Margir segja sem svo að erfitt sé að rækta með sér trú í nútímanum. Allt er á fleygiferð og varla tími til að að staldra við og líta í kringum sig og þakka fyrir lífið. Velta fyrir sér undrum þess, horfa á sólina koma upp og setjast. Heyra fuglasöng og sjá náttúruna breytast frá einum degi til annars. Svo ekki sé talað um eldgos sem brýst fram og hraunflæðið breytir náttúrunni hvar sem það fer um. Þetta sjáum við í dag.

Albert Einstein sagði svo í ævisögu sinni: „Í náttúrunni opinberast svo stórkostleg skynsemi að hver mannleg mannleg hugsun og allt skipulag er í samanburði við hana sem hvert annað lítilfjörlegt endurskin.“[1]

Mannkynið hefur kannski aldrei sem nú verið sér jafnmeðvitað um að það sé mikilvægt að draga andann djúpt andspænis þessu mikla undri sem heitir líf – náttúra. Enda þótt lífið hafi svo að segja barist fyrir lífi sínu allt frá fyrstu tíð þá hefur það lifað af. Nú draga margir í efa að lífið nái að sleppa undan hrammi tortímingarinnar verði ekki gripið til einhverra aðgerða því til verndar. Um það er svo deilt hvað eða hvort eitthvað þurfi að gera. Það er nú önnur saga.

Skýringar á þessu undarlega ferðalagi inn í tímann eru margar og menn hafa velt þeim fyrir sér allt frá fyrstu tíð.

Stundum taka menn svo til orða að þeir séu með öllu trúlausir. Sumir stæra sig meira segja af því og telja það vera merki um sjálfstæði og andlegan kraft. Þeir þurfi ekki á einhverjum guði að halda í lífinu og geti ver komist af án hans. Lífið er í augum þeirra sem hver önnur snöggferð inn í tímann sem þeir eru kallaðir til fyrir tilviljun eina. Þegar ferðinni er lokið þá er öllu lokið. Það er ekki flóknara en svo.

Hinn trúlausi byggir á vissu trausti. Hann gengur út frá ákveðnum grundvallarstaðreyndum um lífið sem hann setur traust sitt á. Ein þessara staðreynda í huga hans er sú að ekkert afl sé á bak við heiminn, enginn guð.

Þau sem fylla þann flokk sem lítur á þetta ferðalag sem misjafnlega skemmtilega tilviljun eru oft býsna kokhraust í tali sínu um það. Margir telja reyndar að trúleysi megi skoða sem nokkurs konar trú eða form af trú, lífsskoðunartrú eða vissu; viðhorf til lífsins.

Kristin trú er trú lífsins. Sólarupprás verður í lífi okkar þegar við byggjum það á trú og trausti til Guðs sem opinberaði veru sína í Jesú Kristi. Trúin segir við okkur: Jesús Kristur er með í för lífsins. Hann heldur í hönd okkar, vakir yfir okkur og leiðir í gegnum bylgjur lífsins. Ekki fer hann með hávaða og lúðurhljómi, frekju né yfirgangi. Nei, með hógværð og kærleika kemur hann til okkar þar sem við erum stödd í önnum hversdagsins.

Kristin trú er upprisutrú vegna þess að hún er trú lífsins. Lífið deyr ekki þó það breytist.

Við lifum á tölvuöld í stafrænni veröld sem hefur gerbreytt heimsmynd okkar og gert hana í senn einfaldari og flóknari. En þrátt fyrir nýja tíma þá eru spurningar okkar um lífið og tilgang þess í innsta kjarna sínum þær hinar sömu og spurningar fyrri tíðar manna. Spurningar sem hver maður spyr sjálfan sig:

Hver er ég? Hver er tilgangur lífsins?  Hvert fer ég þegar ævin mín er öll?

Kristin trú leitast við að svara þessum spurningum með sínum hætti. Hún kallar á samtal og opinn huga.

[1] Mein Weltbild, 1963, bls. 21.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Margir segja sem svo að erfitt sé að rækta með sér trú í nútímanum. Allt er á fleygiferð og varla tími til að að staldra við og líta í kringum sig og þakka fyrir lífið. Velta fyrir sér undrum þess, horfa á sólina koma upp og setjast. Heyra fuglasöng og sjá náttúruna breytast frá einum degi til annars. Svo ekki sé talað um eldgos sem brýst fram og hraunflæðið breytir náttúrunni hvar sem það fer um. Þetta sjáum við í dag.

Albert Einstein sagði svo í ævisögu sinni: „Í náttúrunni opinberast svo stórkostleg skynsemi að hver mannleg mannleg hugsun og allt skipulag er í samanburði við hana sem hvert annað lítilfjörlegt endurskin.“[1]

Mannkynið hefur kannski aldrei sem nú verið sér jafnmeðvitað um að það sé mikilvægt að draga andann djúpt andspænis þessu mikla undri sem heitir líf – náttúra. Enda þótt lífið hafi svo að segja barist fyrir lífi sínu allt frá fyrstu tíð þá hefur það lifað af. Nú draga margir í efa að lífið nái að sleppa undan hrammi tortímingarinnar verði ekki gripið til einhverra aðgerða því til verndar. Um það er svo deilt hvað eða hvort eitthvað þurfi að gera. Það er nú önnur saga.

Skýringar á þessu undarlega ferðalagi inn í tímann eru margar og menn hafa velt þeim fyrir sér allt frá fyrstu tíð.

Stundum taka menn svo til orða að þeir séu með öllu trúlausir. Sumir stæra sig meira segja af því og telja það vera merki um sjálfstæði og andlegan kraft. Þeir þurfi ekki á einhverjum guði að halda í lífinu og geti ver komist af án hans. Lífið er í augum þeirra sem hver önnur snöggferð inn í tímann sem þeir eru kallaðir til fyrir tilviljun eina. Þegar ferðinni er lokið þá er öllu lokið. Það er ekki flóknara en svo.

Hinn trúlausi byggir á vissu trausti. Hann gengur út frá ákveðnum grundvallarstaðreyndum um lífið sem hann setur traust sitt á. Ein þessara staðreynda í huga hans er sú að ekkert afl sé á bak við heiminn, enginn guð.

Þau sem fylla þann flokk sem lítur á þetta ferðalag sem misjafnlega skemmtilega tilviljun eru oft býsna kokhraust í tali sínu um það. Margir telja reyndar að trúleysi megi skoða sem nokkurs konar trú eða form af trú, lífsskoðunartrú eða vissu; viðhorf til lífsins.

Kristin trú er trú lífsins. Sólarupprás verður í lífi okkar þegar við byggjum það á trú og trausti til Guðs sem opinberaði veru sína í Jesú Kristi. Trúin segir við okkur: Jesús Kristur er með í för lífsins. Hann heldur í hönd okkar, vakir yfir okkur og leiðir í gegnum bylgjur lífsins. Ekki fer hann með hávaða og lúðurhljómi, frekju né yfirgangi. Nei, með hógværð og kærleika kemur hann til okkar þar sem við erum stödd í önnum hversdagsins.

Kristin trú er upprisutrú vegna þess að hún er trú lífsins. Lífið deyr ekki þó það breytist.

Við lifum á tölvuöld í stafrænni veröld sem hefur gerbreytt heimsmynd okkar og gert hana í senn einfaldari og flóknari. En þrátt fyrir nýja tíma þá eru spurningar okkar um lífið og tilgang þess í innsta kjarna sínum þær hinar sömu og spurningar fyrri tíðar manna. Spurningar sem hver maður spyr sjálfan sig:

Hver er ég? Hver er tilgangur lífsins?  Hvert fer ég þegar ævin mín er öll?

Kristin trú leitast við að svara þessum spurningum með sínum hætti. Hún kallar á samtal og opinn huga.

[1] Mein Weltbild, 1963, bls. 21.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir