Gamalt spakmæli segir að viturlegt sé að geyma græna hríslu í hjarta sínu því þá kunni syngjandi fugl að setjast á grein hennar.

Sól skín hátt á lofti og öll náttúran ilmar af krafti og fegurð. Manneskjan gengur út í sumarið og vill eiga þátt í fegurð þess og vexti. Hún er líka í heiminum til þess að blómgast og bera ávöxt. Kannski er engin árstíð jafnmikill boðberi frelsisins eins og einmitt sumarið með angan sinni og tækifærum til vaxtar og þroska.

Já, náttúran syngur fyrir okkur.

Sumarið er sá tími þegar manneskjurnar fara á kreik eins og fuglarnir. Það besta sprettur fram í hverri manneskju um leið og hún lyftir kolli sínum mót sólu. Manneskjan er tilfinningavera. Það hefur aldrei þótt gott að byrgja inni tilfinningar sínar og langanir. Láta þær hvíla á sér eins og sálarkæfandi farg. Nei, best er að hleypa sumrinu inn í sálartetrið. Inn í huga, orð og athöfn. Láta sólina skína! Og fuglana syngja!

Langþráð sumarsól. Henni er fagnað sem hetju eftir þunga rigningardaga og jafnvel þótt hún skíni ekki nema í einn dag eða tvo. Sólardagar þó fáir séu eru í huga margra sem heilt sumar.

Það er alltaf eitthvað nýtt og fagurt sem ber fyrir augu okkar á hverju andartaki þó lítið sé. Sérstaklega á sumrin. Oft er það minnsta ekki síðra en það sem mikilfenglegt telst. Fugl á húsmæni er lítið meistarastykki og fagurt í léttum fjaðraham sínum og á sama hátt er húsflugan litla glæsileg smíð og rennileg þó hvimleið geti hún stundum verið. Blár himinn sem hvelfist yfir okkur eins og vakandi auga er fagur og þegar skýin sigla um hann færist fjör í leikinn. Nýjar og nýjar myndir streyma fram á leiktjald himinsins og augað þreytist aldrei. Regnbogi á himni er ótrúlegt listaverk sem stendur yfirleitt ekki lengi við á undrastórum himni frekar en sjálft lífið í samanburði við eilífðina. Þess vegna tökum við svo dæmalaust vel eftir því þegar hann er dreginn upp á himininn eins og breitt pensilfar listmálarans eina.

Sumarið í sjálfum okkur ólgar og það er ekki hægt að lýsa því frekar en listaverki. Þú verður bara að finna það hríslast um sál og líkama.

Fegurð sumarsins kveikir öflugt og jákvætt hugarfar. Fyllir okkur bjartsýni. Ástæðan er kannski sú að fegurðin endurómar eitthvað sem er gott í sjálfu sér og vekur einnig upp tilfinningu vellíðunar. Þess vegna skyldum við reyna allar stundir að efla með okkur tilfinninguna fyrir því sem er fallegt og jákvætt. Hvort tveggja endurspeglar líka frelsi mannshugarins sem er dýrmætt eins og allt frelsi á öðrum sviðum.

Sumarið góða elur af sér vöxt og er góð hvatning til okkar allra að auka hinn andlega kraft og gróðursetja í huga það sem gefur ávöxt. Hugur hvers og eins er sem moldin og tekur við því sem gott er og slæmt. Ef þú hugsar vel um þinn andlega garð í sumar þá reitir þú illgresið í burtu og fleygir því en hlúir að því sem gott er og sáir því sem gefur af sér hamingju og farsæld.

Þegar sumri hallar er ekki ónýtt að hafa safnað sólargeislum í andlega sarpinn til að geta hleypt þeim út einum og einum þegar vetur sækir að. Þeir varpa birtu í kringum sig og ylja ekki bara okkur um hjartarætur heldur og öðrum.

Já, við erum öll ræktendur hugar og handar og miklu skiptir að vel sé að verki staðið. Og það er Guð sem gefur vöxtinn! Við erum samverkamenn Guðs í þessu sem öllu öðru.

Syngjandi fuglar setjast á grænar og mjúkar greinar sálartrés okkar og gleðja með söng sínum og fegurð.

Heyrir þú sönginn?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Gamalt spakmæli segir að viturlegt sé að geyma græna hríslu í hjarta sínu því þá kunni syngjandi fugl að setjast á grein hennar.

Sól skín hátt á lofti og öll náttúran ilmar af krafti og fegurð. Manneskjan gengur út í sumarið og vill eiga þátt í fegurð þess og vexti. Hún er líka í heiminum til þess að blómgast og bera ávöxt. Kannski er engin árstíð jafnmikill boðberi frelsisins eins og einmitt sumarið með angan sinni og tækifærum til vaxtar og þroska.

Já, náttúran syngur fyrir okkur.

Sumarið er sá tími þegar manneskjurnar fara á kreik eins og fuglarnir. Það besta sprettur fram í hverri manneskju um leið og hún lyftir kolli sínum mót sólu. Manneskjan er tilfinningavera. Það hefur aldrei þótt gott að byrgja inni tilfinningar sínar og langanir. Láta þær hvíla á sér eins og sálarkæfandi farg. Nei, best er að hleypa sumrinu inn í sálartetrið. Inn í huga, orð og athöfn. Láta sólina skína! Og fuglana syngja!

Langþráð sumarsól. Henni er fagnað sem hetju eftir þunga rigningardaga og jafnvel þótt hún skíni ekki nema í einn dag eða tvo. Sólardagar þó fáir séu eru í huga margra sem heilt sumar.

Það er alltaf eitthvað nýtt og fagurt sem ber fyrir augu okkar á hverju andartaki þó lítið sé. Sérstaklega á sumrin. Oft er það minnsta ekki síðra en það sem mikilfenglegt telst. Fugl á húsmæni er lítið meistarastykki og fagurt í léttum fjaðraham sínum og á sama hátt er húsflugan litla glæsileg smíð og rennileg þó hvimleið geti hún stundum verið. Blár himinn sem hvelfist yfir okkur eins og vakandi auga er fagur og þegar skýin sigla um hann færist fjör í leikinn. Nýjar og nýjar myndir streyma fram á leiktjald himinsins og augað þreytist aldrei. Regnbogi á himni er ótrúlegt listaverk sem stendur yfirleitt ekki lengi við á undrastórum himni frekar en sjálft lífið í samanburði við eilífðina. Þess vegna tökum við svo dæmalaust vel eftir því þegar hann er dreginn upp á himininn eins og breitt pensilfar listmálarans eina.

Sumarið í sjálfum okkur ólgar og það er ekki hægt að lýsa því frekar en listaverki. Þú verður bara að finna það hríslast um sál og líkama.

Fegurð sumarsins kveikir öflugt og jákvætt hugarfar. Fyllir okkur bjartsýni. Ástæðan er kannski sú að fegurðin endurómar eitthvað sem er gott í sjálfu sér og vekur einnig upp tilfinningu vellíðunar. Þess vegna skyldum við reyna allar stundir að efla með okkur tilfinninguna fyrir því sem er fallegt og jákvætt. Hvort tveggja endurspeglar líka frelsi mannshugarins sem er dýrmætt eins og allt frelsi á öðrum sviðum.

Sumarið góða elur af sér vöxt og er góð hvatning til okkar allra að auka hinn andlega kraft og gróðursetja í huga það sem gefur ávöxt. Hugur hvers og eins er sem moldin og tekur við því sem gott er og slæmt. Ef þú hugsar vel um þinn andlega garð í sumar þá reitir þú illgresið í burtu og fleygir því en hlúir að því sem gott er og sáir því sem gefur af sér hamingju og farsæld.

Þegar sumri hallar er ekki ónýtt að hafa safnað sólargeislum í andlega sarpinn til að geta hleypt þeim út einum og einum þegar vetur sækir að. Þeir varpa birtu í kringum sig og ylja ekki bara okkur um hjartarætur heldur og öðrum.

Já, við erum öll ræktendur hugar og handar og miklu skiptir að vel sé að verki staðið. Og það er Guð sem gefur vöxtinn! Við erum samverkamenn Guðs í þessu sem öllu öðru.

Syngjandi fuglar setjast á grænar og mjúkar greinar sálartrés okkar og gleðja með söng sínum og fegurð.

Heyrir þú sönginn?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir