Ljós og skuggar fylgja öllum í lífinu og allir vilja að sjálfsögðu vera sólarmegin. Sumir staðir eru sólríkari en aðrir og draga fólk að meðan skuggar líðast um hér og þar. Fáir elta alla jafna skuggana. Skugginn er kaldur og dimmur. En sólin heit og lýsir.

Lífið virðist stundum vera ofið úr skuggum og ljósi. Sama hvaða brögðum manneskjan reynir að beita til að loka á skuggana og opna fyrir sólargeislum og birtu ljóssins skal býsna oft einhver lotinn skuggi vera einhvers staðar á ferð. Stór eða lítill. Tilbúinn til að bregða fæti fyrir góð áform eða láta hörð orð falla. En svo á hann líka aðra hlið og getur verið kærkominn og opnað svalan faðm sinn þegar okkur er heitt í hamsi.

Nú er sumar hvað sem hver segir. Sumarsólin skín og umvefur okkur hvort heldur í örsnöggum innlitum óðamála nágranna eða þá hún tyllir sér um nokkra hríð hjá okkur. Það er fjörlegur sumardagur þennan daginn og þegar hann er að kvöldi kominn er kannski farið að kólna. Þykkna upp. Næsti dagur hálfgerður haustdagur. Eins og afturganga. En svo sprettur sumarið upp aftur og leikur á als oddi. Öll gleðjumst við og grípum sólargeislana á lofti – erfum ekkert dynti þess. Svona er það bara. Tilvera okkar hér norður í höfum verður fyrir vikið tilbreytingarfyllri en annars staðar og mótar okkur kannski að einhverju leyti. Eins og sjálft veðrið. Veðrabrigði í huga og líkama. Það er háttur margra okkar að drífa í hlutunum, gera átak og stundum nánast í einni striklotu. Við erum ekkert að tvínóna heldur látum hendur standa fram úr ermum. Um að gera að nota sólarglennuna og stundina áður en stormur skellur á.

Sumarið í ýtir skuggum til hliðar. Það streymir hressilega um sálarskúmaskotin og birtan flæður um og gefur okkur tækifæri til að hreinsa út. Gera allsherjarhreingerningu. Það þýðir ekki að taka til í myrkri – það þarf ljós. Og meira en ljós. Það þarf opin augu. Hvert og eitt okkar verður að opna sín eigin augu og líta í hinn margfræga barm og taka til. Þar getur leynst margt sem farið er að slá í og er miður hollt fyrir sálartetrið.

Taktu til í sumar. Þú sérð ekki eftir því. Kannski hefur þú reynt það áður og mistekist. En það þýðir ekki að gefast upp. Sumir gera hverja atrennuna á fætur annarri til að ryðjast í gegnum myrka hauga sálarlífsins og moka þeim burt. Það verður nefnilega að vera rými fyrir nýjar hugsanir og nýtt viðmót, nýjar stefnur og strauma sem renna samsíða hinum eldri og kunnuglegu.

Sumarið eltir uppi alla skuggana og kemur þeim fyrir kattarnef. Þess vegna er gott að vera bandamaður sumarsins því það er bjartsýnt, hlýtt og umhyggjusamt. Kærleiksríkt. Það gefur af sér og er því til fyrirmyndar.

Kristin trú talar um ljós og skugga. Sjálfur sagðist meistarinn frá Nasaret vera ljós heimsins. Margir hafa horft til hans sem ljóss í lífi sínu. Látið hann leiða sig og rutt með honum flestum skuggum úr lífi sínu.

Þegar mönnum finnst þeir hafa týnt sjálfum sér og standa andspænis gátu sem eru þeir sjálfir þá er skynsamlegt að halla sér að ljósinu. Sjá hvað hefur gengið úr skaftinu og laga það. Stundum er harla margt í ólagi – þá þarf kannski að „taka vélina upp“ – sú viðgerð hefst heima hjá okkur, á okkar eigin sálarhlaði. Það kemur fyrir að nauðsynlegt reynist að kalla til aðstoðarfólk. Fólk sem kann til verka og getur gefið góð ráð og veitt farsæla leiðsögn. Leiðsögn sem er sólarmegin í lífinu; leiðsögn sem vísar veg úr dimmum hellinum og út í ilmandi sólskinið.

Það getur þurft dirfsku til að horfast í augu við sjálfa/n sig og ganga út í ljósið, hrista af sér alla skugga. Skugga nútíðar, skugga fortíðar – og skugga annarra sem geta hvílt þungt á okkur.

Þú átt þessa dirfsku og hún styrkist þegar sólin skín á þig. Nú er komið að þér að virkja kraft sólarinnar og gera beina braut fyrir þína eigin hamingju – hún er þarna úti og bíður eftir þér. Sólarmegin í lífinu. Kærleiksmegin.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ljós og skuggar fylgja öllum í lífinu og allir vilja að sjálfsögðu vera sólarmegin. Sumir staðir eru sólríkari en aðrir og draga fólk að meðan skuggar líðast um hér og þar. Fáir elta alla jafna skuggana. Skugginn er kaldur og dimmur. En sólin heit og lýsir.

Lífið virðist stundum vera ofið úr skuggum og ljósi. Sama hvaða brögðum manneskjan reynir að beita til að loka á skuggana og opna fyrir sólargeislum og birtu ljóssins skal býsna oft einhver lotinn skuggi vera einhvers staðar á ferð. Stór eða lítill. Tilbúinn til að bregða fæti fyrir góð áform eða láta hörð orð falla. En svo á hann líka aðra hlið og getur verið kærkominn og opnað svalan faðm sinn þegar okkur er heitt í hamsi.

Nú er sumar hvað sem hver segir. Sumarsólin skín og umvefur okkur hvort heldur í örsnöggum innlitum óðamála nágranna eða þá hún tyllir sér um nokkra hríð hjá okkur. Það er fjörlegur sumardagur þennan daginn og þegar hann er að kvöldi kominn er kannski farið að kólna. Þykkna upp. Næsti dagur hálfgerður haustdagur. Eins og afturganga. En svo sprettur sumarið upp aftur og leikur á als oddi. Öll gleðjumst við og grípum sólargeislana á lofti – erfum ekkert dynti þess. Svona er það bara. Tilvera okkar hér norður í höfum verður fyrir vikið tilbreytingarfyllri en annars staðar og mótar okkur kannski að einhverju leyti. Eins og sjálft veðrið. Veðrabrigði í huga og líkama. Það er háttur margra okkar að drífa í hlutunum, gera átak og stundum nánast í einni striklotu. Við erum ekkert að tvínóna heldur látum hendur standa fram úr ermum. Um að gera að nota sólarglennuna og stundina áður en stormur skellur á.

Sumarið í ýtir skuggum til hliðar. Það streymir hressilega um sálarskúmaskotin og birtan flæður um og gefur okkur tækifæri til að hreinsa út. Gera allsherjarhreingerningu. Það þýðir ekki að taka til í myrkri – það þarf ljós. Og meira en ljós. Það þarf opin augu. Hvert og eitt okkar verður að opna sín eigin augu og líta í hinn margfræga barm og taka til. Þar getur leynst margt sem farið er að slá í og er miður hollt fyrir sálartetrið.

Taktu til í sumar. Þú sérð ekki eftir því. Kannski hefur þú reynt það áður og mistekist. En það þýðir ekki að gefast upp. Sumir gera hverja atrennuna á fætur annarri til að ryðjast í gegnum myrka hauga sálarlífsins og moka þeim burt. Það verður nefnilega að vera rými fyrir nýjar hugsanir og nýtt viðmót, nýjar stefnur og strauma sem renna samsíða hinum eldri og kunnuglegu.

Sumarið eltir uppi alla skuggana og kemur þeim fyrir kattarnef. Þess vegna er gott að vera bandamaður sumarsins því það er bjartsýnt, hlýtt og umhyggjusamt. Kærleiksríkt. Það gefur af sér og er því til fyrirmyndar.

Kristin trú talar um ljós og skugga. Sjálfur sagðist meistarinn frá Nasaret vera ljós heimsins. Margir hafa horft til hans sem ljóss í lífi sínu. Látið hann leiða sig og rutt með honum flestum skuggum úr lífi sínu.

Þegar mönnum finnst þeir hafa týnt sjálfum sér og standa andspænis gátu sem eru þeir sjálfir þá er skynsamlegt að halla sér að ljósinu. Sjá hvað hefur gengið úr skaftinu og laga það. Stundum er harla margt í ólagi – þá þarf kannski að „taka vélina upp“ – sú viðgerð hefst heima hjá okkur, á okkar eigin sálarhlaði. Það kemur fyrir að nauðsynlegt reynist að kalla til aðstoðarfólk. Fólk sem kann til verka og getur gefið góð ráð og veitt farsæla leiðsögn. Leiðsögn sem er sólarmegin í lífinu; leiðsögn sem vísar veg úr dimmum hellinum og út í ilmandi sólskinið.

Það getur þurft dirfsku til að horfast í augu við sjálfa/n sig og ganga út í ljósið, hrista af sér alla skugga. Skugga nútíðar, skugga fortíðar – og skugga annarra sem geta hvílt þungt á okkur.

Þú átt þessa dirfsku og hún styrkist þegar sólin skín á þig. Nú er komið að þér að virkja kraft sólarinnar og gera beina braut fyrir þína eigin hamingju – hún er þarna úti og bíður eftir þér. Sólarmegin í lífinu. Kærleiksmegin.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir