Öll samskipti fela í sér að menn gefa eitthvað af sjálfum sér bæði meðvitað og ómeðvitað. Það þarf ekki annað en svipbrigði, orð eða þögn. Svipurinn getur verið mildur og skilningsríkur, harðleitur og ósvífinn. Orðin geta verið ljúf og látið vel í eyrum en þau geta líka verið hörð og óvægin. Þögnin getur líka verið skilningsrík og samúðarfull – líka nístandi og köld. Sagt meira en orð – og líka minna. Svo er hægt að ljúga með þögninni eins og Snæfellingar þekktu.

Samskipti lærum við smám saman í lífinu. Lærum að skilja hvað svipbrigði þýða og að sjálfsögðu orðin. Góð samskipti verða okkur fyrirmynd á sama hátt og slæm geta rifið niður sál og huga.

Svipbrigðadans hversdagsins er oftast sjálfgefinn með okkar nánustu enda þekkjum við þau. Önnur dansspor svipbrigða tökum við á vinnustað eða í samkvæmum. Stundum eru þau mislæsileg. Og danssporin misfimlega stigin.

Öll þekkjum við orðatiltækið sælla er að gefa en að þiggja. Það felast ákveðnir yfirburðir í því að vera fær um að gefa af sér þegar um veraldlega hluti er að ræða. Gjafir þær sem hann eða hún lætur af hendi kunna að vera aðeins brotabrot af því sem liggur í eignasafni viðkomandi svo notað sé málfar bankanna. Gefur ekki af skorti sínum heldur af yfirflæði. Svo getur fólk rifjað upp söguna af ekkjunni sem gaf af skorti sínum.

Öll erum við fær um að gefa af okkur tilfinningalega – innistæðan í þeim samskiptasjóði er býsna gild. Við sýnum jafnvel rausnarskap. Það er vel. Tilfinningar eru hversdagslegir tónar mannssálarinnar og þeir eru óþrjótandi. Öll höfum við eitthvað að gefa úr þeim sjóði. Og þiggjendur leynast víða – einhver sem þráir góðan svip, hlý orð og skilningsrík. Svo sannarlega er hann eða hún tilbúin að þakka fyrir slíkan viðurgerning. Þau sem hafa tamið sér gjafmildi af þessum verðmætum sem ekki verða metin til fjár líður á margan hátt betur en þeim sem sitja að sjálfum sér og láta ekki frá sér hlý orð eða uppbyggileg, hvetjandi svip og dáðríkan, heldur þumbast áfram með myrku yfirbragði.

Sum okkar gefa nánast allt af okkur í þeirri von að það hjálpi þeim sem eru í vanda stödd. En sá sem gefur verður og að gæta að sjálfum/sjálfri sér, að ganga ekki of langt svo sálarskaði hljótist af. Hjálparinn má ekki standa eftir magnþrota og berskjaldaður fyrir tilfinningalegum næðingi.

Það er stundum talað um góðar manneskjur og vondar. Og reyndar að allir menn hafa í sér góða þræði sem og slæma. Engum er alls varnað – öll höfum við eitthvað gott fram að færa. En manneskjan er þessi dularfulla og óræða blanda af því sem er gott, fagurt, illt og ljótt. Hún hefur tækifæri til að leggja góðu baráttunni lið og berjast gegn því illa. Stundum leggst hún á sveif með andstæðingum hins góða og fagra. Það er ráðgáta illskunnar í heimi Guðs og manns.

Þau orð eru höfð eftir meistaranum frá Nasaret að hvert tré þekkist af ávexti sínum. Og hann bætti við: „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans.“ (Lúkasarguðspjall 6.45). Hér er engin hálfvelgja á ferð og kostirnir eru tveir: góður og slæmur sjóður; góður maður og vondur maður. Orðin hvetja okkur til að staldra við og spyrja af einlægni: Hvernig er minn andlegi sjóður? Hver er ég? Og hvorum megin vil ég standa? Sennilega er ekki mjög erfitt að velja á milli ef skynsemin fær að ráða eftir fund með tilfinningunum. Jafnvel eftir neyðarfund.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Öll samskipti fela í sér að menn gefa eitthvað af sjálfum sér bæði meðvitað og ómeðvitað. Það þarf ekki annað en svipbrigði, orð eða þögn. Svipurinn getur verið mildur og skilningsríkur, harðleitur og ósvífinn. Orðin geta verið ljúf og látið vel í eyrum en þau geta líka verið hörð og óvægin. Þögnin getur líka verið skilningsrík og samúðarfull – líka nístandi og köld. Sagt meira en orð – og líka minna. Svo er hægt að ljúga með þögninni eins og Snæfellingar þekktu.

Samskipti lærum við smám saman í lífinu. Lærum að skilja hvað svipbrigði þýða og að sjálfsögðu orðin. Góð samskipti verða okkur fyrirmynd á sama hátt og slæm geta rifið niður sál og huga.

Svipbrigðadans hversdagsins er oftast sjálfgefinn með okkar nánustu enda þekkjum við þau. Önnur dansspor svipbrigða tökum við á vinnustað eða í samkvæmum. Stundum eru þau mislæsileg. Og danssporin misfimlega stigin.

Öll þekkjum við orðatiltækið sælla er að gefa en að þiggja. Það felast ákveðnir yfirburðir í því að vera fær um að gefa af sér þegar um veraldlega hluti er að ræða. Gjafir þær sem hann eða hún lætur af hendi kunna að vera aðeins brotabrot af því sem liggur í eignasafni viðkomandi svo notað sé málfar bankanna. Gefur ekki af skorti sínum heldur af yfirflæði. Svo getur fólk rifjað upp söguna af ekkjunni sem gaf af skorti sínum.

Öll erum við fær um að gefa af okkur tilfinningalega – innistæðan í þeim samskiptasjóði er býsna gild. Við sýnum jafnvel rausnarskap. Það er vel. Tilfinningar eru hversdagslegir tónar mannssálarinnar og þeir eru óþrjótandi. Öll höfum við eitthvað að gefa úr þeim sjóði. Og þiggjendur leynast víða – einhver sem þráir góðan svip, hlý orð og skilningsrík. Svo sannarlega er hann eða hún tilbúin að þakka fyrir slíkan viðurgerning. Þau sem hafa tamið sér gjafmildi af þessum verðmætum sem ekki verða metin til fjár líður á margan hátt betur en þeim sem sitja að sjálfum sér og láta ekki frá sér hlý orð eða uppbyggileg, hvetjandi svip og dáðríkan, heldur þumbast áfram með myrku yfirbragði.

Sum okkar gefa nánast allt af okkur í þeirri von að það hjálpi þeim sem eru í vanda stödd. En sá sem gefur verður og að gæta að sjálfum/sjálfri sér, að ganga ekki of langt svo sálarskaði hljótist af. Hjálparinn má ekki standa eftir magnþrota og berskjaldaður fyrir tilfinningalegum næðingi.

Það er stundum talað um góðar manneskjur og vondar. Og reyndar að allir menn hafa í sér góða þræði sem og slæma. Engum er alls varnað – öll höfum við eitthvað gott fram að færa. En manneskjan er þessi dularfulla og óræða blanda af því sem er gott, fagurt, illt og ljótt. Hún hefur tækifæri til að leggja góðu baráttunni lið og berjast gegn því illa. Stundum leggst hún á sveif með andstæðingum hins góða og fagra. Það er ráðgáta illskunnar í heimi Guðs og manns.

Þau orð eru höfð eftir meistaranum frá Nasaret að hvert tré þekkist af ávexti sínum. Og hann bætti við: „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans.“ (Lúkasarguðspjall 6.45). Hér er engin hálfvelgja á ferð og kostirnir eru tveir: góður og slæmur sjóður; góður maður og vondur maður. Orðin hvetja okkur til að staldra við og spyrja af einlægni: Hvernig er minn andlegi sjóður? Hver er ég? Og hvorum megin vil ég standa? Sennilega er ekki mjög erfitt að velja á milli ef skynsemin fær að ráða eftir fund með tilfinningunum. Jafnvel eftir neyðarfund.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir