Á skírdegi er minnst síðustu kvöldmáltíðinnar sem frelsarinn átti með lærisveinum sínum. Því er við hæfi að víkja að altaristöflu nokkurri sem prýðir íslenska sveitakirkju og sýnir heilaga kvöldmáltíð.

Altaristöflur sem sýndu síðustu kvöldmáltíðina voru fyrr á tímum þær algengustu í kirkjum hér á landi ásamt myndum af krossfestingu og upprisunni.

Sú mynd sem fylgir þessari grein er altaristafla Bræðratungukirkju í Skálholtsprestakalli í Biskupstungum. Hún er eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð – máluð 1848.[1]

Þorsteinn Guðmundsson frá Hlíð  fæddist 1817 og lést 1862. Hann lærði bókband og fékk upp úr því áhuga fyrir myndlist.[2] Menn sáu að í honum bjó gott listamannsefni og vildu styðja hann utan til náms og í þeim hópi voru meðal annars sr. Tómas Sæmundsson og Jón Sigurðsson, forseti.[3] Þorsteinn hélt utan til Kaupmannahafnar 1844 og nam við Konunglega listaháskólann í fjögur ár. Þar lærði hann fríhendisteikningu og með fram náminu lagði hann stund á eikar- og marmaramálun utan skólans.[4] Ekki er ólíklegt að hann hafi talið að það myndi koma sér vel heima og reyndist það vera rétt. Hann hafði ekki tök á að sinna listinni þegar heim var komið nema í mjög litlum mæli eða raunar svo að hann „gat ekki lifað á list sinni og varð því smám saman að kveðja hugsjónir sínar.“[5] Þorsteinn er „fyrsti maðurinn, sem fer heiman með þeim ásetningi að gera myndlistina að ævistarfi sínu, og er það ákaflega merkileg saga.“[6]

Eftir Þorstein liggja nokkrar altaristöflur[7] sem hafa fengið þær umsagnir listfróðra að þær beri ekki vott um sjálfstæði heldur fremur staðnaðan listamann sem ekki hafi auðnast að þroska sig í listinni. Honum til málsbóta er þó nefnt að hann hafi þurft að fást við annað, bústörf, söðlasmíð og húsamálun, og því ekki haft tækifæri til að þjálfa og þroska listhæfileika sína.[8]

Altaristaflan í Bræðratungukirkju er eftirmynd af hinni frægu mynd endurreisnarlistamannsins Leonardo Da Vincis (1452-1519) í matstofunni í Santa Maria delle Grazie-klaustrinu í Mílanó eða sagt með nákvæmari hætti þá er hún eftirmynd af olíumálverki sem var eftirmynd af áðurnefndu verki.[9] Da Vinci málaði myndina á múrvegginn með olíumálningu og sakir þessa varðveittist myndin illa. En segja má að frummynd ítalska meistarans hafi orðið mörgum fyrirmynd með beinum hætti og óbeinum. Aragrúi eftirmynda af henni er til sem og annarra mynda er augljóslega eiga rætur í henni. Eftirmyndagerð var mjög algeng í listaheiminum og þótti sjálfsögð – bæði sem æfing og einnig sem varningur til að selja. Þetta var löngu fyrir öll lög um höfundarétt.

Þorsteinn frá Hlíð setti stafi sína á verkið og ártal – eins og glöggir lesendur sjá á myndinni. Einnig ritningartilvísun.

 

Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari, sagði þetta um Þorstein frá Hlíð i greininni „Íslenskur málari,“ sem birtist í tímaritinu Óðni, 6. tbl. 1. september 1916, bls. 45                                         

Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo Da Vinci. Það er á vegg matstofunnar í Santa Maria delle Grazie-klaustrinu í Mílanó. Stærð: 4,60 x 8,80cm.

Tilvísanir

[1] Kirkjur Íslands – Friðaðar kirkjur í Árnesprófastsdæmi, 3. bindi, ritstj. Árni Björnsson og Þorsteinn Gunnarsson (Reykjavík: Þjóðminjasafn, Húsafriðunarnefnd o.fl., 2002), bls. 30.

[2] Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár – Frá landnámstímum til ársloka 1940, V. bindi, (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag,) bls. 205.

[3] Matthías Þórðarson, Íslenzkir listamenn, II. (Reykjavík: Prentsm. Gutenberg, 1925), bls. 94.

[4] Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, I. bindi (Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2011), bls. 23.

[5] Einar Jónsson, „Íslenskur málari,“ Óðinn, 6. tbl. 1. september 1916, bls. 45.

[6] „Á fölsku vori – Spjallað við Björn Th. Björnsson,“ Tíminn 10. maí 1964.

[7] Einar Jónsson, „Íslenskur málari,“ Óðinn, 6. tbl. 1. september 1916, bls. 45, segir altaristöflur Þorsteins hafa verið fimm talsins.

[8] Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, I. bindi (Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2011), bls. 23. Og Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld  – drög að sögulegu yfirliti, I. bindi, (Reykjavík: Helgafell, 1964), bls. 27 og 28. Einnig: Matthías Þórðarson, Íslenzkir listamenn II. (Reykjavík: Prentsm. Gutenberg, 1925), bls. 80-104.

[9] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld  – drög að sögulegu yfirliti, I. bindi, (Reykjavík: Helgafell, 1964), bls. 28.

Guðspjall skírdags – Matteusarguðspjall 26.17-30

Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: „Hvar vilt þú að við búum þér páskamáltíðina?“
Hann mælti: „Farið til ákveðins manns í borginni og segið við hann: Meistarinn segir: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum.“
Lærisveinarnir gerðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar.
Um kvöldið sat Jesús til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust sagði hann: „Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig.“
Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: „Er það ég, Drottinn?“
Hann svaraði þeim: „Sá sem dýfði brauðinu í fatið með mér mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.“
En Júdas, sem sveik hann, sagði: „Rabbí, er það ég?“
Jesús svaraði: „Það eru þín orð.“

Þá er þeir mötuðust tók Jesús brauð, gerði þakkir, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: „Takið og etið, þetta er líkami minn.“
Og hann tók kaleik, gerði þakkir, gaf þeim og sagði: „Drekkið allir hér af. Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda. Ég segi ykkur: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags er ég drekk hann nýjan með ykkur í ríki föður míns.“
Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn fóru þeir til Olíufjallsins.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Á skírdegi er minnst síðustu kvöldmáltíðinnar sem frelsarinn átti með lærisveinum sínum. Því er við hæfi að víkja að altaristöflu nokkurri sem prýðir íslenska sveitakirkju og sýnir heilaga kvöldmáltíð.

Altaristöflur sem sýndu síðustu kvöldmáltíðina voru fyrr á tímum þær algengustu í kirkjum hér á landi ásamt myndum af krossfestingu og upprisunni.

Sú mynd sem fylgir þessari grein er altaristafla Bræðratungukirkju í Skálholtsprestakalli í Biskupstungum. Hún er eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð – máluð 1848.[1]

Þorsteinn Guðmundsson frá Hlíð  fæddist 1817 og lést 1862. Hann lærði bókband og fékk upp úr því áhuga fyrir myndlist.[2] Menn sáu að í honum bjó gott listamannsefni og vildu styðja hann utan til náms og í þeim hópi voru meðal annars sr. Tómas Sæmundsson og Jón Sigurðsson, forseti.[3] Þorsteinn hélt utan til Kaupmannahafnar 1844 og nam við Konunglega listaháskólann í fjögur ár. Þar lærði hann fríhendisteikningu og með fram náminu lagði hann stund á eikar- og marmaramálun utan skólans.[4] Ekki er ólíklegt að hann hafi talið að það myndi koma sér vel heima og reyndist það vera rétt. Hann hafði ekki tök á að sinna listinni þegar heim var komið nema í mjög litlum mæli eða raunar svo að hann „gat ekki lifað á list sinni og varð því smám saman að kveðja hugsjónir sínar.“[5] Þorsteinn er „fyrsti maðurinn, sem fer heiman með þeim ásetningi að gera myndlistina að ævistarfi sínu, og er það ákaflega merkileg saga.“[6]

Eftir Þorstein liggja nokkrar altaristöflur[7] sem hafa fengið þær umsagnir listfróðra að þær beri ekki vott um sjálfstæði heldur fremur staðnaðan listamann sem ekki hafi auðnast að þroska sig í listinni. Honum til málsbóta er þó nefnt að hann hafi þurft að fást við annað, bústörf, söðlasmíð og húsamálun, og því ekki haft tækifæri til að þjálfa og þroska listhæfileika sína.[8]

Altaristaflan í Bræðratungukirkju er eftirmynd af hinni frægu mynd endurreisnarlistamannsins Leonardo Da Vincis (1452-1519) í matstofunni í Santa Maria delle Grazie-klaustrinu í Mílanó eða sagt með nákvæmari hætti þá er hún eftirmynd af olíumálverki sem var eftirmynd af áðurnefndu verki.[9] Da Vinci málaði myndina á múrvegginn með olíumálningu og sakir þessa varðveittist myndin illa. En segja má að frummynd ítalska meistarans hafi orðið mörgum fyrirmynd með beinum hætti og óbeinum. Aragrúi eftirmynda af henni er til sem og annarra mynda er augljóslega eiga rætur í henni. Eftirmyndagerð var mjög algeng í listaheiminum og þótti sjálfsögð – bæði sem æfing og einnig sem varningur til að selja. Þetta var löngu fyrir öll lög um höfundarétt.

Þorsteinn frá Hlíð setti stafi sína á verkið og ártal – eins og glöggir lesendur sjá á myndinni. Einnig ritningartilvísun.

 

Einar Jónsson (1874-1954), myndhöggvari, sagði þetta um Þorstein frá Hlíð i greininni „Íslenskur málari,“ sem birtist í tímaritinu Óðni, 6. tbl. 1. september 1916, bls. 45                                         

Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo Da Vinci. Það er á vegg matstofunnar í Santa Maria delle Grazie-klaustrinu í Mílanó. Stærð: 4,60 x 8,80cm.

Tilvísanir

[1] Kirkjur Íslands – Friðaðar kirkjur í Árnesprófastsdæmi, 3. bindi, ritstj. Árni Björnsson og Þorsteinn Gunnarsson (Reykjavík: Þjóðminjasafn, Húsafriðunarnefnd o.fl., 2002), bls. 30.

[2] Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár – Frá landnámstímum til ársloka 1940, V. bindi, (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag,) bls. 205.

[3] Matthías Þórðarson, Íslenzkir listamenn, II. (Reykjavík: Prentsm. Gutenberg, 1925), bls. 94.

[4] Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, I. bindi (Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2011), bls. 23.

[5] Einar Jónsson, „Íslenskur málari,“ Óðinn, 6. tbl. 1. september 1916, bls. 45.

[6] „Á fölsku vori – Spjallað við Björn Th. Björnsson,“ Tíminn 10. maí 1964.

[7] Einar Jónsson, „Íslenskur málari,“ Óðinn, 6. tbl. 1. september 1916, bls. 45, segir altaristöflur Þorsteins hafa verið fimm talsins.

[8] Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, I. bindi (Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2011), bls. 23. Og Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld  – drög að sögulegu yfirliti, I. bindi, (Reykjavík: Helgafell, 1964), bls. 27 og 28. Einnig: Matthías Þórðarson, Íslenzkir listamenn II. (Reykjavík: Prentsm. Gutenberg, 1925), bls. 80-104.

[9] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld  – drög að sögulegu yfirliti, I. bindi, (Reykjavík: Helgafell, 1964), bls. 28.

Guðspjall skírdags – Matteusarguðspjall 26.17-30

Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: „Hvar vilt þú að við búum þér páskamáltíðina?“
Hann mælti: „Farið til ákveðins manns í borginni og segið við hann: Meistarinn segir: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum.“
Lærisveinarnir gerðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar.
Um kvöldið sat Jesús til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust sagði hann: „Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig.“
Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: „Er það ég, Drottinn?“
Hann svaraði þeim: „Sá sem dýfði brauðinu í fatið með mér mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.“
En Júdas, sem sveik hann, sagði: „Rabbí, er það ég?“
Jesús svaraði: „Það eru þín orð.“

Þá er þeir mötuðust tók Jesús brauð, gerði þakkir, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: „Takið og etið, þetta er líkami minn.“
Og hann tók kaleik, gerði þakkir, gaf þeim og sagði: „Drekkið allir hér af. Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda. Ég segi ykkur: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags er ég drekk hann nýjan með ykkur í ríki föður míns.“
Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn fóru þeir til Olíufjallsins.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir