nær fólki en þéttbýliskirkjan. Kirkjan er ekki farin eins og svo margt annað – hún er þarna – og þrátt fyrir alls konar sóknasameiningarbrölt. Og flestir eru innan kirkjunnar og telja sig vera þjóðkirkjufólk.

Fyrir nokkru – eða þann 3. desember ritaði Þröstur Ólafsson, kunnur hagfræðingur umhugsunarverða grein  í Morgunblaðið og komst meðal annars svo að orði:

„Þjóðkirkjan er ekki svipur hjá sjón og hvelfir ekki þeim verndarhjúp um mannlífið sem hún gerði.“

Hann var að minnast tíma sem voru enda bar greinin nafn sem undirstrikaði það: Tímahvörf og samfélagsþróun – Veröld sem var. Minnist tíma þegar samfélagið var í jafnvægi og í huga hans kennir vissrar eftirsjár og honum finnst mörgu hafa farið aftur.

Nú skal ekki fjölyrt um hvað höfundi býr í hjarta þegar hann telur þjóðkirkjuna ekki vera svip hjá sjón – það er hugsanlega samanburður við fyrri tíma þegar kirkjan átti sterkari ítök í landslýð en nú – var sjálfgefin stærð á slakri íslensku.

En hvað með verndarhjúpinn? Er hann horfinn? Nei, alls ekki – enda þótt einu og öðru kunni að hafa farið aftur. Hann hefur kannski breyst á undanförnum áratugum að eðli til og umfangi. Kirkjan rekur Hjálparstarf, innan lands sem utan. Einnig veitir hún fjölskyldum víðtæka aðstoð – meðal annars í gegnum Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Hún hefur á að skipa gagnmenntuðu starfsfólki og ötulum sjálfboðaliðum sem sinnir fjölda fólks í mjög svo ólíkum aðstæðum. Nauðsynlegt er að benda á slíkt.

Víða um land stendur kirkjan mjög traustum fótum  – og guðshúsin svo mörg og fögur – eru tákn um samstöðu sem fer kannski ekki hátt – og tilvísun til verndarhjúps.

Kirkjan er ekki farin eins og áður sagði. Hún er nefnilega fólkið sem stendur við bakið á henni og ann henni. Boðskapur hennar talar til fólksins með ýmsum hætti – hann er mikilvægur í augum þess.

Kirkjufólkið lætur lítið yfir sér en það sinnir sinni kirkju með alúð og metnaði. Hvort heldur í borg, bæ eða sveit þó með ólíkum hætti sé og lætur fátt angra sig. Heldur sínu striki sem hefur verið nokkuð farsælt þegar öllu er á botninn hvolft.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir